Helgarpósturinn - 09.01.1997, Page 21

Helgarpósturinn - 09.01.1997, Page 21
Mynd: Bjöm Blöndal RMMTUDAGUR 9. JANUAR1997 21 V ¥ Gengilbeina að aðalstarfi en fýrirsæta í hjáverkum Elma Lísa Gunnars- dóttir er tuttugu og þriggja ára gömul og mæðist í mörgu. Andlit hennar hefur birst okkur í ótal aug- lýsingum gegnum árin, því þrátt fyrir ungan aldur hefur hún starf- að sem fyrirsæta í ein níu ár. Þekktust er hún þó líklega fyrir að sjá um þáttinn íslenska listann á Stöð 2. „Ég er nú bara fyrir- sæta í hjáverkum og hef í raun og veru aldr- ei lagt neinn sérstakan metnað í það starf og lít ekki á mig sem mód- el. Mér hálfleiðist fárið sem hefur verið búið til í kringum fyrirsæt- ur. Sannast sagna er aðalstarf mitt það að vera gengilbeina, — hitt eru bara auka- störf,“ segir Elma Lísa. Tækifæri til að ferðast Þrátt fyrir „metnað- arleysið" hefur Elma Lísa samt sem áður starfað sem fyrirsæta erlendis. Hún var eitt sumar í Grikklandi og einnig nokkra mánuði í Mílanó. „Ég leit nú að- allega á þetta sem tækifæri til að kynnast einhverju nýju, sjá og skoða heiminn,“ segir hún. Elma Lísa segir tísku- og fyrirsætu- bransann mjög sér- kennilegan í Grikklandi og litlir peningar séu í boði, en kveður það litlu máli hafa skipt. Hún hafi notið dvalar- innar út í ystu æsar, ferðast og notið lífsins. Dvölin í Mílanó hafi aftur á móti gefið meira í aðra hönd og allt annar bragur sé á tískuheiminum á Ítalíu. Mílanó heillaði þó ekki Elmu Lísu og raunar taldi hún helsta kost- inn við að starfa þar þann að myndirnar voru teknar alls staðar á Ítalíu nema í Mílanó. „Ég vann mest fyrir innlend blöð og hafði nóg að gera. M.a. birt- ist af mér næstum heilt blað þar sem ég spranga um Rómaborg í brúðarkjólum,“ segir Elma Lísa og hlær. En hefur hún klœðst slíkum skrúða í fullri al- vöru? „Nei, en ég er í sam- búð.“ Er hann líka fyrir- sœta? „Nei, svo sannarlega ekki. Ég hef aldrei orð- ið ástfangin af neinum í fyrirsætu- og tísku- geiranum." Mestu áthátíð árs- ins, með sínum fitandi krásum, er nýlokið. Þar sem fyrirsætur eru iðulega afar mjóslegn- ar hvarflar það að manni að þær þurfi starfsins vegna að neita sér um flestar kræsingar jólanna. „Ég borða nú bara jafnmik- ið og mér sýnist,“ segir Elma Lísa. „Ég hef aldr- ei nennt að velta því fyrir mér hvað ég læt ofan í mig og er svo sannarlega ekki þjök- uð af lystarstoli. Ég borðaði steikur, smá- kökur og sælgæti í miklu magni yfir jólin," segir fyrirsætan sem ekki lítur á sig sem fyr- irsætu að lokum. Hverjir voru c) hvar Á SÓLONIÍSLANDUSI sátu margir og sötruðu kaffi og nörtuðu í rúnnstykki síð- astliðinn laugardagseftir- miðdag. Flosi Ólafsson leikari, Andrés Sigurvins- son leikstjóri og Þor- steinn Gylfason prófessor sátu saman og spjöll- uðu mikið, væntanlega um leikritun og leiklist. Vala Matt útvarpar ekki bara > fráSólon heldur virðist hún hrein- lega búa þar. Kári Stef- ánsson erfðavísindafröm- uður stúderaði gesti kaffi- hússins og Sólveig Arn- arsdóttir leiklistarnemi f rak inn nefið. Ari Alex- ander reyndi ekki að ■ skinnklæða staðinn líkt og hann gerði á Mokka á dögunum heldur spjallaði hann við Kristin Hrafhs- son, fréttarita í Nýju Jór- vík. Einnig sást þar til eins íbúa Latabæjar, Ólafs Guðmundssonar leikara, og Lindu Bjargar, tísku- hönnunarnema í París. KAFFIBARINN var stútfull- ur að venju á laugardags- kvöld. Þar mátti sjá myndlistar- manninn, rithöfund- inn og leið- sögumann- inn Harald Jónsson. Síðhærði myndlistar- og tattó- gerðarmað- urinn Fjöln- ir Bragason leit inn sem og Bubbluflugan og Blossastjarnan Páíl Ban- ine. Vala og hinn ftal- skættaði herra Vala, eig- endur verslun- arinnar Noi, sem snarað á íslensku út- leggst Við, duttu einnig inn úr dyrun- um. Þá sást þar til hins Stund- arlausa Felix Bergssonar. ■Kp'' J _ Á KAFFI LIST safnaðist saman inargt manna til að hlusta á hina frábæru hljómsveit „The Gipsy Kings"! Andrés Sigurvins- son drakk þar margan kaffibollann ásamt vini sínum Binii Karlssyni Ieikara. Sigurlaug M. Jón- asdóttir. þula með meiru, þuldi yfir manni sínum, Torfa gullsmið. Þar var p einnig Hrönn Kristins- dóttir Kvikmyndasam- stev|)ingur og dansfiðrild- in Ástrós og Sóley. ; Þetta sama kvöld brá ; Björk Guðmundsdóttir sér, ásamt vinum sínunt, út að borða á veitinga- staðinn Jónatan Living- ston máf.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.