Helgarpósturinn - 09.01.1997, Síða 23

Helgarpósturinn - 09.01.1997, Síða 23
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1997 23 Ekki missa Hetjurnar hans Spessa ■ Hinn snjalli ijósmyndari Spessi, eða Spesman high eins og sumir kalla hann, opnaði sýningu nú í vikunni í Iista- kaffihúsinu Mokka við Skóla- vörðustíg. Yfirskrift sýningar- innar er Hetjur. „Þetta orð, hetjur, er orð sem virðist vera löngu hætt að nota í íslensku þjóðfélagi," segir listamaður- inn síkáti. „Það þarf svo að skilgreina hugtakið enn frekar með því að bæta einhverju við, s.s. íþróttahetja, hvunn- dagshetja o.s.frv. Myndirnar á sýningunni eru myndir af mönnum sem eru hetjur í mín- um augum. Allt Vestfirðingar og menn sem ég kannaðist við í æsku, en ég ólst upp á ísa- firði. Mér fannst allir þessir menn vera hetjur á sínum tíma. Mér fannst þeir allir vera svo stórir. Svo kom í ljós að þeir voru ekki svo stórir þegar ég loks hitti þá aftur til að taka af þeim myndir. Á sýningunni stilli ég saman alls kyns mönn- um, frá aflaskipstjórum yfir í venjulega verkakarla. Allir eru settir í spariföt. Við það hverf- ur stéttaskiptingin að ein- hverju leyti. Ég set þá alla á sama stall. Allt er svo myndað á sama staðnum; í gömlu sjúkrahúsi á ísafirði sem hefur ekki verið notað í fimmtán ár.“ Þessi sýning Spessa var haldin á síðasta ári á Isafirði við mjög góða aðsókn, en um fjórðung- ur allra íbúa svæðisins sá sýn- inguna. Nú er tækifærið að skoða hetjur Spessa í Mokka- kaffi á Skólavörðustígnum. Þegar amma var ung ■ Onlyyou, The great preten- der og Smoke gets in your eyes eru meðal þeirra laga sem sungin verða á Hótel íslandi nú um helgina þegar söng- kvartettinn The Platters stígur [)ar á stokk og tekur lagið fyrir slendinga. Sönghópurinn kemur fram á tvennum tón- leikum, á föstudags- og laugar- dagskvöld. Nú er bara fyrir eldra fólkið (og þá yngri sem hafa gaman af) að skella sér á Hótel ísland og upplifa gömlu, góðu, hugljúfu rokkstemmn- inguna eins og hún var best, — þegar amma var ung. Leikfélagið hundrað ára ■ Leikfélag Reykjavíkur verð- ur 100 ára núna 11. janúar og í tilefni af því verða tvær frum- sýningar í Borgarleikhúsinu um helgina, Fagra veröld eftir Karl Ágúst Úlfsson og Dómínó eftir Jökul heitinn Jakobsson. Dómínó skrifaði rithöfundur- inn og leikskáldið Jökull á ár- unum 1970-1973 og er það að margra dómi eitt besta verk hans. Frumsýning er í kvöld á verkinu og er uppselt. Önnur sýning er á morgun. Jónína, Hringur og Kjar- val í húsi meistarans ■ Á laugardaginn verða opn- aðar þrjár sýningar á Kjarvais- stöðum. í fyrsta lagi yfirlits- sýning á verkum Hrings Jó- hannessonar, eins dáðasta listamanns þjóðarinnar, sem lést á síðasta ári langt um ald- ur fram. í öðru lagi sýning á nýjum verkum eftir eina fremstu leirlistakonu skersins, Jónínu Guðnadóttur. Að þessu sinni er listunnendum boðið til móts við ný verk sem sérstaklega hafa verið gerð fyrir rýmið á Kjarvalsstöðum. Þar gefur að líta afrakstur ára- langrar listsköpunar, sjálf- stæða skúlptúra sem oftar en ekki hafa sterka skírskotun í íslenska náttúru. í fjórða lagi verður sýning á verkum meistara Kjarvals sem hann gerði á árunum 1931- 1945. Sú sýning nefnist Lifandi land. Blaðaljósmynd ársins 1996 ■ Þeir sem hafa áhuga á blaðaljósmyndum geta séð úr- val bestu íslenskra blaðaljós- mynda á síðasta ári I Gerðar- safni í Kópavogi. Blaðamanna- félagið verður hundrað ára síðar á þessu ári og var því ákveðið að hafa þessa sýningu veglegri en hingað til. Sýndar verða um 300 ljósmyndir, en auk bestu mynda síðasta árs verður á sýningunni úrval þekktra fréttaljósmynda frá liðnum árum og áratugum. Sýningin verður opnuð á laug- ardaginn og þá verða veitt verðlaun fyrir bestu myndir í hverjum efnisflokki og jafn- framt útnefnd Blaðaljósmynd ársins 1996. Sýningin verður opin fram til 2. febrúar. ■ Vala Þórsdóttir leikkona hefur verið á faraldsfæti með einleiksverk sín Eða þannig og Kíkir, súkkulaði, fýlugufa og rusl, en Vala hefur sýnt þessi verk í Danmörku, Ítalíu og Englandi og auðvitað áður á íslandi, alls staðar við góðar undirtektir. „Þessi verk voru sýnd í viku úti í London og gekk mjög vel,“ segir hún. „Þar var ákveðið að ég myndi fara aftur út og vera í apríl og maí. Þá yrði ég með þriggja vikna rennsli í London og í fram- haldi af því færi ég styttri leik- ferð um Bretlandseyjar. Þá myndi ég sýna bæði fyrir ís- lendingafélögin þarna úti og eins fyrir Bretana. Þetta er allt saman mjög spennandi, sér- staklega eftir að hafa fengið svona góða dóma þarna úti.“ Nú geta íslendingar séð þessa einleiki Völu í Kaffileikhúsinu og verður fyrsta sýning á laug- ardag og hefst hún klukk- an 21. Sannleikur eða blekking? ■ Umræða verður í Þjóð- leikhúskjallaranum á mánudagskvöld um sið- ferðisspurningar í leikrit- inu Villiöndin eftir Hen- rik Ibsen, sem sýnt er um þessar mundir í Þjóðleikhús- inu. „Það eru siðferðislegu spurningarnar sem Henrik Ib- sen setur fram í verkinu sem verða meginumræðuefni kvöldsins, en Villiöndin er ákaflega margþætt verk. Um- ræðurnar munu einnig snúast um allar hinar margþættu per- sónur í verkinu, um lífsskoð- anir þeirra og hvernig þær haga lífi sínu,“ segir Melkorka Tekla Ólafsdóttir leikhúsfræð- ingur, sem er umsjónarmaður dagskrárinnar. „Meginskoð- anaátökin í verkinu eru á milli tveggja persóna, annars vegar Gregers, sem heldur því fram að sannleikurinn verði ávallt að koma fram í öllum tilvikum, og hins vegar Rellings læknis, sem hefur helgað líf sitt því að útdeila sjálfsblekkingum til fólks í kringum sig, vegna þess að hann telur að sjálfsblekk- ingin sé nauðsynleg til að maðurinn komist af.“ Meðal þátttakenda í umræð- unni verða heimspekingar, rit- höfundar og guðfræðingar. Þá verða flutt atriði úr sýningu Þjóðleikhússins á Villiöndinni. Umræðurnar hefjast klukkan 21 og eru eins og áður segir í Þjóðleikhúskjallaranum. Hverjir fara i um j ~ hel g i n aL? „Ég er að undirbúa skólann, sem fer af stað aftur eftir jólafrí, en ég er skólastjóri Sálarrannsóknarskólans," segir Magnús Skarphéðinsson. „Nú eru á þriðja hundrað nemendur hjá okkur og 36 kennarar. Ég ætla að gefa mér tlma I að fara I sund seinnipart laugardags eins og alltaf á laug- ardögum. Svo hafði ég hugsað mér að sjá stórmyndina Hamsun um kvöldið. Sunnu- deginum ætla ég aö eyöa með félögum mínum í Tilraunafélaginu, sem er vísindalegt miðilsfundafélag. Ég ætla í sund eftir fundinn. Síðan var hugmyndin að fara í heimsókn til kunningjafólks okkar í Breiðholti, þannig að þetta verður hin besta helgi. Ég ætlaði mér að sjá Þrek og tár en það verður að bíða til næstu helgar. Ég fer ekki mikið út á skemmtistaðina því ég nenni ekki að hlusta á röflandi fyrllibyttur." „Ég ætla að bjóða fjölskyldu minni, konu, foreldrum og systrum á Hótel Örk í afmælisveislu mína, en ég átti afmæli í gær,“ segir gamla poppstjarnan og hljómplötuverslunareigandinn Pétur Kristjánsson. „Ég er orðinn fjörutíu og fimm ára gamall, hugsaðu þér maður. Og ætla að halda upp á það á Hótel Örk, hafa það huggulegt í rúman sólar- hring eða svo með fjölskyldunni. Það held ég að sé svolítiö sniðugt. Systir mín átti afmæli nú I desember og þá fórum við til Keflavíkur. Það var virki- lega skemmtilegt. Bara fjölskyldan saman, fá sér gott að borða og bara hafa það gott." „Ég geri nú ekki mikiö um þessa helgi, ég var að koma úr uppskurði," segir séra Flóki Krjstinsson, sóknarprestur í Lúxemborg. „Ég var að láta laga á mér kviðslit og verö bara heima hjá mér.“ Þú œtlar ekki að horfa á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu eða lesa eitthvað gott? „Nei, ekki neitt, ekki neitt," segir hann döprum rómi. „Það eru engin plön.“ „Ég ætla bara að gera það sem ég er vön að gera; vera heima hjá mér og njóta þess," segir Salome Þorkelsdóttir, fyrn/erandi al- þingismaður. „Ég er nú vön að horfa á sjónvarpiö á laugardags- kvöldum ef það eru einhverjar góðar myndir, en ég er ekki farin að kanna dagskrána. Vonandi verður eitthvað bitastætt þar. Ég fer á nýárstónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar á fimmtudagskvöldiö, en ég er meö fasta miða hjá Sinfóníunni." „Á laugardagsmorgun fer ég suður í Kapla- krika til að halda smáfyrirlestur á þjálfara- námskeiði þar,“ segir Þorbjöm Jensson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins. „Helgarnar snúast venjulega mest um íþrótt- ir,“ segir hann og hlær. „Ég hugsa að ég fari um helgina að fylgjast með keppni í fjórða flokki karla sem verður uppi T Digranesi, en sonur minn er að fara að spila þar.“ Upprennandi stjarna? „Vonandi, fyrir hann," segir Þorbjörn og hlær. „Ég ætla að fylgjast með þvT. Ég fór í bíó aldr- ei þessu vant síðustu helgi og sá Ransom með Mel Gibson. Mér fannst hún nokkuð góð. Mérfinnst alltaf gaman að horfa á Mel Gibson. Hann er minn maður, hæfilega brútal." spurt... Ef þú fengir að ferðast í tíma og rúmi, hvert myndirðu þá fara? Þorgrímur Þráinsson rithöfundur „Ég myndi vilja upplifa tímabilið í París svona í kringum 1830, — þessa gömlu götu- stemmningu. Vic- tor Hugo var uppi á þessum tíma og andrúmsloftið hefur örugglega verið magnað. Andinn í kringum Notre Dame og Signu.“ Karla leikfimi Markvissar æfingar fyrir karla á öllum aldri Vió bjóóum upp á kvöldtíma þar sem vió leggjum áherslu á þrek og góóar styrktaræfingar fyrir maga, bak og fætur. Gott aóhald meó teygjum og slökun i lok hvers tíma. Takmarkaóur fjöldi. Einnig æfingar í nýjum CYBEX tækjum. Kennari: Jón Halldórsson, íþróttakennari

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.