Helgarpósturinn - 09.01.1997, Page 24
illt af og sent trakteringarnar í rannsókn er
hafi leitt í Ijós að meðal hráefnanna var sæöi
þriggja karlmanna. Við bíðum bara eftir aö fá
nöfn hráefnisgjafanna...
\lokkur brögö munu að því að söluverö
lllíbúða sé skráð hærra en það raunveru-
lega er. Þetta er gert til að kaupandinn fái
hærra lán til kaupanna hjá húsbréfadeild Hús-
næðisstofnunar. Mál af þessu tagi kom upp
um miðjan desember þegar lögfræðideild Hús-
næðisstofnunar fór fram á að Rannsóknarlög-
regla ríkisins rannsakaði alls 16 kaupsamn-
inga. Húsbréfalán höföu veriö veitt út á þessa
samninga að meðaltali 4-5 milljónir á hvern
en eignirnar taldar mun minna virði. Ein fast-
eignasala var einkum talin tengjast málinu en
ekki hefur komið fram hvaða fasteignasala
það er. Við getum upplýst að hér mun átt við
fasteignasöluna Hraunhamarí Hafnarfiröi. Hitt
er svo annað mál að ekki er endilega þar meö
sagt aö starfsmönnum fasteignasölunnar hafi
veriö kunnugt um svindliö. Þegar um er að
ræöa eignir utan höfuðborgarsvæðisins mun
nefnilega alsiða aö kaupandi og seljandi séu
búnir að gera út um kaupin sín á milli. Hlut-
verk fasteignasölunnar er þá í raun ekki ann-
að en að ganga frá formsatriðunum. í slíkum
tilvikum tekur fasteignasalan yfirleitt ekki
venjuleg sölulaun heldur einungis þóknun fyrir
skjalagerð. Sú þóknun mun þó geta numið 25
þúsund krónum, sem óneitanlega eru bærileg
laun fyrir klukkustundar vinnu...
Bókaforlögin hafa síðustu vikurnar verið að
dagsetja reikninga ýmist fram eða aftur í
tímann. Þetta hefur verið árviss viðburður I
bransanum og ef eitthvað er mun fremur hafa
dregið úr þessum dagsetningatilfærslum með
aukinni töluvtækni á allra síöustu árum.
Bókasöfn þurfa eins og aðrar opinberar stofn-
anir að eyða fjárveitingum sínum fyrir áramót.
Annars er nefnilega hætt viö að þeim verið
refsaö fyrir sparsemina með lægri fjárveitingu
næst. Ekki dugar heldur að eyða um efni
fram. Árum saman hefur þess vegna verið
nokkuð um ofboðspantanir bókasafna fyrstu
dagana eftir áramót. Þá hafa menn skyndi-
lega gert sér Ijóst aö fjárveitingin var ekki al-
veg búin. Bækur eru pantaðar og forlögin
beðin að dagsetja reikninga fyrir áramót. Á
sama h'átt ber líka alloft við að bókasöfn sem
klára fjárveitinguna snemma fái jólabækurnar
afgreiddar en reikningurinn sé ekki skrifaður
fyrr en í janúar...
Jólakort sem forsetaframbjóðandinn Guð-
rún Agnarsdóttir og ektamaður hennar,
Helgi Valdimarsson, sendu stuðningsmönn-
um sínum hefurvaldið nokkrum heilabrotum.
„Lítiö kort" stendur á forsíðunni og innl „Mikl-
ar þakkir. Bestu þakkir fyrir ómetanlegan
stuðning!" Upphrópunarmerkið er svolítið
spurningarmerki og minnir á að Guörún vildi
ekki fyrr en I lengstu lög viðurkenna aö hún
hefði tapað kosningabaráttunni...
HELGARPÓSTURINN
9. JANÚAR 1997 1. TBL. 4. ÁRG. VERÐ 250 KR.
Ekkert lát er á aðsókn að söngleiknum Stone Free I
Borgarleikhúsinu og viröist sem hálfgert Stone Free-
æöi hafi gripið um sig. Sýningum á verkinu átti að Ijúka
um áramót en þá voru enn um 120 manns á biðlista eftir
miðum. Gripiö var til þess ráðs að hafa fjórar aukasýning-
ar nú eftir áramót og var byrjaö að selja á þær miða slð-
astliöinn sunnudag. Þá fimm tlma sem miöasalan var op-
in seldust um fimm hundruð miðar...
Hjá flestum stórfyrirtækjum er það siður að útdeila jóla-
gjöfum meöal starfsmanna — en sllku er ekki fyrir að
fara hjá öllum. Flugleiöir eru eitt þeirra fyrirtækja sem
gáfu starfsfólki sínu ekki jólagjafir fyrir þessi jól. Þess I
stað voru valinkunnum viðskiptavinum slöasta árs gefnar
góðar gjafir...
Sighvatur Björgvinsson, for-
maöur Alþýðuflokksins, hlýt-
ur ekki vinsældir fyrir þá ráöa-
gerö að leggja Alþýðublaðið
niður. Þingmenn flokksins eru
sumir alfariö á móti því að út-
gáfu blaðsins verði hætt. Hug-
myndin um að leggja Alþýöublaðiö inn I Dag-Tímann upp I
prentsmiöjuskuld við ísafoldarprentsmiöju, sem erí eigu
útgefenda Dags-TImans, fær heldur ekki hljómgrunn. Al-
þýðuflokksmenn telja ekki að krataslðan sem meiningin
er að þeir fái I Degi-Tímanum verði langlíf, enda Stefán
Jón Hafstein ritstjóri lýst þvl yfir að Dagur-Tíminn sé ekki
flokksmálgagn...
Fréttina um fyrirhugaða yfirtöku Dags-Tím-
ans á Alþýðublaðinu bar upp á sama
tlma og tilkynnt var um uppsagnir fimm
starfsmanna Dags-TTmans. Uppsagnirnar
drukknuðu I umfjölluninni sem fyrirhuguð yfir-
taka fékk. Aðstandendur blaðsins eru sér-
lega viðkvæmir fyrir fréttaumfjöllun um stöðu
útgáfunnar. Lögfræðingur Dags-Tímans, Sigurður Guð-
jónsson, heimsótti ritstjórn Helgarpðstsins fyrir jól og
fékk tölublað HP frá því snemma I haust þar sem stutt
klausa birtist um stöðu Dags-Tfmans. Sigurður íhugar fyrir
hönd útgefenda Dags-TImans að stefna þáverandi útgef-
endum Helgarpóstsins fyrir atvinnuróg...
Þorsteinn Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá
Sambandinu, bætti enn einni skrautfjöður I hatt sinn
um áramót þegar hann varð stjórnarmaður I Pósti og síma
hf. Þorsteinn er skjólstæðingur Halidórs Ás-
grímssonar, formanns Framsóknarflokksins,
og hefur m.a. setið I stjórn Norræna fjárfest-
ingabankans og verið stjónarformaöur Iðn-
lánasjóðs. Framsóknarmenn, sem sjálfir
höfðu augastað á stjórn Pósts og síma hf.,
eru hins vegar hvekktir og telja fremd Þor-
steins meö óllkindum I ijósi þess að hann var einn aðal-
maður á bakviö NT-ævintýrið sem skildi fjárhag eftir Fram-
sóknarflokksins I kaldakoli...
Garðabær hreþþti höfuðstöðvar Marels
hf., sem flytur starfsemi slna frá Höfða-
bakka I Reykjavík I nýtt iðnaðarhverfi I
Moldahrauni við Reykjanesbraut. í Morgun-
blaðinu segir Ingimundur Sigurpálsson,
bæjarstjóri I Garðabæ, að viðræður viö fyrir-
tækið hafi gengið mjög vel. Engin ástæða
er til að efast um það. Stjórnarformaður Marels er Bene-
dikt Sveinsson, formaður bæjarráös I Garöabæ og leið-
togi meirihluta Sjálfstæðisflokksins þar I bæ. Stjórnarfor-
mennskuna fékk Benedikt I krafti eignarhluta Eimskips I
Marel. Engu að síður er Marel almenningshlutafélag og
þeir hluthafanna sem ekki eru Garðbæingar velta sumir
fyrir sér hvort önnur bæjarfélög hefðu komið til álita...
Meðal arkitekta er nokkur spenna vegna væntanlegrar
hönnunar stórhýsis Marels I Garðabæ. Flestir veðja á
aö Ingimundur Sveinsson fái verkiö, enda er hann bróö-
ir Benedikts Sveinssonar, stjórnarformanns Marels og
oddvita meirihlutans I Garöabæ. Ingimundur er höfundur
skrifstofubyggingar Sjóvár-Almennra og Perlunnar I Öskju-
hlíð...
Olystug flökkusaga hefur lengi gengiö um bæinn um
matsölustað sem sendir heim. Sagan segir að fólki
sem fékk heimsendan mat frá nefndri matsölu hafi oröið
http://this.is/net
lifandi vefur um Internetið, fólkið, fyrirtækin og framþróunina
Vorum að fá
32 BOOTS - SPECIAL
BLEMD - FOIIR STAR