Helgarpósturinn - 20.02.1997, Blaðsíða 4
4
RMMTUDAGUR 20. FEBRUAR1997
í skýrslu, sem gerO var fyrir
dómsmálaráöuneytid um heim-
ilisofbeldi á íslandi, kemur í
Ijós aö 1,3 prósent kvenna
eöa um eitt þúsund til ellefu
hundruö konur og 0,8 prósent
karla eöa um 650 þeirra hafa
oröiö fyrir líkamlegu ofbeldi á '
heimilum sínum af völdum nú-
verandi eöa fyrrverandi maka
eöa sambýlismanns/konu á
síöustu tólf mánuöum. Skýrsl-
an er byggö á simakönnun
sem gerö var fyrir stuttu.
Hringt var í 3.000 manna úr-
tak og spurt um ofbeldis-
reynslu, bæöi heimilisofbeldi
og götuofbeidi. Eru konur farn-
ar aö lemja karlmenn í meira
mæli Ingólfur?
Lægri ofbeldis-
þröskuldur hjá kon-
um en körium
„Það er ekki stór munur á milli
ofbeldis gagnvart konum og of-
beldis gagnvart körlum ef þessar
tölur eru skoðaðar hráar," segir
Ingólfur V. Gíslason, starfsmað-
ur skrifstofu Jafnréttisráðs. „All-
verulegur hluti
þeirra kvenna sem
segjast hafa beitt
maka sinn líkam-
legu ofbeldi segist
hafa gert það í
sjálfsvörn. Það
þýðir að maki
þeirra hafi orðið fyrri til að beita
ofbeldi. Eins má segja að í þess-
ari rannsókn og öðrum sem
gerðar liafa verið sýnir það sig
að konur hafa lægri ofbeldis-
þröskuld en karlar, það er að
segja; þær kalla hiutina fyrr of-
beldi en karlarnir. Það stafar
vafalítið af því að miklu meiri
ógn er fyrir konu ef karl beitir
hana ofbeldi en' þegar konur
beitir karl ofbeldi. Þó svo að
kona löðrungi þig þá er það ekki
neitt sem þú þarft að stressa þig
neitt verulega á. í langflestum til-
fellum hefur karlmaðurinn líkam-
lega yfirburði.“
Verða einhverjur ráðstafan-
ir geröar vegna þessara upp-
lýsinga?
„Þessi skýrsla er nú til um-
ræðu inni á Aiþingi. Þar eiga
þingmenn eftir að fara yfir hana
og skoða. Það eru engar tillögur í
sjálfri skýrslunni, enda var
nefndin ekki beðin um að gera
þær. Ég geri fastlega ráð fyrir að
það komi einhverjar hugmyndir
og kröfur um aðgerðir tii að
sporna við þessari ofbeldisþró-
un á Alþingi. Ég vona bara að
Guð gefi að umræðan snúist ekki
um að beita harðari refsingum í
þessum málum. Ég held að það
skili mjög, mjög takmörkuðum
árangri, enda sýnir það sig í lang-
flestum tilfellum að það er ekki
ósk kvennanna sem verða fyrir
ofbeldi. í könnuninni kom í ljós
að um 4,5 prósent kvenna segja
að sér hafi verið nauðgað ein-
hvern tímann á lífsleiöinni, en
sárafáar konur kæra verknaðinn.
Að mínu mati eru harðari refs-
ingar auðvelda lausnin. Svo virð-
ist sem veriö sé að gera eitthvað
í málinu en þessar skammtíma-
lausnir virka bara því iniður
ekki. Langtímaverkefnið er að
taka á þessu í raun. Mín ósk um
aðgerðir væri að dómsmálaráð-
herra kallaði að einu borði alla
þá sem koma eitthvað að ofbeld-
ismálum. Síðan myndu menn
fylgja þeim alþjóðaskuldbinding-
um sem ísiendingar hafa gengist
undir og smíða þjóðaráætlun, til
dæmis til fimm ára, um hvernig
elgi að taka á þessu. Meta síðan
eftir fimm ár hvernig til hefur
tekist.“
Kom hún ykhur ekkert á
óvart þessi háa tala yfir karla
sem beittir hafu verið ofbeldi
á heimilinu?
„Jú, ætli sé ekki óhætt að segja
það. En síðan fóru menn að
skoða þetta nánar og sáu hve
mikill hlutí af þessu var sjálfs-
vörn. Það breyttl myndinni tals-
vert. Það má einnig benda á að
fólk var spurt hvort það hefði
beitt ofbeldi og hvort það hefði
orðið fyrir því. Mun fleirí konur
sögðust hafa barið karla en karl-
ar sem sögðust hafa verið þarðir
af konum. Hvort það er svo
vegna þess að þelr skammast sín
fyrir þetta eða — sem mér finnst
miklu líklegra — að þeir einfaid-
lega líti ekki á þettasem ofbeldi."
Bera Nordal, fráfarandi forstööumaöur Listasafns íslands, hefur brátt störf hjá Malmö
Konsthall í Svíþjóö, sem er taliö eitt virtasta listasafn á Noröurlöndum og þótt víöar
væri leitaö...
Svan
„Það verður mikil ögrun að takast á
við þetta nýja starf hjá Malmö Konst-
hall, enda mun ég fást við annars konar
störf en ég hef gert hingað til hjá Lista-
safni íslands,“ segir Bera Nordal sem
lætur af störfum sem forstöðumaður
safnsins um næstu mánaðamót.
„í Malmö Konsthall eru sýningarnar
aðalatriðið og ég mun vinna að alþjóð-
legum sýningum, því ekki er lögð mikil
rækt við norrænar sýningar. Hér heima
hef ég verið mikið í því að rannsaka
verk og skrásetja til varðveislu. í
Malmö mun ég setja upp sýningar
ungra listamanna sem eru við það að
hljóta heimsfrægð og þeirra sem eru
lengra á veg komnir í listinni.“
Mikill áhugi er meðal fjölmiðla og al-
mennings á Malmö Konsthall og til
marks um áhugann var haldinn fjöl-
mennur blaðamannafundur þegar til-
kynnt var að Bera hlyti starf forstöðu-
manns safnsins. Safnið þykir líka eitt
það allra merkasta á Norðurlöndum og
er jafnframt vel fylgst með því í Evrópu
hvað þar er til sýnis. Starf Beru mun því
án efa vekja mikla athygli listunnenda
bæði í Svíþjóð og annars staðar.
Ný aðföng
„Eg er þessa síðustu daga mína í
starfi að setja upp sýningu fyrir safnið.
Hún kallast „Ný aðföng“ og ber nafn
með rentu, því á henni eru verk sem
voru keypt á síðustu þremur árum.
Ennfremur eru þar nokkrar gjafir sem
okkur hafa borist. Reyndar er hér að-
eins um úrval að ræða, því við höfum
ekki tök á því að sýna allt sem við höf-
um keypt eða fengið að gjöf frá einstak-
lingum. Því miður háir plássleysi okkur
og því getur verið erfitt að setja upp
heilsteyptá sýningu, ekki síst í Ijósi
þess að verkin eru mismunandi — enda
höfundarnir ólíkir. Við erum með mörg
prýðisgóð verk sem verða til sýnis í
safninu, til dæmis eftir Krístján Guð-
mundsson, Hrein Friðfinnsson og Þor-
vald Þorsteinsson. Einnig erum við
með verk eftir heimsþekktan lista-
mann, Carl André að nafni, en það er
gjöf til safnsins. Síðan erum við með
málverk eftir einn þekktasta listmálara
Svía af eldri kynslóðinni, Ola Billgren.
Verkin spanna því langt tímabil og sýn-
ingin veitir áhorfendum vonandi gott
yfirlit yfir stórt skeið í list samtímans.“
Bera hefur verið forstöðumaður
Listasafnsins undanfarin níu ár. Hún
tók við starfi Selmu Jónsdóttur, sem
var fyrsti forstöðumaður safnsins. Bera
segir að á fyrstu árum Listasafnsins
hafi það búið við þröngan kost í Þjóð-
minjasafninu en síðar hafi það fengið
glæsilega aðstöðu við Fríkirkjuveg.
„Það er gaman að segja frá því að fyrsta
sýningin sem ég starfaði við á vegum
safnsins var einmitt í núverandi hús-
næði þess. Það var mikil ögrun að geta
átt þátt í að byggja safnið upp á þessum
stað.“
Fólk vill öflugt listasafn
Að sögn Beru hefur það verið áber-
andi allan þann tíma sem safnið hefur
verið starfandi að það hefur fengið mik-
ið af gjöfum frá einstaklingum. „Stór
hluti listaverka safnsins er gjafir frá
listamönnum," segir Bera. „í því sam-
bandi má nefna dánargjöf Gunnlaugs
Scheving, sem hafði að geyma mörg
þúsund verk. Síðan má nefna stór söfn
Ásgríms Jónssonar og Finns Jónsson-
ar. Við höfum ennfremur fengið að gjöf
stór einkasöfn og þess má geta að ég
var einmitt í morgun að taka við stór-
kostlegri Kjarvalsmynd sem kom úr
einkasafni. Það er gaman að því hve
fólki virðist umhugað um að efla og
göfga þetta listasafn þjóðarinnar. Að
vísu búum við við þann annmarka að
þurfa að geyma listaverk á nokkrum
stöðum í borginni, enda mörg verk
plássfrek. En það er nú einu sinni eðli
safna að stækka og dafna. Næsta verk-
efni nýs forstöðumanns verður því að
finna stærra húsnæði fyrir safnið. Ólaf-
ur Kvaran tekur um næstu mánaðamót
við starfinu og ég efast ekki um að hon-
um farnist vel í því að leiða safnið inn í
næstu öld.“
Margar sýningar minnisstæðar
Bera segir margt standa upp úr frá
þessu níu ára starfi sínu við listasafnið
— enda sýningarnar orðnar margar á
þessum tíma. „Ég fer ekki ofan af því að
við höfum sett upp margar stórkostleg-
ar sýningar í gegnum árin. Af erlendum
sýningum rís hæst norræna aldamóta-
sýningin sem við vorum með í hitti-
fyrra. Hún vakti gífurlega athygli, enda
vorum við með þekktustu verkin úr rík-
islista- og einkasöfnum á Norðurlönd-
um. Þá vorum við með á síðasta ári sýn-
ingu á verkum Edvards Munch, sem
tókst vel í alla staði. Af íslenskum sýn-
ingum er vert að nefna sýningu sem hét
„í deiglunni“, þar sem listatímabilið frá
1930-1944 var tekið fyrir. Við tókum
ekki aðeins myndlist fyrir heldur einnig
allt sem var að gerast í listum á þessum
tíma. Við höfum sömuleiðis verið með
margar fínar yfirlitssýningar. Annars er
frekar erfitt að gera upp á milli sýninga
því þetta hefur verið einstaklega
ánægjulegur tími í alla staði og ég kveð
þetta safn með miklum söknuði.“
-gÞ
„Það var mikil ögrun fýrír mig að geta átt
þátt í að byggja listasafnið upp.“
Beru
|l\ieðarimáls
Fyrir stuttu var ákveðið að Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmað-
ur hlyti þriðju viðurkenninguna sem veitt hefur verið úr sjóð
Richards Serra. Að vonum er Þorvaldur ánægður með viðurkenn-
inguna og styrkinn sem henni fylgir. „Þetta er ferðasjóðurinn næstu
tvö árin,“ segir listamaðurinn.
Hvaða listamaður hefur haft mest áhrifá þig?
Ingibjörg Þorbergs, Megas og Slökkviliðið í Reykjavík.
Hvaða stjórnmálamaður lifandi eða látinn er í
mestu uppáhaldi hjá þér?
Ég skil ekki spurninguna.
Hvaða skáldsagnapersónu vildirðu helst líkjast?
Hlyni Birni í 101 Reykjavík. Ég vil í sjálfu sér ekkert líkj-
ast honum. Ég er hann, eins og við flestir.
Hvaða persóna mannkynssögunnar vildirðu helst
hafa verið?
DeSade markgreifi. Hann var mikill framkvæmdamað-
ur.
Efþú fengir að lifa lífinu aftur myndirðu þá breyta
einhverju?
Já, ég myndi neita að svara þessari spurningu.
Hver er merkilegasti atburður sem þú hefur upplif-
að?
Þegar ég var lítill strákur á Akureyri og mér var gefin
appelsína sem hafði komið til Reykjavíkur.
Hver er merkilegasti atburður sem þú œtlar að
upplifa?
Að vakna í fyrramálið, ef guð lofar.
Hvaða atburður, verk eða manneskja hefur mótað
lífsviðhorf þitt framar öðru?
Móðir mín, Ibbý, Bob, Bill og Hvassaleitisdóninn.
Efþú eettir kost á að breyta einu atriði í þjóðfélag-
inu eða umhverfinu, hvað yrði fyrir valinu?
Þetta er dálítið snúið, vegna þess að ég upplifi það að
ég er alltaf að fá kost á að breyta einhverju í samfélaginu.
Ég myndi í rauninni ekkert gera meira en ég er að gera.
Maður er stöðugt í þessari stöðu. Spurningin er hvort
maður fattar það og breytir einhverju. Ég vísa bara í
verkin mín.
Sérðu eitthvað sem ógnar samfélaginu öðru frem-
ur?
Húmorslaus börn í jakkafötum.
Mottó?
Það er alltaf gaman í Ólátagarði.