Helgarpósturinn - 20.02.1997, Page 9

Helgarpósturinn - 20.02.1997, Page 9
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1997 9 Svanbjörg H. Einarsdóttir hitti tyrir áhugavert fólk þegar hún kynnti sér trúarhópa sem tengjast sjónvarpsstööinni Ómega. Eitt og annaö kom þó á óvart, til dæmis tungumáliö sem þar var talaö... s j pnva áíslan s Mýlega gerði ég þá uppgötv- un að ég næði íslensku kristniboðs- sjónvarpsstöðinni Ómega inn í stofu til mín. Við það að horfa á útsendingar stöðvarinnar uppgötvaði ég að ég lifi í myrkri! Hver og ein ein- asta manneskja sem birtist á skjánum hefur sagt mér þessi tíðindi. Það undarlega er að ég hef aðallega fengið þessi skila- boð á ensku. Benny Hinn sendi mér þessi skilaboð, líka Jan og Paul Crouch og fleiri sem ég kann ekki að nefna. Fyrstu dagana horfði ég spennt og full áhuga á útsend- ingar Ómega. Ég hafði aldrei fyrr séð jafn einkennilegt sjón- varpsefni. Að öðrum þáttum ólöstuðum ber þó þátturinn Praise the Lord af öðru efni stöðvarinnar. Ég mæli eindreg- ið með þessum þætti og^skil raunar ekkert í því að hann skuli ekki hreinlega hafa slegið í gegn. Umgjörð þáttarins er stórt svið með rauðu teppi. Sviðið er búið húsgögnum og minnir um margt á stofuna í sjón- varpsþáttunum Dallas, nema hvað ólíkt ósmekklegra. Eldur logar í arni, gyllt ljón hvílir makindalega við eldinn, stór hvítur flygill nýtur sín einkar vel, hringsófi af stærstu gerð og blóm sem eru svo lífleg að líklega hafa þau aldrei verið á lífi. Inngangurinn á sviðið er stór og glæsilegur stigi. Niður þennan stiga svífa stjórnendur þáttarins, hjónin Jan og Paul Crouch. Paul minnir helst á læ- vísan sölumann og í útliti er Jan kona hans einhvers konar sambland af smábarni um sex- tugt og skækju. Hún klæðist gjarnan flegnum aðskornum bleikum kjólum, skreyttum marglitum perlum og steinum. Hárið (eða hárkollan) er plat- ínuljóst og lyftist glæsilega frá höfðinu og hrynur síðan í óhagganlegum lokkum niður á herðar og ætíð er hún með slaufu í hárinu. Jan hefur greinilega efnast vel á mark- aðslögmálum trúarinnar því hún hefur haft fjárráð til að fara í andlitslyftingu og það lík- lega fleiri en eina. Þessi glæsilegu hjón fá í sóf- ann til sín gesti sem segja frá innihaldslausu lífi sínu þar til þeir frelsuðust. Frelsunin virð- ist oftast hafa átt sér stað fyrir tilstuðlan sjónvarpsins, enda eiga Bandaríkjamenn ófáa sjónvarpsklerka eins og áhorf- endur Ómega ættu að þekkja. Inn á milli eru sungin eins kon- ar flugvallar- og lyftulög eða kántrílög með trúarlegum texta. Þetta er ekki rismikil tónlist og er hún raunar stærsti ágalli þessa prýðisþátt- ar. Einhverjum hlýtur að finnast Jan og Paul traustvekjandi og hugguleg þótt ég eigi í erfið- leikum með að skilja það. Þeg- ar ég horfi á þau hjónin sé ég fólk í sjóbissness sem selur og matreiðir trú ofan í lítt mennt- aða og áhrifagjarna Banda- ríkjamenn. Því á ég bágt með að skilja hvað þetta efni hefur að gera hingað til lands nema sem einhvers konar „fríksjó" og sem slíkt hefur þátturinn gildi. Það kom mér því nokkuð á óvart að efni þetta hefur haft mikil áhrif og þó nokkuð marg- ir íslendingar hafa frelsast við að horfa á þessa þætti að sögn Eiríks Sigurbjömssonar sjón- varpsstjóra. Þetta veldur óneitanlega áhyggjum um greindarstig hinnar íslensku þjóðar. Hin fræga bókaþjóð hefur sett ofan og misst alla gagn- rýna hugsun! Eiríkur kemur með þau rök á móti að það sé ekki umgjörðin heldur inni- haldið sem skipti máli og bætir því við að við verðum að fyrir- gefa þessu fólki útlitið því Crouche-hjónin séu yndislegt fólk og einlæg í trú sinni. Lík- lega er það rétt hjá Eiríki og ég er örugglega full fordóma, en mér finnst dapurlegt að íslend- ingar finni sína trú í lágkúru- legu söluglamortrúboði. Trú- arleg sjónvarpsstöð á aftur á móti fullan rétt á sér eins og annað, en hvers vegna þarf ís- lenska trúarstöðin að vera am- erísk? Ég á erfitt með að skilja andleysi þessa andans fólks. Af hverju hefur guð ekki leið- beint þeim um hvernig gera megi þokkalegt sjónvarpsefni? Sjálfsmorðsandinn Einu sinni þekkti ég mann. Honum leið ósköp illa og tók loks það skref í viðleitni sinni fyrir betri líðan að frelsast. Ég hugsaði með mér að það væri gott; vonandi létti það hans þungu lund. Hann fór á sam- komur og talaði mikið um Guð. Hann talaði raunar bara um Guð og hann vildi að ég frels- aðist. Eg var þvi mótfallin og reyndi að rökræða við hann. Það gekk afar illa. Ég lifði í myrkri og líf mitt var lítils virði, að hans áliti. Ég var ósammála og fannst ég lifa góðu lífi. En hann vissi betur. Þegar svo er þá er tilgangs- laust að reyna að rökræða. Hann sá að í mér bjó illur andi. Það fannst mér skrítið. Ég vissi að mig vantaði mikið upp á fullkomleikann en það á við um flesta. Þetta gat bara endað á einn veg, við hættum að tala saman. Þessi maður er núna dáinn. Hann framdi sjálfsmorð. Hann var alvarlega þunglynd- ur og var það raunar áður en hann gekk í söfnuðinn. Trúin megnaði ekki að bjarga honum frá myrkri hugans. Söfnuður- inn reyndi að særa úr honum illa andann sem olli vanlíðan- inni en það dugði ekki til. Ég á erfitt með að sætta mig við dauða kunningja míns og að mér læðist sú hugsun að ef hann hefði tekið ábyrgð á eigin lífi og leitað sér lækninga þá væri hann kannski ofan mold- ar. Prozac eða skyld þunglynd- islyf hefðu ef til vill verið sterk- ara meðal gegn hinum „illa anda“, sem við sem búum í myrkrinu felum í búning sjúk- dómsheitisins þunglyndi. En safnaðarfélagar hans telja að sjálfsmorðsandinn hafi hlaup- ið í hann. Nú er ég ekki að plata því þau trúa á sjálfs- morðsandann. Sumum hjálp en öðrum dauði Annan mann þekkti ég. Djöf- ullinn hafði náð kverkataki á þeim dreng því hann var ekki bara drykkfelldur heldur hafði skrattinn umsnúið honum og gert hann að kynvillingi. Hann hefði getað gerst venjulegur hommi og farið í áfengismeð- ferð en hann fór ekki þá leið. Hann frelsaðist. Hann hætti að drekka og það var gott. En sveinþelið bráði ekki af hon- um. Söfnuðurinn reyndi að fá Guð í lið með sér til freista þess að fá burt hinn illa anda sem orsakaði kynvilluna. Um tíma virtist hann hafa „lækn- ast“ en að lokum gat hann ekki meir, affrelsaðist og fór af landi brott. Þetta eru ekki skemmtilegar sögur og þær urðu þess valdandi að ég var haldin verulegum fordómum í garð þessarra safnaða. Hitt er svo annað mál að ég veit líka um fólk sem hefur frelsast, gengið í einn af hinum frjálsu trúhópum og líður miklu betur en áður. Ég þekki pilt sem var alki og dópisti en er nú frelsað- ur. Frelsun hans og innganga í samfélag trúaðra var mikil guðsblessun fyrir hann og fjöl- skyldu hans. Af þessu má draga þá ályktun að þessir söfnuðir geti verið hjálp fyrir suma en jafnvel þýtt dauði fyr- ir aðra. Dúndrandi rokk Ég var því hálfsmeyk þegar ég fór á samkomu hjá Krossin- um og vissi ekki hverju ég ætti von á. Þetta var skrítin sam- koma og líktist engri kirkjuferð sem ég hef upplifað áður. Sam- komusalurinn var pakkfullur og upp á altari eða sviði var hljómsveit sem spilaði dúndr- andi rokk og fólkið söng; á ensku! Sá sem leiddi sönginn æpti í lok lagsins „praise the lord, haleluja" og salurinn tók undir halelújahrópin. Alla sam- komuna á enda var verið að hrópa halelúja en það var ekki íslenskt halelúja heldur amer- ískt haaaleilujaa! En tónlistin var góð, dúndrandi rokk. Ég er sammála Gunnari Þorsteins- syni um að rokk er tónlist Guðs ekki síður en önnur tón- list. En einhvern veginn segir mér svo hugur að megin- ástæða þessa tónlistarvals sé sú að það er miklu auðveldara að koma fólki í múgsefjun með rokki. Aftur á móti fannst safn- aðarmeðlimum greinilega afar gaman; þau veinuðu og döns- uðu uppi á altari og sungu af miklum móð, — aðallega á ensku. Mín fyrstu viðbrögð voru skelfing. Það sem ég var að horfa á var múgsefjun og múgsefjun hefur alltaf hrætt mig. Heimsendir og tvö hjörtu Predikari dagsins var amer- ísk kona, Judy nokkur Linn. Hún söng fyrst kántrílög með trúarlegum boðskap. Söfnuð- urinn reisti hendur til himins, söng með eða hreyfði varirnar í bljúgri bæn. Judy Linn er snaggaralegur kvenmaður og hefur helgað líf sitt Guði árum saman. Áður en hún frelsaðist var hún þekkt söngkona og sinnti ekki Guði en nú veit hún betur. Judy Linn segir að okkur liggi á að frelsast því hún býst við heimsendi árið 2000. Ég vona innilega að hún hafi rangt fyrir sér. En Judy náði vel til fólksihs, sérstaklega með ein- földum útskýringum sínum á næringu litla hjartans sem fæðist við frelsun. Þetta hjarta þarf að næra til að það megi dafna og ná yfirhöndinni á gamla vonda hjartanu. Aum- ingja ég — sem bara er með eitt hjarta — fann hvernig það sló ótt og títt. Ég, sem hafði æt- íð verið ánægð með hjartslátt- inn sem gaf svo vel til kynna að ég væri á lífi, átti nú að finna hvernig það dældi slæmu blóði um æðar mínar. Judy Linn spurði söfnuðinn „Do you love me?“ Allir hrópuðu „Yes“, nema ég. Ég átti ekki heima í þessum sal þrátt fyrir að ég væri með sítt hár og í síðu pilsi líkt og allar hinar konurnar. „Guði er það ekki þóknanlegt að konan flíki líkama sínum og Biblían leggur á það áherslu að menn framgangi í klæðaburði sínum af hógværð og lítillæti," segir Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins. „Burstaklippt kona í leggings er ekki sú mynd sem Biblían dregur upp af kristinni konu.“ Judy hélt áfram að tala og syngja en ég fylgdist ekki leng- ur með. Ég var orðin þreytt á amerísk/íslenskum trúmálum. Ég vaknaði þó aftur til lífsins við það að konurnar fleygðu sér skyndilega á sviðið. Sumar titruðu og skulfu, sumar grétu og Judy Linn gekk um og bless- aði þær eða fyllti heilögum anda. Gunnar steig upp á svið og bað bænir með miklum há- vaða og látum. Fólkið bað og hrópaði. Gunnar talaði ekki lengur íslensku. Önnur hver setning var óskiljanlegt bull að mér fannst. Seinna var mér tjáð að hann hefði talað tung- um. Það var þá að minnsta kosti tilbreyting í því að hann skyldi ekki tala ensku. Ég var örmagna þegar ég kom af sam- komunni. Hvað svo sem segja má um Krossinn eða aðra sértrúar- söfnuði má ljóst vera að söfn- uðurinn er virkur og skemmtir sér og fær útrás á samkom- unni. Eg geri mér líka grein fyr- ir því að trú er markaðsvara og hefur ætíð verið það. En ég á bágt með að skilja af hverju þetta fólk, sem hefur verið snert af heilögum anda, fær ekki líka yfir sig andagift hvað varðar texta og sjónvarps- og útvarpsefni. Ég vissi ekki að Guð skildi bara ensku.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.