Helgarpósturinn - 20.02.1997, Qupperneq 14
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1997
14
HH
Þaö dró heldur beturtil tíðinda á noröanveröum Vestfjöröum síöastliöiö vor. í nýstofnuðu sveitarfélagi var gengiö til bæjarstjórnarkosn-
inga og venjulega heföu úrslitin haftyfir sér heföbundinn brag; Sjálfstæðisflokkur meö rúmlega 40% atkvæöa og hinir með rest, en nú
bar svo við að nýtt stjórnmálaafl haföi sprottiö upp, barist fyrir sínu meö tilheyrandi hætti og nælt sér í 18% atkvæða.
Stjórnmálaaflið er Funklistinn, meöalaldur fólksins sem skipaði framboöslistann var 19,3 ár, á stefnuskránni var helst aö finna háö og
spott. Davíð Stefánsson, sem fýlgdist grannt meö gangi mála síðastliðið vor og fagnaði umrótinu sem fylgdi í kjölfarið, hitti máttar-
stólpa flokksins á dögunum og ræddi viö þá um framtíðaráætlanir hans. Sem reyndust óljósar...
Funklistinn
edli
Hilmar: „Það er sárt að vera alltaf hreint spurður út
i kvótakerfið, bara af því maður á heima á Vestfjörð-
um. Þetta er eins og ef sá sem býr á Flúðum væri
alltaf spurður út í verðlag á sveppum!“
iórnmálanna
Leikhúsmenning hefur yfir-
leitt staðið í miklum blóma
á ísafirði, sérstaklega ef miðað
er við höfðatölu, sem vitanlega
—verður ekki gert hér. Fram-
haldsskóii Vestfjarða ísafirði,
sem einu sinni hét Mennta-
skólinn á ísafirði í sælli minn-
ingu margra, hefur ekki verið
eftirbátur áhugaleikfélaganna í
bænum og hefur nemendafé-
lagið staðið fyrir leiksýningum
vor hvert. Síðastliðið vor var
ákveðið að ráðast í uppsetn-
ingu á leikritinu „Gaukshreiðr-
ið“, eða „Cuckoo’s Nest“, sem
margir kannast við, enda gerði
Milos Forman snilldarlega
kvikmynd með Jack Nichol-
son í aðaihlutverki. í litlum
áhugaleikhóp er tíminn til und-
Trbúnings oft naumur og törnin
fyrir frumsýningu erilsöm. Því
var það svo að þegar komið
var að frumsýningu horfðu
margir með hryllingi til þeirrar
gúrkutíðar sem blasti við að
henni lokinni. Einhverjir hefðu
nú haldið því fram að vorpróf-
in yfirvofandi hefðu dugað, en
þau voru víðsfjarri í hugum
fólks — sú er oft raunin í fram-
haldsskólum — og því varð úr
að gárungar hófu að ganga um
með undirskriftalista til stuðn-
ings framboði ungs fólks til
bæjarstjórnarkosninga. Söfn-
un undirskrifta gekk vonum
framar, enda oft verið rætt
fjálglega um þessi mál áður og
ýmsar þreifingar átt sér stað,
og fljótlega upp úr þessu var
stofnuð vægast sagt einræðis-
leg uppstillingarnefnd. Eftir
það fóru hjólin að snúast.
100% grín í upphafi...
„Það er óhætt að segja að
hlutföllin milli gríns og alvöru
hafi verið 100% í upphafi,” seg-
ir Hilmar Magnússon, bæjar-
fulltrúi Funklistans, „og þá
hallaði allverulega á alvöruna.
Þegar skriður var kominn á
málin vildu sumir taka stefn-
una á 100% alvöru en aðrir á
100% grín, svo þetta endaði í
þessum klassísku 50/50 í kring-
um kosningar. Við ákváðum
mjög fljótlega að spila þetta
bara eftir eyranu, vera ekkert
að gera okkur of miklar vonir
eða taka okkur hátíðlega. Eins
og Kristinn segir þá var mottó
okkar ekki „I upphafi skal
ávallt endinn skoða“ heldur „í
upphafi skal forðast í lengstu
lög að horfast í augu við end-
inn“. Sjálfur held ég því fram
að þetta hafi verið hönnuð at-
burðarás."
- Ertu að segja að það hafi
verið ykkar örlög að ná þess-
um árangri?
„Nei, ég er að segja að þetta
hafi verið hönnuð atburðarás.“
Það sem vakti hve mesta at-
hygli á flokknum og framboði
hans var stefnuskráin, sem
birt var í pólitískum snepli
hans, Elgnum. Stefnuskráin
innihélt yfir fimmtíu málefni,
sem ailflest áttu það sameigin-
legt að vera illframkvæmanleg,
og ef ekki það, þá óframkvæm-
einu skrefi lengra en hinir
flokkarnir með því að viður-
kenna að stefnuskrá ykkar
vœri einskis virði og ekkert
mark á henni takandi?
„Já, í rauninni. Þetta virðist
vera eðli stjórnmála og við
vildum ekki falla í sömu gryfj-
una.“
Til höfuðs stöðnuðum
stjórnmálum!
Auk stefnuskrárinnar vakti
athygli hversu hvassyrtir
Funklistamenn og -konur voru
andi áróðri, skemmtunum...
og veitingum. Gjarnan ekki
óáfengum. Smári hélt því fram
að í eitt skipti hefði sýslumað-
ur sjálfur verið viðstaddur,
haldið ræðu að auki og með
því vitað af lögbrotinu, enda
helblár sjálfstæðismaður.
Blaðamaður ákvað að at-
huga þetta mál örlítið og
spurði nokkra í kringum tví-
tugsaldurinn hvort eitthvað
væri til í þessu. Og viti menn!!
Vínveitingar Sjálfstæðisflokks-
ins eru óopinbert leyndarmál
Næststærsta stjórnmálaaflið á Vestfjörðum samanstendur af ungu fólki með andúð á stjórnmálum: Kristinn Her-
mannsson, Kristín Dröfn Einarsdóttir, Hilmar Magnússon og Kristján Freyr Halldórsson.
anleg eða vægast sagt illa skil-
greind. Nokkur dæmi:
• Við viljum láta atvinnu-
lausa hafa vinnu.
• Öll risna og óþarfa bruðl
verði afnumið.
• íbúum bæjarfélagsins
verði fjölgað í 5.000 fyrir ár-
ið 2000.
• Elgir verði fluttir inn og
friðaðir.
• Foreldrar verði góðir við
börnin sín. Allir verði vinir.
„Vitanlega var stefnuskráin
vandlega hönnuð háðsádeila á
lygar og svik hinna flokkanna í
gegnum árin,“ segir Kristín
Dröfn, sem skipar embætti
Þriðja mannsins í stjórn Funk-
listans. „Við sáum enga
ástæðu til að lofa einhverju
sem við vissum ekki hvort við
gætum staðið við og komum
þannig í veg fyrir þann mögu-
leika að svíkja einvern sjálf.
Við þóttumst vita að almenn-
ingur myndi fatta grínið og
hverjum skotin væru ætluð. Ég
held að úrslitin staðfesti það.“
- Það vœri í raun hœgt að
segja að þið hafið gengið
\ garð ríkjandi stjórnmála-
flokka og mátti hélst dæma af
orðum þeirra að allir stjórn-
málamenn á ísafirði hefðu jafn-
skítlegt eðli. í 1. tbl. Elgsins má
finna grein eftir Smára Karls-
son, framkvæmdastjóra flokks-
ins, þar sem hann fer hamför-
um á pennanum. Hann segir
framboð Funklistans sett til
höfuðs stöðnuðum stjórnmál-
um og að æðsta markmið
flokksins sé að má hina flokk-
ana af yfirborði jarðar. Hann
segir einnig viðhorf þeirra
eldri til framboðsins dæmi-
gerð fyrir álit eldri kynslóða á
þeim yngri og klykkir út með
því að segja: „Eg myndi nú
frekar skjóta mig í hnéskeljarn-
ar en ganga í Sjálfstæðisflokk-
inn.“
Einnig er að finna í þessari
grein athugasemd sem olli
miklu fjaðrafoki og blaðaskrif-
um í kringum kosningar. Smári
Karlsson benti á þá staðreynd
að Sjálfstæðisflokkurinn hefði í
mörg ár haft það fyrir venju að
bjóða unglingum undir aldri á
böll. Fyrir slík böll hafi jafnan
verið haldin partí með tilheyr-
hjá ungu fólki í bænum og
nokkrir gátu vottað að sýslu-
maður var á svæðinu í um-
ræddu tilviki, þótt ekki geti
neinn fært sönnur á að hann
hafi vitað af víninu. Málið dag-
aði uppi eftir ýmsar hótanir og
blaðaskrif og var það senni-
lega farsælasti endirinn á mál-
inu, þótt sumir hefðu sjálfsagt
viljað sjá suma hanga. Dæmi
sá sem dæma vill (og þorir).
Hrynræn mótíf sem
falía að heildarhljómfall-
inu
Funktónlist varð viðurkennd
tónlistarstefna um miðbik 7.
áratugarins og hefur þróast
mikið frá þeim tíma. Funk er
stílafbrigði í rokk-, djass- og
soultónlist þar sem hvert
hljóðfæri leikur hrynræn mótíf
sem mynda í heild taktfast og
fremur flókið mynstur (tekið
úr Elgnum, 1. tbl.).
„Þetta lýsir vel þeirri samfé-
lagsgerð sem við viljum sjá hér
á landi,“ seglr Kristinn Her-
mannsson bæjarfulltrúi, „þ.e.
að hver einstaklingur geti
myndað sín eigin einstöku stef
— gert sínar eigin gloríur — en
þó látið þau falla taktfast að
heildarhljómfallinu í samfélag-
inu. Á leiklistaræfingum var
mikið hlustað á funk af öllum
stærðum og gerðum, þó mest
á disk sem ber það volduga
nafn „The Best Funk Album in
the World“!! Hann hefur aug-
ljóslega haft áhrif á fólk fyrst
hann leiðir beint til stofnunar
stjórnmálaflokks!“
. „Annars voru nú ákveðnir
^ gallar sem fylgdu þessari nafn-
gift,“ segir Kristján Freyr, sem
er formaður stjórnarinnar,
svokallaður Gaur. „Það kom til
mín kona á kosningaskrifstof-
una og sagði: „Ofsalega finnst
mér þetta sniðugt framtak hjá
ykkur þarna í Pönklistanum."
Við vorum ekki alveg fús til að
kenna okkur við pönkið, enda
er búið að gera byltingu sem
byggðist á því.“
Strík í reikningnum
Stjórnmálasamfélagið á ísa-
firði hristist og skalf að lokn-
um kosningum, enda var ljóst
að þau 18% atkvæða sem Funk-
listinn hlaut voru ekki aðeins
svokölluð „óvissuatkvæði"
sem títt er talað um. Einhver
hafði tapað og Alþýðuflokkur-
inn tapaði sennilega mest af
öllum. Þeir voru með tvo menn
í síðustu bæjarstjórn, sem var
níu manna, en fengu aðeins
einn mann kjörinn í ellefu
manna stjórnina nú. Sjálfstæð-
isflokkurinn, sem ætlaði sér
hreinan meirihluta að venju,
náði aðeins helmingi fleiri at-
kvæðum en „grínframboð ung-
linganna" og Framsóknarflokk-
urinn missti einn mann. Þegar
upp var staðið reyndist Funk-
listinn vera annað stærsta
stjórnmálaaflið á Vestfjörðum,
ef horft er til þess að F-listinn
samanstóð af þremur ólíkum
flokkum.
- Þið hafið ekkert orðið
vör við biturð í ykkar garð
hjá forystumönnum hinna
flokkanna?
„Nei, alls ekki, enda eru
flokkamörkin orðin ansi óljós
og lítið mark á þeim takandi,”
segir Hilmar. „Eg held að úr-
slitin séu til marks um að fólk
sé orðið þreytt á þessu kerfi og
vilji breytingar. Fólk vill fá
skýra valkosti. Þó er ég ekki að
segja að við höfum verið skýr
valkostur, sennilega vorum við
sá óskýrasti. Að einu leyti var
mjög á hreinu hvar við stóð-
um; okkur fannst — og finnst
enn — ekki mikið til kerfisins
koma. Öll okkar kosningabar-
átta var hönnuð með það fyrir
augum að gera grín að hræsn-
inni sem fylgir stjórnmálum.”
„Ég held að flokkarnir hafi
áttað sig á því í þessum kosn-
ingum hversu fallvalt fylgi
þeirra er og að þeir geti ekki
lengur gengið að því vísu,“
bætir Kristinn við.“
Strákar í stjórnmálaleik
- En er tekið fullt mark á
ykkur, stráklingunum, í bœj-
arstjórninni?
„Já, það er tekið mark á okk-
ur, við vitum í það minnsta
ekki betur. Það er nú reyndar
mikil samtrygging manna á
milli og oft alveg burtséð frá
flokkaskiptingum. Þessir
gömlu jálkar passa hver upp á
annan. Það virðist mjög oft
vera lítil flokkahugsjón eftir í
stjórnmálum á ísafirði, enda
ætti að breyta kerfinu, láta
bara velja ellefu manns af ein-
um stórum lista. Þetta samfé-
lag er nú ekki svo stórt."
„Mér finnst stórpólitíkusa-
leikur hafa einkennt þessa
gömlu rótgrónu stjórnmála-
menn,“ segir Kristinn. „Akki-
lesarhæll fsafjarðar er senni-
lega sá að í kringum aldamót
var þetta næststærsta sveitár-
félag á landinu og innihélt
meðal annars „stórborgina”
Eyri við Skutulsfjörð. Þeir lifa á
fornri frægð frá því allt var í
blóma. Hingað til höfum við
verið alltof ragir við að leggja
fram mál, kerfið er þunglama-
legt og refirnir sem hafa verið
þarna í mörg ár geta auðvitað
knúið sín mál í gegn í krafti
reynslunnar.”
Tíminn á eftir að leiða það í
ljós hvort Funklistinn verði
fordæmi. Samkvæmt viðmæl-
endum mínum hefur eitthvað
verið um fyrirspurnir annarra
skóla nú þegar. Þær hafa aðal-
lega verið frá skólum á Stór-
Reykjavíkursvæðinu, sem er
athyglisvert, en þó eitthvað frá
öðrum skólum á landsbyggð-
inni.
„Byltingin verður auðvitað
að koma frá fólkinu sjálfu,“
segir Kristján Freyr, „þótt
vissulega séum við tilbúin til
að aðstoða og ráðleggja ef eftir
því er leitað.“
Stefna engjn — en ekki
vantar skoðanirnar!!
Mér þótti forvitnilegt að vita
hvort flokkur eins og Funklist-
inn hefði einhverja ákveðna
stefnu í þeim málum sem
stjórnmál snúast að mestu
leyti um. Eins og við var að bú-
ast var stefnan engin en um
leið og orðinu heilbrigðismál