Helgarpósturinn - 20.02.1997, Síða 18

Helgarpósturinn - 20.02.1997, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1997 kvikmyndir Ari Eldjárn skrifar BJue in the Face Aöalhlutverk: Harvey Keitel, Lou Reed, Jim Jarmusch, Madonna, Michael J. Fox og margir fleiri Leikstjórn: Wayne Wang og Paúl Auster ★★★ ér höfum við ekki framhald heldur hliðstæða mynd við Smoke, þar sem umhverfið er eins en sagan ekki. Það er kannski óhætt að fullyrða að sagan sé ekki eins, þar sem núna er alls engin saga. Myndin sam- anstendur af löngum, upp- spunnum sam- talssenum og alls konar hug- ieiðingum um hina og þessa hluti. Þeir tveir menn sem pæla hvað mest og best eru þeir Lou Reed og Jim Jarmusch og er óhætt að fullyrða að þeir stela senunni svoleiðis rosalega að hinir leikararnir hverfa nánast. Keitel er sem fyrr tób- aksbúðareigandi og gerir ekkert miklu meira en að hanga í búð- inni sinni allan daginn. Michael J. Fox bregður fyrir sem og Mad- onnu og Miru Sorvino og þar að auki alis konar fólki sem leikur sig sjálft. En bögguli fylgir skammrifi. Leikararnir eru oft að líta undan til þess að hlæja og löng atriði á myndbandi eru leiðinleg. Svo er endirinn einnig lélegur, fáránleg hugmynd sem er illa út- færð. En Reed og Jarmusch bjarga myndinni með sínum stór- skemmtilegu og stundum stórfurðulegu pælingum og er það eitt nóg til þess að kíkja á hana. Extreme Measures Aöalhlutverk: Hugh Grant og Gene Hackman ★★ Hann Hugh gamli Grant er augljóslega að reyna að rífa sig upp úr þessari stífu Breta-ímynd með þessari mynd. Hann leikur lækni sem verður fyrir þeirri óhuggulegu reynslu að missa sjúk- ling. Það er bara þannig að þessi sjúklingur er vægast sagt furðulegur. Hann finnst nakinn úti á götu í einhverju plast- klæði og með eitthvert furðu- legt spítalaarmband um úlnlið- inn. Ekki bætir það úr skák þeg- ar líkið hverfur og allar skrárn- ar um það líka. Grant er ákveð- inn í því að finna út hvað það er sem lætur lík hverfa með reglu- legu millibili þó svo að hann gæti sjálfur verið í töluverðri hættu og eigi von á stöðuhækkun eftir einhverja daga. Grant er í raun ekkert slæmur og Hackman ekki heldur og myndin nær einstaka sinnum að verða dálítið spennandi, en hug- myndin sjálf er hálffáránleg og fyrr en varir er þetta orðið eins og einhver B-hryllingsmynd með ómerkilegum horror-effektum. Samt má alveg hafa gaman af ýmsu og ber þar helst að nefna virkilega óhugnanlegt atriði þar sem Hugh Grant fer niður í lestar- göng og þarf að rata af sjálfsdáðum um þau. En þetta er svo sem ekkert slæmt fyrir Hugh sjálfan. Það veitir að minnsta kosti ekki af tilbreytingunni. Shine Aöalhlutverk: Geoffrey Rush, Noah Taylor og SirJohn Gielgud Leikstjóri: Scott Hinks ★★★★★ Iér er rakin ævisaga Davids Helfgott, ástralska píanóleikar- ans sem þurfti að draga sig í hlé í tíu ár vegna geðveilu. Myndin byrjar snemma í ævi Davids. Hann er bara smástrákur þegar faðir hans er farinn að heimta að hann læri að spila verk eftir Rachmaninoff sem talið er erfiðasta verk allra tíma. Þegar David eldist og fer að fá tilboð um að koma í hina og þessa skóla verður faðir hans óður af afbrýðisemi og eigingirni. Hann þver- tekur fyrir að David fái að fara og notar það sem afsökun að for- eldrar sínir hafi verið settir í gasofninn á sínum tíma og að David myndi eyðileggja fjölskylduna með því að fara. En togstreitan verður of mikil og að lokum fer David sínar eigin leiðir... Leikstjórinn Scott Hinks hefur hér skapað stórvirki á sviði kvik- myndagerðar. Ekki bara á sviði sögu- og frásagnartækni heldur iíka í myndstíl og leikstjórn. Sum atriðin eru ógurlega spennandi í einfaldleika sínum. Til, dæmis er eitt mest spenn- andi dæmið þegar David er að spila Rachmaninoff á tónleikum. Hvað höfum við? Mann að spila á pí- anó. En Hinks lætur mann fyrst kynnast persónunni sem er að spila. Þegar I maður er farinn að finna til með þessari persónu er hann síðan látinn vera að spila erfiðasta verk í heimi fyrir framan strangt og dómhart tónlistarfólk. Síðan bætir hann sérstök- um huglægum skotum | Davids svo úr verður ein j margbrotnasta og besta sena sem ég hef nokkurn ] tíma séð í kvikmynd. Leikararnir eru allir frábærir, ekki síst Geof- frey Rush, sem brillerar svoleiðis rosalega sem hinn þjáði píanó- leikari. Allt þetta og margt fleira gerir Shine að bestu mynd ársins hingað til. vpfim | íslensku tónlistarverölaunin veröa veitt í kvöld. Margir af helstu popptónlistarmönnum okkar eru útnefndir og verður fróölegt aö sjá hverjir hljóta hnossið. Helgarpóst- urinn haföi samband viö nokkra tónlistarspekúianta og innti þá álits á íslenskri tónlist áriö 1996 Ekkert afburðagott „Það gerðist kannski ekkert stórkostlegt á síðasta ári í ís- lenskri tónlist, en ef maður á að taka eitthvert meðaltal þá held ég að plötuuppskeran hafi verið aðeins fyrir ofan meðallag," segir Andrea Jónsdótt- ir, út- varpsmað- ur á Rás tvö. „Margt var harla gott og það má segja að meira hafi verið gott en slæmt, þó svo ekkert hafi verið af- burðagott." Mikið um nýjungar og frumleika á síðasta ári? „Við hér á íslandi erum yfir- leitt aðeins á eftir, nema kannski Bjork,“ segir Andrea með góðum enskum hreim og hlær. „En nýjungarnar hafa frekar verið tæknilega séð en endilega í tónlistinni. Ég get nefnt Jets, Stebba Hilmars og Pál Óskar. Ég get nú ekki sagt að þetta séu uppáhaldsplöt- urnar mínar, en þar eru menn að þreifa fyrir sér í tækninni.“ Úppáhaldsplatan þín frá síðasta ári? „Köld eru kvennaráð með Kolrössu krókríðandi. Mér finnst þær nokkuð frumlegar þó svo að þær blandi saman íslenskum og enskum textum. Ég er að vísu orðin svolítið leið á þessari umræðu um að allt eigi að vera á íslensku. Músíkantarnir verða að fá að ráða þessu sjálfir. Mér finnst þær hafa framyfir aðra hér að það er eitthvað íslenskt við þær, sem þýðir að mínu mati eitthvað frumlegt, ef maður talar um hvað er að gerast í tónlistarlífi í heiminum. Þær hafa einhvern frumleika í sér. Mér finnst Botnleðja mjög fín og skemmtileg hljómsveit, en mér finnst þeir vera að gera hluti sem margar aðrar hljóm- sveitir eru að gera í heiminum. Það er í góðu lagi út af fyrir sig. Ég er alls ekkert á móti því, en ég hef ekki trú á að það hjálpi til við að komast áfram úti í hinum stóra heimi,“ segir Andrea að lokum. Vantar meiri Gott breidd djassár Megas bestur „Mér fannst margt þrælgott í íslenskri tónlist á síðasta ári, en ég myndi samt vilja sjá meira að gerast,“ segir gamli popparinn og núv. hljómplötu- verslunareigandinn Pétur Kristjáns- son. „Það er margt skemmti- legt að gerast eins og til dæmis rapp- hljóm- sveitin Quarashi, mér finnst gaman að þeim. Eins finnst mér Emilíana Torr- ini brilljant söngkona og það eiga fleiri að fá að nióta raddar hennar en bara við Islending- ar. Gus Gus er meiriháttar gott dæmi. Eins hef ég mjög gaman af Pöpunum. Það mætti samt vera meiri breidd í tónlistinni hér á landi. FÍH- skólinn hefur skapað mikið af góðum, ungum músíköntum, en mér finnst vanta að þeir nýtist betur. Allir þessir hæfi- leikar sem eru að koma fram í gegnum FÍH-skólann þurfa að nýtast betur. Þeir sem hafa lært þar þurfa að vera meira orginal. Tvö okkar bestu dæmi, Mezzoforte og Björk, eru alger jaðardæmi sem meika það. Menn eiga að taka meiri sénsa og vera meira úti á jaðrinum ef þeir ætla að slá í gegn fyrir utan landsteinana. Þú þarft að vera mjög spes til að komast áfram úti í hinum stóra heimi. Við vorum alltaf að reyna að slá í gegn úti hér einu sinni. Við vorum bara svo líkir öðrum sem voru í raun miklu betri en við. Það sem skiptir máli í dag er að vera nógu orginal." Hvað stóð upp úr á síð- asta ári? „Persónulega hef ég alltaf gaman af Mezzoforte. Mér fannst plata Emilíönu nokkuð góð og Páll Óskar var að gera frumlega hluti þrátt fyrir að platan hans hafi verið í diskó- stílnum. Hann er bara að gera það á nýstárlegan hátt. Todmobile er fínt band en þau voru bara ekki með hit- plötu. Botnleðja er þræl- skemmtileg hljómsveit og gaman að hlusta á hana.“ Nú er svolítið síðan þú varst í bransanum. Fylgistu ennþá með? „Eg hlusta á nánast allt sem kemur út og hef alla tíð fylgst mjög vel með. Ég hef náttúru- lega verið að vinna í plötubúð- um og haft gott tækifæri til að hlusta á allt saman." Er bjart framundan í ís- lensku tónlistarlífi? „Ég held að þeir hljóti að fara að bera einhvern ávöxt hæfileikar þessara ungu gæja sem hafa lært í FÍH-skólanum. Þetta eru góðir tónlistarmenn, en ég vil fara að sjá þá gera eitthvað frumlegt.“ „Tónlistarárið á íslandi árið 1996 var mjög ánægjulegt ár að mínu mati,“ segir Ámi Matthíasson, poppskríbent Morgunblaðsins. „Mér fannst mikið nýtt að gerast. Nýir tón- listarmenn voru að koma fram á sjónar- sviðið. Þessir gömlu voru allir við sama heygarðs- hornið og kannski ekki margt merkilegt á þeim slóðum frekar en síðustu fimm árin. Við fengum fram íslenska rapphljómsveit, Quarashi. Ég vænti mikils af henni, enda geysilega góð hljómsveit. Svo er ekkert lát á góð- um söng- konum að koma fram á ís- landi, eins og Anna Halldórs- dóttir og hún Margrét Kristín Fabúla. Botnleðja sýndi og sannaði að hún stendur undir því að vera besta rokkhljómsveit landsins um þessar mundir. Svo fannst mér platan hans Páls Óskars koma mjög skemmtilega á óvart. Hann var ef til vill að taka mesta sénsinn af öllum poppstjörnunum og gerði það geysilega vel. Hann var með nýja strauma og á hans plötu kemur fram það sem ég tel vera nýtt landslið í íslenskri popptónlist. Gömlu karlarnir halda sig bara við dinnermús- íkina áfram. Mér fannst árið einkennast töluvert af frum- leika og ferskri músík. Ég á oft í erfiðleikum með að velja tíu bestu plöturnar á íslandi af því að þegar ég er kominn í 3.- 4. sæti sit ég fastur, en þetta árið gekk mjög vel að velja.“ Hvað var svo í fyrsta sœti hjá þér? „í fyrsta sæti var ég með Megas. Já, ekki má gleyma Megasi og endurkomu hans ef svo má að orði komast. Hann sendi frá sér hreint frá- bæra plötu. Hann er einn þeirra í eldri kantinum sem gerðu eitthvað af viti. Plata Bubba Morthens var góð, eins og allar Bubba-plötur eru góðar. En þessi plata var ein- hvers konar millibilsplata hjá honum. Maður fann það svo- lítið á henni að Bubbi er á ein- hverjum krossgötum. En ef á heildina er litið er ég ánægður með tónlistarárið 1996,“ segir Árni Matt að lokum. „Ég hef auðvitað fylgst mest með mínum geira, djassgeiran- um,“ segir Björn Thoroddsen gítarleikari. „Ég held að síð- asta ár hafi verið djassinum til framdráttar hér á landi og ver- ið mjög líf- legt ár. Þar ber hæst Rú- rek-hátíð- ina sem var í sept- ember. Mikið var um ís- lenska flytjendur og þá voru íslendingar gjarnan fluttir til landsins. Til að mynda vorum við með Jakob Magnússon fyrrv. Stuðmann, Pétur Östlund og Skúla Sverr- isson.“ _ Er djassinn á uppleið á íslandi? „Já, tvímælalaust, og ég held að við séum farnir að sækja verulega í okkur veðr- ið. Það er mikill vaxtarbrodd- ur í djassinum." Fylgistu eitthvað með annarri tegund tónlistar, eins og til að mynda popp- tónlist? „Ég fylgist ef til vill of lítið með henni, en ég er nú sjálfur eitthvað að gaufa í henni með Tamla-sveitinni. En ég vil helst ekki láta hafa neitt eftir mér því það gæti verið ein- hver helvítis vitleysa," segir Björn og hlær.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.