Helgarpósturinn - 20.02.1997, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 20.02.1997, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1997 s®@*bL 9 Knattspyrnuklúbburinn Wimbledon var stofnaður 1889 af svokölluðum „old boys“ úr Central School. Fáir ef nokkrir veittu klúbbnum nokkra athygli fyrr en Donarn- ir skráðu sig til leiks í fjórðu deildina ensku árið 1978. Þrátt fyrir að vera utandeildarlið tókst þeim að velgja stærri lið- um undir uggum, boðberi þess sem síðar kæmi. Árið 1975 unnu þeir Burnley í þriðju um- ferð bikarkeppninnar og gerðu jafntefli við Leeds í fyrri leik liðanna í þeirri næstu. Næstu árin styrktist Iiðið jafnt og þétt og þeir sýndu og sönnuðu að það var ekki nein tilviljun að þeir enduðu í sjötta sæti í fyrstu deild á sínu fyrsta ári þar, með því að leggja hið stjörnum prýdda lið Liverpool í úrslitum bikarkeppninnar 1988. Liðið varð þekkt fyrir frá- bæran liðsanda og mikinn sig- urvilja sem fleytti því áfram hvað eftir annað. Wimbledon var ekki nein bóla; þeir voru komnir til að vera, nokkuð sem fæstir áttu von á og stuðar marga ef tillit er tekið til fjár- ráða og aðstöðu. Nú hefur liðið yfirgefið sinn gamla heimavöll, Plough Lane, og deilir Selhurst Park með Crystal Palace. Wimbledon á sér engan eig- inlegan heimavöll, en áform eru uppi um að flytja félagið um set. Aðaleigandi liðsins, Sam Hammam, auðugur kaup- sýslumaður áf líbönskum ætt- um, hefur sagt að hann flytji liðið ef á móti komi heimavöll- ur og góð aðstaða. Nú er mikið talað um að fjárfestar í litlum bæ utan við London vilji fá lið- ið og séu tilbúnir með teikning- ar að 25.000 manna velli, spila- víti o.fl. Hvort sem af verður eða ekki er ljóst að Wimbledon á eftir að verða enn stærra lið en það er nú. UPPSKRIFT AÐ SIGRI? Það var löngum sagt um miðjumenn Wimbledon að þeir ættu náðuga daga; þá sjaldan boltinn slysaðist á miðjusvæðið frá samherja var ekkert annað fyrir þá að gera en að þruma honum eitthvað út í loftið (helst fram). Eftir það þurfti ekkert að gera ann- að en reyna að vinna boltann ef andstæðingarnir létu sjá sig. Það verður að segjast eins og er að oftar en ekki horfðu miðjumenn liðsins á varnar- mennina senda yfir miðjuna án þess að fá boltann. Þessi tak- tík, sem er ákaflega einföld og árangursrík, byggist á eftirfar- andi formúlu: 1. Þegar þú færð boltann, ekki reyna að ná valdi á honum, þrumaðu honum bara fram í átt að homfán- anum. Ef þú ert ekki með boltann þegar hann vinnst áttu að hlaupa í átt að homfánanum því þangað fer boltinn. 2. Um leið og þú færð bolt- ann (á vængnum til móts við homfánann) sendu hann þá strax fyrir mark- ið, inn í svæðið milli mark- mannsins og aðvifandi sentera. 3. Framheijar sendi boltann með öllum tiltækum ráð- um í netið. Þetta hljómar mjög einfalt og er það í rauninni, en þetta kerfi gengur ekki alltaf upp og þeir missa oft boltann. Liðið þarf að vera í dúndurformi til að geta haldið þetta út. Þessi leik- stíll hentar ekki öllum en þetta er ekki leiðinleg knattspyrna. Yfirleitt er skorað talsvert af mörkum í leikjum Wimbledon og þetta hefur fært þeim gæfu. Þeir voru eitt ár í fjórðu deild, eitt ár í þeirri þriðju, tvö ár annárri og unnu sig svo upp í efstu deild þar sem þeir hafa verið síðan. Wimbledon er þó fært um að spila þessa hefð- bundnu „góðu“ knattspyrnu, en þeir gera það ekki jafn vel og t.d. Chelsea, Li- verpool og Man. Utd. og hví skyldu þeir þá ekki leika sinn leik? verið fræg að endemum til að byrja með, sérstaklega eftir að fyrirliði liðsins, Vinny Jones, gaf út myndband sem sýndi mörg fólskubrögð sem varnar- menn geta beitt án þess að dómari taki glögglega eftir. Ekki dettur neinum í hug að gera Jones að engli, en oftar en ekki hafa dómarar haft horn í síðu hans og hann hefur ekki alltaf notið sannmælis. Á hitt ber líka að líta að sumar tæk- Menn óhlýðnast ekki svona manni það er nokkuð Ijóst. Vinny Jones gefur ordrur. HARÐVÍTUGIR VARNARMENN Wimbledon er eina liðið sem á möguleika á að vinna alla titla sem í boði eru á Englandi. Skemmst er að minnast glæsilegs sigurs á meisturum Manchester og jafnteflis í fyrri leik Leicester og Wimbledon á Filbert Street í fyrrakvöld. Fram að þessu hafa verið háværar raddir um að Wimbledon spili eingöngu há- loftaknattspyrnu; sá sem sparki hæst og lengst komist fyrst í liðið, en slíkt er úr lausu lofti gripið. Vörn Wimbledon er vissulega góð og hef- ur verið þeirra helsta vopn gegnum tíðina. Harkan og viljinn eru það sem hefur komið þeim lengst, endá fer það iðulega svo að helstu og bestu markaskorar enskrar knattspyrnu finna sig illa gegn Wimbledon, nema helst Ian Wright. Markmaðurinn Neil Sullivan hefur heldur betur verið í sviðs- ljósinu í vetur, hann var Beckhamflettur í haust, já það var hann sem fékk á sig markið frá miðju. Sullivan hef- ur þó staðið fyrir sínu og vel það í vetur. Kenny Cunning- ham, Alan Kimble, Dean Blackwell og Ben Thatcher (fyrirliði enska U 21-liðsins) eru menn sem flestir sóknar- menn hræðast. Vörnin er farin að spila sín á milli og sýnir andstæðingum sínum enga virðingu. Þá er enn ótalinn einn af betri miðvörðum deild- arinnar, hinn feikisterki Chris Perry. „Hann er hugaður sem ljón, hoppar hæð sína og hleypur á við blettatígur,“ sagði framkvæmdastjóri Wim- bledon, Joe Kinnear, og Alex Ferguson tekur í sama streng: „Ef ég réði myndi ég kippa þessum strák í enska liðið án umhugsunar.“ Kannski má segja að vörn Wimbledon hafi kemur frá stórliðunum Molde og Rosenborg í Noregi. Vinny Jones leikur gjarnan aftarlega á miðjunni, hann hleypir fáum framhjá sér ótilneyddur og samherjar hans á miðjunni eru ekki hræddir við að sækja tals- vert, vitandi af Jones fyrir aft- an sig. MIKIÐ ALAG Efan Ekoku er, eins og nafn- ið gefur til kynna, frá Afríku, nánar tiltekið frá Nígeríu. Þ.e. foreldrar hans eru þaðan og hann leikur með nígeríska lands- liðinu. Ekoku er fljót- ur og ákveðinn, þeirra helsti skorari, og eins og allir Wim- bledon-leikmenn sterkur skallamaður. Jon Goodman hefur spilað ásamt Ekoku frammi, svo og Gayle, þegar sá gállinn er á Joe Kinnear. Dean Holdsw- orth hefur oftar en ekki mátt verma vara- mannabekkinn eftir stöðuga árekstra við félagið. Hann er frá- bær leikmaður sem flest lið vildu krækja í fyrir tímabilið. Deano missti fyrirliðabandið 1995 eftir að hann lýsti því yfir að hann vildi fara og eftir það hefur margt gengið honum í mót. De- ano lenti illa í því þegar hann, kvæntur maður- inn, var staðinn að því ÞESSIR LEIKA MEST FYRIR WIMBLEDON. ÞAÐ ÆTTI AÐ REYNA TALSVERT Á ÞÁ Á NÆSTUNNI. EKKERT ENSKT LIÐ LEIKUR JAFNMARGA LEIKI OG ÞEIR. NEIL SULLIVAN markm. BEN THATCHER varnarm. BRIAN McALLISTER vamarm. ALAN REEVES vamarni. CHRIS PERRY varnarm. 2 mörk (1 Premier & 1 FA-Cup) DEAN BLACKWELL varnarm. ALAN KIMBLE varnarm. ANDY CLARKE miðjum. 1 mark (Premier) VINNY JONES (fyririiði) miðjum. 2 mörk (2 Premier) MARCUS GAYLE miðjum. 12 mörk (8 Premier & 2 Coca-Cola Cup & 2 FA)— ROBBIE EARLE miðjum. 10 mörk (7 Premier & 3 FA-Cup) OYVIND LEONHARDSEN.... miðjum. 4 mörk (3 Premier & 1 Coca-Cola Cup) NEIL ARDLEY miðjum. 2 mörk (2 Premier) DEAN H0LDSW0RTH senter 5 mörk (2 Premier & 2 Coca-Cola Cup & 1 FA-Cup) EFAN EKOKU senter 10 mörk (9 Premier & 1 Coca-Cola Cup) JON GOODMAN senter Framkvæmdastj.: J0E KINNEAR lingar hans ætti að banna börnum innan 18 ára. OYVIND, EARLE, GAYLE OG JONE& Eins og áður hefur komið fram er kick ‘n run ekki lengur eina afbrigði knattspyrnu sem Wimbledon kann. Miðjufernan Marcus Gayle, Oyvind Leon- hardsen, Robbie Earle og gamli harðhausinn Vinny Jo- nes, sem er enn í velska landsliðinu, hafa gert það gott í vetur. Þrír þeir fyrstnefndu eru allir framsæknir og dug- legir miðjumenn. Þeir hafa byggt upp spilið á miðjunni hjá liðinu, verið skapandi og skorað talsvert af mörkum. Leonhardsen á að baki tæp- lega 50 landsleiki með Nojur- unum og leikur eins og herfor- ingi hjá Wimbledon. Hann að halda framhjá. Hann hefur þó lofað félaginu og konunni bót og betrun og upp á síðkast- ið hefur ekki orðið vart við óánægju af hans hendi. Liðið á tvo leiki á önnur lið í deildinni, en vegna þess að Wimbledon er enn með í öllum keppnum er gífurlegt leikjaálag á liðinu. Á endanum hlýtur eitthvað að gefa eftir. Þeir eiga til að mynda ekki raunhæfa möguleika á að vinna meistara- titilinn. Þeir stæðu mun betur að vígi ef þeir væru úr leik í annarri hvorri bikarkeppninni. UNDARLEG UMGJÖRÐ Liðið er smálið á enskan mælikvarða. Það á sér ekki marga stuðningsmenn, en þeir sem á annað borð styðja Wim- bledon eru á við allmarga „venjulega". Léttleikinn og uppátækjasemin sem hafa fylgt Wimbledon um langa hríð (voru og eru m.a. kallaðir the Crazy Gang) hefur smitast til áhorfenda. Eftir að upp komst um framhjáhald Holdsworth samfögnuðu honum margir að- dáenda Wimbledon. Af hverju? Jú vegna brjóstastærðar við- haldsins!!! Hér á landi er eingöngu vitað um einn aðdáenda Wimble- don, Þorstein Sveinlaug Sveinsson, framkvæmdastjóra Toppsólar á Akranesi. Hann er gallharður stuðningsmaður og verður seint þreyttur á að þylja upp alla þá leikmenn sem liðið hefur þurft að selja. Allt tal um lítil gæði knatt- spyrnu Wimbledon er og hefur verið út í hött. Wimbledon er lið sem oftar en ekki hefur velgt stærstu liðum landsins verulega undir uggum. Árang- ur liðsins undanfarin ár er undrunarefni, ekki síst vegna þess að liðið hefur þurft að selja sína bestu menn ár hvert til að hafa efni á að taka þátt í deildarkeppninni. Það hefur ekki komið að sök þar sem þjálfarar liðsins hafa verið naskir á að uppgötva leikmenn neðrideildafélaga. Nú er svo komið að það er ekki markmið leikmanna í sjálfu sér að vinna sig frá Wimbledon heldur frek- ar að komast í liðið. Hvað ger- ist nú þegar þeir þurfa allt í einu ekki að selja sína bestu menn? Þar sem þeir eru enn með í öllum keppnum er það Joe Kinnear er án efa frábær þjálfari. Þó sögðust hvorki leikmenn né áhangendur skilja neitt í því hvers vegna hann var valinn þjálfari mánaðarins sl. haust. Það var þó eingöngu vegna hræðslu við áhuga stóriiða á honum. Kinnear ber sterkar taugar til Wimbledon og hefur þegar hafnað landsliðs- þjálfarastöðu íra. mín skoðun að þeir vinni einn bikar en eigi ekki möguleika á titli. Því miður. Væru þeir falln- ir úr bikarkeppnunum þætti mér sýnt að „The Crazy Gang“ ætti góða möguleika á titli. ————— Helsti markaskorari Wimbledon, Efan Ekouko, er eftirsóttur af stóru liðunum, en það er ekki víst hann vilji fara. STAÐAN Uð Leikir u J T Möik IHörk Stig (skor)lá sig) Manchester United 25 14 8 3 50 28 50 Liverpool 25 14 7 4 42 20 49 Arsenal 26 13 9 4 44 23 48 Newcastle United 25 13 6 6 50 30 45 Chelsea 24 11 8 5 38 33 41 Wimbledon 23 11 6 6 36 28 39 Aston Villa 25 11 6 8 32 25 39 ShefReld Wednesday 24 8 11 5 26 27 35 Tottenham Hotspur 25 9 5 11 27 33 32 Everton 25 8 7 10 34 38 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.