Helgarpósturinn - 20.02.1997, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 20.02.1997, Blaðsíða 22
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1996 Rómantík ’M / The Sugar Street Naguib Mahfouz Black Swan 1994 Egypsk fjölskytdusaga The Sugar Street er þriöja og slöasta bindi sagnabálks sem nefnist Kairó-þríleikurinn (Cairo- Trilogy). Höfundinn, Naguib Mahfouz, þarf vart að kynna, enda nýtur hann hylli hvarvetna nú á dögum. Hann hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels árið 1994. Naguib Mahfouz er án efa einn virtasti arabíski rithöfundur sem uppi er í dag. Hann skrifaöi slna fyrstu bók árið 1939, þá næstu fertugur og síðan þá hef- ur hann sent frá sér 32 skáld- sögur og 13 smásagnasöfn. The Sugar Street kom fyrst út árið 1957. Cairo Trilogy-bækurnar fjalla um Ai Jawad-fjölskylduna og eru um leiö raunsönn lýsing á Eg- yptalandi þessarar aldar. Þetta er fjölskyldusaga eins og þær gerast bestar, en í bókunum er saga þriggja kynslóða Al Jawad- fjölskyldunnar sögð. Sögurnar gerast á tímabilinu frá síðustu aldamótum og fram að valda- töku Nassers á sjötta áratugn- um. Mahfouz dregur upp ógleym- anlega og umfram allt afar at- hyglisveröa mynd af mannlífinu I Egyptalandi á meðan landið var verndarsvæði Breta. Þótt hér sé á feröinni þriöji hluti ritsafns þá er vel hægt að njóta The Sugar Street án þess að hafa lesið hinar tvær. Bókin er 308 síöur, fæst hjá Máli og menningu og kostar 1.650 krónur. The Last of the Savages Jay Mclnerney Vintage 1997 Óijúfanleg vinátta Rithöfundurinn Jay Mclnern- ey hefur getið sér gott orð fyrir skáldverk sln og ber þar hæst bækurnar Brightness Falls og Bright Lights, Big City, en eftir þeirri síöarnefndu hefur einnig veriö gerö samnefnd kvikmynd sem margir kannast eflaust viö. Jay Maclnerney náði í skottið á hippamenningunni og segist sjálf- ur öfunda þá sem uppliföu blóma- tíma hippanna til fulls. Bestu verk Mclnerneys gerast þó á níunda áratugnum og lýsa tíðaranda þess tímabils, en þá notar unga fólkiö kókaín í staö ofskynjunar- efna sjöunda áratugarins. The Last of the Savages gerist ' í Bandaríkjunum og sagan hefst á sjöunda áratugnum. í bókinni segir frá tveimur ungum mönn- um, sem kynnast á heimavistar- skóla áriö 1965. Mennirnir tveir eru afar ólíkir aö upplagi; Will Sa- vage er hippi frá Suðurríkjunum en Patrick Keane er uppi og framapotari frá Norðurríkjunum. Savage hættir í skóla til aö geta sinnt miklum tónlistaráhuga sín- um en Keane fer í Harvard og út- skrifast sem lögfræðingur. Þrátt fyrir aö þeir félagar séu eins og svart og hvítt endist vinátta þeirra út lífiö og spannar sagan þrjátíu ár af ævi þeirra. Ef frá er talin sagan Bright Lights, Big City þá er The Last of the Savage tvímælalaust besta bók Jays Mclnemey til þessa. Bókin er 271 síöa, fæst hjá Máli og menningu og kostar 950 krónur. Aðklæmast t j áningarfrelsinu Fjölmiðlar Halldór Halldórsson skrifar Ekki eru liðin nema 3-4 ár, að ég ræddi af fúlustu al- vöru við vel menntaðan íslend- ing í menntakerfinu um upp- lýsingabyltinguna og róttækar breytingar, sem myndu fylgja Internetinu í bernsku þess. Einkum vildi ég koma þeirri skoðun minni á framfæri, að með möguleikum netsins færð- ust þjóðir nær hver annarri, bilið minnkaði og heimurinn nálgaðist loks það að vera einn en ekki margur. Jafnframt þessu ættu eftir að skjóta upp kollinum vandamál er lytu að tjáningarfrelsi, friðhelgi og klámi. Sumar þjóðir umgengj- ust tjáningarfrelsi og upplýs- ingafrelsi eins og helgidóm, aðrar þjóðir væru ákaflega tækifærissinnaðar í þessum efnum og loks væri til sá hópur þjóða eða þjóðríkja, sem legði meiri áherzíu á ritskoðun en tjáningarfrelsi. Þessár þjóðir klæmast á tjáningarfrelsinu. Þannig væri óleyst hugsan- legt vandamál vegna undra- verðra fjarskipta samtímans, sem lyti að því hvernig taka ætti á álitamálum tjáningar á netinu, s.s. klámi og klám- fengnu efni. Spurningin snerist sem sé um það hvort reyna ætti og hvort kleift væri að beita staðbundnum lausnum á alþjóðleg vandamál. Núna er þetta orðið eitt af stóru vanda- málunum, sem reynt er að finna einhverja lausn á. í höf- uðstöðvum ES í Brussel t.d. og raunar víða um heim eru emb- ættismenn og stjórnmálamenn á kafi við að reyna að finna lausn á því frelsi, sem fylgir Internetinu. „Vel meinandK' rítskoðun- arsinnar Hérlendis er tjáningarfrelsið í hávegum haft á hátíðarstund- um, en þegar leysa þarf vanda, sem stafar af tjáningu, þykir ís- lendingum alltof oft heppileg- ast að grípa til „fyrirbyggjandi“ aðgerða og ræða um að skella t.d. á ritskoðun hugsunarlaust. Á síðustu dögum hefur um- ræða verið talsverð um klám og klámfengið efni á Internet- inu. Þar á meðal hafa tekið til máls „vel meinandi" alþingis- menn, sem vilja koma í veg fyr- ir, að slíkt efni sé aðgengilegt á netinu, með því að beita jafn- framt ritskoðun og herða refs- ingar fyrir dreifingu á slíku efni. { Bandaríkjunum hafa þessi mái verið rædd af miklu kappi. Clinton Bandaríkjaforseti vildi setja búnað í tölvur, til þess að koma í veg fyrir að börn kæm- ust í slíkt efni. Hugmyndin naut ekki stuðnings, en þess í stað hefur Bill Gates Micro- soft-jöfur látið byggja inn í Windows-forrit samtímans val- kost, sem heitir Clipper og er eins konar klámvörn. Vitan- lega á að gera það sem hægt er til að koma í veg fyrir, að börn og unglingar hafi frjálsan að- gang að klámfengnum sora. ingarfrelsið verði fljótt þunnur þrettándi. Auk þess leysir það ekki nein vandamál að banna fyrirfram tiltekna tjáningu vegna þess, að hún er klám- fengin eða á annan hátt and- stæð gildismati okkar í tiltekn- um tímapunkti. Um þetta eru þúsundir dæma af ritgerðum, smásög- um, skáldsögum, kvikmynd- um, dægurlagatextum o.s.frv. í löndum heims. Mörg merkustu skáldverk sögunnar voru í einn eða annan tíma bönnuð. Það sem er e.t.v. athyglis- verðast við umræðu af þessu tæi er tvískinnungurinn, sem skín í gegn. Lýðræðissinnar og frjálslyndir nútímamenn tala um nauðsyn þess að banna klám á Internetinu og ofbeldi í sjónvarpi í þágu mannúðar og samhygðar með börnum og unglingum, en í hinu orðinu þurrka þeir út tjáningarfrelsið í nafni ritskoðunar án þess að blikna. „Alþjóðaumræða" sem parfnast verndar Ein af grundvallarreglum lýðræðissamfélags er tjáning- arfrelsið. Án tjáningarfrelsis væri ekkert lýðræði. Ritskoð- un ætti holt og bolt að heyra til miðöldum. En stundum er freistandi að grípa til úrræða ritskoðunar eða eins konar iögbanns á frjálsa tjáningu. Þannig samþykkti Bandaríkja- þing breytingu á klámlögum landsins í fyrra vegna kláms á Internetinu. En fjölskipaður al- ríkisdómstóll í Pennsylvaníu komst að þeirri niðurstöðu, að lögin væru of óljós, þau væru brot á ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi og einn dómaranna bætti því við, að í raun færi fram eins konar „al- þjóðaumræða" á Internetinu og hana bæri að vernda með meira afli en aðra tjáningu! Annars hygg ég, að fólk með klámáhyggjur ætti að muna að kleift er að loka með einföldum hætti leiðum barna að klámi á netinu og þeir, sem fullorðnir eru og hafa áhuga á klámi, sækja sér það hvort sem er — á netinu, vídeóspólum, tímarit- um, bókum, o.s.frv. Þetta gildir um dóp og þetta gildir um klám. Það er ekki eins og klám sé beinlínis glænýtt fyrirbæri! Alvara kli II AU D JAWK'.to BLIND WATCHMAKÍR The Blind Watchmaker Richard Dawkins Penguin 1991 (1986) Blind heimshönnun Snemma á 19. öld skrifaöi guöfræöingurinn William Paley fræga ritgerö um heimssköpunina og varð hún ein áhrifamesta sönnunin fyr- ir tilvist Guös. Paley lagöi máliö upp þannig aö flókin fyrirbæri, t.a.m. mannsaug- aö, hefðu ekki orðið til af sjálfu sér heldur væru þau hönnuö Ifkt og ýmislegt þaö sem mennirnir lögöu fyrir sig eins og aö hanna sjónauka. Charles Darwin kynnti þró- unarkenningu sína hálfri öld eftir aö ritgerö Paleys var gef- in Ot og þaö tók heila öld áö- ur en kenning Darwins kvaö sjónarmiö guöfræöingsins I kútinn, samanber frægu „aparéttarhöldin“ í Bandaríkj- unum um miöja þessa öld. Og þó ekki. Líffræðingurinn Richard Dawkins þóttist taka eftir því að víöa í menn- ingunni eimdi eftir af kenn- ingu Paleys og að mun fleiri þekktu hönnunarrökin en þró- unarkenninguna. Þess vegna setti hann sér þaö markmið aö skrifa bók þar sem rök guðfræðingsins yröu notuö til aö færa sönnur á kenningu Darwins. Dawkins er fjarska góöur stílisti, eins og Paley, og hon- um tókst aö skrifa skemmti- lega og spennandi bók um viöfangsefni sem er þurrt viö fyrstu sýn. Bókartilvísunin er til kenningar Paleys, sem notaöi klukku í sínum samlfk- ingum, og „blindi úrsmiður- inn“ vísar til þess að Guö þarf ekki til aö hanna flókin fyrirbæri eins og mannsaug- að óneitanlega er. Bókin 340 sföur, fæst hjá Máli og menningu og kostar 1.795 krónur. Erlendar skáldsögur eru um þess- ar mundir seldar meö 30% afslætti í Máli og menningu. Klámvarnir og tjáningar- freisi En tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið. Klámvarnartil- burðir þeirra, sem hafa tekið til máls um þetta efni hérlend- is, eru yfirleitt í blóra við tján- ingarfrelsið. Um er að ræða eitt af grundvallaratriðum lýð- ræðisþjóðfélags, en eigi skeik- ular mannverur að skerða þetta frelsi í nafni fyrirbyggj- andi aðgerða, vegna barnanna okkar og eigin blygðunar- kenndar, er hætt við, að tján- Bók sem skipti ir máli „Bókin heitir heitir Dul og draumar og er um Guð- rúnu Böðvarsdóttur sem var föðursystir mín. Þetta er stórmerkileg bók um stórmerkilega konu. í sautján ár barðist Guðrún við hvítadauða og féll loks fyrir honum langt fyrir aldur fram. Þrátt fyrir að Guðrún væri fársjúk stóran hluta ævinnar tókst sjúkdómnum ekki að lama þrek hennar. Þótt hún væri meira eða minna rúmliggjandi aftraði það henni ekki frá því að ferðast því hún yfirgaf hrein- lega líkamann. Hún var einnig berdreymin og sá fyrir óorðna hluti. Hún samdi líka gjarnan lög eftir draumi. Til að mynda samdi hún lagið við textann Á föstudaginn langa og er það oft flutt við jarðarfar- ir. Þá lýsir hún í bókinni dvölinni á Vífilsstöðum og hvernig vinir hennar þar dóu hver á eftir öðrum. En hún lét ekki bugast. Það er ekki hægt annað en heillast af frásögninni af þessari konu. Kjarkur hennar og hæfileikar voru einstakir."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.