Helgarpósturinn - 20.02.1997, Page 23
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1397
23
X
Ekki
missa
# • #
9
Sautján hljómsveita tónleikar
og þúsund geisladiskar gefnir
Á föstudagskvöldið verða stórtón-
leikar í Norðurkjallara Menntaskól-
ans í Hamrahlíð sem nefnast Tún.
Þar munu hvorki meira né minna en
sautján hljómsveitir leika listir sínar
fyrir áheyrendur, allt nemendur
skólans.
„Þaö eru nú fleiri hljómsveitir í skól-
anum, skal ég segia þér,“ segir
Valgei-ður Einarsdóttir, MH-ingur
og einn aðstandenda tónleikanna.
„Fleiri komust bara ekki aö, því
miöur, en hljómleikarnir standa yfir
t um fjóra tíma. Þeir verða teknir
upp og gefnir út á geisladiski sem
við gefum öllum meðlimum nem-
endafélagsins, sem eru um þúsund
talsins."
Hafíð þið efni á því?
„Viö erum núna á fullu að leita að
einhverjum til aö styrkja þetta fram-
tak með auglýsingum og fjárfram-
lögum.“
Hvernig datt ykkur í hug að
halda svona stóra hljómleika
oggefa síðan út geisladisk sem
Nú er hver aö veröa
síöastur
Athugaðu vel hvar þú færð
mest og best fyrir
peningana þína.
Við vorum ódýrari í fyrra
og erum það enn, hjá
okkur færðu ferminga-
myndatökur frá kr.
15.000.-
Ljósmyndastofan MYND
sími: 565 4207
Ljósmyndastofa Kópavogs
sími: 554 3020
3 Ódýrarí
þið svo gefíð?
„Tónlistarlífiö hefur bara verið svo
öflugt í skólanum og mikil gróska.
Viö erum svolítið þreytt á þessari
sömu tuggu í tónlistinni ár eftir ár
og vildum koma með nýjung í tón-
listarlífið."
Tónleikarnir hefjast klukkan átta á
föstudagskvöldiö og standa til
klukkan eitt um nóttina.
Hvítt myrkur
fmyndið ykkur einangrað sjávar-
pláss í aftakaveðri að vetri til. Að-
komufólk verður innlyksa í bænum
og bíöur þess að komast þaðan.
Eftir því sem á nóttina líður sækja
skuggar fortíöarinnar fram í dags-
Ijósiö... Þetta eru efnistök leikrits-
ins /hvítu myrkri eftir Spaugstofu-
manninn Karl Ágúst Úlfsson, en
nú eru aðeins þrjár sýningar eftir af
þessu vinsæla leikriti. Sýningarnar
eru orðnar hátt í fjörutíu talsins, en
leikritið þarf aö víkja fyrir nýju verki
á Litla sviði Þjóðleikhússins, verki
sem nefnist Listaverkið og er eftir
Yasmin Reza.
Haukar á móti rest
Á laugardaginn verða bikarúrslita-
leikir í handbolta, bæði kvenna og
karla. Bikarúrslitaleikir hafa alla tíð
verið mjög spennandi og veröur
gaman aö fylgjast meö, hvort sem
maður horfir á þá í sjónvarpinu eða
skellir sér í Höllina og fær spenn-
una beint í æð. Hjá kvennaliðunum
leika Haukar á móti Val og hjá körl-
um eru það tvö efstu liðin, Haukar
og KA. „Ég held aö'það sé engin
spurning að þetta verða spennandi
leikir," segir öm Magnússon,
framkvæmdastjóri HSÍ. „Þó svo aö
staða Hauka í kvennadeildinni sé
sterkari og þaö eigi að teljast sterk-
ara lið á pappírunum er engin
spurning að þetta verður jafn leikur.
Bikarinn er þannig. Síöan í karla-
boltanum fáum við uppgjör tveggja
af þremur efstu liðunum. Ég hvet
bara alla til aö mæta og ég er aiveg
sannfærður um að viö fáum bikarúr-
slitaleik sem verður í samræmi viö
bikarúrslitaleikinn fræga hér um ár-
ið þegar Valur og KA spiluöu."
Kvennaleikurinn fer fram klukkan
13.30 og karlaleikurinn klukkan 17.
Hafnfirsk list
Á fjóröa tug listamanna sýnir nú
verk sín í Hafnarborg, menningar-
og listastofnun Hafnarfjaröar. Sýn-
ingin hefur staöið frá 1. febrúar og
átti aö Ijúka núna 17. febrúar, en
vegna góðrar aösóknar var ákveðiö
aö halda áfram til 9. mars. Lista-
mennirnir eru velflestir landskunnir
og eiga það sameiginlegt að vera
hafnfirskir eöa hafa leitaö í Hafnan
fjörðinn eftir innblæstri í verk sín. Á
sýningunni kennir ýmissa grasa.
Ertu meí vandamál í hársmii ?
Reyndu BIO+ finnsku hársnyrtivörurnar.
Þær virka gegn:
PSORIASIS
EXEMI
FLÖSG
SKÁN
KLÁÐA
HÁRLOSI
BIO+ frábær Iausn á
vandamálum í hársverði.
Sölustaðir: Apótek og hársnyrtistofur
m m
• • 9 # • # •
Þar eru til aö mynda olíu-
myndir, höggmyndir, graf-
ík, vatnslitamyndir, gler-
verk og textíll, sem sagt
eitthvað fyrir alla í Hafnar-
borg.
Björk á Hótel Sögu
um helgina
Fyrirsögnin var aðeins til
að fá þig til að lesa
þessa áhugaverðu frétt
um Búnaðarþingið sem
veröur sett I Súlnasal
Hótels Sögu næstkom-
andi sunnudag stundvís-
lega klukkan þrjú. Margir
munu ávarpa þingið, meö-
al annars Ári Teitsson,
formaður Bændasamtak-
anna, landbúnaöarráð-
herra og Drífa Hjartar-
dóttir, formaöur Kvenfé-
lagasambands íslands.
Samkórinn
Björk úr A-
Húnavatns-
sýslu syngur
nokkur lög
undir stjórn
Peters Weel-
er og Sólrún
Ólafsdóttir
bóndi flytur
Ijóö. Auk þess
veröa kynntar
ýmsar land-
búnaðarafuröir
á þinginu. Að
sjálfsögöu eru
allir velkomnir.
flndrea, Þor-
valdur og hinir í Sjallanum
Hin geysivinsæla hljómsveit Todmo-
bile heldur áfram þeysireiö sinni um
landiö og nú um helgina ætlar hún
alla að æra á Akureyri meö leik sín-
um á stórdansleik í Sjallanum.
Hljómsveitin, sem hlaut ótal til-
nefningartil íslensku tónlistar-
verðlaunanna, mun trúlega
halda uppi góðu stuöi f gamla
Sjálfstæöishúsinu á laugar-
dagskvöld.
Þettaborð erfrátekið...
Tvær konur setjast viö sama borð á
veitingastað. Þær þekkjast ekki en í
Ijós kemur að það er engin tilviljun
að einmitt þær sitja viö þetta borð.
Örlögin hafa leitt þær saman, með
dyggri aöstoð veraldlegra afla.
Þetta er söguþráöur einþáttungsins
Frátekið borð eftir Jónínu Leós-
dóttur, sem vann nýveriö 3. verö-
laun í leikritasamkeppni sem haldin
var í tilefni 100 ára afmælis Leikfé-
lags Reykjavíkur. Á laugardaginn
klukkan fjögur verður einþáttungur-
inn sýndur í Borgarleikhúsinu. Síð-
an veröur haldið austur yfir fjall
meö leikritiö, alla leið til Hveragerö-
is. Þar verður Frátekið borö sýnt á
sunnudaginn klukkan 21 og síðan
aftur á fimmtudagskvöldið. Þetta
ætti að vera hin ágætasta skemmt-
un en í gagnrýni í HP fyrir stuttu var
meöal annars sagt um leikritið:
Hógvær, mannvænn, raunsær og
hlýr [skáldskapurj meö ill-
fyrirsjáanlegu ísmeygis-
plotti.
Bestu popparar ís-
lands (og þótt víðar
væri leitað)
fslensku tónlistarverð-
launin verða veitt í kvöld
og spennandi aö sjá
hverjir hreppa hnossiö.
Verðlaunaafhendingin fer fram á
Hótel Borg og hefst athöfnin klukk-
an hálfátta fyrir þá sem vilja snæða
en þeir sem ætla að boröa ódýrt
heima hjá sér eða á Bæjarins
bestu þurfa ekki að mæta fyrr en
níu. Þarna verða allir þeir sem eitt-
hvað kveöur aö í poppheiminum,
allt frá Bubba til Skífu-Jóns, þann-
ig aö Borgin veröur stjörnum prýdd.
Hverjir
„Ég byrja sennilega laugardaginn á því að fara
með þann yngsta á heimilinu í íþróttaskóla hjá KR,“
segir Ingólfur Hannesson, íþróttafréttamaður hjá
RUV. „Strákurinn er fimm ára og er íþróttaskólinn
mikið tilhlökkunarefni hjá honum alla vikuna. Ætli
ég fari svo ekki sjálfur á Old boys-æfingu í fótbolta í
KR-heimilinu. Síðan liggur leiðin væntanlega hjá
okkur feðgum upp í Laugardalshöll þar sem við horfum á bikarúr-
slitaleikina í handbolta. Eg reikna nú með því að vera að vinna eitt-
hvað. Öll íþróttadeildin er undirlögð á laugardaginn, allur mann-
skapurinn að vinna, og við eigum von á því að þetta verði glæsileg-
ar útsendingar og skemmtilegir leikir. Þetta verður yfirskammtur
af sporti á laugardaginn og spurning hvort maður hafi nokkurt
þrek í að fara á árshátíð Sjónvarpsins um kvöldið. Ætli sunnudag-
urinn fari ekki bara í rólegheit heima, svona venjulegt heimastúss.
Ég verð reyndar einn á dekkinu næstu vikurnar, en konan er í námi
í Noregi. Það verður nú ekkert mál, enda erum við bara þrír; ég og«- *
sá litli, fimm ára, og svo einn átján ára unglingur. Ég kíki kannski í
bækurnar á náttborðinu. Ég var að klára eina sem heitir Þrœllinn
eftir Isaac Bashevis Singer, óskaplega skemmtileg bók og ein af
þeim betri sem ég hef lesið lengi.“
„Ég æfi bæði laugardag og sunnudag," segir Sig-
urður Sveinsson, þjálfari og leikmaður HK. „Nú er
það sekt eða selda, eins og maður segir.“
Ætlið þið ykkur að vera áfram í fyrstu deild-
inni?
„Ekki spurning. Við munum berjast til síðasta
vatnsdropa.
„Það sem ég alltaf geri; hvíli mig aðeins, vinn að-
eins og fer svo aðeins á hestbak,“ segir listmálarinn
Baltasar.
Ertu mikill hestamaður?
„Þetta er eitthvað sem menn geta ekki sagt um
sjálfir. Það er álit annarra sem gildir um það.“
Ertu alltaf málandi?
„Ég er stöðugt að, enda er þetta mitt starf. Ég tek mér svo frí frá
vinnunni þegar það hentar mér og hvíli mig þá vel, eios og Guð
gerði eftir mikla vinnu,“ segir Baltasar og hlær.
„Ætli ég fari ekki á sýninguna mína niðri í Óperu,“
segir Andrés Sigurvinsson, leikstjóri Kátu ekkjunnar.
Fara leikstjórar venjulega á hverja sýningu?
„Já, við fylgjum sýningunum úr hlaði og kíkjum af og
til inn. Ég ætla í það minnsta að sjá sýningarnar bæði á
föstudag og laugardag. Svo er aldrei að vita nema ég
skreppi á kaffihús og dansi aðeins á Tuttugu og tveim."
Á hvaða kaffihús ferðu venjulega?
„Ég á heima á Sóloni en kíki einstaka sinnum á Kaffi List.“
„Núna eru dagar heimilis og „hygge“ hjá mér og ég ætla að
mála svefnherbergið dimmrauðum lit um helgina,“ segir Atli
Bergmann, mótorhjólamaður og Væringir „Hvort maður málar
bæinn rauðan í framhaldi af því er óljóst, hver veit?“
Þig er ekkert farið að langa á bak mótorfáknum?
„Alltaf þegar auð er jörð þá er hægt að sjá Vær-
ingja á ferð. Að vísu er ég búinn að keyra svolítið í
vetur þegar færi hefur gefist. Það verður trúlega
ekki auð jörð um helgina þannig að mótorhjólið
bíður betri tíma.“
Ertu að lesa einhverja bók þessa dagana?
„Ég er með eina góða sem heitir Man mock the
devil eftir Ann Rice. Það er síðasta bókin í vampírubókaröð eftir
þennan höfund, en Interview with a Vampire er fyrsta bókin í
þessum bökaflokki. Þetta eru alveg meiriháttar cult-bækur og
gaman að lesa þær.“
„Hvað ég ætla að gera um helgina? Það er alltaf þetta sama,“
segir Björgvin Gíslason tónlistarmaður. „Það er að
spila einhvers staðar. Ég held að við verðum um helg-
ina á stað sem heitir Ráin í Keflavík. Ég er í hljómsveit
með Jóni Ingólfssyni og Jóni Björgvinssyni. Hún
heitir Vestanhafs, sem er nokkurs konar bráða-
birgðanafn á sveitinni. Við spilum alla mögulega tón-
list; jukk, blús, popp og rokk.“
Þú heldur alltaf gítarkunnáttunni við með mikl-
um œfingum, er það ekki?
„Nei, ég hef aldrei æft mig. Ég spila bara og það er nóg æfing.
Svo er ég endalaust heima við að hnýta flugur.“
Ertu laxveiðimaður?
„Nei, ég er í silungsveiðum, sem er miklu göfugri íþrótt.“
„Ég leik í Villiöndinni í Þjóðleikhúsinu á laugardaginn,“ segir
Flosi Ólafsson leikari. „Svo nota ég sunnudaginn til
þess að teygja og toga folana mína og ríða út. Ég er
að temja tvo fimm vetra fola og það gengur alveg
eins og í sögu. Þetta verða mestu snillingar norðan
Alpafjalla.“
Þá býrð í Reykholtsdalnum í Borgarfirði.
Hvernig er að ferðast þessa leið til Reykjavíkur
til að leika?
„Ég er bara á mínum fjallabíl. Ef mjög vont er fyrir Hvalfjörðinn
fer ég með Akraborginni.“
[FOiil inœ fflilj <8 Jte immm iÍMfcWIMi®
IFlÍI mmu 1» »® II wmm JL »íb™ mmm
mm 11® B Éa®[ I® m Mli 1
no ■® œ i m 11® m gBBDBBir 11 (Diffi smiM m