Helgarpósturinn - 20.02.1997, Síða 24

Helgarpósturinn - 20.02.1997, Síða 24
HELGARPOSTURINN 20. FEBRÚAR 1997 7. TBL. 4. ÁRG. VERÐ 250 KR. Prófkjörsslagurinn um biskupsembættiö er í raun þegar haf- inn. Fullvíst þykir aö séra Karl Sigurbjömsson í Hallgríms- kirkjusókn sækist eftir embættinu. Séra Karl sýni glöggt meö tíðum blaðagreinum sínum og viðtölum aö þar fari foringjaefni. Séra Karli er taliö til tekna aö vera sonur herra Sigurbjöms Einarssonar, fyrrverandi biskups og fræði- manns. Einnig á hann bæöi bræöur og mága og frændgarð allstóran innan kirkjunnar. Öðrum finnst aftur á móti aö meö kjöri séra Karls væri verið aö koma á og endurreisa ættarveldi innan kirkjunnar að fornum siö og Karl sé fulltrúi kirkju- eigendafélagsins. Séra Karl viröist þó eiga sér nokkuö þreitt fylgi samkvæmt heimildum HP, einkum meðal Reykjavíkurklerka og þeirra sem harðast stóöu með Ólafi Skúlasyni biskup í gjörningunum á síðasta ári. Séra Karl á sér þó atkvæöamikla andstæðinga víöa, s.s. meö- al höröustu stuðningsmanna séra Geirs Waage og hinna svo- kölluöu „svartstakka"... Séra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, er einnig kominn á fullt í prófkjörsslaginn. Séra Siguröur mun hafa gert eins konar liöskönnun í Skálholti um þarsíöustu helgi, er hann í krafti embættis síns gekkst fyrir eins konar málþingi fyrir presta. Helsti fyrirlesari var kanadískur kenni- maöur og prófessor í litúrgíu eöa helgisiöum, Dr. David Hole- ton. Um tuttugu klerkar hvaðanæva af landinu munu hafa imætt til þessa málþings, enda ku allur kostnaður jhafa verið greiddur af embættinu. Mörgum þykir Ivel hafa veriö mætt hjá séra Sigurði, miðaö viö aö jveður og færö voru ekki meö besta móti. Öörum jfinnst aftur aö hjörðin hafi veriö fulleinlit og viö- jfangsefnið eftir því, þar hafi heist veriö áberandi g^i^^^jsvokallaðir „svartstakkar" sem taldireru meðal höröustu stuðningsmanna séra Siguröar. Meöal viöstaddra voru séra Flóki Kristinsson, fyrrverandi Langholtsklerkur, séra Geir Waage í Reykholti og séra Þorgrímur Daníelsson Nes- kaupstaðarklerkur. Séra Siguröur var talinn mjög líklegur en er nú talinn eiga taisvert undir högg aö sækja, aðallega vegna af- skipta sinna af Langholts- og biskupsmálum, en þar er hann einmitt talinn hafa veriö fullhallur undir fyrrnefnda „svart- stakka“. Séra Siguröur er þó talinn þungavigtarmaöur, þraut- seigur og fylginn sér, hann eHgi í gegnum langan feril innan kirkjunnar marga vildarvini úr báöum fylkingum og þaö muni er nær dregur nýtast honum vel á langri braut... Sá þriöji sem tíðast er nefndur helst til kandídats að bisk- upsembættinu er séra Gunnar Kristjánsson á Reynivöll- um í Kjós. Fullvíst er aö hann mun fara fram. Séra Gunnar þyk- ir hafa myndugleik og hefur doktorsnafnbót meö meiru. Vegur hans er talinn hafa aukist mjög innan kirkjunnar vegna framgöngu hans við frumvarpssmíöi um kirkjunnar málefni, en hann er aöalhugmyndasmiður þess frumvarps, sem væntanlega veröur afgreitt af hinu háa Alþingi nú í vor. Séra Gunnar vakti athygli er hann fór fram gegn hinum umdeilda Geir Waage 1 Reyk- holti í formannsslagnum á síöasta aöalfundi prestafélagsins. Séra Geir þótti þá hart aö sér vegiö og talaði um.griörof af hálfu biskupsmanna" viö framboöi séra Gunnars. Geir maröi sigur eins og kunnugt er, en Gunnar sýndi klærnar. Þótt séra Gunnar sé alis ekki laus undan marki flokkadrátta og fylkinga er hann samt talinn geta veriö meira á miöjunni og hafi því veruleg sóknarfæri er fram í sækir, sérstaklega ef hart veröur tekist á milli fylkinganna. Þá veröi séra Gunnar frekar sá kost- ur sem skapaö geti eindrægni og friö innan hinnar striöshrjáðu þjóökirkju... Forstööumaöur Sundhallar Reykjavíkur, Bjarní Kjartansson, er kominn í sumarfrí, í bili a.m.k. Eins og HP skýröi frá í slö- asta tölublaði hefur starfsfólk Sundhallarinnar sent borgar- stjóra og ÍTR harðorö mótmæli vegna endurkomu forstöðu- mannsins eftir aö honum haföi veriö vikiö frá tímabundiö í haust eftir aö ein starfsstúlka Sundhallarinnar kæröi hann til RLR fyrir kynferðislega áreitni. Samkvæmt heimildum HP mun borgarstjóri nú ætla aö reyna að leysa málin og verður fundur meö borgarstjóra og fulltrúum starfsfólks í næstu viku... Vinum Jóhanns Bergþórssonar gæti fækkaö á næstunni. Eins og frá er skýrt annars staðar í blaðinu hefur Jóhann höföaö meiöyrða- mál á hendur þremur Alþýöuflokksmönnum. Úr- slit í máli eins þeirra, Gunnars Inga Gunnars- sonar læknis, gætu að sögn fróöra manna oröið þau að málinu yrði vísaö frá á þeim forsendum að Gunnar beri ekki ábyrgö á oröalagi í viötali dsj>nr, Pizzusmiðjan Leirubakka 36 Sími 577-2277 Hringdu í síma 905 2525 (66.50 mín.) Simi: 568 08 78, fax: 568 08 04 tslandia.islkringlukr ^UBUJfiV' Ferskleiki er okkar bragð Austurstræti 3 • Suðurlandsbraut 46 • v/Faxafen Kaupvangsstræti 1 Akureyri «SUBUUflY* þar sem hann stýrir ekki sjálfur pennanum heldur blaöamaöurinn. Ef svo færi ætti Jóhann ekki ann- arra kosta völ — ef hann vildi halda málinu til streitu — en aö höfða mál á hendur blaðamanni DV eða jafnvel ritstjóranum sjáif- um. Það kæmi svo væntanlega í hlut fram- kvæmdastjórans að draga fram budduna og greiöa málskostnaö og miskabætur fyrir meidda æru. Sveinn R. Eyjólfsson, framkvæmdastjóri DV, og Jóhann Bergþórsson eru sagðir ágætir kunningjar og munu vera sameigendur aö jörö vestur á Barðaströnd... Auk Gunnars Inga Gunnarssonar eru þaö Hafnfiröingarnir Magnús Hafsteinsson og Sverrir Ólafsson sem Jóhann Bergþórsson hefur stefnt fyrir rétt vegna meiðyrða. Allir þrir, en þó einkum Magnús og Sverrir, munu aö und- anförnu hafa lagt mikla vinnu í aö afla gagna um feril Jóhanns og ýmsar ávirðingar hans og vafa- söm vinnubrögö. Nýjustu fréttir eru svo þær aö þeim hafi flogið I hug gefa þessi gögn út á bók. Bókin yrði aö sögn býsna þykk... ótt enn sé vel á annað ár til næstu sveitar- stjórnarkosninga eru menn sums staðar farn- ir að huga aö framboösmálum. I kjölfar vaxandi áhuga á sameiningarmálum jafnaðarmanna munu fulltrúar A- flokkanna sums staöar vera farnir að huga aö sameiginlegu framboöi. En þaö eru fleiri sem eru farnir aö hugsa sér til hreyf- ings. í Hafnarfirði eru líkur sagöar fara vaxandi á því aö Ómar Smári Ármannsson, þæjarfulltrúi Alþýðuflokks, kunni að ganga til liðs viö Jóhann Bergþórs- son og Ellert Borgar Þorvaldsson, en taliö er fullvTst aö þeir muni bjóða fram sérstakan lista. Svo mikiö er víst að ekki veröa þeir á lista Sjálfstæöisflokksins... Eins og landslýður allur veit hefur Jón Ól- afsson, „eigandi" Stöðvar 2, ekki verið sáttur við tryggð starfsmanna sinna við sig. Hann leggur nú á það áherslu að treysta samband sitt við starfsfóikið. Til að hnýta tryggðaböndin hefur Jón brugðið á það ráð að bjóða starfsmönnum, nokkrum í senn, til hádegisverðar...

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.