Alþýðublaðið - 23.12.1970, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.12.1970, Blaðsíða 2
_j Sagan um ríka nirfilinn og göfuglynda skósmiðinn. KANNSKI ég vendi mínu kvæÍVi í kross af því það er Þorlaksmessa og á morgun jól og sleppi öllu blaðri, en segi litla sögu. Það er saga af rík- um Gyðingi sem heima átti í þorpi nokkru og var þekktur fyrir að láta aldréi neitt af hendi rakna til fátækra. Ein- hverju sinni kom til hans mað- ur og bað um ölmusu. Ilvaðan ertu? spyr sá ríki. Héðan úr þorpinu, svaraði hinn. Það er ómögulegt, hrópaði hinn aftur. hér vita allir að. ég gef aldrei ölmusu. EN í SAMA ÞORPÍ' átti 'heima annar Gyðingur. H‘ainn var skósrhiður. Hann var göf- ugmenni og gaf á báða bóga hverjum sem tii hans leitaði. Svo gerðist það að riki maður- inn andaðist, og rabbíairnir sem stóðu fyrir samfélagi Gyð- inga í byggðinni létu táka hon- um gröf út við girðingu og voru ekki einu sinni með í líkfylgd- in.ni. Enginn grét nirfilinn. — Svo liðu nokkrir dagar, og bein- ingamenn komu og leituðu til skósmiðsins góða því þaðan mundi enginn látinn bónleiður fara. EN NÚ BRÁ svo við, að skó- smiðurinn átti ekkert að geffa, aö því er bann sagði. Og hvað sem við hann var sagt náðist ekki útúr honum einn emásti peningur. Fólkið í þorpinu varð furðu lostið: Hvað var að ger- ast? Hvers vegna var skósmið- urinn góði skyndilega orðinn nirfill sem úr einskis manns Vanda leysti? Hann var nú boð- aður á fund rabbíanna sem spurðu hann: Hvernig stendur á því að þú ert hæltur að g’efa öimusu, þú, sem ert alþekkt- ur fy.rir göfuglyndi og örlæti? SKÓSMIÐHRINN tók til orða; Fyrir mörgum árum kom ríld maðuiinn sem dó á dögun- um t'il mín og fé'kk mér mikia peningaupphæð að gefa í guðs þakkar skyni, en hanin setti það skilyrði, að ég léti það aldrei vitnast hvaðan peningarnir kæmu. Ég féllst á þetta og hét að þegja yfir leyndarmáli hans, hv’að sem í skærist, unz sá dag- ur kæmi að hann safnaðist til feðra sinna. Hann átti alla pen- ingana aem ég gaf. Hann var á- litinn niriill, en ég hið svo- kallaða göfugmemú. Nu, þegar hann er fallinn frá á ég ekki <eyris virði tii að gefa fátækum, því sjálíur er ég snauður mað- ur. ÞETTA ER sagan um ríka niriilinn og skósmiðinn göfug- lynda og örláta, og um það hvers vegna nirfillinn var ball- aður nirfill og gkósmiðurinn göfuglyndur. Gleðileg jól! ÓDÝRASTA 35 MM MYNDAVÉLIN Á MARKAÐNUM Hraðar 1/30, U60, 1/125 og U250 F 2, 8/45 mm linsa Innbyggður ljcsmælir Laugávegi 116 Bankastræti 6 FHmur & véSar Skólavörðustíg Við cskum viðskiptavinum vorum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir árið sem er að líða. LAUGARÁSBÍÓ HVERSKONAR VIÐGERÐIR ÁBÁTUM ☆ EÍNNIG BIFREIÐAVIÐGERÐIR ☆ HJÓLBARÐAR (Bridgestone) 'ú’ BENZÍN- OG OLÍUSALA Gleðileg jól þökkum samstarfið á liðna árinu. Vélsmiðjan LOGl, Patreksfirði. Fjölhreytf úrval JÓLA- leikfanga LEIKFANGAVER (Áður v'erzl. Fáfnir) Klapparstíg 40, Sfcni 12631. 2 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1970

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.