Alþýðublaðið - 23.12.1970, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.12.1970, Blaðsíða 5
Útgrefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson (áb.). Prentsmiðja Alþýðublaðsins. I Sími 14 900 (4 línur) Friður og réttvísi — Réttvísin og friðurinn kyssi 'hvort an'nað, hefur meistari Jón eftir Davíð konungi. — Þar segist vel enginn vera, se-m ekki friðinn kjósi, en allir vilja þó ek'ki réttlætið æfa, eins og hvort kun’ni, annars án að vera. Þar sem ekki er réttvísi, þar er aldrei friður. Þar sem ekki er hinn sanni friður, þar er aldrei rétt- vísi. — Á þessa luntí' mælti eld'huginn séra Jón Vídalín, sem rís í orðsnilld sinni yfir fle'sta kirkjunnar m’enn á ís- landi, fyrr og síðar. Og þessi orð eiga erindi til okkar eigi síður en til samtíðarmanna mei’stara Jóns. Þar sem aldrei er réttvísi, þar er aldrei friður. Og þar sem aldrei er friður, þar er aldrei réttvísi. Um langan aldur hefur einlægasta ósk mannkynsins verið um frið. Þó ósk átti fólk heitasta á tímum Davíðs | konungs. Þá ósk átti fólk heitasta á tímum meistara Jóns. Og sú er enn heitasta ósk mannkynsins. En friður gtetur ekki orðið nema réttvísin ríki. Enginþjóð, sem er órétti beitt, ílifir í friði, jafnvel þótt sv'o sé hún þjökuð af herrum sínum, að allar ytri at- hafnir hennar séu í dróma drepnar. Þótt allt virðist því kyrrt á yfirborðinu meðal slíkra þjóða, ríkir þar ekki friður. Óttinn hefur aðeins orðið athöfnunum yf- irsterkari. Réttlætisþráin býr í brjósti hvers einasta manns og þaðan brýtur hún sér braut þegar mælirinn verður fullur. Þjóðin rís upp og annað hvort nær að hrista af sér f jötra kúgunarrnnar eða tapar sínu frelsis- stríði og verður fangi ó ný. En loginn á kyndli rétt- lætisins btennur þó ef til vill aldrei skærara en þá meðál sd'íkrar þjóðar — þótt hann verði að brenna inni ‘fyrir byrgðum gluggum. Og friður ríkir ekki í 'brjóst- um hennar. Enn ei'tt slíkt hélstríð hlekkjaðrar þjóðar hefur ver- | ið sétt ó svið fyrir umheiminum Síðustu daga. Pólsk alþýða reis upp. Hún reis upp gegn þeirn herrum, sem sendu pólska hermenn gróa fyrir jórnum fyrir nokkr- um mónuðum til þess að herða hlekki ófrelsisins aftur að hálsi almúgafólksins í vinveittu grannríki. Hún reis upp gegn herrum sínum til þes's að berjast fyrir málstað réttvísinnar. Og sú uppreisn var svo víðtæk og almenn, að öllum má vera Ijóst hversu ófriðarbálið hefur lengi logað í brjóstnm pólskrar ,alþýðu, — þrátt fyrir það að fáar gárur hafi borist þaðan upp á yfir- borðið þar til nú. En pólsk alþýða tapaði sínu frelsisstríði að þessu sinni. Hennar tími er enn ekki kominn. Og svo hefur orðið um fleiri þjóðir en Pólverja. Réttvísin og friður- dnn kyssa enn ekki hvort annað. En er ófriðvænlegt í heiminum. Enn fer málstaður réttvísinnar halloka. Þó lifum við í þeirri von, að svo þurfi eigi ætíð að vera. Sá er boðskapur jólahátíðarinnar, — boðskapur réttlætisins, friðarins og mannkærleikans. Gleðileg j ó 1! Framhald af bls. 1. Hulda Gunnarsdóttir í Véla- og raftækjaverzluninui, Lækj argötu 2. „Fólk hefur tekið mjög seint við sér, en það hef ur verið að skoða vörur og spyrja um verð, — svo kem- ur það allt í einu núna, geng ur beint að hlutnum og kaup- ir hann. Það er búið að vega þetta og meta með sér. Það virðist bara vera eins og fólk hafi nóga peninga. — Mér finnst salan í gjafavör- um vera mun meiri núna held ur en nokkru sinni fyrr. Að vísu var það þannig hér fyrir tveim þrem árum, að fólk keypti sjónvarpstæki og lét það nægja. Fjölskyldan gaf sjálfri sér sjónvarpstæki í jólagjöf og sparaði við sig aðr j ar gjafir, en ég hef aldrei séð l eins mikla peninga í umferð eins og núna.“ Afar Cí ömmur örlát Aðalsteinn Eiríksson í Leik- fangaveri sagði um jólasöluna í sinni verzlun, sem eingöngu hefur á boðstólum bamaleik- föng: — „Ég býst við, að salan fyrir þessi jól sé talsvert meirí en fyrir jólin í fyrra. Einnig gæti ég trúað því, að fólk keypti heldur dýrari vörur en oft áð- ur og hefur talsvert selzt af dýrari Ieikföngum núna.“ Aðspurður um verð á leik- föngum sagði Aðalsteinn, að dýrasti bíllinn kostaði 8.700 krónur, sem væri rafmagns- knúinn og afar skemmtilegt leikfang. Þá værí til bíll, sem kostaði um 7.000 krónur og dúkkuvagn á um 5.000 krón- ur og bíll á um 3.000 krónur. Þetta væm allra dýrustu leik föngin, en mikill hluti leik- fanganna, sem á boðstólum væru, kostuðu um og innan \dð 100 krónur. Aðspurður um kaupvenjur fólks sagði Aðalsteinn, að af- ar og ömmur keyptu langdýr- ________ ustu leikföngin lianda barna- böraum. — Jónsteinn Haraldsson. verzlun arstjóri í Békabóð Máls og menr.iingar, sagði um jóla- verzlunina í ár: barnabækur og er greinilcgt, hve fólk notar barnabókabúð- ina mikið allan ársins hring. Þar fást barnabækur allt frá 20-30 kr.“. Mikið i:m barnabækur -Ég held. að bókaverzlunin sé nú nokkuð svipuð og í fyrra. en þó er raunverulega aldrei hæ.gt að gera sér fyllilega grein fyrir gangi liennar fyrr en lokað er á aðfangadag. Bók salan og reyndar önnur sala einrig færist sífellt meira yfir á stóru innkaupadagana, síð- asta laugardag fyrir jól og Þor láksmessu. Bækur hafa hækkað að jafn aði um 20% frá í fyrra og má seg;a. að við höfum rétt náð sömu sölu og þá miðað við hækkunin?,“. Aðspurður um, liver væri dýrasta bóliin á markaðnum fyrir þessi jól. sagði Jónsteinn, að það væri sennilega bin glæsilega bók „Handritin og forrsegurr.ar", sem kostar 1.296.50, en algengasta bóka- verðið er milli 300 og 500 kr. Jónsteinn sagði ennfremur: „Ser.niltga eru peningaráð fólks meira nú en í fyrra, en hins vegar má álíta. að það leiti nú ylir í annað en bækur. í „kreppunni“ svonefndu hélzt héksalan í eðiilegu liorfi, en þá var svo til engin sala. í bíl- um, frystikistum og ísskápum. svo eitthvað sé nefnt, en þessir dýrari b.tutir munu seljast vel um þessar mundir. Sala á öðrum vörum en bók- um í Bókabúð Máls og menn- ingar er að því er virðist af- skaplega svipuð og í fvrra. Einna athyglisverðast við bókaverzlunina nú er, hve barnabókaútgáfan er mikil, en f.vrir jólin bafa komið út um 100 barn.abækur. Við rekum einu sérbarr abókaverz'unina í landinu og eru þar á boðstól- um að jafnaði 800—1000 Viff erum ánægðir Við litum inn í hina nýju verzl un Krystal við Skólavörðustíg og ræddum við verzlunarstjór- ann Hlöðver Vilb.jálmsson. Hann sagði um jólaverzlunina: „Fólk verzlar mikið fyrir þessi jél og þegar á beildina er litið er jólasalan í ár ir| n meiri en í fýrra. Krystallinn, sem við höfum á boðstólum liefur fengið geysilega góðar mótfökur fó'ks, enda er bér um afar góða vöru að ræða, tékbneskan krystal frá Bæ- heinvi. Áberandi er. hvað fólk sæk- ist eftir ölglösum úr mótuðum krystal, en síffan iy gja blóma vasar og ávaxtaskálar fast á eftir. í dýrari.krystalnum, seni er handskorinn, er salan mest í ýmsum fallegum skálum, en einnig er salan í blómavösum góð. Fl.estir kaupa liluti, sem kosta um effa yfir 1000 kr. Við b.öfum mikið úrval af þessari úrvalsvöru. allt frá öl- glösum á 242 kr. upp í púns- sett á rúrnar 19.000 kr„ en það er stór skál með 12 krúsum og er dýrasta krystalavaran. í hinni deild verzlunarinn- ar, þar sem seld eru húsgögn og þ. u. I., aðallega ódýrari gerffir búsgagna, svo sem sófa- borð, stclar, hornborð og svo geysilega vinsælir ruggustólar, sem oft eru kallaðir ömmustól ar, hefur salan einnig verið mjög góð. Við veitum 12% staffgreiðsluafslátt af húsgögn- unum og það vekur athygli okkar, hve aígengt það er, að fólk sfaffgreiffi vörurnar og not færi sér þar.nig þennan af- slátt. Mér er óhætt að fullyrða, að við erum ánægðir með jóla- verziunina“. — 0 ÚTVARP Miðvikudagur 23. desember — Þorláksmessa — 12.50 Tónleikar 14.30 Frumsamdir jólaþættir 15.00 Fréttir. Tilkynningar. íslenzk tónlist. 16.15 Veðurfregnir. Jólakveðjur 17.30 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttír. Tilkynningar 19.30 ,Heig eru jól“ 19.45 Jólakveðjur 21.00 Organleikur og' einsöngur 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Jólakveðjur Tónleikar. (23.55 Fréttir í stuttu máli). 01.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 24. desember — Aðfangadagur jóla — 12.45 Jóiakveðjur til sjómanna á hafi úti 14.30 .Birtan kringum þig“ 15.00 Stund fyrir börnin 16.30 Fréttir 18.00 Aftansöngur í Dómkirkjunni 19.00 Miðaftanstónleikar 20.00 Organleikur og einsöngur 20.45 Jólahugvekja 21.40 „Lyft, lífsviður, ljósbarri‘c 22.20 Miðnæturmessa í Dóm- kirkjunni. Föstudagur 25. desember — Jóladagur — 10.40 Klukknahringing. Litla lúðrasveitin leikur. jólalög. 11.00 Messa í safnaðarlieimili Langholtskirkju____ 13.20 „Að visu gekk ég hér, ew var ég tii?“ 14.00 Messa í Neskirkju 15.15 Miðdegistónleikar; Sam- leikur á blokkflautu og sembali 16.00 Við jólatréð; 17.30 Miðaftanstónleikar 23, DfSEMBER 1970 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.