Alþýðublaðið - 23.12.1970, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.12.1970, Blaðsíða 8
AUSTURBÆ J ARBÍ Ó: REGNBOGADALURINN □ Jólamynd Austurbæjarbíós heitir REGNBOGADALURINN, bandarísk söngva- og ævintýra- mynd í Iitum frá Warner Bros.- Seven Arts. Meðal leikara eru dansarinn frægi Fred Astaire og söngvarinn Tommy Steele. Aðal- söguhetjan er írinn Finian Mc- Iænergan sem kemur til Banda- ríkjaifna með stolinn gullpott frá írskum álfum. frskur álfur eltir Finian og vill fá gullpottinn aftur, en Finian neitar. Upp úr þessu gerast margir skringilegir og ævintýralegir atburðir, sem óþarft er að rekja hér, — HAFNAARFJARÐARBÍÓ MYNDIR FYRIR ALLA Q Jólamyndir Hafnarfjarð- arbíós eru þrjár að þessu sinni. Barnamyndin heitir STÓRI BJÖRN (sýnd kl. 3) og segir frá samskiptum drengs og bjarn Lúðrasveit ieikur O Lúðrasveit Verkalýðsins mun leika jólalög á Austurvelli í kvöld, Þorláksmessukvöla. — Hefst lúðrablásturinn kl. 8.30 og eru íslenzk bæ'ði og erlend lög 'á efnisskránnj'. Stjómandi Lúðrasveitar VerkaQýðsins er Ólatfur L. Kristjánsson. — dyrsunga. Inn 1 soguna flettast ýmislegt spennandi, veiðiþjófar eru á ferð, bæjarbúar heimta að húnninn sé drepinn, en allt fer vel að lokum. Á 5 sýningum verður gamanmyndin ÁlFRAM COWBOY, sem er að sjálfsögðu ensk „Carry on“ mynd, er ger- ist í villta vestrinu. — Á 9 sýn- ingum verður sýnd bandaríska gamanmyndin FLÝTTU ÞÉR HÆGT með Gary Grant, Sam- antha ' Eggar og Jim Hutton í aðalhlutverkum. Myndin gerist í Tokyo um það Ieyti sem olymp- íuleikarnir voru haldnir þar. Þetta er ekta flækjumynd, þar sem allir troða á öllum og allt lendir í misskilningi. KÓPAVOGSBÍÓ VÍÐA ER STJÖRNUBÍÓ STIGAMENNIRNIR □ Myndin gerist í Texas. — Auðmaður ræður flokk ævin- týramanna til að fara yfir landa- mærin til Mexíkó til að freista þess að ná fagurri stúlku úr höndum byltingaforingjans Raza, en hánn hefur krafizt 100 þús. dala í lausnargjald fyrir stúlk- una. Auðmaðurinn treystir ekki orðum Raza og vill því freista þess að frelsa stúlkuna með að- stoð ævintýramannanna. En það óvænta gerist, að stúlkan Mar- ía vill alls ekki snúa aftur heim, hún elskar byltingarforingjann, og því verður endir myndar- innar spennandi og sögulegur. í aðalhlutverkum eru Burt Lancaster, Lee Marvin, Robert Ryan, Jack Palance, Claudia Cardinale og Ralph Bellany. — Leikstjóri er Richard Brooks. pohur BROTINN □ Frönsk gamanmynd, í lit- um og einemascope, stjórnað af Jean Girault, með Louis de Fun- es í aðalhlutverki, en hann leik- ur ákafan og samvizkusaman lögregluþjón. En vegna tilvistar hinnar 17 ára lífsglöðu dóttur og vina hennar, flækist hann í ýmis vandræði. Lögregluþjónn- inn verður að flýja á stolnum bíl, fela stolið málverk, og dul- búa sig, til þess að bjarga sínum ástkæra heiðri. Þessi skemmti- lega kvikmynd er tekin við frönsku Rivieruna, og sólskins- bæinn St. Tropez. FÁST Á 2. I JÓLUM □ Á annan dag jóla frum- sýnir Þjóöleikhúsið leikritið Fást eftir Johan Wolfgang Goetlie í þýðingu Yngva Jóhannesson- ar. Leikstjóri er Karl Vibach, leikhússtjóri frá Lúbeck, en Ieik- tjalda- og búningateiknari er Ekkehard Kröhn frá sama leik- húsi. — Aðalhlutverkin eru í hönd- um Gunnars Eyjólfssonar sem Ieikur Fást, Róberts Arnfinnsson- ar er íeikur Mefistoteles og Sig- ríðar Þorvaldsdóttur, er leikur Margréti. Um 30 leikarar fara með hlutverk í Fást og 35 auka- leikarar koma fram í ýmsum at- riðum. Trúbrot hefur þarna og hlutverki að gegná. Aðstoðar- leiksíjóri er Gísli Alfreðsson. — Goethe var með Fást í smíðum ein 50 ár, en sá leikritið aldrei á sviði — það var sýnt átta árum eftir dauða hans, eða árið 1840. Leikstjórinn fylgir hér í meginatriðum sömu stefnu og hann hafði við uppsetningu á Fást í marz s.I. í Lúbeck. 8 MIDVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1970

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.