Alþýðublaðið - 28.12.1970, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.12.1970, Blaðsíða 1
□ RauSsokkur Í6ru á kreik á annan í jólum þegar íegurfyjr- drottning Reykjavikur var kosin í Laugarðalshöilinni að viðsttidd- um um það bil þúsund áliorfend- um að ætla niá (s,Já 3. síðu). Rauð sokkurnar mættu með „mótmæla- spjö)d“ fyrir framan anddyri Laugardalshallar og dreifðu auk þess spurningalista, sein við birt- um hér á eftir. l?n þær höfðu stuíta viðdvöl og þetta fór að mestu bávaðalausí fram, nema livað nokkrir strákar hrifust af augnablikinu og spangóluðu lítils háttar. Það var „Þorláksmessustarfs- Iiópur rauðsokka" sem sýndi þetta framtak. Á myndinni liér á síðunni gefur að líta sýnisliorn af spjöldunum sem meðlimirnir mættu með í slaginn, en þau voru fleiri. Á einu stóð: „Úrvals lamakjöt í hátíðainat- inn — Seigar gamaJær". Á öðru: „Útlitsdómur á kúm gefinn fyr- ir júgurlag spena og mjó!kun!“ Á því þriðja var spurt: „Hver græðir á fegurðarsam- keppni?“ Og á fjórffa spjaldinu virtist leita/t viff að svara þeirri spurn- ingu, þvi að á það var letrað stór- um stöfum: „Kvennarækarráðunautur Sig- ríður Gunnarsdóttir“. Rauðsokkurnar dreifðu sem fyrr segir spumingalista, sem bar yfirskriftína: „Skoðanakönnunum um meyjamat“. Við birtum liann bér með — og biðjum Iesendur að geyma blaðið. Við kynnum að hringja á næstuimi og grenslast fyrir um það hvernig ÞIÐ hefðuð svarað. Hér er svo plaggið: Setjið kross þár sem við á. 1. Til hvaða sýninga finnst yður Laugardalshöllin bezt l'allin? □ Bílasýninga □ Landbúnaðarsýninga □ Húsgagnasýninga □ Kvennasýninga 2. Hvað veldur því að fólk lætur sýna slg? □ Gróðavon Fraxnh. á bls. 10. □ Á meðan Helga Óskars- dóttir var að sigra inni, voru kynsystur hennar vægast sagt að vera „agalega púkó“ við hana fyrir utan. Rauðsokknrn- ar voru mættar til leiks — ó- boðnar í þokkabót — og gáfu ótvírætt í skyn, að kroppasýn- ingar og kroppamat væri ekki samboðið kvenþjóðinni. — Frá sögn hér á síðunni og mynda- safn á bls. 3. — a Lögreglan handtók í gær- kvöldi nngan pilt á veitlngastað hér í borginni, sem hún grun- aði að hefðí undir höndum eit- urlyf. Piltur þessi er undir tví- tugu og var hann nýkominn frá útlöndum. Lögreglunni hafffi borizt á- bending um, að hann hefði eitt- hvað grunsamlegt í fórum sín- um, og hondtók hún piltinn þar sem hann var að skemmta sér á | veitingastað um liálfníuleytið í gærkvöldi. Við leit á honum fannst ein : tafla af LSD, sem er sterkt of- | skynjunarlyf, og mjög varasamt í notkun. Þeir sem neyta lyfsins sjá alls konar sýnir og vita oft ekki hvað þeir gera, og dæmi eru til þess að fólk hafi framið sjálfsmorð undir áhrjfum lyfsins vegna skynvillu af ýmsu tagi. Rannsóknir liafa og sýnt, að j LSD getur haft áhrif á erfða- | eiginleika hjá mönnum og vald- ' lð stökkbreytingum á afkvæm- um þeirra sem neytt hafa lyfs- ins. Pilturinn viðurkenndi að’ hann liefði liaft með sér nokkrar töfl- ur af lyfinu til landsins, — og hcfði hann selt þrjár og hálfa töflu hér á landi fyrir 200—2200 krónur stykkið. Rannsóknarlög- í-eglan mun halda áfram að yfir- | Hauks Bjarnasonar hjá Rann- heyra hinn handtekna. sóknarlögreglunni, hefur verið Samkvæmt upplýsingum | Framli. á bls. 7 Ók á 2 sjómenn | □ Það slys varð á ísafirði að I vo-ru á gangi á Suðurgötu. — kvöldi jóladags, að ekið var á Meiddust þeir allnokkuð og vom tvo enska togiarasjómenn, sem | Framh. á bls. 7 r Sjómannasamriingarnir$4.s. - Horfnir og hundeltirfy2. s. iþróttir$8. og 9. s.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.