Alþýðublaðið - 04.01.1971, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.01.1971, Blaðsíða 1
jmeS stjörnuljósin sín horfir á síðustu leifar ársins i970 brenna út og bíður óþreyjufull eftir að nýja árið gangi í garð. Áramótin gengn friðsamlega og slysalaust fyrir sig. Mikið fjölmenni var við brennurnar í Reykjavík á gamlárskvöld, — enda mikið um dýrðir og veð. ur gott. Og svo vonum við, að nýja árið verði líka gott og lánið leiki við landsmenn á þessu herrans ári 1971. — □ Nú er gamla árið liöið og nýtt lekið við. Lltla stúlkan MÁNUOAGUR 4. JANÚAR 1971 — 52. ÁRG. — 1. TBL, □ Nýju bátakjarasa,mningarnir, sem samþykktir voru fyrir ára- ínótin með fyrirvara um samþykki félaganna, hafa nú verið sam- þykktir af allmörgu.m sjómannafé lögum innan Sjómaunasambands íslands. í gær voru samningarnir sam. þykktir af sjómannafélögunum á Akranesi, Keflavík, Grindavík og Sandgerði, en hins vegar voru þeir felldir í Hafnarflrði. Annars staðar hafa þeir ekki verið born- ir undlr atkvæði. Útgerðarmenn og forystumenn sjémannafélaganna á Snæfells- nesi voru á fimdi í Grundarfirði í gær til þess að semja nm ýmis sérákvæðl, en ýmis sérákvæði eru í samningunnm með tilliti til að- stöðu á hverjmn stað fyrir sig. en þó á þetta ekki við um Reykja vík, Hafnarfjörð og Akureyri. í samtali við Aiþýðublað'ið í ,*norgun sagffi Jón Sigurðsson, for maður SjómannasaJiibands fs- lands, að aðalatriðið í hinum nýju bátakjarasamningum værj. að samkomulag hefði verið milli samnlngsaðiia að vinna að hækk- un fiskverffs, se.m næmi 25% að meðaltali. Á sumum tegundum hefði orðið meira en 25% hækkun, þannig hefði ýsan t. d. hækkað um 35%. Þorskur hefði hækltað mn 25%, en meginaflamagnið væri þorsk- ur. 1. flokkur stór fiskur hækkaði! um 25% -f. 15 aura hvert kg„ I en 2. flokkur stór fiskur hækkaði u,m 25% — 20 aura hvert kg. j Sagði Jón, að þessi árangur i hvað varðar hækkun. fiskverffsins • hefði ekki náffst fram nema af því að sámningar hefðu verið Iaus ir milli útgerðarmanna og sjó- manna og ennfremur af því að samtök hefffu veriff um hækkun flskverffsins milli saíuuiingsaðila. □ Sigurðtir E. Guðmunds- son hefur verið skipaður frám- kvæmdastjóri Húanæðismála- Slofnunar ríkisins frá 1. janúar 1971, en hann hefur verið skrif stofustjóri stofnunarinnar frá 1965. Sigurður E. Guðmundsson er fæddur 18. maí 1932 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Guðrún Ástríður Eiínmundar- dóttir og Guðmundur Kristins- son verkamaður. Sigurður varð stúdeut frá MR 1952. Hann var við nám í HÍ um hríff, en var síðan blaðamaður við Alþýðu- blaðið til 1959. Framkvæmda- stjóri Alþýðuflokksins 1959— 1965. Sigurður var unt skeið formaður Sambands ungra jafn- aðarmanna og hefur átt sæti í miðstjórn og síðan flokksstjóm JBsEr /' • ÉÍíŒa jBsjf WfÆF • 21 LjBF W§M Ji? WÆm 'X v . jp j|? Jylll -llWÍt JfEöreCIu" . -kk.íý.: Aiþýðuflokksins frá 1962. — Sigurður er kvæntur Aldísi Benediktsdóttur. Samkomulag varð ennfremur milli aðila utn að Þess verði far- Framh. á bls. 3 ,Góð‘ bylting □ Mexico City 3. jan. (NTB-UPI) Dr. Norman Borlaug, sem fékk friöarverðlaun Nobels árið 1970, skýrði frá því á laugardag að hann hefði með tilraunum fund- ið nýja maístegund, sem kynni að hafa miklar og jákvæðftr breyt- ingar í för með sér. Dr. Borlaug hefur sl.. 26 ér uxinið I Mexikó aó því aö finna harögeríSari kom- tegundir með svo góðtun árangri að hann var sæmdur friðarverð. laununum í fyrra. Dr. Borlaug sagði að þessi nýja .maístegund þyldi betur vond veður og plöntu sjúkdóma en áður hefur þekkzt, Uppskeran er einnig melri af þessari nýju tegund. Dr. Boriaug kvaðst bráðlega myndu halda fyr- irlestra við mexíkanska og er- lenda háskóla um hina ný ju mais tegund. □ Mikl.ar tafir urffu á innan- landsflugi Flugfélags íslands í gær og biðu m. a. um 400 manns fyrir norðan til þess að komast til Reyklavikur. Margir beltust úr lestinni, þegar leið á, en komust flestir til Reykjavíkur í gær- kvöldi. í Reykjavík biðu hátt á annað hundrað manns að komast norður til Akureyrar og tókst að koma öll um þeim hópi norður í gær. í fyrradag lokaðist flug tll Nor®- fjarðar eftir að flugvéi þangað var lögð af stað og var gripið til þess ráðs, að Ienda á Egilsstöðum, en þá rcyndist einnig illfært land- leiffis og var farið með farþega í snjóbíl kl. 2 um nóttina. Til Vestmánnaeyja var ekki hægt að fljúga í gærdag, en í gær kvöldi var flogið með 120 manns. í Eyjum biðu 60—70 manns og komust þeir til Reykjavíkur t morgun. Fiognar voru fjórar ferðir til ísaf jarðar í gær, 2 til Hornaf jarð ar og 1 til Egilsstaða. f dag verð- ur flogið samkvæmt áætlun eða 3 til Akureyrar, 2 til Vestmanna- eyja og ein á aðra staði á landinu. A3 sögn Sveins Sæmundssonar hjá Flttgfélaginu eru tafir sem þessar mjög bagalegar, sérstak- lega um hátiðar. Stór hluti þeirra farþega, sem tafðist í gær var skólafólk að sögn Sveins. — Hótel hrann □ Hótel Húsavík gjöreyði lagðist í brnna aðfaranótt gamláTsdags. Aðeiits veggir hússins, sem var timburhús, standa eftir. Slökkviliðið barðist við eldinn hátt í sjw klukkustnndir og varð ehki við neitt ráðið. Enginn ,var í húsinu, þegar eldurinn hom upp. Eldsupptök eru óhuttn. en talið er líklegt, a® eldur- inn hafi orðið út frá kæiivél í kjailara hússins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.