Alþýðublaðið - 06.01.1971, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.01.1971, Blaðsíða 6
 • atuiili 10 NORSKIR □ Um þessai’ mluindir er hald in í'arandsýning á verkinm 10 núliíandi norskra listamanna undir Iheitinu „10 ponskir". Á sj'ninganni eni 130 verk og 'heíur sýningunni verið mjög vel teikið í Antwerpen og Budapest, en nú er sýningin komin til Póllands og þaðan fer hún til Vínar. — Ássmio HQéXMKI) XJtsr.: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Sigrhv. Björgvinsson (áb.) Prent^m. Alþýðublaðsins Sími 14 900 (4 línur) Fjórföld aukning GULL OG SÆNSK BILAVERKSTÆÐI STAÐIN AÐ PRETTUM □ Aftonblad'et í Sviþjóð gerði fyrir nokkru könnun á getu og sanYvizkuSemi sænskra bif- reiðaverkstæða í samráði við Konunglega bifreiðaklúbbinn og ..Tekniekens var.ld“, og það fór eins og þá grunaði: Msnn eru prettaðir í svo til hvert einasta skipti s’em þeir láta bíl á verlcstæði! Blaðið lét 19 bíla til viðgerð ar á 19 mismundandi verk- stæði á Stokkhólmssvæðinu. Gengið hafði verið fyrirfram frá 10 bilunum í hverjum bil. Sum verkstæðanna gerðu að- eins við tvær af þessum bilun- ■um, en nokkur komust upp í átta. Tveir bílanna voru í svo slaemu ástandi eftir viðgerð- ina. að þeir hefðu umsvifalaust átt að takast úr umferð. Aftonbladet kemst að þeirri niðui’stöðu að nú sé tími ti’l kominn að grípa til róttækra ráðstafana gegn bílaverkstæð- um, sem snuða hina tvær millj. bíleigendur í landinu um hundruð miilljóna á hverju ári. Ein ráðstöfunin gæti verið auk ið eftirlit í formi endurskoðun ar á viðgerðum, og hitt ráðið að leggja niður akkorð í bíla- viðgerðum, sem kunnáttumenn telja mestu meinsemdina. Aft- onbladet hvetur að lokum for- ráðamenn í bílaiðnaðinum að leggja sitt af mörkum til að bæta ástandið. Slá ekki Bing Crosby út □ Hinum nýju stórstjörnum á sviði söngsins hefur ekki tek izt að slá út 'gámla manninn Bing Ciosby — plötur með söng hans hafa selzt í 362 milljóna upplagi. Næstiur kem ur Prleistltey með 250 milljón- ir og í þriðjá sæti eru Bítl- arnir með 220 milljónir. Bing hefur' sungið inn á plötur fýr- ir 88 mismunandi fyrirtæki, en langmest fyrir DECCA. Þau Nína og FriSrik eru fræg fyrir sinn Ijúfa söng. Þau skildu 1969 eftir 10 til 15 ára samveru, fyrst sem söngfélagar, síðar bæði sem söng félagar og hjón. Þegar þau skildu fór Friðrik í hnattferð; en Nína var heima hjá börnunum. Nýlega söng hún á Savoy í London, og meðal áheyrenda var Friðrik. Að sýningu lokinni vatt hann sér upp á sviðið með blóm og gaf henni. „Að því kemur seinna að við finnum hvort annað á ný sagði Nína seinna er hún var spurð um samband þejrra. Blaðaljós- myndari nokkur sem þarna var nærstaddur var ekki seinn á sér að smella af mynd af þeim þarna á sviðinu. Erkibiskupinn af Cantara- ^ borg, dr. Michael Ramsey er ný kominn úr för til Suður-Afríku. Hann var ekki sér- lega ánægður, segir að leyni- lögreglan hafi verið á hælunum á sér allan tímann sem hann var í landinu, og að minnsta kosti tvisvar hafi herbergi sitt verið grandskoðað. AfrEkumenn njóta ekki þess frelsis að þeir geti sagt meiningu sína, segir hann. Myndin sem hér birtist var tekin af erkibiskupnum á blaðamanna- fundi sem hann hélt í Lambeth Palace í London eftir heimkom- una. Árið 1959 tók Alþýðuflokkurinn við stjórn sjávarútvegsmála á íslandi og hef ur farið með þann málaflokk allar göt- úr síðan. Á því tímabili hafa tveir Al- þýðuflokksmenn farið með embætti sjávarútvegsráðherra — fyrst Emil Jóns- sön og síðar Eggert G. Þorsteinsson. Þau ár, sem Alþýðuflokkurinn hefur fíU’ið með stjórn sjávarútvegsmálanna hafa einkennzt af mikilli og örri upp- b-yggingu í fiskveiðum og fiskvinnslu á íslandi. Þá hefur verið lang mesta fram faraskeiö, sem sjávarútvegurinn hefur átt að fagna hér á landi. Hvað fiskiskipaflota landsmanna snertir, þá hefur hann tekið miklum stakkaskiptum á þessu tímabili. Árin 1959 til 1969 má nefna áratug stóru bátanna í fiskveiðisögu fslendinga. Þau ár einkennast af því, að sífellt voru keypt stærri, fullkomnari og dýrari fiski hátar til landsins eins og sjá má af því, að á þessu tímabili komast alls 180 slík- ir stórir bátar í eigu íslendinga. Hvernig hinir nýju bátar, sem fengnir eru, fara sífellt stækkandi með ári hverju má einnig sjá af því, að árið 1966 voru að- eins 4 fiskibátar í eigu fslendinga yfir 300 brúttórúmlestir að stærð en árið 1870 — fjórum árum síðar — eru þeir orðnir 24. Hlutfailsieg fjölgun stórra bóta í eigu þjóðarinnar frá 1959 til 1970 er þannig yfir 400% og segir það ótví- ræða sögu um hversu gífurleg uppbygg- ing hefur orðið á fiskiskipastól lands- manna þau ár, sem Alþýðuflokksmenn Mafa farið með forsjá sjávarútvegsmál- anna. Er þessi hagstæða þróun vissulega mikið ánægjuefni, ekki aðeins þeim, sem við útgerð og fiskvinnslu fást, heldur landsmönnum öllum og Alþýðuflokks- menn mega vissulega vera stoltir af því, a9 þetta skuli hafa gerzt á þeim árum sem Alþýðuflokkurinn hefur farið með stjórn sjávarútvegsmála á íslandi. Rétt stefna í fjárlögum ársins 1970 var í fyrsta sinn veitt fjárupphæð til þess að jafna að- stöðu nemenda í strjálbýli til framhalds- náms. Nam fjárveitingin 10 millj. kr. í haust var þessu fé úthlutað skv. um- sóknum til um 1400 nemenda úr strjál- Mýlinu. í fjárlögum ársins 1971 var framlag þetta hækkað um 50% — upp í 15 millj. kr. Mun því unnt á næsta ári að gera fnun betur til að jafna aðstöðu til fram- haldsnáms en unnt var að gera í ár og feefur menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, lýst því yfir, að hann muni vinna að því, að áfram verði haldið stkri Viðleitni til að jafna aðstöðu þeirra ung- linga, sem leita framhaldsnáms i skól- úm landsins. býr í Duisburg, annar sonur hans, Harmut, í Hamborg og sá EINS OG CASANOVA Auglýsingamenn grípa til flestra ráða, þegar þeir þurfa að ná athygli almennings. „Vertu eins og Casanóva á jólunum“ var slagorð brezka heil- brigðisráðuneytisins á bæklingum, er innihéldu ráðleggingar um varnir gegn barneignum. Það er ekki alveg út í bláinn að nefna Casanóva í þessu sambandi, þar sem talið er að hann hafi aldrei eign- azt bam þrátt fyrir hin miklu og tíðu blíðuatlot. Hann er einnig talinn hafa fundið upp fyrstu verjuna. Árlega bætast í hópinn á Bretlandseyjum um 120 þúsund „óvelkomin“ böm. í bæklingnum segir m. a. „að erfitt sé að trúa því að margar konur haldi að þær geti ekki orðið bamshafandi, ef þær halda niðri í sér and )anum meðan /icartmað- urínn skilar sæði sínu, eða þær sleppi, ef þær standi uppréttar meðan samfarir eiga sér stað. Þá trúa sumar konur því að óbrigðult sé að hoppa upp og niður að samföram loknum“. — þriðji, Gerhard, í Freisig og loks er dóttirin, Irmgard, bú- sett í bænum Pawigl í Týról. En ekkert iþeiiTa hefur nokkru sinni gefið í skyn að þeim sé kunnugt um hvar faðir þeirra fer huldu höfði. Stríðsglæpamannaveiðarinn, Simon Wiesenthal í Vínai’borg, lætur svo um mælt: Það eru margir sem vita hvar meslu sti-iðsglæpamennina er að finna en fæstár viilja láta neitt uppsíkátt um þá vitneskju sina. Þegar ríki Hitlers hrundi í rústir vorið 1945, hófst þegar leitin að þeim, sem áttu þyngstu sakir mieð honum, og þá fyrst og fremst Martin Bor- marm. Sögusagnir gengu um að hans hefði orðið vart á mörgum stöðum — hann áiti að hafa sézt í Málmey í sepi- embermánuði 1945, í Miin- chen í júlí 1946, í Lundúnum í október 1946 og loks í Róma borg í febrúar 1952. Nú þykir það hins vegar nokkurn veginn víst að Bor- mann hafi alltaf haldið sig í Surður-Ameríku, nánar tiltek ið á búgarði einum í grennd við bæinn Guyara skammt fná landamærunum að Paraguay. Búgarðurinn liggur þar á spiddu á milld Paranafljótsins og landamæranna, og kalla þeir sem kunnugastir eru bú- garðlnn „Waldner-nýlenduna". Þar á Bormann að hafa haldið sig með lífvörðum sínum, Það er þó alls ekki útilokað, að hann hafi skroppið til Evrópu, og þá helzt til Spánar. Joseþh Miengele hlefur að sögn einnig haldið sig í Bras- ilíu, nánar tiltekið í Mato Frarnh. á bls. 10 GLER ■[ýj Norskir listiðnaðarmenn hafa löngrum látið lítið á sér bera. Verði á listiðnaði hefur verið mjög- í hóf stillt og því ætla margir, að gripirnir sén ómerkilegir. Núna fyrir jólin hélt landssamband norskra list iffnaðarmanna sýningu á verk- um félagsmanna sinna, sejm vakti mikla athygli. Ætla má að sýningin hafi aukið áhuga aJ.mennings á fallegum mun- um, sem framleiddir eru inn- anlands. Meðai gripanna á sýn ingunni voru hálsjmen og tveir hringar, gerðir af gultemiðn. um Christian Gaudernack. f stað eðalsteina cru gripimir lagðir gleri, sem gert var í Alexandríu í Egyptalandí hundrað árum fyrir fæðingu Krists. — Myndjn er af Christ ian Gaudernack, þar sem hann stendur lijá meninu og hringunum tveimur. ISRAEL BERST GEGN HASSI □ Fregnir herma að stjóm- in í ísraoL hafi átoveðið aff tatoa upp skelegga og harðvít. uga baráttu gegn nágrönnum sínum handan landamæranna. Eftir sömu fregnum a8 dætna virðist það sízt að ófyrirsynju, því að hass-smyglaramir láta þar mjög til sín taka og beita 'öllum ráðum til að koma þeirri vör.u út yfir landamærin. Fyrir skömimu fannst skraut lega innbundin Biblía í snyrtl- ikliefa á fD.’gvelliunm í Lods. Þegar tollverðirnir tóku hana til athugunar og skáru spjöid- in upp með gát, fundu þcir þar tvo smápotoa af hassi. Er það 'hald þeirra, að smyglarann hafi brostið kjark, þegar hann sá hve rannsóknin á farangri og ferðalöngum var nátovæm í fliugstöðinni, og séð það ráð vænlegast að skilia Biblí.una sina eftir í snyrtiMlefanium. Hassn'eyzla virðist og ekki Leikkona skrif- ar minningar □ Leikkonan Shiríley Mac- Laine hefur gefið lít sína fyrstu bók 'er heitir á frum- miálinu , ,DONT FALL OFF THE MOUNTAIN“. Það sem þykir menlki!liegt vi'ð þessa bók er að lieikkonan hefiur skrifað hana sjáiif. Bókini fœr fremur vinsamlega dóma; ieikkonan hefur frá ýmsu að isegja, enda mangt reynt. Til miarks um Ihve vel hún undirbjó (hlutverk sín í tovitomiynditm, eegir hún frá því að ‘hún hafi lcngi legið á gægjum hjá franskri gleðj- konu, til að skynja betur Hvernig glieðikona kagar sér þegar hiún hefair toúnna (myud- in Inma La Douee). óalgeng í ísrael. Fólk í þorpi einu i Efra-Nazaret kallaði lög regluna Þar á vettvang fyrir nokkj-u, cg kvað nokkra rmgl- inga hafa efnt til „hassgleði'* í húsi einu og viðiheíði þar ■háreysti og alflisíkyns ólíæti. —- Komst lögr-eglian þegar að raun um a,ð satt var frá sagt; þarna höfð-u sex unglingar sal'nazt saman og við húsleit i'ann lögreglan þar hass-pípur og önnur sönnunargögn. Ung- lingamir, þrjár stúlkuir og þrír piltar um tvítug't, hiutu átta daga iángelsi í frambaldi af glleðinni. Þá vonv tveir Ástrakum enin sem voru á ferðalagi í Israel 'Sfaðnir að' itassreykingutn í Iherbergjum sinum ®ð Slhalom. hótelinu i Tel Aviv — söngv. arirnn NeviHe Gaha 20 ára og kvikmyndaleikistjórinn og leik Framh. á bls. 10. OLÍA Á SKÁNI □ Með vorinu verðrr hatfizt handa við að bora eftir olíu á Skáni í Svíþjóð, og verður það í fyi'sta sinn sem olíu er iieit- að í Svíþjóð. Það er ítaQiskt félag sem hefur blorunina með höndum og mun nota mjög nýtíztoulicgar vélar er geta bor að. niður á allt að 5000 mietra dýpi. I_j jviarmn xsormann, staogeng ill HitlJers, er nú orðinn 69 ára, það er að segja ef hann er enn í tölu lifenda. En sá orðrómur er uppi í Vestur-Þýzka'landi, að hann muni hafa látizt úr krabbameini ekki alls fyrir löngu. Er sagt að hann hafi dvalizt á búgarði nokkrum í Brasih'u, í grennd við bæinn Guayara, sem liggur nálægt landamænunum við Paraguay. Annar er sá úr hópi kuna- ustu nazista, siem aldrei ihefur tekizt að hafa upp á — lækn- irinn Joseph Mengele, illræmd astur fyrir starf sitt við fanga- búðirnar í Auschwits, þar sem hann varð 50.000 manns að bana með svonefndum „tilraun um“ sínum. Mengele er orðinn 59 ára, og er því haldið fram að hann sé búsetlur i Para- guay. Sú spurning hlýtur að valtna í sambandi við þessa menn hvort nókkur í Vestur-Þýzka- landi viti það með vissu hvar þessir náungar, sem leitað hfef- ur verið í mörgum löndum í næstum mannsaldur fyrir stríðsglæpi sana, séu í rauninni niðurkonmir. Því verður að svara játandi. Bróðir læknis- ins, Alois Mengeie, er búsettur í borginni Gunzburg. Alois þessi Mengele er mikill iðju- höldur, sem hefur yfir 2000 manns í þjónustu sinni. Það fer naumast hjá því að hon- um sé kunnugt um dvalarstað Joseph Mengelé, bróður síns, þó að hann láti ekktert upp- slcátt um það. Martin Bormann á mörg full orðin börn í Sambandslýðveld- inu, og það er ótrúlegt að þau viti eidú eitthvað um örlög föð ur síns. Sonur hans, Heinricíi, Iraustur banki Hér standa viffskiptamenn viff af- greiffsiuborff í banka, og er allur umbúnaffur mjög meff sérstökum hætti. Þetta á nefnilega aff vera einstaklega traustur banki. Gjatd kerinn á aff vera nokkurn veginn viss um aff þurfa ekki aff óttast einhverja varasama karaktera sem koma skemmtilega fyrir viff fyrstu sýn, en draga svo upp byssu og hóta honum lífláti ef hann fær þeim etii sjóffinn. Þaff er rætt við hann gegnum smálúgu og viðskintavinurinn sér hann ekki nema í sjónvarpsskermi. Til- bakagjöf og kvíttanir koma ettir leiffum sem eiga að vera algerr lega tryggar. — Bormann á Ififi eða dó hann úr krabba 6 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1971 MIDVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1971 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.