Alþýðublaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 3
ENGUNA
„Þá viljum við Iýsa yfir þeirri
skoðun okkar, að brýna nauð-
syn beri til þess að koma á fót
sérstöku mengunarráði, sem fal-
ið verði það hlutverk að liafa
eftirlit með mengun almennt
hérlendis. Slíkt ráð ætti að vera
skipað mönnum með líffræði-
lega og efnafræðilega sérþekk-
ingu.“
Þannig eru lokaorð bréfs, sem
37 íslenzkir líffræðingar liafa
sent fimm ráðuneytum vegna'
skýrslxi álmengunarnefllidarinn-
ar. Orðrétt hljóðar bréfið þann-
„Vegna skýrslu flúorn'efndar,
sem fjallað hefur um flúor-
mengun frá álbræðsluinni við
Straumsvik, og iðnaðarráðuneyt-
ið hefur nýlega látið þýða á ís-
lenzku. leyfum við undirritaðir
l.íffræðingar okkur að v'ekja at-
hygli á eftirfarandi atriðum.
Óvarlegt er, að okkar dómi,
að miða við skaðleysismörk þau,
sem nefndin getur um, enda
teljum við þau hvorki í sam-
ræmi við vísindagreinar þær,
sem vitnað er til í skýrslunni, né
Ögmundur Jóns-
son
„ -'k
ÖGMUNDUR JÓNSSON
yfirverkstjóri andaðist á
laugardaginn í Landspítalan-
um. Þessa ágæta Alþýðu-
flokksmanns verður nánar
minnzt hér í blaðinu síðar.
álit Raninsóknarstofnunar iðnað-
'arins, dagsett 21. marz 1966, sem
prentað var sem fylgiskjal mleð
frumvarpi til laga um lagagildi
samnings milli ríkisstjómar ís-
lands og Swiss Aluminium Ltd.
um álbræðslu við Straumsvík.
í ekýrslu flúornefndar segir,
áð 50—60 ppm. (50—60 hluiar
af mill'jón) í heyi og grasi, sem
fóðrað sé með árum saman, sé
skaðlaust fyrir nautgripi. í þeim
tveimur fræðiritum, sem þar er
vitnað sérstaklíega til (J. L.
Shupe et al.: The Effect of Flu-
orine pn Ðairy Cattle. II. Clini-
cal and Pathologic Effects. Ame-
ricam Journal of Veiterinary Re-
gearch, 24, 102: 964-979, J63, og J.
L. Flatla and F. Ender: Industri-
al fluorosis in cattle in Noiway.
4. Internationale Taguing der
Wei tgese'l lsch aft fúr Bui'atrik,
Zúrich, 1966), eru skaðléysis-
mörk fyrir mjólkuikýr hins
vegar talin 30 ppm. af þurr-
efni fóðursins. f áliti Rannsókn-
arstofnunai' iðnaðarins, sem áður
er getið, segir að jórturdýr þoli
flúormagn, -sem sé aillt að 30—
40 ppm. aí þurrefni fóðursins, en
60—100 ppm orsaki alvarlteg
Veikindi. Rannsóknir þeirra
Björns Sigurðssonar og Páls A.
Páissonar á flúoreitrun, í sauð-
fé feftir Heklugosið 1947 — 48
(Fluorosis of Farm Animals dur-
ing fthe Htekla Eruption of 1947
—1948. The Eruption of Heklla
1947—1948, III., 3. Reykjiavík
1957) benda til þess, að flúor-
eitrunar rnegi vænta fari flúor-
magn. vfir 30 ppm í þurr'efni fóð-
urs.
f skýrslu flúornefndar segir
ennfrsmur, að á birkilaufi í Nor-
egi með 100 ppm. flúors hafi Jek'ki
verið neinar sjáanlegar skemmd-
ir og að 50—450 ppm orsaki yfir-
leitit eiltki nieinar sj-áanleegar
skemmdir á furutrjám. í áliti
Rannsóknarstofnunar iðnaðarins
segir hins vegar í kafla um jurt-
ir og trjágróður, að rétt sé að
reikn.a með 30 ppm í þurrefni
jurtanna sem hættumairki.
Þair sem ekki liggja fyrir ná-
kvæmar rannsóknir á skaðleys-
ismörkum varðandi flúormagn,
sem gilda við íslenzkar aðstæð-
ur, teijum við nauðsynlegt, að
líffræðingai- með sér;þ:ekkingu á
íslenzkum staðháttum verði j
fengnir til að starfa með nefnd
þeirri. sem fylgjast á mieð meng-
un frá álverinu við Strau-msvík,
enda er í fyrrnefndu áliti Rann-
sóknarstofnunar iðnaðarins gert
ráð fyrir því, að samráð sé haft
við dýralækni pg jur-tasérfræð-
ing við rannsóknir á sjúkdóms-
völdum flúors.
Þá viljum við lýsa yfir þeirri
skoðun pkkar, að þrýna nauðsyn
beri -til þess að koma á fót sér-
stöku mengunarráði, sem falið
verði það hlu-tverk að hafa eft-
irlit rrteð mengun lalmennt hér-
lendis. Slíkt ráð ætti að vera
skipað mönnum með líffræði-
lega og efnafræðilega sérþekk-
ingu.
Eyþór Einarsson
Guömiindur Eggertsson
Þorsteinn Þorsteinsson
Alfreð Árnason
Bergþór Jóhannsson
Agnar Ingólfsson
Aðalsteinn Signrðsson
Gunnar Jónsson
Jakob Jakobsson
Unnur Skúladóttir
Jón Jónsson
Hrafnkell Eiríksson
Reynir Bjarnason
Stefán J. Bergmann
Sigrún Guðjónsdóttir
Jónas Jónsson
Sig. St. Helgason
Jób. Axelsson
Guðmundur Pétursson
Guðni Þorsteinsson
Ingvar Hallgrímsson
Finnur Guðmundsson
Guöm. Georgsson
Páll A. Pálsson
Friðrik Pálmason
Stefán Aðalsteinsson
Sturla Friðriksson
Ingólfur Ðaviðsson
Arnþór Garðarsson
Örnólfur Thorlacius
Hjálmar Vilbjálmsson
Þór Guðjónsson
Ámi ísaksson
Halldór Pálsson
lngvl Þorsteinsson
Snorri Sigurðsson
Hákon Bjamason."
KYNLIFIÐ
G KÍLÚIN
□ Stúlkur! Eigið þið í óþol-
andí megrunarkúr núna? Borðið
þið barðsoðín egg og megrunar-
kex — og hatið þið það ekki?
Þá höfum við smá huggun banda
ykkur. Stífir megrunarkúrar eru
slæmir fyrir kynlífið.
Áhuginn á kynlífinu minnkar
að sama skapi og pundunum
fækkar, segir prófessor við Ca,m
bridge háskóla í Englandi.
Prófessor Xvor Mills hvetur
alla starfandi lækna til að
reyna að fá ungar stúlkur, sem
ætla á stifa megrunarkúra að
hætta við það.
— Margar ungar stúlkur
halda. að hamingja felist í því
að líta út eins og Tvviggy og
þær vjprði vinsælar eingöngU
vegna þess að þær eru grann-
ar. Það er lireinasta vitleysa.
Margar konur, sem ekki eru
skapaðar til að vera grannar
svelta sig allt sitt líf. Ef þær
byrja á því strax á unglingsár-
unum, getur það orðið mjög
hættulegt. Byrji þær áður en
þær eru farnar að fá reglulegar
tíðir eiga þær á hættu að aldrei
komist regla á þær. Það getur
haft geysimikla þýðíngu síðar,
þegar þær vilja eignast hprni
Þegar stúlkunni hefur tekizt a«V
ná ..drauniaþyngdinni“ þíðá
hennar se,m sagt miklu meiri
sorgir, en of mikill kjlóafjöUH
hefur í för með sér — það'
getur orðið .erfitt fyrir liaua ,að
verða ólétt!
Prófessor MiIIs, scm er for
stöðumaður The Departmént ol
Investigative Medicine segir. 'að
fleiri og fleiri mjög ungar stúlk
ur séu í stööugu svelti.
Sökinni skellir liann á þa,nn
þrýsting, sem nútíma lífsviðhorí
skapa hjá ungu fólki.
— Oftast er ungt fólk mikiu
verra ,með það en gámlir að
elta uppi tízkuna og stöðutákn.
Streita er langt frá því að vera
vandamál, sem eingöngu mið-
aldra fólk á viö aff stríða. Ung-
lingar — og jafnvel börn — eru
að minnsta kosti jafnstressuð
í okkar samfélagi.
Ötsala
AUGLÝSING FRÁ GARDÍNUHÚSINU, INGÓLFSSTRÆT11.
ÚTSALA HÓFST I MORGUN
Kjólaefni - Gardínuefni
MiKiLL AFSLÁTTUR!
Útsala
MANUDAGUR 1. FEBRÚAR 1971