Alþýðublaðið - 25.02.1971, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.02.1971, Blaðsíða 7
/£0£Eý3IO ©KíDIJtD Útg.: Alþýðnflokkurinn Ritstjóri: Sigrhv. Björgvinsson (áb.) PÉTUR JÓNSSON, FLUGVALLARSTJÓRI: Keflavíkurflugvöliur og öryggismálm I vetur efndi Ríkisútvarpið til hlustenda könnunar í fyrsta sinn. Var stuðst við yísindalega unnið úrtak og kannað hversu margir fylgdust með efni hljóð- varps og sjónvarps á ákveðnum tímum dags. Hlustendakönnun Ríkisútvarpsins er í alla staði merkilegt brautryðjendastarf. jHún gaf til kynna ýmsar athyglisverðar niðurstöður, sem ekki lágu áður ljósar fyrir. Segja þær niðurstöður margt til, bæði um útvarpið og útvarpsefni, ásamt því sem þær varpa ljósi á ýmis atriði 1 fari sjálfrar þjóðarinnar. Það er mjög athyglisvert, hversu marg ir íslendingar hlýða að staðaldri á út- sendingar hljóðvarps og horfa - á sjón- .varp. Sem dæmi má nefna, að á vinsæl- ustu útsendingar sjónvarps svo sem fréttir og ýmsa fasta dagskrárliði horfa mun fleiri íslendingar en sjónvarpstæki eru til í landinu. Staðfesta þær niður- etöður hversu stórkostlega möguleika Sjónvarps- og útvarpstæknin gefur tiý fjölmiðlunar. Pá er það einnig mjög athyglisvert hvaða dagskrárliðir vekja flestra áhuga. Niðurstöður hlustendakönnunarinnar staðfesta það, sem raunar taldist áður vitað, að vinsælustu dagskrárefnið, utan frétta, er af innlendum toga. En þótt hlustendakönnunin sannaði þar það, sem áður var talið víst, afsannaði hún einn- ig ýmislegt annað. Því hefur t. d. lengi verið haldið fram, að fslendingar væru orðnir næsta sinnulitlir um stjórnmál og sýndu þeim lítinn áhuga. Þessi full- yrðing reyndist ekki á rökum reist, — þvert á móti. Því lang-vinsælasta efni sjónvarpsins þann tíma, sem könnunin spannaði, reyndist vera þáttur, þar sem einn af stjórnmálaforingjum þjóðarinnar sat fyrir svörum. Á þann þátt horfðu nær sex tugir þúsunda íslendinga. Á síðustu árum hefur orðið mjög ör uppbygging í útvarpsmálum á ís- landi. Ný tækni hefur þar komið til sög- unnar og raunar orðið þar alger bylting. Jafnhliða tæknilegum og efnislegum framförum er það almennt viðurkennt, að Ríkisútvarpið hefur eflzt mjög að sjálfstæði sem stofnun. Er það án efa þróun í rétta átt. Það skiptir alla landsmenn mjög miklu máli, að stofnun, eins og Ríkis- útvarpinu, séu sköpuð sem bezt starfs- skilyrði og til hennar sé vel vandað. Ein mitt nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra útvarpslaga sem felur í sér margar mikilsverðar umbætur á mál- efnum stofnunarinnar. Þótt nokkuð hafi dhregizt afgreiðsla þess máls er vonandi, að þingmenn geri sér ljósa nauðsyn þess, að þau lög nái fram að ganga og þeir afgreiði þau á þessu þingi svo áfram $6 unnt að halda nauðsynlegri uppbygg- ingu Ríkisútvarpsins. □ Að undanförnu hafa flugör- yggismál landsins verið til um- ræðu ú opinberum vtettvangi og sætt harðri gagnrýni. 'í iálefni af því að gagnrýninni hefur m. a. verið beint að Kefla vfkurflugvelli, tel ég mér bæði rétt og skylt að leggj'a orð í belg. Ég mun þó ekiki gera öryggis- 'Vandamál annarra íslenzki-a flug valla að umtalsefni í þessum þönkum. í þessum umræðum hefur mjög skort á það, að nægilegur greinarmunur hafi verið gerð- ur á almennu flugöryggi annars vegar, þ e. a. s. því sem varðar líf og heilsu manna og hins veg- ar rekstraröryggi flugvéianna. Tdl að tryggjai það fyrmtefnda, hafa verið settar margsfconar al þjóðlegar örvggisi-eglur og fyrir- mæli, sem m. a. er farið efiir •hér á landi. í þessum alþjóðareglum er að finna, forskriftir og sfcilyrði, sem uppfylla þarf á bókstaflega öll- um sviðum flugsamgangna, s. s. varðandi meðferð flugvéla og um gerð og flokkun flugvalla, svo eitthvað sé nefnt. Er Kefla- víkurflugvöllur til jað mynda ílokkaður eftir þessum reglum í 1. fl. sem alþjóðaflugvöllur í Handbók flugmanna (Aeronuti- cal Information Publication) út- gefinni af embætti flug^nála- stjóra íslands, enda er öll gerð og búniaður flugvallarins í sam- ræmi við fyrrgreindar reglur, og gegnir sama máli með allan tækjabúnað. Þegar byggð er t. d. flugbraut, þarf við gerð henn- ar að uppfylla á annþn tug sér- reglna um gerð þess konar mannvirkja. Svipaða sögu er að segja um flugblað og akbrfc»jt- ir. Ákveði flugvallareigandi að koma fyrir ljósabúnaði á flug- velli sínum, svo hægt sé að nota hann í myrkri og blindlendingar tækjum til flugs þegbr lágskýj- að er og slæmt skyggni, verður þessi viðbótarbúnaður að full- nægja sérkröfum, sem gilda um slífcan búnað. Plugvallaredganda er vitaskuld i sjálfsvald sett hversu miklum fjármunum hámn ver til flugvall ar síns. Sjái hann sér t. d. ekfci fært að búa flugvöll sinn ljósum og blindlendinjgartækjum, verða umráðamenn flugvéla að sætta sig við það, að geta ekfci notað umræddan flugvöll í myrikri eða í blindilugsskilyrðum, hvort sem þeim likar það betur eða vérr. Slíkan flugvöll er hægt að nota mteð fullu öryggi í dagsbirtu og sjónflugsskilyrðum. j Þar sem gerð og búnaður flug váíila fer eftir efnunj og ástæð- um á hverjum stað, eru þeir jafn misjafnir og þeir eru margir, eins og gefur að skilja. Það er þess vegna fyrsta boðorð í regl um um meðferð flugvéla, að flugmaður skuli ekki leggja upp í flugferð, nema hann ha£i áður gengið úr sikugga um að þau flugvallarmannviiiki, sem hann hyggst nota, séu þannig úr garði gerð, að flugvélinni sé ekki hætta búin við notikun þeirra. tyíf að auki skal fllugmaður held ur ekki leggja upp frá flugvelli, eða lenda á flugvelli þegar Veð- urskiilyrði eru fyrir neðan þau lágmörk, sem sett hafa verið fyrir flugvöllinn. Þessi lágmörk eru afar mismunandi og fara m. a. eftir því hvað tækjfa(búnað ur er fullkominn á flugvöllum. Þessi frumregla þýðir í raun og veru ekki annað en það, að flugi skal hagað miðað við allar aðstæður, alvteg á samsx hátt og a'kstri vélknúinna ökutækja. Þessi grundvaillar 'flugöryggis- regla á við hvort heldur er í New York eða í Neskaupstað. Til þess að auðvelda flug- mönnum að breyta eftir þessu boðorði, starfrækir hið ODÍnbera sérstaka upplýsingaþjónustu og veðurstofu, sem sjá um að alltaf liggi fyrir nýjustu upplýsingai um ástand flugvalla og veðurfar. Áætlaður fjöldi Flugfélög lendinga Pan Amerieajn 104 Loftleiðir 799 Með því að lengja þverbraut á lengstu brautina, er að mestu hægt ?(5 koma í veg fyrir i'rá- hvörf af þessu tagi, og stuðla þar með að auknu rekstrarör- yggii. Um notagildi tækjabúnaðar Keflavíkurflugvallar til lend- inga í slæmum veðrum, er það að segja, að blindlendingalág- mörk flugvallarins eru 60—150 metra sfcýjahæð og 800—1600 metra skyggni. Á árinu 1970 þurftu flugvél- ar í áætlunarflugi til Islands að hverfa frá því að lenda, vegna þess að veðurskilyrði voru fyr- ir neðan biindlendingarlágmörk, sem hér segir: Áætlaður fjöldi Flugfélcg lendinga Pan American 104 Flugfélag íslands* 423 Loftleiðir 1527 * Frá 1968 F frábvarfa vegna. of mikils Ilundraðstala híiðarvinds fráhvarfa 0 0.00% 31 3.88% Með því að endurnýja og bæta við núverandi blindiend- ingarkerfi og að byggja eitt til viðbótar er hægt. að lækka blmdll'endingarlágmörkin, þ. e. skvi'ihæðarmörk úr 60—150 m. í 30 m. og e. t. v. neð'ar og ski'ggniismörlk úr 800—1600 fn. í 400 m. og e. t. v. neðar. Með biesr.um aðgerðum er hægt að. fækka fráhvörfum þessum að mes-tu eða öllu leyti, og stuðla -■■eð því að auknu rekstrarör- y§gi- ’r-v-ráðamenn Kellavíkurflug- vY’ar er ljóst, að nauðsynlegt er að nýtingarmöguleikar flug- vallarins verði auknir með því F’ö’dt ''ráhvarfa vegna veðurskilyrða 1 8 27 Hundraðstala fráhvarfa 0.95% 1.92% 1.78% að lengja þverbraut og afla tækjabúnaðar til lækkunar blindlendingSírlá'gmarlís, m. a. vegna eftirtalinna atriða: 1. Nútímaþotur eru mjög dýr samgöngutæki og allar tafir því mjög kostnaðarsamar. 2. Fjöldi farþeg^ í hverri ferð eylcst ár frá ári og þoturnar stækka að sama skapi, sbr. þot- ur Loftleiða sem bera 250 manns. 3. Áfprm um að gera ísland að ráðstefnulandi og stóraukn- ing á komu erllendra ferða- manna hingað. 4. Ekki hefur enn tekizt að i>yggja fullnægjandi varafiug- völl fyrir millilandaflugið, en sá flugvöllur þarf íjð vera utan veðurfarssvæðis Kefavfkurflug- vallar. Um 700—800 sjómílur eru því til næsta varaflugvaliar. Sú staðreynd knýr á það, að á Keflavíkurílugvelli þarf ?i5 ve.ra hægt að lenda í nær hvaða veðri sem er. Nú er eðlilegt að spurt sé, hvei-s vegna þetta hafi ek'ki ver ið gert fyrir löngu. Því er fyrst til að svara að hér er um að ræða framkvæmdir sem kosta hundruð milljón króna og það fjármagn hefur ekki legið á lausu. í öðru lagi hafa fram- kvæmdir þessar ekki verið tíma bærar fyrr en tiltölulega nýlega, eins og nú skal sýnt fram á. Þá er komið að síðarnefnda örygg.isatriðinu, þ. e. rekstrarör- ygginu. Á s. 1. ári fóru ,nær 350.000 farþegar um Keflav'íkurflugvöll með flugvélum í reglubundnu á ætlunarflugi um ísland. Af þess ari tölu má sjá, aðiþað erþýðing armikið fyrir fekstraröryggi við- komandi flugfélaga og annarra, sem atvinnu og tekjur hafa af þjónustu við ferðamenn, að sem allra minnst röskun verði á á- ætlunum flugvélanna. Hér kem ur vel búinn flugvöllur a»ð miklu gagni. Það er einkum tvennt, sem takmarkar notagildi flug- valla í þessu tilliti, en það eru annars vegar flugbrautarlengdir og hins vegteir veðurfar. Skal nú vikið að notagildi Ke'flavíkurnugvallar í þessum efnum. Á vellinum eru þrjár flug- brautir: 3052, 2100 og 2000 metra langar. Ein þessara flug- brauta er nægilegíí löng fyrir fjögurra hreyfla fanþegaþotur af stærstu gerð. Þegar hliðar- vindur er of mikill á þíi braut, verða þotur af þessari gerð að hverfa, frá því að lenda á flug- vellinum. Á árinu 1970 þurftu stórþot- ur í áætlunái-flugi til Islands /ð hverfa íi’á því að ienda, vegna þessara orsaka, sem hér segir: Hinn neimsfrægi leiKari Gregory Pack viS FerSaskrifstotu ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Margur frægur maSur fer hér um á hverju ári. Fjárfesting í þverbbaiutarleng ingu varð fyrst réttlætanleg þeg ar Loftleiðir ákváðu að taka stór þotur í notkun. Félagið, sem stundar reglubundið áætlunar- flug með farþega og varning til landsins, eins og allár vita, reikn aic með um 1500 þotulendingum á Keflavíkurflugvelli í ár, og má fastlega reikna með að þess um lendingum fjölgi ár frá ári. Eins og að framan er rakið, er nauðsynlegt að lengja umrædda þverbraut, til að koma í veg fyr ir stórfellda röskun á áætlun þota félagsins og þar með tryggja reks/traröryggi þess. Fram að þeim tíma að Loft- leiðir hófu stói-þotuflug s. 1. sum ar, var einungis um að ræða, til tölulega fáar þotur, sem lögðu leið sína um Keflavílkurflugvöll. Er hér um að ræða flugvélar, sem lenda á vellinum fyrst og fremst til að taklsi viðbótaelds- neyti, og faa'a aðeins um hann við sérstök veðurskilyrði, eða þegar hagkvæmara er að lenda þar heldur en á öðrum milli- lendingarstöðum. Notagildi aðal flugbrautarinnar er 84%. Verð- ur þsð að teljast nægilegt fyrir þennan hóp flugvéla, sem hvort eð er hafa hér ekki viðkomij samkvæmt áætlun og engin trygging er fyrir að noti flugr völlinn að staðaldri, enda hafa engar ósk.ir komið frá þessum aðilum um þverbrautarlengingu. Um blindlendingartækin er það að segja, að það lieújr alls efcki verið tímabært fyrir flug- VöBBlnn að fjárfesta í dýrum tækjabúnaði fyrr en tiltölulega nýlega, því eins og kunnugt er, Ihielfur orðið alígjör thylting í ibl'indlendingartæfcni á síðústu érum. Það liefði því verið að tjalda til einnar nætiár að festa kaup á tækjum af gömlu gerðinni, sem vitað var fyrirfram að myndu verða úrelt innan sfcamms, eins og raun hefur orð ið á. Hin nýju bkhditendingartæki, sem leyfa langtum lægra blind- lendinganliágimaik en þau gömlu, voru á tilraunastigi í ein áttn ár, eða þai- til sáðla árs; 1968 að Ieyft var að not a þs,u, í almennu farbegaFiugi. Þess vegna var ral'.'lnlhæft að doka við, meðan verið var að reyna og þrautpróf a iþessa nýjn tækni. og þar til bú- ið va.r að yfirstíga venjuíega b y i ■ j un a r e r f i ðlci lca. Þetta gerðu líka fleiri flug- vellir en KeflavíknrflugvölIur, eins og nú skal sýnt fram á. Fyrir þremur misserum ritaði eit.t af stærstu og þefcfctust>.a fkig félögum heims- bréf til 26 aða!- fíugvaila Evi-ópu. í bréfiniú' fer fiugfélagið þess m. a. á leit, að komið verði fyrir blindlending- artækjum af hinni nýju gerð á Keflavíkun-flugvelili. Fer það fram á samskonar úr bætur á 17 öðrum flugvöllum í álfunni, þ. á. ,m. flugvöl'unum í Amsterdam, Berlín, Bruxelles, Kaupmannahöfn. Frankfurt, Glasgow, Osló, Róm, Sþannon og Stokkhólmi. í bréfi fél'agsins er það sfcýrt tekið fram, að efcki beri að túlka óskir þess 'á þann veg, að efcki sé hægt að nota umrædda flúg velli með íulJu öryggi etftir sem áðiuk, jafnvel þótt ekki verði úr endurbótum. Þar sem ókunnugir gætu kainnske freistazt til að álíta, að lástand öryggismála hér á landi sé eitt'hvað sérísienzkt fyrirbæri, sakar ekki að geta þeSs, hvern- ig máljum þsssum er háttað hjá nágrönnum okkar beggja vegna AtJantShafsins. í bréfi því, sem vitnað er í hér að framan, og ritað var til stjórnenda 26 aðalflugvalia Evi-ópu, var á iþað minnzt, að nýtízku blindlendingartæki vant aði á samtals 18 flugvelli. Því má bæta við að í neflndu bréfi var ennfremur óskað eftir því að fL'gbrautir yi-ðu ýmist lengd- ar effa styrktar á 17 fliugivöllum. í frásögn sem birtist í banda- ríska flugmálaritinu AVATION DAILY 24. des. s.'l. segir að á árinu 1970 ihafi bandai'ísk flug- mál'ayfiiVöld liaft tiJ meðferðar samtals 445 beiðnir um endur- bætur á fhigvöliium þar í landi og tæknibúnaði þeirra. Kostnað ur vegna iþessa var áætlaður rúmar 30.000 milijónir ísi. kr. Bandarísk flugmálayfirvöld gátu hins vegar aðeins veitt úrlausn í 37 tilfellum það ár, og hö'fðu 'handa á milli til tæpar 2.000 milljónir ísl. kr. Blaðið getur þess ennfr'emur, að reiknað sé með, að í lok júnimánaðar n.k. rnuni tala fyrirliggjandi beiðna um endurbætur verða 700 til 800 til viðvótar þeim, sem liggja cafgreiddar. Af framansögðu má sjá, að engan þarf að undra þótt ýmis- legt sé ógert hér á landi í þess- um efnytm. Flugvel'lir eru einhver dýrustu samgöngumannvirki, sem um getur. Til að auðvelda skilning á þessu má benda á það, að síðan 1943 er búið að verja ,ná- lægt 5.000 mfllj. kr. í flugbraut- ir, flughlöð, tengibrautir og flug tæknibúnað Keílavifcurflugvall- ar. Áætil. endurbyggingar eru kostnaðuj- flugvallari'ns er 14.000 millj. fcr. (Til samanburðar má geta þess, að talið er að stofn- kostnaður B únf ells vi rk j un ar, fulJbúinnar, verði 4.500 miljj. kr.) Til að varpa nokkru ljósi á stærð þess fJJugvallarmannvirk- is, sem millilLandafdug ísl'endingu útheimtir i dag og á komandi tíml-fm', eftir að 250 farþega- þotur vom teknar í gagnið, skal á það bent, að ekki verður kom- izt af mieð ífærri en tvær 3ja fcm. Jangar flugbrautir, aðra með A-V lægri steifnu og hina mieð N-S lægri. Þetta þýðir, að með 1. floktos aðflugsljósahúnaði myndi A-V brautin ná sem svar- ar frá Norræna húsinu að EHiðg Franth. á Ms. 8. Þota Flugfélags íslands á Keflavíkurflugvelli. HRAUST BÖRN BORÐA SMJÖR SIÍW60K I Þau eiga heilsu sína og hreysti undirþeim mat, sem þaufá.GefiÓ þeim ekta fæóu. Notió smjör. 5 fifiöfi 25. FEBRÚAR 1971 FIMMAUDAGUR 25. FEBRÚAR 1971 7 'MH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.