Alþýðublaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 7
 ■■ £WHSOI ÐIO Útg.: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Si&hv. Björgvinsson (áb.) Þjóðarskömm Ýmislegt í dóms- og réttarfarsmálum á Islandi er orðið mjög langt á eftir tím- anum og samræmist varla almennum lýð ræðisreglum. Þar má nefna þá fordæm- anlegu tilhögun, að dómsvald og fram- kvæmdavald skuli enn vera í höndum eins og sama aðila, þar sem sýslumenn eru. Slíkt miðaldaskipulag mun vart þekkjast í nokkru öðru vestrænu landi en Islandi. Þá er ástandið í refsi- og afplánunar- málum fyrir neðan allar hellur. Við ís- lendingar, sem eitt sinn áttum eina full komnustu og frjálslyndustu refsilöggjöf í heimi, erum orðnir hreint viðundur á þessum sviðum. Fólk er dæmt og dæmt og dæmt, einatt sama fólkið, en ekkert hægt að gera til að láta það afplána dóma sína. Mörg ákvæði refsilaga er gersam- lega ómögulegt að framkvæma. Þau eru ekki einu sinni pappírsins virði, sem þau eru prentuð á! Þessu ástandi í íslenzkum dóms- og refsimálum lýstu Alþýðuflokksmenn á Norðurlandi með orðinu þjóðarskömm, og er það réttnefni. Og jafnvel Vísir, ann að höfuðmálgagn Sjálfstæðisflokksins, getur ekki orða bundizt og lýsir ástand- jnu þannig, að fyrst sé dæmt, svo sé vægt, og síðast náðað! Blaðið veit sem er, að það er ekkert annað hægt að gera! Lögum er ekki hægt að framfylgja! En þótt ástandið í þessum efnum sé ekki glæsilegt er það þó hrein hátíð hjá því, sem ríkir í afbrotamálum unglinga. Þar ríkir ekki aðeins neyð, — heldur upp gjöf. Alþýðublaðið hefur s. 1. tvo daga sagt lítinn hluta þeirrar sögu.. Þjófnaðir og skemmdarverk unglinga heyra orðið til daglegra viðburða. Sömu unglingarnir eru þar einatt að verki og hafa oft skemmt, eyðilagt og stolið fyrir tugi þús unda. En þjóðfélagið stendur gersam- lega máttvana. Það gerir hvorki neitt fyrir unglingana sjálfa til að leiða þá á rétta braut né heldur til að vernda eigur borgaranna. Á öllu íslandi eru aðeins til pláss fyrir þrjá unglinga, einungis pilta, sem lent hafa á glapstigum! Þar geta þeir aðeins verið um skamma hríð og njóta alls ekki þeirrar félagslegu hjálp- ar, sem þeir þurfa. Þess vegna lenda sömu ungmennin aftur og aftur í sömu afbrotunum í skjóli þess, að ekkert er hvorki fyrir þá né við þá hægt að gera. Lögreglan hefur raunverulega gefizt upp. „Við getum ekkert gert“, sagði einn rannsóknarlögreglumannanna í viðtali við Alþýðublaðið í gær. Og velviljað fólk stendur einnig ráðþrota. „Þetta er óskap legt. Við getum enga hjálp veitt“, sagði forstöðukona vistheimilisins í Kópavogi. Svona er ástandið. Þetta er einhver inesta skuggahlið íslenzks þjóðfélags í dag. Og aðgerðarleysið verður ekki leng- ur þolað. Þeir, sem sofa og sofið hafa lengi, verða að vakna! r; Þreyttar húsmæður FLESTIR gsra sér ekki ljóst hve mikið líkamlegt og and- legt álag húsmæðra er yfir- leitt, t. d. tveggja eða þriggja barna mæðra. Þær líða líka oft af þrevtu og taugaspennu, ssgir hinn norski dr. Káre Rodahl, s'em hefur nokikur orð að segja um líkamlega hreysti kvenna: — Húsmóðirin vinnur oft- a;t fyllilega jafnerfitt starf og karlmaður í skrifstofu eða í iðnaðarstarfi. Ef við hugum að því, að líkamleg hreysti og úthald er minna hjá konu en karlmanni ef íarið er meðal- veg í þeim efnum, kona hefur t.d. minna hjarta og vieikari vöðvabyggingu. Þá er það augljóst mál að líkamlegt ála'g hvers dags er yfirleitt meii’a en hjá karlmanni. Samfara líkamlegu þreyt- unni eni margar húsmæður andlega þreyttar, og útkoman vierður síðan — ofþreyta. Þessum konum finnst sem líf þeini-a sé ekkert annað en hringur af sömu stöirfunum, barnarellum og áhyggjum. Það er engin orka eftir þegar lokið er daglegum störfum og kann- ske endist þrekið ekki einu sinni til að ljúka þeim. Dr. Rodahl leggur áherzlu á að sú kona, sem þaainig er ástatt fyrir og þráir ekkert annað heitara en að fá að leggjast fyrir.og sofa — kann- ske til . eilífðar, en vaknar að sjálfsögðu aftur og er þá jafnþreytt, hún verði að reyna að endurskipuleggja starf sitt innan veggja heimilisins. Það er óþarfi, segir dr. Rodahl, að afkasta öl'lu á sama diegi. Til dæmis sé verið að þvo þvott er ekki nauðsynllegt að þurrka hann, strjúka og koma í skápa sama dag. Skynsam- legra er að taka eitt aðkall- andi starf fyrir í einu og nota síð'an tímann til að ger'a styrkjandi likamsæfingar, sem gefa á stuttum tíma andlega og líkamlega vellíðan, ekki að eins fyrir húsmóðurina held- ur aila fjölskyldiuna, sem ekki er of hrifin af að horfa upp á síþreytta mömrau á hverju kvöldi. Þær sem slæmar eru í baki, ættu að muna æfingar fyrir magavöðva — sem eiga líka vel við bakið og einfald- asta æfingin er sú, að liggja á bakinu og lyfta fótunum hátt upp til skiptis. Djúpar hnébeygjur styi'kja lærvöðva og þær má ger,a oft á dag og þegar tími er til, Það þarf enginn að taka orð mín svo, segir dr. Rodaihó að þessar æfingar eða það að kon- an eigi að ta'ka sér tíma til að hugsa svolítið um sjálía sig, séu meint til að b.eina þeim kveulegu verum inn á brautir hégóma og sjálfsdýrkunar, — því það er enginn hégómi að hugsa um að vemda sína and- lieigu og líkamlegu.heilsu, inn- an skynsamlegra takmarka. SAGA Frakklands er yfirfull með uppneisnum bænda, stúd- enta, verkamanna og hers gegn fógetum, lögreglu eða iein- faldast giegn næsta yfirvaldi. Ekkex't land í Vestur-EV-rópu hefur átt eins marga hugsjóna- hópa til hægi-i og vinstri. — Margir byltingarsinnar úr okkar heimshluta bæði í for- tíð og nútíð hafa sótt næringu í ævintýri frá París úr þeim eldhieita hugsjónastormi sfem gengið hefur yfir ednstaka hluta hins franska samfélags á hverjum tímia. Þrátt fyrir það er fransk'a þjóðin mjög ihaldssöm. En eft- ir því er sjaldan tekið. Oft er sagt, að „Frakkland hiafi bylt- ingu öðru hverju, en aldrei umbætur.“ Það hvessir oft, þegar menn hafa haldið aftur af sér of lengi. En jafnvel þá er árangurinn undarlega lítill. Og þar sem einu sinni enn þá eru baíi mótmæli, árekstr- ar og pólitiskar fang'elsanir í París, getui’ maður ekki kom- izt hjá því að hugsa um síð- ustu s'koðanakönnun sem fram fór í landinu. En hún ledddi í ljós, að 70% voru ánægðir með stjórnarforystuna en 18% voru óánægðir. En hvers vegnai eru þá öll þessi ólæti? Nú eru það „gauchistar,“ sem þýða mætti með orðinu „vinstri sinnar.“ Þetta eru hersk'arar smáhópa s. s. maoistar, stjóm- leysingjar, trotzkistar o. fl. — Síðan í maí 1968 hafa þeir verið eins og með hitasótt. Þeirra lífsviðhorf hefur verið mótað: andstaða gegn samfé- laginu sem slíku. Himni, jörð og loftinu sem menn anda að sér skal kastað á glæ. Þetta, eru allt ungir menn, flestir stúdentar og þeir berjast jafn hatramlaga innbyrðis um hina réttu stefnu og aðferðir eins og þeir bei-jast gegn samféliaginu. En franska innani'íkisráðu- neytið sem er jafn hart í sér og gauchistarnir heldur því fram að þessi hópur sé um 30 þús. manns. Ólætin koma í bylgjum, ein skall yfir í sum- ar og haust, með fjölda furðu- legxia aðgerða, sem allar höfðu það markmið að troða sandi í vélina. Það kom til blóðugra átaka við lögregluna sem nú er tilbúin til bardaga grá fyrir járnum. Hvsrsu rnargir sitja í fangelsi er erfitt að segja til um, en ríkisstjómin hefur sett allharkaleg sérlög sem leyfa all frjálsa mieðhöndlun á ó- eii'ðaseggjunum. Frakkland er mjög íhaldssamt land, sem spornar við þegar fólk fær æð- isköst. Og hinn almenni Frakki er nú jafnillur út í gauchistana og hann var út í OAS (friels- ishreyfingu Alsír) — á sínum tírna. Fyrir stuttu fór 21 pólitísk- ur fangi í hunigurverkfall. .— Ek'ki til að mótmæla dómun- um (við öðru búast þeir ekki af hinu rotna þjóðfélagi), held- ur fyrir að vera mieðhöndl- aðir sem afbrotamienn í fang- ■elsinu. Þeir vildu nefnilega láta meðhöndla sig sem póli- tiska fanga. En hinn tiltölulega fr j álsly ndi dómsmiálaráðherra, René Pleven hefur vissa af- sökun, því hann tilheyrir þeirri kynslóð sem lítur ekki á þá sem eyðileggja bíla, berjast með járnstöngum og fremja innbrot einungis sem pólitíska andstæðinga. Þegar hungur- vea'kfallið hafði staðið í nokk- urn tíma beygði dómsmáliaráð- herrann sig, því að í rauninni ■er hann almennilegasta mann- eskja. Nefnd var skipuð til að athuga hvort hægt væri að breyta lögunum með tilliti til- nýrra tíma. En í sambandi við þessi mlál- urðu kröftug mót-mæli. Ell'efu ungmenni lögðust á Gare Mont- parnasse í samúðarhungurve'rk- fall og nokkrir í Sorbonne. „Rauða hjálpin“ sem sérstak- lega var stofnuð til að berjast fyrir almennum réttindum fyrir gauchistana í rniðaida fangels- unum, ákvað mótmælagöngu í Paris þann 9. febrúar. Gangan var bönnuð og hið óhjá- kvæmilegasta gerðist. Lögregl- an grá fyrir jámum hundtelti unglingana um allt Montmartre hverfið. Þess konar eltingaleik-' ur er síður en svo fögur sjón í París, það ber miklu fremur keim af stéttabaráttu þegai’ lögreglan ræðst að „börnum bletri borgaranna,“ eins og hún telur stúdienta og menntaskóla- nema vera. Mótmæladaginn var 19 ára menntaskólanemi, Gilles Guiot, handtekinn og dæmdur daginn eftir í 6 mánaða fangelisi fyrir að hafa slegið lögregluþjón. — Pilturinn sagðist ver,a saklaus. félagar hans og kennarar báru það fyrir rétti að það væri ó- mögulegt að hann hefði gert það. Foreldi'afélagið mótmælti en áfrýjunarréttiuirinn n'eitaði að láta hann lausan fyrr en mál ið hefði verið rarmsakað betur. Drengurinn var svo sýknaður fyrir rétti föstudaginn 19. febrú ar, en áður höfðu mikil mót- mæli átt sér stað og flestir menntaskólar voru lokaðir. — Hvort um meiri mótmæli verð- ur að ræða á næstunni skal lát- ið ósagt, en við hvlerja nýja bylgju myndast djúp milli hinn-a ungu, æstu hugsjóna- manna sem reyndar eru í mikl- Uiin minni hl'Jta og hins mikla Framh. á blB. 8. Ný fimm ára áætlun □ í sovézíkum blöðum bafa ver ið birt di’ög að nýrni 5 ára áætl- un um efnahagsiþróun í Sovét- rikjunum tímabilið 1971—1975. Þessi nýja áætlun verður lögð fyrir 24. iþing Kommúnista- flokiks, Sovétríkjanna, sem hefst í Moskvu 30. ,marz n. k., og verð ur tekin þar til umræðu og sam þyldxtar. Sovézksi haglþróunin í nýju 5 árá áætlu.ninni byggist á iþeim árangri, siem náðS-t ihefur d hinni nýloknu 5 ára -áætlun, siem var sú áttunda í röðinni. í áætlun- inni er tekið fram, að allar helztu fyrirætlanir og markmið, sem sett .hafi verið á 23. í'lokks- þinginu, á sviði efnahags og þjóðmála, h'afi tekizt að fram- kvæima með ágætum. Á tímá- bilinu 1965 — 1970 julkust (þjóð- artekjur um 41 af hundraði, iðn aðarframleiðslan jólkst 1,5 sinn- um. Árleg framleiðsla á neyzlu- varningi þjóðarinnar óx s^ð m'eð altali um 8,3 prósent, saman- borðið við fyrri 5 ára áætlun — 6,3 prósent. Aðalframileiðslusjóð ir ríki'sins í sJíðustu '5 ára áætlun 1,5-földuðust. Að meðaltali jókst framleiðsla landbúnaðar- afurða um 21 prósent á ári. Framleiðni jókst um 33 af hundraði, en gert var ráð fyrir 30 prósent aukningu. Mjög mikil aukninig varð á byggingu í'búðarihiúsnæðis í síð- ustu 5 ára áætlun eða 518 millj ón fenm. Einnig var um m,ikla, aukningu að ræða á ýmsum Iþjón ustufyrirtækjum í iþágu íbúanna eða rúmlega 2 sinnum. Rieistir voru skólar fyrir 8,1 milljón neinenda, barnaheimili ifyrir 2,5 milljónir barna; Framleiðsla á neyzluvarmingi '1,5-faldaðist. Au'kning varð á s-viði almennr ar menntunar. Frá ýmsum menntastofnunum voru braut- skráðar 2,6 milljónir slérfræð- inga með æðri menntun og 4,5 milljónir máinna með miðskóla- menntun. Starfsm'enntun hlutu og 7 milljónir iðnv'erkamanna. Aðalverkefni níundu 5 ára á- ætlunarinnar, segir í uppkastiinu að henni. er að skapa bætt lífs- kjör almennings, en iþsnð reynist unnt á grundvelli hinnar öru sósií alí siku ef n a'h agsþ róun a r, vegna aukningar framleiðni og framfara á sviði tækni og vís- inda. Eitt af aðalverksfnum 5 ára áætlunarinnar'er fyrirhuguð 37—40 prósent aukning á þjóð- artekjum. Mikil Aherzla ér lögð á aukn- Fi’amh. á bls. 8. BENEDIKT GRÖNDAL: Atvinnulýðræði eða atvinnu-lýðskrum SUMAR hugsjónir stjórn- málanna eru meira en tvö þúsund ára gamlar. Kjarni þeirra er óbrieyttur, en i fram- kvæmd þróast þær með sí- breytil'egum aðstæðum mann legs lífs. Lýðræðishugmyndin er æva- forn, en hún hefur ekki haft- mi'kil áhrif, fyrr en nokikra síðústú mannsaldra, aðalle'ga á 20. öldinni. Heful’ það al- mennt verið talið lýðræði, ef fulltíð'a borgairar ' eins ríkis hafa með nokkuiTa áxa milli- bili fengið að kjósa sér lög- gjafarþin.g og sveitarstjórnir, í sumum ríkjum forseta að auki. Þetta er mjög tafcmarkað lýðræði. Þess viegna hafa kom- ið fram nýjar hugmyndir, slern gera ráð fyrir, að flestir eða allir borgarar taki þátt í etjóirn næsta umhverfis, sem þeir lifa og starfa í. Þótt ekki falli mikið í hlut hvex’s og eins, stefnir þessi túlkun lýð- ræðishugsjónarinnar að því marki, að sem flest fólk verði lifandi þátttakendur í mann- legu samfélagi. Þessi túlkun, sem raunar er. ■ekki alveg ný af nálinni, hef- ur getið af sér tillögur um at- vinnulýðræði, skólalýðræði, hlutdeild listamanna, vísinda- manna og annarra hópa í mál- efnum stofnana og xnargt fleina. Skólalýðræði er þegar i framkvæmd hér á landi. Há- skólastúdentar taka þátt í í-ektorskjöri og stjórn bæði deilda og skóla, og aði'ir nem- endur hafa fengið aðild að skólaráðum eða. niefndum. Mest hefur verið talað um atvinnulýðræði, en furðulítið hefur unnizt á því sviði. Er þar aðaliega um tvær megin- lieiðir að ræða, sem þó þarf hvorug að útiloka hina í fram- kvæmd. Er það bein þátttaka starfsmanna i stjórn fyrir- tækja, eða skipun samstarfs- nefnda starfsliðs og fyrirtæk- is. Hafa verið fluttar margar tillögur um hvort tviaggja á Alþingi og utan þess undan- farin ár og má ætla, að áhugi á málinu sé fyrir hendi í flest- um eða öllum flokkum. Helztu erfiðleikar á fram- kvæmd atvinnulýði’æðis á ís- landi hafa verið, hve smá fyr- irtæki okkar eru yfirleitt, og hve breytilegt starfslið, til dæmis við fiskiðjuverin. Þó ætti að vera hægt að hefja alvarlegar tilraunir, og hafa sjómann‘a®amtökin til dæmis náð lofsverðum árangri fyrir undirmenn á kaupskipum, þótt lítil reynslaa hafi enn, fengizt a'f þeiaTi skipan. Ég hef undanfarið flutt til- lögur um að lögfestar verði samstai’fsnefndir við tvö stór- rílrisfyrirtæki, Semlentsverk- smiðju ríkisins og Áburðar- verksmiðju ríkisins. Þarna, enx hæg heimatökin fyrir Al- þingi að sýna hug sinn í verki. Slíkar nefndir enx sú leiðin, sem rrieira hefir verið farin og mieð betri árangri í nágranna- löndum okkar, og virðist til- valið að fara hana við áður- nefndar verksmiðjar. Samstarfsnefndir eru þann- ig. að í þeim eiga t. d. sæti þrír fulltrúar kjörnir af stai’fsmannafélagi viðkomandi verksmiðju og þrír kjörnir af stjórn á móti. Nefndiirnar koma saman 6 — 10 sinnum á ári, og er þeim ætlað að fjalla um hvars konar mál, er varða öryggi og heilbrigði starfsliðs, hagkvæman rekstur fyrii’tæk- isins og deilumál, er upp kunna að rísa, þó ekki á sviði kjarasamninga. Þá eru nefnd- imar mikilvægar til að veita starfsliði upplýsingair um stjórn og rekstur fyrirtækis- ins og auka þannig skilning eða eyða misskil.ningi. Enn- fremur geta starfsmlenn í nefndunum komið á framfæri hugmyndum um hvaðeina varðandi ít&ksturinn. Tillaga um slíka Samstarfs- nefnd við Áburðarverksmiðj- una liggur þegar fyrir Al- þingi, og líktegt er að málefni Sementsverksmiðjunnar veirði bráðlega lögð þar fram. Kem- ur vonandi í ljós, hvort al- þingismenn hafa raunveru- ltegan áhuga á atvinnulýð- ræði, eða hvort þeir einung- is stunda atvinnu-lýðskrum mieð fögru tali um þetta rétt- indamál starfsfólksins. íbúðablokkir í Moskvu 6 FIMMTUDA.GUR 4. MARZ 1971 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1971 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.