Alþýðublaðið - 18.03.1971, Side 7

Alþýðublaðið - 18.03.1971, Side 7
 Sighv. BJSrgvinsson (áb.) Ritstjóri: Útg. Alþýðuflokkurinn SEMENTSLÝÐRÆÐI ■Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram á Al- iþingi frumvarp að nýjum lögum fyrir Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi. Er vissulega þörf slíkra laga, og var fi umvarp þetta samið af f jögurra manna nefnd, sem í meginatriðum hefur unnið ágætt verk. Nefndin hefur þó klofnað um tvö veigamikil mál. Meirihlutinn, þrír sjálf- Stæðismenn, vilja hafa tvo forstjóra fyr- ir Sementsverksmiðjunni, en minnihlut íinn, Benedikt Gröndal, vill hafa for- etjórann einn og setja það skilyrði, að íhann sé verkfræðimenntaður. Um þetta má deila, en augljóst er, að vandamál verksmiðj unnar eru og verða á næstunni tæknilegs eðlis. Forstjórinn verður að skapa íslenzku sementi það traust, sem það á skilið, en með honum geta starf- að framkvæmdastjórar að sölu og fjár- málum. Hitt deilumálið fjallar um skipun sam starfsnefndar milli starfsfólks og stjórn- ar Sementsverksmiðjunnar. Benedikt Cröndal vill setja í lögin ákvœði um sWca samtsarfsnefnd og þar með veita starfsfólki fyrirtœkisins mestu réttar- bót, sem það hefði fengið. En sjálfstæð- ismenn neita að fallast á þá tillögu og vilja ekki setja slíkt ákvœði í lögin. Mikið hefur verið talað um atvinnu- lýðræði undanfarin ár, en lítið sem ekk- ert gert á því sviði hér á landi. í grann- löndum okkar hefur hins vegar aðallega verið farin leið samstarfsnefnda eins Qg þeirrar, sem Benedikt Gröndal legg- •ur til. Skýrsla nefndar, sem nýlega fór til Noregs til að kynna sér þessi mál, leiðir í ljós, hve víða á Norðurlöndum slíkar nefndir eru til, og hve gagnlegar 4>ær hafa reynzt. £ samstarfsnefndum fær starfsfólkið tækifæri til að afla- sér margvíslegra upplýsinga um reksturinn og getur það oft eytt tortryggni. Þá er hægt að leysa ■margvísleg deilumál, sem ekki snerta svið kjarasamninga. Loks geta báðir að- iiar lagt fram hugmyndir og tillögur, er leítt gætu til hagkvæmari reksturs fyr- irtækisins. XJm það má deila, hvort rétt sé að setja ákvœði um slíkar samstarfsnefndir í lög almennt. En öðru máli gegnir um stðr ríkisfyrirtœki eins og Sementsverk smiðjuna og Áburðarverksmiðjuna. Þar er ríkið ekki aðeins löggjafi heldur einn z§ atvinnurekandi. Á sviði atvinnulýð- ræðis á ríkið í slíkum fyrirtœkjum að ganga á undan og sýna atvinnulífinu gott fordæmi. Þess vegna er tillaga Benedikts Gröndáls um réttarbót starfsfólks við Sementsverksmiðju ríkisins og Áburðar perksmiju ríkisins eðlileg. Og það er furðuleg skammsýni af hálfu sjálfstæðis manna að neita þessum tillögum uni Stuðning. BÍLAMÆL AR ASvörunarljósin, sem vi5 sjáum hér á myndinni, eru framleidd í Smiths verksmrðjunum í Engtandi, sem frægar eru fyrir framleiSslu allskyns mæla og rofa í bíla. Þeg ar öll þessi aðvörunarijós eru svo koniin í bílinn er ekki lengur nein afsökun fyrir þvf að bræða úr bílnum sökum olíuleysis, eða að missa bremsur vegna leka í kerf- inu. Ljósaborðið er aðems um 11,5 cm langt og fjögurra sentimetra hátt, enda er því ætlaður staður ofan á mælaborðinu fyrir framan ökumanninn. Þrátt fyrir lítla fyrir ferð, ero samt sem áður sex að- vörunarljós í borðinu og blikka þau rauðu Ijósi þegar alvarleg hætta er á ferðum, en gulu þegar hættan er minni. Ljósin gefa sem sagt til kynna magn kælivatns, eldsneytis, bremsuvökva, kúplings/ökva, á- stand bremsuljósa og tHíuþiýsting. ÞORIR BERGSSON: ' " uotm Bótaskylda atvinnurekenda vegna slysa FYRIR Alþingi liggur frum1- va.rp til laga um breytingar á ZOö. gr. siglingalaganna, semi fjallar um ábyrgð útgerðar- manns. Breytingin felur í sér, að ábyrgð útgerða'rmanns vegna lífs- og likamstjóns skipstjóra, skipverja, annarra manna, sem ráðnir eru hjá útgerðarmanni, og leiðsögumanns — verður hlutlæg. Það þýðir á mæltu máli, að útgerðanmanni ber að bæta slys á framangreindum mönnum, hvernig, sem slysið hefur borið að — hafi það gerzt um borð í skipinu, eða þegar hiutaðeigandi vann í þágu skipsins. Þó má lækka fébætur eða láta þær niður falla ef sá, ■sem fyrir slysi eða tjóni varð er meðvaldur þess eða méð- ábyrgur. Nú gildir sama regla um á- byrgð útgerðarmanns og ann- arra atvinnurekenda. Atvinnu- rekandi er skaðabótaskyldur, ef slys verður ralkið til yfir- sjóna eða vanrækslu af hálfu hans eða starfsmanna hans í startfi. Það er að í flestum til- fellum þarf að meta, hvort um sök sé að ræða hjá einhverjum þs -sara aðila (ásetning eða gá- leysi). Þó ber atvinnureika'ndi ábyrgð á því, að verfktaki og vinnubúnaður hans sé í full- komnu lagi. Hlutlæga ábyrgð ber hann einnig, ef atvinuu- nefcstur er talinn sérlega hættu- leigur. Þegar þessu er ekki til að dreifa, og ekki er hægt að finna sök, er atvinnurekandi laus við ábyrgð. Flutningsmenn tillögunnar benda á, að oft er mjótt á mununum og erfitf að sanna, hvort um sök sé að ræða, og þvi fylgi oft viðamikil réttar- rannsókn og langdregin og kostnaðansöm málaferli. Þó er búið <að teygja og toga almennu skaðabótaregluna svo, að sam- kvæmt henni skapaBt ábyrgð, þótt um enga sök sé að ræða samkvæmt þeirri merkingu, sem almiennt er lögð í það orð. Dómstólar hatfa þannig fært gildissvið hinn,ar almennu skaða bótareglu svo út, að smávægi- legustu mistök og vangá starfs manns gera atvinnurekanda á- byrgan. Ástæðan fyrir þessu er vafalítið sú, að atvinnurekst- urinn á léttara með að bera tjónið en hinn einstaki tjón- þoli, og getur tryggt gegn á- hættunni. Þetta er sennilega í samræmi við almenna réttarvit- und. Vinnuslys eru áhætta, fiem fylgir atvinnurekstri, og eðlilegast, að hann beri þá á- hættu. Ég geri þetta frumVarp að umtalsetfni vegna þess, að ég hef lengi verið að velta fyrir mér, hvort ekki væri rétt að tekin væri upp hlutlæg ábyrgð atvinnurekenda almennt vegna lífs- og líkamstjóns starfs- manna sinna. Slík ábyrgð gild- ir hér á landi í reynd. Þar á ég við, að samkvæmt lö'gum urn almannatryggingar er atvinnu- rekendum skylt að slysa- tryggja starfsmenn sína. Þetta verkar að sjálfsögðu alveg eins og hlutlæg ábyrgð. Bætirr þess- arar slysatryggingai- eru hins vegar svo hlægilega lágar — eins og flestar bætur almanna- trygginganna — að þær eru ekki nema brot af því tjóni, sem oftast verður vegna dauða og örkumla. ÞeSsar bætur eru einnig dregnar frá fébótaskyldu tjóni, sem atvinnurekandi ber ábyrgð á. Flutningsmenn frumvarpsins segja, að skoða þurfi slysarrtál sjómanna vandlega í'heild, og reyna síðan að marka skynsam- lega stefnu með vaxandi heill og öryggi sjómanna í huga. Mér er spurn: Af hverju: ekki allra vinnandi manna? Það er jafn alvarlegt að verða fyrir lífs- og líkams- tjóni á landi og á sjó. Hins veg- iar hefur það minni röskun á núverandi ástandi í för með sér að taka upp hlutlæga ábyrgð atvinnurekenda vegna slysa- tjóna starfsmanna í landi held- ur en vegna sjómanna. Þetta stafar af því, að náttúruham- farir valda miklu tíðar mann- skæðum slysum á sjó en á landi. Ég tel ekki rétt að samþyfckja þessa breytingatillögu fyrr en öruggt er, að útgerðarmtenn geti og hafi tryggt sig gegn þeirri gífurlegu auknu áhættu, sem þessi breyting hefur í för með sér. Það þarf líka nánai’i afmörkun. á því, hvað felst í því ákvæði — að lækka magi fébætur eða láta þær falla nið- ur, ef tjónþoh er m'eðvaldur eða meðábyrgur. — Það þekkj- .ast dæmi um það, að manni “hafi verið veittir ávei’kar í á- flogum um borð í skipi, án þess að hann ætti nokkra sök þar á. Er útgerðai-maður þá á- byrgur? Veldur ákvæðið þvi ekki, að áfram verður oft þörf róttarrainnsóknar og málaferla? Einnig þarf að íhuga þau tilvik. sem geta komið fyrir, að tvær hlutlægar ábyrgðar- reglur rekist á. Skipverji, sem er að fara sendiferð í þágu ■skipsiins, getur slasazt sem far- þegi í bíl. Hvort gildir þá hlut- læg ábyrgð eiganda bílsins eða. atvinnur.ekandans ? I sambandi við tryggingu á þe-i-ari ábyrgð útgerðarmanns verður margt að athuga. í fyrsta lagi er það iðgjaldaákvörðunin. í þvi sambandi vil ég benda á, að skipvei’jar, sém eiga sjálf- ir skipið myndu aldrei bætt frá tryggingu, sem væri í foi-mi ábyrgðartryggingar, einfald- lega vegna þess, að menn geta ekki orðið skaðabótaskyldir gagnvart sjálfum sér. Sjómenn era nú slysatryggðir. Sú slysa- trygging yrði yfirleitt óþörf — þegar í stað þeirrar ábyrgðar- ti-yggingar, sem nú er, kæmi miklu víðtækari ábyrgðartrygg ing — en hjá því verður ekki komizt, ef nokkurt öryggi á að vera fyrir því, að útgerðar- maður geti bætt. Ábyrgðar- tryggingin, sem nú gildir næði samkvæmt orðalagi til hinnar nýju ábyrgðar, en ekki yrði hjá því komizt að hækka ið- gjöld. Tryggingarupþhæðin vegna hvers slyss yrði líka í mörgum tilvikiun allt of lág. Ekki er ólíklegt, að mörgum komi til hugar, hvort allir þeir lífeyris'sjóðir, sem nú eru komn ir í gagnið, létti ekki undir með sjóðfélögum eða fjölskyldum þeirra, þegar lífs- og líkams- tjón verður. Tekizt hefur að gera þá svo úr garði flesta hverja, að svo er sjaldnast. Líf- Framh. á b!s. 2 Borgarytirvölú í St Pétursborg I Fiorida, hafa fundið nýja lausn á bílastæða vandamálinu, sem var orðið erfitt |iar i borg. Byggð hefur verið bryggja, sem nær iangt út í sjó, eins og alvöru bryggja, en þessi er ftábrugðin venjulegum bryggjum að því leyti að hún er aðeins ætluð sem bílastæði. Afnám nýlendu stefn- unnar □ Á liðnu ári urðu ákfalega litlar framfarir í átt til þeirra markmiða sém sett voru í „Yf- irlýsingunni um sjálfstæði ný- lendna og íbua þeirra“, segir í ársfjófðungsi'itinu „Obje- ctive: Justice“ sem gefið er út af upplýsingadeild Samein- uðu þjóðanna, en í síðasta hefti þess er birtur útdráttur úr ársskýrslu U Thants fram- kvæmdastjóra til 25. All.sherj- arþi ngsins. Merkast.i áfanginn var sjálf- stæði Fíjis 10. október 1970. Burtséð frá honum og tiltekn- um en takmörkuðum umbótum á stjórnlögum nokkurra lítilla nýlendna, má segja að afnám nýlendustefnunnar hafi lent í sjálfheldu á árinu 1970. Nú eru liðin tíu ár síðan yfir lýsingin um sjalfstæði ný- lendna var samþykkt af Alls- 'herjrýþinginu, en samt eru enniþá til 45 landsvæði með um 28 milljónum íbúa, sem ekki njóta sjálfsstjórnar. A NAMIBÍA ískyggilegustu vandamálin or að finna í sunnanverðri Afríku þar sem viðleitni Sameinuðu þjóðanna hefur verið sýndur ódulbúinn fjandskapur og kúg un verið a.ukin í því skyn.i að efla vald hvíta minnihlutans. yfir afríska meirihlutanum, sem hvítu mennimir arðræna og mergsjúga. Andstaðan gegn áhrifavatdi Sameinuðu þjóðanna er sér- lega mögnuð í Namibíu (Suð- vestur-Afi-íku) — landsvæði sem Sameinuðu þjóðirnar bera beinlínis ábyrgð á. Suður- Afríkustjórn neitar að beygja sig fyrir ályktunum Samein- uðu þjóðanna ,sem hvetja hana til að hverfa burt af svæðinu. Suður-Afríka hefur sömuleið is staðfastlega neitað að eiga samvinnu við Namiibíu-ráð Sameinuðu þjóðanna og þar á ofan flutt apartheid-stefnu sina ,til Namibíu í því skyni að skipta landinu i afmörkuð kynþáttasvœði eða heim- kynni. A RÓDESÍA Ástandið í Ródesíu er ekki síður ískyggilegt. Hin ólögloga ríkisstjórn minnihlutans held- ur áfram að hunza umboðs- stjómarlandið, Bretland og. ai menningsálitið í heiminum. Efnahagsráðslafanirnar gegn stjórninni í Salisbury, sem ör yggisráðið samþykkti, hafa reynzt gagnlitlar, og Ródesia stundar enn sem fyrr álitleg i'tanríkisviðskipti. Verðmæti. útflutningsins er um 70 p ro- sent af því sem það var áður én efnahagsráðstafanirnar voru gerðar. Orsökin liggur í því, að í vaxandi mæli er far- it) í kringum fyrirmæli Ör- yggisráðsins ,tiltéknar þjóð’.r sýna slælega árvekni og aðrar — einkum Suður-Afríkumenn og Portúgalar — hafaa aliri samvinnu við ráðið. A PORTÚGÖLSKU SVÆÐIN A liðnu ári ítrekaði Portú- galsstjórn þann ásetning sinn að breyta í engu stöðu ný- tendna sinna í Afríku, þrátt fyrir sejmjþykktir og ályktanir Ailsherjarþingsins og öryggis róðsins. Portúgalar halda áfram að magna hernað sinn gegn frels ishreyfingunum í Angóla, Mó- zambik og hinni svönefndu Portúgölsku Guíneu, og portú- galskur herafli hefur æ oían í æ farið inn í löndin sem liggja að nýlendunum, svo sem Sene- gal og Guíneu-lýðveldið. Til að efla yfirráð sín yfir nýlend unum hafa Portúgalar gripið til stórfelldra flulninga á íbu- um þeirra frá einu svæði til annars. A ANDSTABA VIÐ APARTIIEID í grein eftir sendiherra Sóm- alíu hjá Sameinuðu þjóðun- um, Abdulrahim Abby Farah, sem er formaður hinnar sér- legu apartheid-nefndar, segir um framtíðarbaráttuna ge,;n appartheid-kerfinu í Suður- Afríku, að hún virðist oft og einatt næsta vonlítil, en sé það þrátt fyrir allt kannski ekki. Hluti af landsmönnum hefur gert sér Ijóst .að tilgangslaust er að vænta beinnar og virkúa.r h.iálpar í baráttunni frá alþjóð legum samtökum, og hefur það leitt til þess að sett hefur ver- ið á stofn frelsishreyfing Suð- er-Afríku. Vaxandi styrkur hreyfingarinnar kom fram 13 og 14. ágúst 1970, þegar hin for.boðnu samtök „Africaji National . Congress“ sprengdu sprengjur, sem höfðu að geyma fregnmiða, í fimm stór- um borgum landsins. Stríður straumur mótmæla fvá hvítum og svöi-tum Suður- Afríkubúum vall fram þegar ef.nt var til réttarofsóknai gegn 22 mönnum, sem voru ákærð- jr með tilvísun tll hermdar- vcrka-laganna (Terrorism Act), eftir að þeim hafði ver- ið haldið á fangelsi í 17 mán- uði. Etftir fuilkomna sýknun voru 19 þeirra ákærðir á nýj- an leik — og i það sinnið með tilvísun til hinna talsvert ó- i.iósari andkommúnista-laga (Suppression of Communlsm Act). í september 1970 vovu þeir allir- sýknaðir í annað smn. Sérplægni er einatt .öftugur bvatd, þegar um það er að ræða að koma hl leiðar breyt- irtgum. Nú hafa hvítir Suður- Afrikubúar séð dæmi þess, að þeir sjálfir eru háðir lögum, rem grafa undan réttlætiau, og hv'er veit nema það hjálpi þ.éim til að skilja og finau til sr.múðar með be'.dökkum löiri im sínum. — FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1971 7 6 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1971

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.