Alþýðublaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 8
Útg, Alþýðuflokkurinn Ritstjðri: Sighv. Björgvinsson (áb.) SDBVfOl Frumkvæði Eggerts iVerndunar- og friðunarmálin hafa ávallt verið meðal sérstakra áhugamála Egg- erts G. Þorsteinssonar sem sjávarút- yegsráðherra og hefur hann á þeim svið ,wm haft frumkvæði um stórfelldar að- gerðir fslendinga, sem vakið hafa al- menna athygli annarra og hafa orðið öðrum fiskveiðiþjóðum til eftirbreytni. Vegna hins mikla áhuga, sem. Eggert hefur sýnt þessum málum hafa íslend- ingar fengið orð fyrir að vera braut ryðjendur á ýmsum sviðum verndunar- málanna og hefur ráðherrann jafnan lagt sig allan fram um að vinna skoðun- um sínum á verndunarmálunum braut- argengi, bæði innan lands og utan. Það eru ráðstafanir fslendinga til verndunar á síldarstofnunum, sem einna mesta athygli hafa vakið. Veturinn 1968 setti Eggert reglugerð um tak- mörkun á síldveiðum ásamt ákvæðum um magnkvóta. Riðu fslendingar þar fyrstir á vaðið af þeim þjóðum, sem síldveiðar stunda á norðanverðu Atlants hafi. í kjölfar þessara aðgerða fslendinga var m. a. efnt til fundar norrænna fiski málaráðherra og hins sovézka og var sá fundur haldinn í Moskvu. Þar lagði Eggert G. Þorsteinsson fram ítarlega greinargerð um verndunarmál síldar- stofnsins ásamt tillögu um, að aðrar þjóðir fylgdu fordæmi íslands í þeim efnum. ; Þessi greinargerð Eggerts hafði þau áhrif ,að Sovétmenn hafa síðan lýst yfir fylgi við skoðanir íslendinga og sett sínum eigin fiskimönnum mjög svipaðar reglur og þær, sem settar voru hér á landi. Norðraenn gerðu einnig svipaðar ráðstafanir skömmu síðar, þótt þær gengju ekki eins langt og aðgerðir Islendinga og Rússa. Með frumkvæði sínu í verndunar- málinu hafði Eggert G. Þorsteinsson því mikil áhrif á aðgerðir annarra þjóða, sem litu á ísland sem fyrirmynd í þeim málum. I Alþýðublaðinu í dag ræðir Eggert G. Þorsteinsson verndunarmálin og ’dregur þar m. a. upp glögga mynd af ástandi og horfum. Varar hann við því, að líkur bendi til þess, að flestar teg- undir nytjafiska á íslandsmiðum séu nú því sem mest fullnýttar og sérstak- lega verði fslendingar að stánda vörð um þorskstofninn. Af þeim sökum hef- ur hann m. a. beitt sér fyrir að gerðar séu umfangsmiklar rannsóknir á þorsk- og ýsustofninum við fsland og Græn- land. f Ijósi niðurstaðna, er þar fást, verða svo teknar ákvarðanir um þörf aðgerða og hvers eðlis þær aðgerðir ættu að vera. Þannig undirbýr Eggert G. Þorsteins son markvisst aðgerðir fslendinga í hin-= um mikilsverðu verndunarmálum. Þau eru sérstök áhugamál hans og hefur hann þegar unnið þjóðþrifastarf að þeim málum. Hina kappsfullu og kraftmiklu Chris, leikur Kjuregej Alexandra, en hún er ættuð frá Síberíu. — Hefurðu fengizt við leiklist áður? — Já, ég lauk fimm ára námi frá leiklistarskólanum GÍTIS í Moskvu, en þar hefur einn íslendingur stundað nám í leikstjórn, Eyvindur Erlendsson. — Hvernig finnst þér að starfa með ungu fólki á íslandi? — Það er mjög skemmtilegt, þetta er gott fólk og góður andi yfir öllu. Menn sýna mikinn áhuga á því sem þeir eru að gera. — Finnurðu sjálfa þig í leik þínum í „HÁRINU"? — Ég veit ekki hvað ég á að segja við þessari spurningu. Auðvitað reyni ég að gera mitt bezta á sviðinu og hugsa þá ekkert um það að heima sitja fjögur börn, ung og smá. Ég reyni einfaldlega að „ganga inn í það“ sem ég er að gera eins og aðrir á sviðinu. — Finnst þér verkið klámfengið? — Mér finnst allt mjög eðlilegt sem sýnt er í þessu verki samsvara hræsnislaust þeim veruleika sem við öll þekkjum. Ég tel hins vegar rétt að leggja aðaláherzlu á inntak verks- ins, mótmæli gegn stríði og baráttu fyrir friði. Þau atriði snerta mig einmitt mjög persónulegá, ég missti sjálf föður minn í síðari heimsstyrjöldinni. Mér finpst þetta unga fólk sem leikur í „HÁRINU“ leggja sig mjög fram um að þetta nái til áhorfénda og svo ósk okkar um að !„sólín megi skína“. — Ertu ekki ákveðin í að verða aftu,r með í haust? — Jú, það ætla ég að gera. — Auðvitað. — Jæja, eruð þ:S ekki orðin lang leit eftir rabbinu sem ég var búinn að lofa ykltur, við þrjár dömur úr ,,HÁRINU“? Datt mér ekki í hug. Þó þetta hafi nú óneitanltga. ú.regist nokkuð (aðallega vegna mikilla þrengsla í bla.ðinu) þá hef ég nú ekki gleymt þessu alveg. Eg brá því und.ir mig betri ílótunum eitt 'kvöUIið hérna um daginn og hitti þrjar 'di ur sem leika í „HÁRINU“ máli og samdist okkur dáv Hins vegar bregður svo x að af óviðráðanlegum ásta um getur viðtalið við Hel S. ekki birzt og verð ég að b; ast velvirðingar á því. En I kemur sem sagt stutt rabb i tvær leikkonur úr „HÁRINI <QC> Valgeirsson. Þuríður Friðjónsdóttir leikur hlutverk hinnar ófrísku , ie af mikilli innlifun og tilfinningu. — Hvernig líkar þér við hlutverkið? — Bumban er svo haglega gerð að hún veldur mér um erfiðleikum. — Hefurðu verið í leikskóla? — Já, ég hef verið í leikskóla. — Taldirðu þig eiga meiri möguleika á því að leysa verk þitt betur af hendi en aðrir, vegna þess? — Leikskólinn hefur orðið mér til mikillar hjálpa það er ekki þar með sagt að ég hafi möguleika til að hlutverk mitt betur af hendi en aðrir. — Hver er afstaða þín til eiturlyfja? — Ég þori ekki að svara spurningunni, James Bon rannsóknarlögreglunni, siðgæðisvörður og fyrirmynd fólksins, íes alltaf Alþýðublaðið þegar hann er:þunn — Hlakkar þá-.' til að byrja aftur í haúst? — Ég er ekki farin að hugsa svo langt ennþá. — 8 Laugardagur 8. maf 1971

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.