Alþýðublaðið - 05.08.1971, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 05.08.1971, Qupperneq 4
Sumar- bústaða- og húseigendur MÁLNING OG LÖKK ÚTI — INNI Bátalakk — Eirolía Víöarolía — Trekkfastolía Pinotex, allir litir Tjörur, allskonar Kítti, allskonar Vírburstar — Sköfur Penslar — kústar — rúllur Ál- og tréstigar. Tröppur GARÐYRKJU- ÁHÖLD Handverkfæri, allskonar Stauraborgar — Járnkarlar JarShakar — Sleggjur Girðingastrekkjarar Múrverkfæri, aliskonar * Handsiáttuvélar Garðsiöngur og tilheyrandi Slöngugrindur — Kranar Garðkönnur — Fötur ( Hrífur - Orf - Ljáir - Brýni Skógar-, greina- og grasklippur Músa- og rottugildrur NATIONAL- OLÍUOFNAR geislahitun m. rafkveikju. GASFERÐATÆKI Vasaljós — Rafhlöðulugtir Olíuíampar — Steinolía ÚTIGRILL Grill-tengur — gafflar Viðarkol — Spritttöflur ARINSETT Fýsibelgir Viðarkörfur Vatnsdælur — Brunaventlar Plastbrúsar 5, 10 og 20 lítra FLÖGG Flagglínur — Flagglfnufestlar Flaggsfangahúnar GÓLFMOTTUR Hrefnlætisvörur Skordýraeitur Gluggakústar Bílaþvottakústar Bíladráttartaugar Hengilásar og hespur Þvottasnúrur Þéttilistar á hurðir og glugga BRUNABOÐAR AsLest-teppi Siökkvitæki BJÖRGUNARVESTI fyrir börn og fullorðna Árar — Árakefar Króm. búnaður á vatnabáta Silunganet VINNUFATNAÐUR REGNFATNAÐUR SÚMMÍSTÍGVÉL VINNUHANZKAR Verzlunin 0. Ellingsen □ í fyrri grein minni í »ær sagði ég' m.a. frá umraeðnm, sem urðu á ráðstefnunni í ---------. Sagði ég þar m.a. frá umraeðum um fræðlu starf Samvinnuhreyfingarinn ar og ræðu Ingvars Carlsson, hins unga menntamálaráð- herra Svía, um nýskipan skólakerfis. Loks er rétt að rifja hér upp nokkur aðalatriði úr ræðu Paul Lipidblom, for- manns sænska Menntamála- ráðsins. Fjallaði hann um viðfangsefni er hann nefndi „Stefnan í mennigarmálum á áttunda áratugnum“. í upp- hafi ræðu sinnar kvað hann það vera markmið og tilgaug Menntamálaráíiins að eíla og styrkja jafnréttið með þegn um þjóðfélagsins“. „Stefnan í menningarmálum beinist að því að auka jafnrétti þegn- anna og draga úr eða eyða bil inu milli síétta og manna“, sagði hann. NÝ MENNINGAR- MÁLASTEFNA Lindblom kvað Menntamála ráðið í seinni tíð hafa tekið upp mun jákvæðari stefnu gagnvart li.sb-íköpun áhuga- manna. Áður hefði starfsemi ráðsins gengið út á það, fyrst og fremst, að stvðja og efla hina viðurkenndu listsköpun. En hin nýja menningarmála- stefna beindist að þvi að efla ög styðja listsköpun út á með- al almennings, brúa bilið milli Iistamanna og listunn- enda, finna listinni sem auð- veldastar íeiðir að eyrum al- mennings og eyða tómarúm- inu milli menningarlífsins og atvinnulífsins. Lindblom sagði, að menningarstarfsemi þyrfti að efla á sviðum skóla- mála, á vinnustöðum og i íbúðahverfunum. Meðal verk efna á sviði félagsmála væri að færa listina hinum bækl- uðu, sjúku, einmana og öldr- uðu. Allir þessir eiga örðugt með að nálgast listina af eig- in i immleik og því verði á- hugamenn og hálf-áhuga- menn að færa þeim hana. í skólunum vrði listin að fá mun meira ráðrúm og annað að þoka, ef nauðsyn krefði. Þá væri nauðsynlegt að fara með túlkun hinna ýmsu list- greina út í íbúðahverfin og' skapa þeim aðstöðu þar, t.d. með sýningarhúsnæði — og síðast en ekki sízt yrði að fara með listina út á vinnu- staðina. Urðum við landarnir einmitt varir við það á þessu þingi hvernig listamannahóp- ar annast túlkim listar út á meðal fólksins sjálfs, því að á þingið komu hópar leikara og tónlistarmanna er fluttu efni, sem þeir flytja á vinnu- stöðum sjúkrahúsum og víð- ar. Sjónarmið Paul Lind- blom var, að fólk ætti að ger- ast þátttakendur í listiðkun en ekki vera endalaust sem áliorfendur eða áheyrendur. Þá stefnu, að annars vegar sé 2.GREIN fámennur hópur listveitenda en hins vegar fjölmennur hóp ur óvirkra listþiggjenda, kvað Paul ekki viðunandi í dag, ekki í fullnægjandi samræmi við viðhorf tímans og þeirra samtaka er þarna þinguðu. OIa%á Hurri, framkvæmda- stjóri MFA í Finnlandi, sagði af þessu tilefni, að þar hefði löngum verið talið að skóg- arhöggsmaðurinn og listamað' urinn ættu lítið sameiginlegt en nú væri sú skoðun óðum að breytast. Inge Johansson, varaformaður MFA í Svíþjóð, sagði, að til þessa hefði nán- ast veiið litið niður á áhuga- listamenn; en nú yrði reynt að gera sem flesta að slíkum — það væri jú hin nýja og gamla alþýðumenning. i JAFRÉTTI ALLRA MANNA Af því, sem hér hefur verið rakið, er ljóst, að á þinginu komu fram mörg athyglisverð sjónarmið sem mörg hafa lítt eða ekki verið rædd hér á laudi, hvað þá að þau séu orðin veruleg áhuga- og bar- áttumál einstaklinga eða liópa. Er það ekki að undra þvií að þarna komu saman menn, er flestir hverjir hafa unnið árum og áratugum sam an að alþýðufræðslu í lönd- um sínum. Samtök þeirra eru öll komin nokkuð til ára sinna eins og ég vék að í upphafi, þótt hið sænska sé bæði elzt og öflugast. Það var hrífandi að sjá og kynnast hverju þau hafa fengið til leiðar komið, ekki aðeins eða eingöngu fyrir félagsmenn sina, heldur beinlínis fyrir allan þorra þegnanna í hverju landi fyrir sig. Erfitt er að gera upp við sig hvað hafði mest áhrif á íslending ný- kominn á þing sem þetta, full trúa samtaka sem eru rétí í fæðingu. Þó hvgg ég að mest hafi orkað á mig hve rík á- herzla er á það lögð í löndum þessum, nú og um margra áratuga skeið, að halda uppi stórkostlega öflugu starfi til að gera sem allra flestum fullorðnum mönnum kleift að leita sér hvaða menntun- ar sem er og hvenær sem er. Að það skuli hafa tekizt í svo ríkum mæli stafar bæði af því, að samtökin, sem hér eiga hlut að máli, eru yfir- burða sterk og hafa þróazt með eðlilegum hætti um ára- tuga skeið. En jafnframt var afar eftirtektarvert hve rík áherzla var lögð á jafnrétti allra manna til menntunar og fræðslu, rétt eins og til allra annarra gæða lífsins. Slík afstaða fræðslusamtaka alþýðu er sannarlega í fyllsta samræmi við eðli þeirra og tilgang. samböndin á NORÐURLÖNDUM Á Norðurlöndunum hinum eru hvarvetna starfandi mörg og þróttmikil menningar- og fræðslusambönd almennings og eiga sum eða flest þeirra þegar marga áratuga starf að baki. í Noregi eru t.d. 25 slík sambönd starfandi, en starf þriggja skarar mjög fram úr. í Svíþjóð eru starfandi 12 slík sambönd og í Danmörku munu 5—6 slík sambönd vera starfandi, en þar af standa þrjú öðrum framar. Skylt er að geta þess, að í Svíþjóð munu þrjú þessara sambauda vera uin það bil að rugla saman reitum sínum og munu þá starfandi fræðslu Sigurður Guðmundsson: Fræðslustarf alþýðusamtaka sambönd í Svíþjóð verða 10 talsins. Enginn vafi er á því að í öllum löndunum fjóruni eru Iangstærst og öflugust þau samtökin, er nefnast alls staðar Menningar- og fræðslu sambönd alþýðu. Eru nöfn þeirra ýmist Arbejdernes Oplysningsforbund eðú Ar- betarnas Bildningsförbund. ÖIl em þau af sömu rótinni runnin, verkalýðssamtök hvers lands og Verkamanna- flokkur þess hafa fyrst og fremst staðið að stofnun þess og síðar hafa fleiri samtök gerzt þar aðilar að. Það sam- bandið, sem elzt er, þ. e. hið sænska, er nú tæplega sex- tugt, stofnað árið 1912. Því næst kemur Menningar- og fræðslusamband alþýðu í Finnlandi, stofnað árið 1919, þriðja elzta sambandið er hið danska er stofnað var áríð 1924 og loks kemur hið norska er stofnað var árið 1831. Menningar- og fræðslu- samband alþýöu á íslandi er langyng'st þes’sarra fræðslu- og menningarsamtaka al- þýðunnar. Það mun fyrst og upphaflega verið stofnað á fjórða áratug aldarinnar en lognaðist út af á stríðsárun- um síðari. Síðasta Alþýðu- sambandsþing endurreisti sambandið og fékk því Menii- ingar- og fræffslusjöð ASÍ til ráðstöfunar. SKIPULG OG STARF Menningar- og fræðslusam- á Norðurlöndum 4 Fimnrtudagur 5. ágúst 1971

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.