Alþýðublaðið - 30.08.1971, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.08.1971, Blaðsíða 4
ViSNAÞATTUR UMSJÓN: GESTUR GUÐFINNSSON □ Konur tiilitslitlar gagnvart kynsystrum sínum vanfærum. □ Kona sem ekki fékk sæti í strætisvagni. □ Miffaldra karimenn tiliits- samastir. □ í smámunum gleymist góff- mennskan. EN ÞVÍ miður hafði enginn þei'rra sæti tii að bjóða ungu konunni. í öllum fremstu sæt- um strætisvagnins sátu ungar konur sýni ekki hver annarri um, sex, átta og tíu fremsfu sætunum sátu konur. Allar sléttar og fallegaír og þurftu ekki að sitja undir þunga sín- um — að því bezt varð séð. En engri þeirra datt í hug að bjóða ungu konunni okkar ófrísku sæti sitt. Nei, nei þær horfðu út um gluggana eða upp í loft og létu sem þær sæju ekki neitt. OG ÞESS vegna datt mér í hug, Sigvaldi minn, hvort það sé hugsanlegur möguleiki að konur sýni; ekki hver annarri hugulsemi, þegar svona stend- ur á? Hvað heldur þú? Þinn Jón.“ MÉR HEFUR sýnzt að til- litssemi við gamalt fólk og van- færar konur sé ekki nægileg í strætisvögnum. Miðaldra karl- menn eru áreiðanlega tillitssam Ýmsar vísur hafa verið kveðnar um Miðkví'slarmálið svonefnda og þá sem að því standa, enda koma þar marg- ir við sögu. Hefur skeytun- um þá ekki sízt verið þeint að helztu framámönnunum í málinu, svo sem vænta má. Ein nýjasta vísan er á þessa leið og þarf ekki skýringar við, en hún komst á kreik hér syðra ekki alls fyrir löngu, og er allt á huldu um faðernið: i Hermóður með höfðingsskap hallar sér að konum, mun því ekki myndast krap í miðkvíslinni á honum. ★ Eíftirfarandi staka mun. vera eftir ísleif Gíslason á Sauðárkróki og sver sig reyndar í ættina: Hljóðfæranna sætur sónn sjatnaði ekki í viku, þegar gamall grammófónn giftist harmóniku. ★ Hinsvegar veit ég ekki hver er höfundur þessarar gamansömu vísu, sem mun vera frá svipuðum tí'ma og vísa Isleifs hér á undan, lcannski er hún eftir hann líka; Aksturinn var eintómt spól, olian af versta tagi, engar bremsur, ónýt hjól, allt í þessu fína lagi. ★ Sjálfsagt kannast einhverj- ir við eftirfarandi sjónvarps- vísu, sem komst á kreik skömmu eftir að sjónvarpið tók til starfa, ég man nú ekki lengur af hvaða tilefni: Ástvana kýr í okkar heim öskra í fjallasalnum, sjónvarpið ætlar að sýna þeim síðasta nautið í dalnum. ★ Fáir íslendingar munu bera hrigður á að Rammislagur Stephans G. sé í flokki þess fegurs.ta, sem kveðið hefur verið undir hringhendum hætti é íslenzka tungu. Og þó að margir kunni eflaust vísumar, þá ætla ég að birta kvæðið í heild; það á það sannarlega skilið. I. Grána kampar græði á, gjálpir hampa skörum, titra glampar til og frá, tifur skvampa í fjörum. Ögra læt mér Ægis-lið upp úr sæti malar, Ránar dætur dansa við deigum fæti kjalar. t Undir bliku beitum þá bát og strikið tökum. Stígum vikivakann á völtum kviku-bökum. Gólf er Iiðugt, löng og stcr leikjarsvið hjá unni. Spriklar, iðar allur sjór, yztu mið að grunni. Utansendar öldur sé'r áfram henda og flýta, vilja að lendi í lófa mér löðurhendin hvíta. Byljir kátir kveðast á, hvín í sátri og hjöllum. Báruhlátra'r hlakka frá hamralátrum öllum. H. Stormur þróast, reigir rá, Rán um flóann elti'r, kólgum sjóarkletta á köldum lófa veltir. Heim að vörum hleypa inn hátt á skörum rasta. Bára ör, á arminn þinn önd og fjöri ég kasta. Skipið stanzar, skýzt á hlið skeið til landsins horfna. Bárur glansa og glotta við, glatt er á dansi norna. ðfastrið syngur sveigt í keng, seglið kringum hljóma'r, raddir þvinga ú'r stagi og streng stormsins fingurgómar. Léttum gang um græði svíf, gleymi angri minu, þegar hangi um hel og líf, haf, í fangi þínu. Leggðu barminn alvot að, aftanbjarma gljáa. Strjúktu harm úr hjartastað, hrönn in armabláa. ★ Að lokum vísa kveðin í brennivínsleysi, eignuð Ás- geiri Jónssyni; ) Um almátt Ðrottins allt ber vott, undrast ég það hálfur. Já, mikið á hann Guð minn gott að geta skapað sjálfur. — □ JÓN SKRIFAR: „Sigvaldi minn. Skyldu konur vera til- litslausari gagnvart kynsystr- um sínum, ófrískum, heldur en karlmenn? Ég fór að velta þessari spumingu fyrir mér í morgun og hef reyndar ekki komizt beint að ákveðinni nið- urstöðu, en tilefni hugleiðing- anna var þetta. Á ÞRIÐJUDAGSMORGUN fór ég þessa venjulegu ferð me«ð strætisvagni niður Lauga veginn og á einni stanzstöðinni kom ung kona upp í strætis- vagninn. Það leyndi sér ekki að hún va'r kominn mjög langt á leið meðgöngutímans og vegna þess hve maginn var myndarlegur gæti barnið eða börnin fæðzt í þessari viku. ÞETTA VAR á annatíma og auðvrtað ekkert sæti að fá. Það var greinilega erfitt fy'rir ungu konuna að teygja sig upp í loft til að fá einhverja hald- festu og það kom vel í ljós á andlitum karlmanna, sem stóðu þarna hjá henni, að sam- úð þeirra var mikil. astir og þa'mæst líklega ungir karlmenn, en konur eru, eins- og dæmi það sem Jón nefnir, bendir til, einstaklega tillits- snauðar. Ég hef aðstöðu til að fylgjast með þessu því ég fer alltaf með strætisvagni í vinn- una, og hef gert í 25 á'r. i NÚ ER TILLITS SEMI í dag- legri umgengni ein bezta dyggð. Það hlaupa allir til þegar stórslys verður, því fólk veit að þá á það að vera gott — en í smámunum gleymist góðmennskan. Hvort maður er í rauninni hjálpsamur kem- ur bezt fram í smámunum, þessu sem yfirleitt er ekki tek- ið eftir. Ég er þó alls ekki að segja að karlmenn séu yfir- Ieitt og alstaðar hjálpsamari en konur, en í strætivögnun- um hafa þeir vinninginn. — SIGVALDI. FIS Sitt er hvort ræfa effa gjörvuleiki. Grettla. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða: i ik Tvo byggingarverkfræðinga, Einn tækniteiknara Einn kennara við bama' og unglinga- skólann, kennslugrein íslenzk pienning- arsaga. 1 Umsóknarfrestur til 8. september 1971. Nánari upplýsingar hjá ráðningarákrifstofu VamarmáladeiMar á Keflavíkurflugvelli, Sími: 92-1973. Auglýsingasíminn er 14906 Hafnarfjörður UNDIRBÚNINGSNÁMSKEIÐ IÐNSKÓLA Námskeið verður hlailldlið í september í Iðn- skólanum í Hafnarfirði fyrir þá nemendur, 18 ára og eldri sem ætl!a að sækja fyrsta bekk skólans nú í vetur en hafa efcki lokið tilskilinni undirbúnihgsmennntun. Þeir sem æskja |þá)tttöfcu í námlskeiðinu fcomi til viðtals í Iðmsfcólann við Mjósund, þriðju- daginn 31. ágúst fcl. 20.00. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði. Kennarastaba við Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki er enn til umsófcnar. Húsnæði fyrir hendi. Upplýsinigar gefur sfcólastj'óri í síma 95-5219. Umsóknir sendis't fræðslúráði fyrir 1. sept. næstkomandi. Præðsluráð ,Sauðárkróks. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar, Picfc-up og bifreið með framdrifi, er verða sýndar að Grensás- vegi 9, miðvikudaginn 1. sfeptemher kl. 12 —3; Tilboðin verða opnuð í skrifstöfu vorri kl. 5. .Sölunefml varnarliðseigjna. 4 Mimidagur 30. ágúst 1971

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.