Alþýðublaðið - 30.08.1971, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.08.1971, Blaðsíða 7
□ : ÞORVALÐSEYRI undir Eýjafjöllum er ekki gamalt býli: Þár var 'ekki byggt fyrr en undir síðustu aldamót, en þá hófst þar til vegs og virð- ingar sá frægi maður, Þor- valdur Bjömsson, sem seinna fluttist tií Reykjavíkur og gerð ist eigandi Bjarnaborgar. Þeg- ar hann fór frá Þorvaldseyri fluttist þangað Ólafur Eggerts son, og nú býr sonur hans, Eggert Ólafsson á jörðunni. Þorvaldseyri er mikil jörð núna, og þar er búið stórt og af myndarskap. Og þar hafa verið gerðar vel heppnaðar til- raunir með ýmsar nýjungar í búskap, þar á meðal kornrækt. Reynslan hefur sýnt, að korn getur náð þroska undir Eyja- fjöllum í hvaða árferði sem er, og Hjalti Gestsson telur, að þar eigi kornrækt að geta ver- ið fastur liður í búskap bænda. En eins og er rækta ekki nema tveir bændur í sveitinni kom, og annar þeirra er Eggert bóndi á Þorvaldseyri. VIÐ KO'MUM að Þorvalds- éyri á dögunum, nokkrir reyk- vískir blaðamenn í för með Inga Tryggvasyni frá Kárhól, blaðafulltrúa samtaka landbún aðarins, og þeim Hjalta Gests- syni framkvæmdastjóra Bún- aðarsambands Suðurlands og Stefáni Jasonarsyni í Vorsabæ, formanni Búnaðarsambandsins. Við vorum búin að aka víðá um Rangárvallasýslu og sjá margt og það var komið und- ir kvöld, þegar okkur bar að garði á Þorvaldseyri. Bærinn stendur í dálitlu dalverpi, og bak við hann trónar glamp- andi jökull, en hann er ekki eins nærri fjallinu, eins og margir aðrir bæir í Eýjafjalla- sveit, sem virðast vera í sí- felldri hættu af grjótihruni. En það mun eiga sér sínar orsakir eins og allt; uppi við fjallið er oft skjól fýrir þeim vindum, sem hafa gert Eyjafjallasveit- ina alræmda, og menn hafa 'heldur viljað eiga grjótið yfir höfði sér en vindinn. En Þorvaldseyri er ekki í neinni grjóthrunshættu, og það er búsældarlegt að líta þangað heim. A hlaðinu standa vélar í röðum, og fleiri eru í húsum inni, þannig að greini- legt er að þarna er ekki stund- aður neinn fornaldarbúskapur lengur. Við göngum um gripa- húsin, og viðstaðan verður mest í svínastíunni. Svínaræ-kt er ekki stunduð á hverjum bæ Ohagstæður viðskipta- jöfnuður □ Viðskiptajöfnuður í Banda- ríkjunum var óhagstæður um 26.7 milljarða íslenzka ltróna í síðasta mánuði — júlí. Þetta er fjórða mánuðurinn í röð, þar sem halli verður á viðskiptajöínuðinum eftir því, sem verzlunarmálaráðuneytið bandaríska skýrði frá í gær. í júní-mánuði varð viðskiptahall- inn 31.9 milljarðar íslenzkra kr. ÞAR SEM BYGGIÐ BYLGJAST á íslandi, en á Þorvaldseyri er hún drjúgur hluti búskaparins og raunar nátengd kornrækt- inni. Og það var kornræktin, sem var aðalerindi okkar að Þorvaldseyri. KORNIÐ, sem Eggert á Þor- Valdseyri ræktar, er maríu- bygg, en það mun vera sama eðlis og það korn sem fyrr á öldum var hversdagsfæða ís- lendinga og kallað bankabygg. Það er fallegt að sjá yfir akr- ana, og eftir því sem Eggert sagði okkur má búast við mik- illi og góðri uppskeru í haust. Það er í sjálfu sér ekkert merki legt, því að í sumar hefur ver- ið góð uppskera á öllu Suður- landi, gi-asi jafnt sem öðru, en hitt er merkilegt að í öllum kuldunum í fyrrasumar tókst þeim á Þorvaldseyri að koma korninu til þroska. Uppskeran var að vísu langtum minni þá en hún verður í ár, en korn- ræktin tókst í fyrra, og það ætti að sýna að kornrækt á að geta gengið á þessum stað hvernig sem árar. Eggert notar kornið sem fóð- ur fyrir svín, og með því spar- ar hann sér talsverð fóður- kaup. Hann segísf áitta að korn ræktin gefi góðan arð, þegar búið sé að breyta korninu í flesk, og sjálfur ætlar hann að halda henni áfram. Og vænt- anlega fer þeim fjölgandi í sveitinni, sem taka upp korn- rækt, því að hún getur bless- azt þarna, hvað sem vera kann annars staðar á landinu. Og það skiptir miklu máli að allt sé gert sem hægt er til að auka fjölbreytni framleiðslunnar í landbúnaðinum eins og á öðr- um sviðum. Á ÞETTA síðastnefnda atriði iagði Hjalti Gestsson alveg 3ér- staka áherzlu, þegar við skild- um við hann og Stefán á Sel- fossi. Hann benti á, að engin leið væri að koma í' veg fyrir að framleiðsla bænda héldi áfram að aukast. Allt þjóðfé- lagskenfið byggist á því að framleiðslan aukist jafnt og þétt, og það sé engin leið að ætla sér að stöðva ákveðna hópa af. Hins vegar gefi það auga leið að ekki sé hagkvæmt að auka endalaust framleiðslu á sömu fáu vörutegundunum, kindakjöti og mjólk, heldur verði að leggja kapp á að auka fjölbreytni framleiðslunnar og taka upp nýjar búgreinar, þar sem það geti átt við. Þess vegna sé framtak kornræktar- bændanna undir Eyjafjöllum, kartöflubændaiiira í Þykkva- bænum og graskögglaframleið- endanna í Rangárvöllum sér- staklega athyglisvert, því að á öllum þessum stöðum er ver- ið að reyna eitthvað nýtt, eitt- hvað sem ekki hefur áður tíðk- azt í landbúnaðinum, en virð- ist geta átt mikla framtíð fyr- ir sér. — KB. Eggert Ólafsson bóndi á I*or- yaldseyri stendur í kornakrin- um og byggið bylgjast um hann — Á neðrí myndinni sést all- ur vélakosturinn, sem stendur á hlaðínu á Þorvaldseyri. — Mámtdagur 30. águst 1971 T

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.