Alþýðublaðið - 30.08.1971, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.08.1971, Blaðsíða 2
I ' i j Vegna mistaka féll niður upphaf og endir þessarar frétt- ar í blaðinu á laugardaginn. Er fréttin því birt hér aftur í heild, — og lesendur beðnir velvirð- ingar á místökunum. Q ,;Ef NATO fær sparkið, verða hermennirnir fáir, sem harma að þurfa að fara frá Is- landi,“ segir í fyrirsögn greinar í blaðinu International Herald Tribune á miðvikudag, í langri uppíalningu umkvörtuinartífna amerísku hermannanna hér á landi. Drumbslegir eyjarskeggjar, ó frtelsi, vegatollur, brennivíns- leysi og lögreglueftirlit er her- mönnunum lítt að skapi, og ekki hafa þeir henmenn, sem fréttamaöur AP fréttastofunnar ræddi við gleymt að kvarta einn ig yfir skorti á ánægjukonum. Allt í allt eru á vegum varn- arliffsins um 7000 bandarískir liermenn á íslandi segir í upp- hafi greinarinnar, og ungum hermönnum, sem hingaö eru sendir finnst vistin daufleg, enda er litið á ísland sem hálf- gerða Síberíu ,meðal hermanna. Þeir, sem hingað koma og eru fjölskyldulausir eru yfirleitt ekki nema eitt ár. Margt komi þar til. Til dæ,mis séu íslending arnir viðmótsþurrir og jafn ó- áreiðanlegir og veðráttan. Samskipti almennings og her manna eru allt að því engin, segir einnig í greininni, og það hefur verið stefna beggja stjórnviaida í 20 ár. Til þess að draga úr álirifum veru her- mannannna á ,menningu lands- ins hafa verið gerðar ýmsar ráð stafanir, og reglugerðir settar til að einangra varnarliðsmenn. Það er greinilegt að her- mennírnir, sem AP fréttamað- urinn hefur rætt við, liafa yfir miklu að kvarta. Þeir lægra settu, segir í frétt ínni, þufrfa passa til þéss að fá að fara til Keykjavíkur, og verða að vera komnir inn á völlinn fyrir kl. 22, nema á miðvikudögum, sem eru þurr- ir dagar. Þeir lægst settu þurfa meira að segja að vera í ein- kennisfattiaði, og þess vegna fái þeir ekki afgreiðslu á betri veitingastöðum. Þá er það mismununin. Varn arliðsmenn þurfa að borga vegatoll þegar þeir fara til Reykjavíkur, en bent er á að 55 miiljón dollara svissncsk álverksmiðja sleppi við þann toll. Vegna samkomulags í vam- acsáttmálanum lefjtii lögregla og tollur í bílum sem fara út af yallarsvæðinu. Bannað sé að fa'ra með áfengi iít af vell- inum, en hermaður megi hafa tvo vindla og tvo sígarettu- pakka, og það sé þá tilskilið að annar þeirra sé opinn. Orðrétt segir síðan: „Banda- ríkjamenn kvarta vfir því að lögreglan leiti sjaldan í bílum með íslenzku skrásetningarniím eri og aldrei í leigubílum vegna regla stéttarfélags bíl- stjóra. Þess vegna komast ís- lendingar út af veilinum með það sem hugurinn girnist." Kvartað er undan hörðum löguim um ölvun við akstur, og að ef maður aki eftir að hafa drukkið eitt glas kunni það að kosta missi skírteinis, sckt og jafnvel fangeisi, „Á íslandi eru engin vændis- hús, og mjög lítið um stúlkur, sem „starfa sjálfstætt“,“ er svo enn eitt umkvörtunarefn- ið, og' þessar fáu, sem stunda klúbbana eru, að sögn, ekki hátt skrifaðar hjá heimamönn- um. Herald Tribune segifr að yfir menriirnir hafi hver af öðrum betrumbætt aðstöðu hermann- anna með bættum húsakyjin- um, tómstundaviðfanjpsefnum, betri mat, kvikmyndasýning- um þrisvar á dag, skoðunar- fe'rðum um landið og veiðiferð um. Sjónvarpsstöð var sett npp, en hún hefur orðið pólitískt þrætuepli vegna þess að helm ingur eyjarskeggja getur notið útsendinga hennar einnig. Á sjötta áratugnum, þegar flugherinn sá um rekstur st.öðv arinnar var algengt að her- menn lentu í slagsmálum við innfædda, hermenn börmiðu stúlkubörn og samskipti her- manna og- innfæddra voru í þeim dúr segir einnig. „í eitt skipti seridi •gétteráH í flugherrum herlögreglu til að' handtaka íslenzku lcgregliiþjón ana, vegna þess að þeir höfðu látið konu eins ameríska yfir- mannsins fara í blóðprufu vegna gruns um ölvun. Gener- állinn fékk lausn frá störfum, og skömmu síðar, 1961. tók sjó herinn við rekstri herstöðvar- innar“, segir í blaðinu. „Síðan hafa jaínvel ardstæðingar aðild ar íslands að NATO orðið að’ viðurkenna að sjaldan skerst í od.d.a með liermönnum og inn- fæddum“. En ástin fer sínar Ieiðir, hún smýgur .Jafnvel gegnum giéð- ingar vállarins, að mágni til sem svarar 15 — 20 hjónabörid- um á ári. Loks segir í greiriinri, að á íslandi sé það hald. inanna. að eftir að stjórnin gaf út yfirlvs- irigu sína um að láta herirm fara, hafi Ólafur Jóhannesson þegár bakkað meira én lítið með kröfur sínar, svo síöðin verði varla lögð alveg riiður. lEn það sé þá altént huggun ameríkönum, að þótt íslending- ar vilji lítið með þá háfa, þá sé þeim hó enn ver uiri Rúss- ana gefið. Stór fiskiskipaflöli Rússa á Islandsmiðum auki ekkl hrlfriingu landsriiarina á Rússum. Hugsum áðuren við hendum v □ Plógurinn og stjörnurnár eftir írann Sean O’Casey verð- ur fyrsta verkefni Leikfélags Reykjavíkur, en leikárið hefst með frumsýningu þess 1.1. sept- ember. Gestaleikstjóri kemur 'hingáð frá Abbey-ieikhúsinu í Dublin og setur það upp hér. .ÍÞétt'a leikrit fjallar um mjög svipaða atburðí og nú .eiga . sér stað úti í ‘Belfast,“ sagði Sveinn ’EinarSsön, leikhússtj óri, er blað- ið lejtaði í gær frétta af verkefn um haustsins.. ... „Síðan tökum við upp að nýju sýningar á Kristnihaldi undir jökli og Mávinum,. og. ég býst við að það vérði éinar tvær sýn- ingar hér í bænum á Hitabylgju arinars er verið að fara. með það leikrit til Akureyrar, og þar verða tvær sýningar hú um belgina. Það hefur verið tals- verður áhugi á að fá Hitabylgju út um land, og við gerðum í fyrra tilraun til að sýna, hér á Suðurlandi, leíkrit úti á landi á sáma tíma og við vorum með sýningar í gangi i bænum. í nóvémber kemur svo brezkt leikrit, sem Pétur Einarsson mun stjórna. Það heitir Hjálp, Saved á erisku, og er eftir ung- an og urndeildan höfund, Ed- mund Bond. Þetta er nútíma- leikrit og fjállar um unglinga- varidamálið. Þessi Bond hefur skrifað þi-jú önnur leikrit, og hefur talsvert verið um hann og leiisu-it han-s skrifað í brezk blöð, því leikrit hans hafa vak- ið talsverðar deilur. Þetta er nú það helzta í haust, því svo kem- ur að afmæli-nu, og það er efni í sérstaka frétt.“ Kapteirininn frá Köpernik er fyrsta verkefni Þjóðleikhússins á komandi leikári, og hefjast æf ingar á því að nýju um mánaða- mótin, en byrjað var að æfa það í vor. „Leikrit þetta er þýzkt,, eftir Schúlzmayer, og er ádeiluleikrit, en þó gamanleikrit," sagði Klemeriz Jónssön. Aðalhlutverk ið leikur Árni Tryggvason, en leikstjóri er Gísli Alfreðsson. ,,Ságan er af fátækum og lít- ilsmegandi skósmið, sem aldrei fær vegabréf, sem honum er þó nauðsyn til að geta fengið starf. Hann hefur lent í steininuni 'fyr ir smá afbrot, og það háh’ hon- Framh. á bls. 11. ÍRAFÁR OG HJÁLP IIÐNÓ EN KAPTEINN I ÞJÓÐLEIKHÚSI 2 Mánudagur 30. ágúst 1971

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.