Alþýðublaðið - 12.11.1971, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.11.1971, Blaðsíða 1
B|[4H FÖSTUÐAGUR 12. NÓVEMBER 1971 — 52. ÁRG. — 256. TBL. K'mverjamir koma til NY UÐUST □ Algjört umferðaröngþveiti varð í Reykjavík, þegar fyrsta umtalsverða snjó vetrarins dengrdi yfir borgina seinnipart inn í gær. Snjórinn lagðist yf- ir göturnar og' fl.jótlega mynd aöist flughálka. Árekstrar ke’nu á færibandi í kjölfar snjókomunnar og begar dag- urinn var á enda, var fjöldi árekstra orðinn 18. Engin alv arleg slys urffu á mönnum í þessum árekstrum. Vitað var til þess, að ein kona féll í gang stétt og var hún flutt á Slysa- deild Borgaispítalans. Allar bifreiðar lögreglunnar unnu við að mæla upp árekst ursstaffi og stjórna umferðinni en hins vegar liurfu öll vél- hjól lögreglunnar af götunum. Þótti ekki forsvaranlegt að nota þau, þar sem erfitt er aff hemja þau í liálku. Alþýðublaðiö átti stutt sam tal við slysarannsóknadeild lög reglunnar í gær og á ekki lengri tíma en fijmm mínút- um var deildin kölluff upp þrisvar sinnum vegna atvika í umfercfinni. En Jiótt undarlegt megi virð ast er allt aðra sögu aff segja utan af Iandi. Á Selfossi varð enginn árekstur í gær, í Kefla vík enginn, á Akranesi eng- inn og í nágrannabæjuJnum Kópavogi og Hafnarfirffi urffu engir árekstrar. Hins vegar urðu 4 árekstrar á Akureyri,; en enginn þeirra alvarlegur. ELINNI □ Flugvallarstarfsmenn á Ken- nedy-flugvelli í New York leit- uffu örvæntngarfullr á svip ao lyklinum að dyrum flugvélarinn- ar. sem flutti kínvrsku sendi- nefndina á Sþ til New York í gær. En ieitin var árangurslaus — Iykillinn fannst ekki og eftir 20 mín. kom fulltníi frá flugyfirvöld unum með vinnuflokk, sem bók- staflega reif hurðina af hjörun- A VEGINN AUSTUR? □ Verður sett veggjald á nýja veginn til Selfoss þegar næsta sumar og Vesturlands- veg, þogar hann verður tek- inn í notkun? Svo gæti vel farið. Ríkisstjórnin liefur enn enga ákvörðun tekið um aff framfylgja þeirri yfirlýsingu fyrrverandi samgönguráð- herra, að afnema vegagjaldiff á Reykjanesbraut og allt eins getur svo farið, að það vevffi áfram látið lialdast og veg- gjöld tckin upp á hinum nýju hraðbrautum. Um þessi mál var fjallað á Alþingi í gær og við skýrum frá umræðunum á bls. 2. I Það Iiðu því heilar tuttugu mín. ' áður en Kínverjarnir gátu sett fætur sína á bandaríska jörð op viðstad.dir stjórnmálamer.n, sjón,- varps og fréttamenn skild.u ekk- ert í því hvað langan tíma það tók varautanríkisráffherrann Cbiao Kuan-Hua og aðra nfend- aimcrn affi birtast. Fyrr höfðu verið gefin ströng fyrirmæli um það, að liinir 54 almennu ferðamenn, sem vorn með flugvél.inni yfir Atlantshafið frá París ættu að fara út um sérstakar hliffardyr áður en Kín- verjarnir sýndu sig í affaldyrun- um aftast á flugvélinni. En þetta fór allt í handaskol, þegar lykils- skrattinn fannst ekki. Áhöfn flugvélarinnar sagff; eftir á, að Kínverjarnir liefðu tekiff þessari seinkun léttir • lund — gert aff gamni sínu áffur en þeir komust út. — □ Landhelgisgæzlan tók í nótt togskipiff Lárus Sveinsson SH 126 atf ólöglegum veiffum 4 sjómílur fyrir innan landlielgina. Þetta var á Breiffafirffi og var fariff meff bátinn, sem er 105 tonn til Ólafs víkar. — Úfvegsmenn á Snæfellsnesi skora á ríkisstjórnina: □ Á aðalfundi Útvegsmannafé- j algs Snæfellsness, sem haldinn var í Ólafsvík 30. okt. s.l. var | samþykkt sú áskorun til stjórnar | LÍÚ, aff hún beiti sér fyrir því við ríkisstjórn landsins, að i reglu gerð um útfærslu landhelginnar í 50 rnilur 1. september 1972 ke,mi ákveðið fram, að marka- línan liggi þó hvergi nær landi en 400 metra dýptarlína land- grunnsins segir til um. Guffmundur Runólfsson, for- maður Útvegsmannafélags Snæ- fellsness sagði í samtali við Al- þýffublaðiff, að hér væri um mjög mikiff hagsmunamál fyrir sjó- menn á Vesturlandi og Vestfjörff u,m að ræffa, enda væri mjög auð ug fiskimið íétt utan viff 50 míl- urnar fyrir Vesturlandi. Benti Guðmundur á, að Út- vegsmannafélag Snæfellsness hefði oft ályktaff um þetta sama efni áður. Eins cg áður hefur komið fram í Alþýffublaðinu hefur Alþýffu- flokkurinn lagt fram þingsálykt- unartillögu á Alþingi þess efnis, aö' f stað þess, að hin nýja land- lielgi miðist við 50 mílur, þá mið- ist hún viff 400 ,metra dýptarlínu en þó hvergi nær landi en 50 sjémílur. Þessi stefna Alþýðu- flokksins á einmitt rætur að rekja til þeirra liagsmuna, sem sjómenn m, a. á Vesturlandi eiga í liúfi, ef eingöngu verður miffað viff 50 sjómílna línuna viff út- færslu landhelgiimar, enda eru mjög mikilvæg landgi unnssvæffi víffa á landinu rétt utan viff þessa línu. — lckert Maó-kver, ekkert merki □ Kínverska sendinefndin hjá Sþ. lagffi í gær að baki sið asta áfangann í langri ferð til New York, þegar flugvél henn ar Ienti þar eftir þægilega ferð frá París. Það vakti athygli, þegar nefndarmenn stigu út á flug- völlinn í New York að formað ur nefndarinnar var hvorki með litlu, rauffu bókina hans Mao í höndunum effa Mao- merki í barminum frekar en affrir nefndarmenn. Bandarísk sjönvarpsstöff, sem sjónvarpaðj siðasta á- fanga Ieiðarinnar, skýrði frá þvi, að Kínverjarnir hefðu haft það mjög gott í flugferð- inni, durkkið sitt kampavín og hlegiff dátt að fréttum í vest- rænum blöðum, að leiðtogi þeirra væri þekktur njósnari. Kínver.iarnir vildu þó ekki eiga viðtöl við sjónvarpsmenn ina, en Iétu mynda sig í bak og fyrir. og ræd.du við blaða- menn á reiprennandi ensku. Þá voru þeir mjög hrifnir af kvikmynd þeirri, sem sýnd var i flugvélinni yfir Atlants- hafinu, énda vönduffu frönsku flugmennirnir til sýningarinn ar. Á Kehnedy-flugvelli hélt for maður nefndarinnar ræðu, — þar sem hann ræddi um vin- áttu Kína og Bandarikjanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.