Alþýðublaðið - 17.11.1971, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.11.1971, Blaðsíða 7
'AlíRYÖIii BI^OJOÍ CtS. Alþýlnflakkvtu Ritstjórl: Sighvatar Björgvtnsaoa Grunnið allt í gær skýrði Alþýðublaðið frá álýkt- un, sem gerð var um landhelgismálið á aðalfundi Útvegsmannafélags Vest- fjarða, þar segir m.a. orðrétt svo: „Útvegsmannafélagid leggur ríka á- lnerzlu á, að þegar Alþingi tekur end- anlega ákvörðun um þessa útfœrslu, þá verði fiskveiðilandhelgin miðuð við yztu mörk landgrunnsins eða 400 metra jafn- dýpislínu, en þó hvergi nœr landi, en 50 sjómílur frá grunnlínum.“ Um útfærslutillögu ríkisstjórnarinnar segir svo í samþykktinni: „Þar sem komin er fram á Alþingi þingsályktunartillaga um að yztu mörk fiskveiðlandhelginnar verði miðuð við 50 sjómílur frá grunnlínupunktum, þá vill Utvgsmannafélag Vestfjarða ekki láta hjá líða að benda á þá stórkostlegu hættu, sem felst í þvi að láta nokkurn hluta af landgrunninu verða áfram utan fiskveiðilögsgunnar. Þetta gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir dllt atvinnu- líf á Vestfjörðum, þar sem staðhættir valda því, að verulegur hluti af yztu brún landgrunnsins út af Vestfjörðum verður utan 50 sjómílna markanna. — Þarna ber og að hafa í huga, að þar eru ein beztu fiskimið í Norður-Atlantshafi sem er landgrunnsbrúnin, er snýr að hafdýpinu mili Islands og Grænlands og þar með hluti af hinum víðfrœgu Halamiðum.“ Síðar í ályktuninni benda vestfirzku útgerðarmennirnir á það, að einmitt til þessara staða sé að vænta stóraukinnar ásóknar erlendra fiskiskipa þegar þrengt hefur verið að veiðimöguleikum þeirra annars staðar á íslandsmiðum. Þannig eru skoðanir útgerðarmanna á Vestfjörðum. Sömu skoðun hefur stjóm Fjórðungssambands Vestfjarða látið í Ijós og einnig bæjarstjórn ísafjarð ar, — þar á meðal fulltrúi flokks Lúð- víks Jósefssonar, Alþýðubandalagsins, í bæjárstjórninni. Þá gerðu útvegsmenn á Snæfellsnesi á fundi nýlega efnislega samhljóða samþykkt, þar sem þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar er mótmælt, að láta væntanlega útfærslu aðeins mið ast við 50 mílur. f breytingartillögu þingflokks Alþýðu flokksins við þingsályktunartillögu rík- isstjórnarinnar um útfærslu landhelg- innar felst aðeins ein breyting á þeirri stefnu, sem ríkisstjórnin hefur. Og hún er sú, að í stað 50 mílna útfærslu verði Iandgrunnið allt sett undir íslenzk yfir- ráð og landhelgin miðuð við 400 metra jafndvpislínu, en þó hvergi nær landi, en 50 siómílur frá grunnlínum. Þessi stefna Albvðuflokksins á einróma fylgi íbúa Vesturlands og Vestf jarða. eins og dæmin begar sanna, og Albvðublaðið trúir því ekki að órevndu, að ríkis- stiómin ætli sér að hafa þær almennu skoðanir að engu. samningamálumá □ Þingið fagnar yfirlýsingum núverandi ríkisstjórnar um að !hún líti á sig sem rikisstj órn vinnandi fólks í landinu, og væntir hins bezt,a af samstarfi við hana. Þingið álykitar, að samstarf verði að byggjast á því, að verkalýðssamtökin starfi á þann hátt, að raunVemlegur vilji hinna almlennu meðlima samtakianna komi sem skýrast í ijós og móti stefnuna á hverj- um tíma. Þingið varar við hvers konar samningum, sem ekki eiga sér eðlilega stoð í vilja fóikí-ins og grunn!eininguin sam- taka þess. Þingið telur, að ein- ungis með virku lýðræði í þeim samtökum sé unnt að tryggja farsæia samvinnu ríkisvalds og vinnustétta um hagsmunamál þeirra“. Þetta eru lokaorð ályktunar um kjaramál, sem samþykkt var á 12. þingi Alþýðusam- bands Norðurlands. í ályktuninni er sérstaklega fjallað um seinaganginn í samn ingamálum verkalýðlshríeyfingar innar við atvinnurekendur, sem nú standa yfir og segir þar m.a.: ,Þá ályktar þingið að taka beri án tafar tii athugunar alla raun hæfa möguleika til að fyrir- byggja, að gerð samninga, drag- ist óhæfilega á langinn, í því efni verði allt athugað og höfð eðlilega samráð við ríkisstjórn- ina og önnur hugsanleiga vel- viljuð öfl í þj óðifélaginu. Þingið álftur einnig rétt, að krafizt verði, að gildiistími samnings um kaup verði frá 1. október s.l., og að Verkalýðsfélögin afli sér hið fyrsta heimilda tE vinnu- stöðvana". — DR. BAGDANOV — YFIRMAÐUR SOVEZKA HAFRANNSÓKNARRÁÐSINS: FISKVEI0UM I 4 □ Einn af blaðamönnum Ar beidierbladet í Noregi Ebnst Aune var nýlega á ferð í .Sovéti jkjunum, þg áltti þá viðtöl við ýmsa m;enn þar í landi. Meðal þeirra var dr. Bagdanov, yfirmaður sovézka hafrannsóknarráðsinls, og ræð ir blaðamaðurinn Þar við hann um fiskveiðar Sovét- ríkjanna og fleira og segir dr. Bagdanov þar meðal ann ars, að norskur fiskur njóti mikilla vinsælda þar og sé innfluttur til Sovétríkjanna, þar sem Sovétmenn eru ekki sjálfum sér nógir á þeim vétt vangi. Þetta kemur þó ekki vel heim við það, sem nýlega var sagt í fréttum hér heima, að ísiand væri eina landið í Evrópu, sem seldi fisk og fiskafurðir til Sovétríkjanna. En hvað um það. Vitðalið við dr. Bagdanov fer hér á eftir. — í heimi, þar sem Skortur er á hitaeiningum, er það hrein heimska að einstök 'lönd séu með allt að 50 sjó- mí'lna fiskveiðilögsögu. Mörg 'hinna fátækustu landa girða af sín góðu fiskimið. Sjálf hafa þau enga möguleika til að notfæra sér auðlindir hafs ins. Þau eiga engin fiskisktp og engaT verksmiðjur. Við gætum kannski hjálpað þess- um þjóðum Vegna okkar stóra, nýtízkuilega fiskiflota. Og flestar hafa þær ríka þörf fyrir matvæli. Það er forstöðúmaður so- vézka hafrannsóknarráðsms dr. Bagdanov, sem segir þessi orð og hann bætir við. — Á síðasta ári nam heild- arfiskafli heimsins 67 millj. smálesta. Og innan fárra ára verðut heildaraflinn orðinn 100 milljónir smálesta — já, það verður ekki langt þang- að til að fiskveiðiþjóðir heims ins hafa náð því marki. Það þarf því að gera þar ein- hverja breytingu ef fisldstofn ar í hafinu eiga ekki að eyð- ast. Bezt væri að útiloka all- ar veiðar á fiski í fjögur til fimm ár. En því miður næst ekki samkomulag um slíkt — ekki mieðan mikil keppni er um þann íisk, sem heimshöf- in geta alið. í desember í ár verður mikil fiskiráðstefna á Moskvu og þar vonumst við til að einhvern lausn finnist á þessum miklu veiðum — að minnsta kosti hvað Norð- ur-Atlantshafi viðkemur. Sovétrikin voru mesta fisk veiðiþjóð í heimi síðastliðið ár með yfir sjö milljón smá- Idda afla. Við veiðum nú á öllum heimsins höfum og fisk veiðifloti okkar er mjög ný- tízkulegur. Hann hefur verið byggður upp síðustu fimmt- án árin. Það er fjöldi af nýjum úthafstogurum — allt að 3000 smálestir að stærð — verksmiðjuskip, flutninga- skip og svo framvegis. Fyrir árið 1956 veiddum við aðeins „innlenda fiska“ það er að segja, fiskuðum aðeins í sjó við Sovétríkin. Ég hef trú á því, að sú samvinna, sem tekizt hefur milli okkar oig Bretlands og Noregs eigi eftir að bera ríku legan ávöxt — en ég óttast þó að hún komi ekki að fullu gagni, þar sem aðrar stórar fiskveiðiþjóðir, til dæmis Japan, fara ekki í neinu eftir Framhald á bls. 11. □ I ályktunum fiskiráðstefnu sem nýlega var haldin í Bremer- haven í Þýzkalandi, er varað við þeirri þróun að einstök ríki færi út la.ndhelgi sína, og takmarki þannig stórlega þau hafsvæði sem leyfilegt sé að veiða á. Þetta sé öllu alvarlegra með tiliiti til þess, að þau ríki sem ætli sér að færa út landhelginaí, hafi a-lls ekki bolmagn til þess að nýta fiskimið sín ein. Þetta vlerði til þess að stórlega dragi úr fisk- afla í heiminum í framtíðinni, einmitt þegar mannkynið þa,rfn- ist stöðugt aúkinnar fæðu. Er í þessu sambandi bent á Suður- Amleríkuríkin og ísland. í ályktuninni er vítnað til áætl unar Matvæla- og landbúnaðar- sofnunar Samteinuðu þjóðanna (FAO). Þar segir að með núver- andi veiðitækni geti hafið gefið af sér 140 milljón tonn fiskaf- urða á ári, en veiðin árlega sé nú ekki nema 68 milljón tonn. Árið 1985 sé hins vegar reiknað með að þörf ha'msins fyrir fisk- afurðir verði ca orðin 140 millj- ónir tonna, og möguleikar séu á SEGJA ÞEIR í BREMERHAVEN því að hafið g,eti gefið af sér svo miklar afurðir. Hins vegar geti þær aðgerðir sem ýmsar þjóðir hafa nú boðað, þ. e. stækkun landhelginnar, leitt tiil þess að ekiii sé möguleiki á þvií að ná öllum þeim afla, það sé einfaldlega ekki hægt að koni ast að honum vegna þess að fisk urtnn verði á svæði þar sem bannað er að veiða. Þá er í ályktuninni nánar vik- ið að boðaðri stækkun íslenzkú landhelginnar í 50 míiur 1. sept. 197'2, og sagt að hún geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Breta og Vestur-Þjóðverja, því þriðj- ungur fisfcafla þessara þjóða sé fenginn á miðunum við ísland. Þá segir að lokum, að þetta sé má'l sem taka verði mjög alvar- legum tökum, því minnkandi fiskafli leiði af sér enn meiri skort á eggjahvítu en þega,r er orðin í heiminum. — Hvert á „hund- urinrí' að fara? □ Afhuganir hafa farið fram að undanförnu á því, hvar væri heppitegast að' leggja rafmaghs- línu — eða svonefndan „hund“ — frá fyrirhugaðri stórvirkjun við Sigöldu norður í land. Að sögn Jakobs Gíslasonar orku- málastjóra liggja enn ekki fyrir neinar ákveðnar niðurstöður í þessu efnd. □ Það má mieð sanni segja, að Kanaríeyjaferðir Flugfélags ís- lands, sem befjast að nýju 16. desemher n. k.f njóti vinsælda. Fyrirhugaðar eru tíu ferðir til Kanaríeyja í vietur og hefur stór hópur fariþega verið bókaður í þær allar. Fyrsta ferðin er að sögn. Sveins Sæmundssonar, blaðafu'lltrúa F. í., fullbókuð og önnur ferðin — nýánsferðin, — sm farin verður 30. desember, er því sem næst fullbókuð og 98 eru bókaðir í férðina, sem hefst 13. janúar. Flugféiagið tryggir gestum sín um í þessum ferðum gistirými i nýbýggðum ferðamannaíbúðum íbúðarhúsum, raðhúsum, auk þeirra gististaða, sem vinsælast- ir reyndust í ferðunum. s. 1. vet- ur. S. 1. vetur efndi Flugfélag ís- lands til níu ferða til Kanarí- eyja og tókust þær í ,alla staði mjöig vel. Samtals tóku‘750 ís- lendingar þátt í þessum ferðum, sem hóíust um áramóÞ Nú hefur félagið gefið út, lit- prentaðan bækling um. Kanarí- eyjafferðirnar. M.a. er lýst dval- arstöðum, ferðatilhögutm og verði. Faimiðar í Kanaríeyjaferðir Flugfélags íslands eru seldir hjá öllum ferðaskrifstofum landsins. Þess skal getið, að í sambandi við • Ka'narieyjaflérðirnar veitir félagið fárþ'egumi utan af landi helmings afslátts' áf flugfargjöld- um til og frá Reykjavík. — í samtali, sem blaðið átti við Jakoh, kom fram, að sú leið, sem í fyrstu sé hafður augastaður á, sé norður yfir Sprengisandi og kæmi ldnan þá niður yfir há- lendið innst í Eyjafirði. Fleiri en einn staður kemur þó til greina. EinTiig kom fram, að leiðin norð ur Kjöl og niður í Skagafjörð kemur lfka til greina. En ef sú leið yrði valin verður yfir Qeiri stór vatnsföll að fara, en ,sarpf sagði orkumálastjóri, að ekki væri ailger frégangissök að fara þessa leið norður Kjöl, Aðspurður um það, hvort ein hverjir tæltnilegir örðugleikar yrðu á því að koma við viðgerð- um á raímagnslínunni yfir vetrar mánuðina, sagði orkumálastjóri, að vafalítið yrði að styrkja lín- una sérstaklega á þeim kafla, sem hún færi yfir hálendisbrúnina, niður á láglendi. Hann kvaðst ekki telja,. o.S nein vandkvæði Framhald á bls, 11. Hivers vegna er þá ekki hægt að kaupa öll þau lyf, sem við þörfnumst, án sani- ráðs við lækni eða lyfjafræð ing? Öll getum við svarað þeirri spurningu; því áhrif sterkra lyfja geta verið hörmu leg. Fyrir utan hættuna á ávana hafa mörg lyf óheppilegar hliðarverkanir, ef þau eru tekin með öðrum lyfjum. Sum þeirra geta jafnvel verið ban- væn, ef þau eru tekin með vissum matvælum. Til eru dæmi um sjúkdómstilfélli þar sem sjúklingar, sem voru að taka lyf til að draga úr þung- lyndi, dóu eftir að hafa etið ost. Þess vegna verður að hafa nægt eftirlit með framleiðalu og dreifingu lyfja, sem fund- in eru upp. Betri lyf og meira eftirlit er það, sem raunar heíur ver- ið stefnt að öldum saman. Þegar árið 1240 gaf Friðrik II. af Hohenstaufén út til- skipun þess efnis að læknar ættu ekki að búa tii eigin lyf, en það yrðu apótekarar að gera og þá sa,mkvæmt J'yr- irmælabók. í bók þessari var latneskur texti, siem Nikuláls frá Saler- no hafði skrifað. Nú á dögum er í sérhverju landi til lyfja- skrá, sem staðlar innihald og áhrif lyfja. En undanfarin ár hefur alþjóðanefnd sérfræð- inga unnið að því að taka saman bók um stöðlun lyfja, isiem hljóta á viðurkenningu úm a'lla Evrópu. Nefnd þ.essa etofnaði Evrópuráðið í þeim tilgangi að hún gæfi út lyfja- skrá fyrir Eviúpu. Lyfjaskrá þessi mun ákvarða staðla fyr- ir efni, sem notuð eru í' lyf í 17 aðildarrilkjúm Evrópu- ráðliins. , | Stuólar eru nauðsynlegir. Nauðsynlegt er að hafa þannig staðla til að framleið- Höfundur: — Hr. E. N. BODEN, ritstjóri „PHARMACEUTICAL JOURNAL" (Lyfjafræðiblaðsins) í London, samdi grein þessa sér- staklega fyrir birtingu á vegum Evrópuráffsins. endur geti lagað lyf, sem stand ast próf .hins opinbera eins Qg nauðsynlegt er áður en sala þeirra til almennings hefst. Á herðum — lyfjaframleiðenda hvílir mikil ábyrgð. Fram- leiðsla lyfja er mjög flóldn og á sérhverju stigi hennar verður að efnagreina og prófa aflt sem í þau fer. Síðan verð- ur að búa til lyfjaform, — blöndu, — töflu eða stungu- 'lyf, sem bezt hentar fyrir tejúklinginn. Oft er það svo, að lyfja- skammtur er bókstaflega svo 'lítill, að hann sést rétt í smá sjá. Þó þarf ef til vill að setja hann í litla töfilu, sem allt urii það ér mörg hundruð sinn'- Framh. á bls. 11. O Lyf eru óaðskiljaniegur þáttur siðmenningar nútím- ans. Með þeim er hægt að bjarga mannslifum og draga úr þrautum. Sumir þurfa að taka lyf daglega til að við- halda heilsunni. Nú til dags eru lyf jafnv'el notuð til að ákveða_stærð fjölskyldunnari Og i framtíðinni má vænta að lyfin verði enn mikils- verðari. Lyf geta bjargaff mannslífum og þau draga úr þrautum. En af- leiffingar misnotkunar sterkra lyfja geta vsriff hörmulegar. Dag- . lega eru börn færff í sjúkrahús vegna bess aff þau hafa tekiff inn töflurnar hennar mömmu effa pillurnar hans pabba, sem óvart voru á glámbekk. Og sum þeirra deyja. 6 Miffvikudagur 17. nóv.1971 11 Miffvikudágur 17. nóv. 1971 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.