Alþýðublaðið - 18.12.1971, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 18.12.1971, Blaðsíða 9
^ÍÍÍBM-Eglí)] GJMIÖI) & 'tcvtœm Útg. Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson v ■ igin.wmirmTrm mm -■■■ ÞEIR FELA ... Það var ekki að ástæðulausu, sem rík- isstjórnin dró að sýna tilögur sínar í sbattamálunum þar til eftir að verka- lýðsfélögin höfðu gengið frá langtíma- samkomulagi við vinnuveitendur. Skattafrumvörpin tvö, sem ríkisstjórn in hefur lagt fram hafa það í för með sér, að skattbyrðin verður stórkostlega þyngd á öllum almenningi í landinu. Þegar er vitað, að ríkisstjórnina vantar a. m. k. hátt á annað þúsund millj. kr. til að ná saman endum í fjárlögum og það fé ætlar hún að sækja til almenn- ings í landinu með því að stórhækka skatta. Umrædd frumvörp tvö gera, auk skattahækkana, ráð fyrir verulegum breytingum á skattgjöldum landsmanna innbyrðis. í meginatriðum eru breyting- arnar á þá lund, að annars vegar fær fólk með lágar tekjur nokkra skatta lækkun og ber að fagna því. Miklu alvar iegra er hitt, að toppurinn af hátékju- fólkinu fær verulega skattalækkun. Frumvörp ríkisstjórnarinnar i skatta- málunum gera því ráð fyrir, að hátekju- fólk fái skattalækkun og meginþorri al- mennings, fólkið sem er á tekjubilinu frá 350 þús. upp í um 800 þús., taki á sig hátt á annað þúsund milljónir í aukn um sköttum. Það var von, að ríkisstjórn in vildi fela þessar tillögur sínar þar til eftir að verkalýðsfélögin væru búin að undirrita samninga. ... SEM STELA En það var einnig önnur ástæða og enn alvarlegri, sem var fyrir því, að ríkisstjórnin geymdi skattatillögur sínar fram yfir kjanasamninga. Þær eru nefni- lega einn liðurinn í þeirri ráðagerð stjórnarinnar, að stela af verkafólki 3,7 vísitölustigum, — nær allri kauphækk- uninni, sem um var samið. Þetta fram- kvæmir ríkisstjórnin með vísitöluskolla leik af ómerkilegasta tagi, sem leiðir til þess, að um næstu áramót mun verð landbúnaðarafurða hækka um 350 m. kr. í heildina til án þess að launþegar £ái hækkunina á nokkurn hátt bætta með hækkun kaupgjalds. Þessar ráðstafanir sem ríkisstjórnin hefur gert, eru hreinn þjófnaður á nœr öllum þeim kauphœkkunum, sem verka lýðshreyfingin hefur nýlega samið um. Ríkisstjórnin er þarna að stela 3,7 vísi- tölustigum af verkafólki aðeins nokkr- um dögum eftir að verkalýðshreyfing- in hefur náð fram hækkun á kaupi. Þetta gerir liún með því að hœkka verð á landbúnaðarafurðum frá næstu áta- mótum án þess að launþegar eigi þess kost að fá þá verðhœkkun bætta. Fyrir litlu lesendurna □Alþýffublaðið byrjar hér á jólagetraun fyrir börn. Vegna þess, að hlé varð á útkomu blaðsins, verðum við að hafa marg-a þætti getraunarinnar í hverju blaði. Munum við birta þrjá getraunaþætti í næsta blaði og þá þrjá síðustu í því þar næsta. Verðlaun verða veitt einum þeirra, pilti eða slúlku, sem svaiar öllum þáttum getraun- arinnar rétt og verður dregið úr réttum lausnum. Verðlaun- in eru leikföng að eigin vali fyrir TVÖ ÞÚSUND KRÓNUR. Efni getraunarinnar er mjög einfalt. Þið eigið að svara hvaða jólagjöf Jón eða Jóna er að hugsa u,m á hvlerri mynd. Svörin skrifið þið á sérstakan seðil, sem fylgir með hér í opnunni í hvert skipti, sem getraun birtist. Safnið seðlunum saman og sendið þá til Alþýðublaðsins, Hverfis- götu 8 — 10, Reykjavík, þegar birtingu getraunarinnar er lokið. Til þess að börnin utan Reykjavíkur geti einnig verið með í getrauninni munum við fresta drætti þangað til laust eftir áramót, en skilafrestur er til 4. janúar n.k. Og þá er bara að byrja, krakkar, og gangi ykkur vel! 8 Latigardagur 18. des. 1971 E972 Kodak INSTAIHATIC X mijndavélarnar eru komnar Kodak Insfamatic 55-X kr. 1.428.00 3 Kodak Instamatic-X myndavélar, sem ekki nota rafhlöður við flashlampa. Eru til stakar og í gjafakössum. Kodak Instamatic — gjöf sem gleður. BANKASTRÆTI 4 — SÍMI 20313 GLÆSIBÆ, ÁLFHEIMUM 74 — SÍMI 82590 Kodak Insfamatic 155-X kr. 1.808.00 Kodak Instamafic 255-X kr. 2.779.00 HANS PETERSENt ✓ RAUN Jón og Jóna eru að hugsa um eftirfarandi jólagjafir á myndunum hér á síðunni: || MYND 1 M MYND 2 MYND 3 MYND 4 Nafn Heimilisfang Gleymið ekki að hafa nafn og' heimilisfang GF.EINI« LEGT! 1 Laugardagur 18. des. 1971 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.