Alþýðublaðið - 15.03.1972, Page 6
J ®
vestan
góður koddi
O ,JL 7 I
VESTAN koddinn er fylltur með fjaðurmagnaðri
VESTAN kembu frá Bayer, sem aftur og aftur hefur
sýnt ágæti sitt. VESTAN koddarnir eru fjaður-
magnaðir og rétta sig I samt lag að morgni
og því sérlega hentugir I sjúkrahús og hótel eða
þar sem mikið mæðir á.
GÓÐUR KODDI A SANNGJÓRNU VERÐI.
LONDON
dömudeiid
Kápur og jakkar
úr gervi rúskinni
LONDON
dömudeiid
Glerísetning - Glersala
Framleiðum tvöfalt einangrunargler.
Sjáum um isetningu á öllu gleri. Vanir
menn. GLERTÆKNI H.F
Ingólfsstræti 4. — Simi 26395
(heima 38569).
SCHRANZ
HLAUT
GULL AÐ
LOKUM!
Austurrtski skiðamaþurinn
Karl Schranz hefur loks fengið
Ólympiugull. Gullið fékk hann þó
ekki á þann hefðbundna hátt sem
menn vinna til slikra hluta, með
þvi að verða sekúndubrotum
fljótari niður skiðabrekkuna en
keppinauturinn. Þvert á móti
fékk hann það sent heim til sin frá
vestur þýzku skiðakonunni Heidi
Biebl, en hún varö sigurvegari á
Ólympiuleikunum i Squaw Valley
1960. Heidi er nú sjónvarpsfrétta-
maður, og var i Sapporo i vetur
þegar rimman mikla varð milli
Schranz og „gamla mannsins”
Avery Brundage, formanns
Alþjóða Ólympiunefndarinnar.
Brundage visaði Schranz úr
keppni rétt fyrir leikana i Sap-
poro, á þeirri forsendu að hann
væri atvinnumaður.
Djúpt snortin fylgdist Heidi
með þeim vonbrigðum sem þessi
ákvörðun skapaði hjá Schranz, og
hún tók sina óhagganlegu, ák-
vörðun, „Schranz skai fá mitt
gull”. Og með tár i augum tók
Schranz við gullinu, „loksins fæ
ég að handfjatla ÖlympiuguU,
nokkuð sem mig hefur dreymt um
i 17 ár”.
Glima Schranz við Ólympiugull
in i gegnum árin er hin mesta
raunasaga. Hann hefur löngum
verið i fremstu röð skiöamanna I
Alpagreinum, svigi, stórsvigi og
bruni. En eins og fleiri iþrótta-
menn, þá hefur Schranz alltaf
brugðist þegar til stórræðanna
kom. Taugar hans hafa ekki þolað
álag slikra leikja sem ólympiu-
leika.
Alltaf hefur hann mátt láta i
minni pokann, þrátt fyrir að allir
spáðu honum sigri fyrirfram. Hin
siðari ár hefur hann þó færst nær
takmarki sinu, og aldrei verið
nær þvi en á Ólympiuleikunum i
Grenoble 1970. Þá var búið að
dæma Schranz sigurinn i einni
greininni, en þeim úrskurði siðan
breytt þegar i ljós kom að
Schranz hafði sleppt úr hliði.
Sigurinn féll þar með I skaut
Frakkans Jean Claude-Killy, sem
þar með fékk sitt þriðja gull á
leikunum, og varð þjóðhetja fyrir
bragðið. En Schranz mátti halda
heim á leið án verðlauna.
Enn eitt Ólympiuár var að
renna upp. Leikarnir að þessu
sinnihaldnir i Asiu, nánar tiltekið
Sapporo i Japan. Austurriski
skiðahópurinn hélt glaður i bragði
til Japan, og engin var glaðari en
Karl Schranz. Nú átti að gera siö-
ustu tilraunina við Ólympiugull,
enda aldurinn að færast yfir.
Bjartsýnin var meiri en nokkru
sinni fyrr, enda hafði Schranz
sjaldan gengið eins vel á skiða-
mótum en einmitt fyrir þessa
leika. Einnig hafði það mikið að
segja, að Schranz hafði öðlast
aukið sjálfstraust á stórmótum,
sjálfstraust og öryggi sem hann
hafði skort áður.
En gleðin átti eftir að breytast i
sorg. 1 Sapporo var nefnilega
mættur maður sem hafði sinar
meiningar á hlutunum, Avery
Brundage, hinn 84 ára gamli for-
maður Alþjóða ólympiunefndar-
innar. Stuttu fyrir leikana lýsti
hann þvi yfir að Karl Schranz
væri atvinnumaður i iþróttum, og
samkvæmt hinni ólympisku hugs-
un mætti hann ekki taka þátt i
leikunum.
Máli sinu til sönnunar lagði
hann fyrir ýmis gögn, þar á
meðal ljósmyndir sem sýndu
þátttöku Schranz i knattspyrnu-
leik, þar sem kaffifirma nokkurt i
Austurrikihafðiupp tilburði til að
auglýsa framleiðslu sina á bún-
ingum leikmanna (sjá mynd).
Myndir þessar voru birtar I blöð1
um á þeim tima sem leikurinn fór
fram, i mai 1970. Var Schranz I
blööunum kallaður súperstjarna i
knattspyrnu, en hún er eitt hans
mesta tómstundagaman.
1 Sapporo fór allt i háa loft.
Austurriski flokkurinn hótaði að
hætta við þátttöku, en úr þeirri
hótun varð ekkert vegna beiðni
Schranz. Hann virtist taka öllu
umstanginu með jafnaðargeði, og
brá sér bara i knattspyrnu. En
undir riiðri leyndu vonbrigðin sér
ekki, og þá sáu Heidi og fleiri.
Framhaid á bls.3
HELMINGUR
PERÚBÚAERU
INDlÁNAR
í Perú búa yfir 13 milljónir
manna, og þar af er að minnsta
kosti, helmingurinn indiánar,
sem flestir lifa ennþá utan við
þjóöfélagið og án kunnáttu i
spænskri tungu.
Þessi grein fjallar um starf
það, er miðar að þvi að ná ei-
angruðustu indiánaþjóðflokkun-
um inn i mannlegt samfélag
Perú.
Perú skiptist landfræðilega i
þrennt: strönd, fjalllendi og
frumskóga. Þetta ræður þvi
miklu um fjárhagslega og sögu-
lega aðstöðu landsins og gerir
erfitt að lita á hina einstöku
hluta sem eina heild. Af þvi leið-
ir, að tungumál skýrt afmark-
aðra þjóðfélagshópa geta ekki
orðið þau sömu, nema að til
komi skipulagt starf, sem miðar
i þá átt.
Og nú hefur einmitt verið
komið upp viðtækri starfsemi
við uppbyggingu nýs tungu-
máls, sem vonað er að muni
færa þjóðflokkana saman.
Vandamálin risa nú upp hvert
af öðru. Upp I háfjöllunum búa
indiánar af Quechua kynstofni
og munu vera afkomendur
Inkanna svonefndu. Þeir tala
sérstakt tungumál, sem þjóð-
fr?eðilega likist helzt máli indi-
ánanna i háfjöllum Boliviu,
Ekuador og Colimbiu, en á ekk-
ert skylt við mál indiána annars
staðar i Perú. Þessi þjóðflokkur
er sá fjölmennasti indiánaþjóð-
flokkur i Perú.
Samtsem áður eru þetta ekki
þeir indiánar, sem við venjuleg-
ast hugsum okkur, þegar við
hugsum okkur indiána. Þá er að
finna i frumskógum Perú, sem
ná yfir ca. 62% alls landflæmis-
ins i Perú, en þar búa þó aðeins
9% allra ibúanna i landinu.
Erfitt er að segja um, hve
margir indiánarnir i Perú eru,
sem virðast, nú orðið, skiptast i
um þaö bil 40 ættflokka á engan
hátt svipaða, og flestir tala þeir
sitt eigið mál. Indiánar þess-
ir lifa án nokkurs sambands við
aðra þjóðfélagsþegna og eru litt
sem ekkert þekktir, en mál
þeirra og Quechua indiánanna
býr ekki yfir neinu stafrófi og
verður þvi ekki ritað. Þetta eru
þá eingöngu talmál. Hér erum
við komin að hinni raunveru-
legu ástæðu fyrir hinu almenna
ólæsi i Perú. Opinberar skýrslur
sýna i kring um 40-50% ólæsra
og óskrifandi manna i Perú, en i
mörgum hé'ruðum nær þessi
tala allt upp i 80% ólæsi. Hér
skal tekið fram, aö til viðmiðun-
ar er höfð spænska sem rikis-
mál svo að indiánar, sem tala
annað tungumál, eru venjuleg-
ast nefndir „aðrir ólæsir” á
skýrslum.
Frumskógarindiánarnir hafa
haft tvennskonar sambönd við
„menninguna”, og er hvorugt
þeirra talið æskilegt. Annars
vegar sölumenn, sem sækja
indiánana heim til þess að koma
varningi sinum á framfæri við
þá, eingöngu i þvi augnamiði að
hagnast sjálfir. Hins vegar eru
kaþólskar nunnur og munkar,
oftast af spönsku eða itölsku
bergi brotin, sem reka nokkurs
konar kiausturskóla og neyða
indiánabörnin til að taka trú og
menntast eftir eigin geðþótta.
Þessi menntun hefur siður en
svo komið indiánabörnunum að
gagni, heldur hafa þau venju-
legast verið útskúfuð bæði úr
samfélagi indiána, vegna
spænskunnar og samfélagi
hvitra, vegna
hörundslitar sins. Þessir
klausturskólar hafa þvi ein-
göngu komið að notum við að
mennta þjóna handa hvitu
mönnunum, búsettum i frum-
skógunum eins og t.d. hervörð-
um, verkfræðingum, tækni-
mönnum og fleirum. Þessir
indiánaþjónar sæta oft ömur-
legum örlögum og eru oft sendir
milii vina eins og hverjar aðrar
gjafir, sem þeir hvitu, bæði i
Lima og annarsstaðar, gefa
hver öðrum.
Hér er þvi ærið verkefni fyrir
málaskólann við Yarinacocha-
vatnið. Hann byggir á að draga
alla indiánaþjóðfiokkana undir
eitt tungumál, i þvi markmiði
að gera þá að virkum meðlim-
um perúsks þjóðfélags. Skólinn
er staðsettur i Pucailpa i Aust-
ur-Perú og starfar sem undir-
deild frá háskólanum i
Oklahóma og er styrktur af
perúska rikinu. Þar búa um 400
manns, Bandarikjamenn, sem
smám saman hafa myndað
nokkurskonar sveitaþorp.
Ca. eitt hundrað málasér-
fræðingar vinna að málum 33
mismunandi indiánaþjóöflokka
úr frumskógunum, og eru þeir
staðsettir á þessari stofnun. Auk
þess vinna þeir að þrem
Quechua mállýzkum frá háfjöll-
unum.
Starfsemin byg’gist, fyrst og
fremst á, að stafsetja málin,
gera þau að ritmáli. Talið er að
taka muni um 15 ár, að búa til
stafrófið og semja málfræðina
og þýða svo nýja testamentið á
þetta mál. Sérfræðingarnir fara
i ferðir meðal indiánanna og
aaírnaiuppiýsingumiogfaralsiðan
til baka til stofnunarinnar i
Pucallpa til aö vinna úr þeim.
Wvill Kindberg heitir einn þess-
ara sérfræðinga og er af sænsk-
um uppruna. Hann er doktor i
heimsspeki og vinnur nú með
Campa-indiánunum i Ukuyali
og við ána Tambó. Hann segir
að aðalvandamálið hjá sér sé,
að tungumálið sé mjög breyti-
legt innan Campa-þjóðflokksins
sjálfs, svo að hann verði að búa
sér til nokkurskonar „standard
Campa”, eins og hann nefnir
það, til að geta þýtt Bibliuna á
það. Kindberg vex þetta verk-
efni ekkert i augum, þvi hann
segir að þannig hafi Bibliuþýð-
ing Lúthers farið fram á sinum
tima, og hafi haft mikil áhrif á
málþróunina i Þýzkalandi.
Fram til þessa hafa tungu-
málasérfræðingarnir haft sam-
gang við 33 mismunandi þjóð-
flokka og reiknar forsvarsmað-
ur þeirra með, að þar sé um að
ræða 125.000 manns, en u.þ.b. 10
þjóðflokkar hafa ekki reynsl
samvinnuþýðir. Fræðslustofn-
unin við Yarinacocha vatnið
hefur yfir að ráða útvarpsstöð
og sjóflugvél til að ná sambandi
við ibúana. I þau 25 ár, sem
stofnunin hefur verið starfrækt i
Perú, hafa engir erfiðleikar
skapast vegna óvinveittra indi-
ána og engin óhöpp i þvi sam-
bandi hafa átt sér stað.
Þetta viðfangsefni nýtur
feikilega áhuga meðal tungu-
málasérfræðinganna. En i
samningnum, sem þeir urðu að
gera við rikisstjórnina, til að
geta starfrækt stofnunina, setti
rikisstjórnin heim sina afar-
kosti, og breytir það uppruna-
lega markmiðinu töluvert.
Indiánar i skógum Amazon vestur við fjöllin hafa
fátt haft af menningu hvitra manna nema illt eitt.
Nú er fyrst verið að reyna að nálgast þá þeirra
sjálfra vegna.
*s-
Miðvikudagur 15. marz 1972
Miðvikudagur 15. marz 1972