Alþýðublaðið - 06.04.1972, Page 6

Alþýðublaðið - 06.04.1972, Page 6
- K ’/b^í i|f|pSS LEGGJALANGAR MEÐ VORINU... Aftur stutt, — og nú styttra en nokkru sinni fyrr. En eins og myndin ber með sér er þessi nýja tizka frá Paris fyrst og fremst ætluð þeim sem hafa fagra og langa leggi að sýna. Þetta heitir SUPEH-SUPER-MINI, og engu líkara en nota megi orð Svavars Gests um þessa tizku, að pilsin séu þaö stutt orðin, að þau nái varla niður fyrir nafla'. Þessi tízka kemur þó ekki frá hinum stóru tizkuhúsum, heidur „bútikkunum” eða popfataverzlunum, og fyrir vikið eru einmitt meiri likur á að þessi langleggjastefna geti fest rætur. Þessi fatnaður er nú farin að sjást á götum Parfsar, og það er eftirtektar- vert, að hann er ekki i skærum litum eins og tiðkaðist, heldur eru miidari pastellitir og millitónar aftur orðnir rik- jandi, en hins vegar er gjarnan blandaö saman mun flciri iitum en áður þekktist. Og eins og til aö undirstrika hina löngu leggi er viðeigandi að ganga i óhemju háum skóm og þykkum. Þcssir, sem sjást á myndinni eru með 12 senti- metra háum hælum, og þá er litib sport að ganga samsiða þessum dömum — þvi þær gina eins og Eiffelturnar upp úr mannhafinu hvar sem þær eru á ferð. En festir þessi tizka rætur. Hún er sögð hafa allt til þess að bera, a.m.k. sem sumartizka. Og hún kemur fram með nægilega stuttum fyrirvara fyrir vorið til þess að stúlkur verði „skotnar” i henni. Kúrekamynd úr „villta vestr- inu” er ekki eins og til er ætlast, nema þar sé um að ræða mörg atriði, þar sem hestar steypast kollhnis, frisandi og veinandi og drepast á óhuggnanlegasta hátt. Þannig hefur það alltaf verið — þannig er það enn. Hvað kvikmyndaframleið- endum viðkemur, þýðir hvert atriði, þar sem hestur er sýndur koma á harðaspretti og steypast skyndilega kollhnis, aukna að- sókn og aukinn ágóða. Hvað hest- inum viðkemur, verður það oftast nær hans bani. Það getur verið óþægilegt fyrir manneskju að fótbrotna. Hest- inum er það dauðadómur. Brot- inn hestfótur grær ekki saman, og hesturinn er þvi tafarlaust skotinn. Bann. Þau hrottalegu brögð, sem not- uð voru i þvi skyni að hesturinn steyptist á sprettinum við kvik- myndatökuna, voru bönnuð i Bandarikjunum árið 1940. Það bann gildir þó eingöngu varðandi þær kvikmyndir, sem teknar eru i Bandarikjunum. En nú er mikið af þessum kúreka-kvikmyndum úr „villta vestrinu” tekið i Evrópu, á Italiu og Spáni, og þar er þessum dýramisþyrmingum haldið áfram. Bláa herdeildin. Meöal þeirra kvikmynda, sem bandarisk dýraverndunarsamtök hafa mótmælt, er „Khartoum”, sem tekin var i Egyptalandi, og „Bláa herdeildin”. Formaður „AHA” — „The American Humane Society” — Howard Melniker, kemst svo að orði i viðtali, sem birzt hefur i bandarisku hestamannablaði: — Við erum sannfærðir um að LANDINN HALLAR SÉR AÐ STEIKINNI Naust hefur öðrum mat- sölustöðum fremur sérhæft sig i framleiðslu sjávarrétta — en hingað til hefur það aðallega verið um sumartimann, sem sjávarréttir hafa . verið mikið eftirsóttir. Þvi það eru fyrst og fremst erlendir ferðamenn, sem kunna að meta þá frábæru fiskrétti, sem matsveinn hússins, Ib Weissman, hefur upp á að bjóða. Innlendir gestir hússins eru hrifnari af steikum og kjúklingum, enda kjöt lengi þótt „finni” matur en fiskur meðan viðmiðunin var ekki önnur en tros og lambasteik. En það er ekki af verri end anum, sem boðið verður upp á i sumar. Listi yfir 30 sérrétti sem framreiddir voru á siðasta ári er aðeins sýnishorn af þvi, sem Naustið býður upp á — og á með- fylgjandi mynd má sjá hluta af hlaðborði með réttum sjávarins. hestunum var misþyrmt i þessum kvikmyndum, einkum i þvi hræðilega atriði, þar sem her- mennirnir ráðast á Indiána- þorpið. Þar sér maður hestana bókstaflega standa á höfði — og þvi hefur aldrei verið komið svo fyrir, að það hafi ekki farið illa með þá, að ekki sé sterkara að orði kveðið. „Tripping". I Bandarikjunum kallast það „tripping” — mætti kannski kalla það að leggja haft á islenzku — fantabragðiðsem notað er til þess að hestarnir steypast. Það er ein- faldlega i þvi fólgið að stór járn- hringur er settur um hvorn fram- fót hestsins. 1 hvorn hring er svo bundið stálvir, sem settur er i sterka festingu alllangt fyrir aftan hestinn og hafður á nægi- legu slaki, miðað við sprettlengd- ina. Síðan er hestinum hleypt, og þegar slakinn er af virnum, steypist hesturinn á höfuðið. Sagt er, að hestar, sem einu sinni sæti þessari meðferð og lifi hana ómeiddir af, fáist ekki til aö fara nema fetið eftir það. Kollhnís. Einu gildir hverju kvikmynda- framleiðendurnir halda fram — sérhver maður, sem eitthvað þekkir til hesta, sér það að slik atriði, sem sjá má i mörgum kvikmyndum, eru lifshættuleg. „Hættuleikararnir”, þeir, sem hlaupa þarna i skarðið fyrir venjulega leikendur, fá háar greiðslur fyrir byltuna, en enginn Enginn spyr hestana hvort þeir vilji láta hleypa sér á þverspennta víra,semverðatil þessaðþeir steypast kollhnís og hálsbrotna margir hverjir ERU ÞESSIR ÞRÍR FASISTAR TILRÆÐISMENNIRNIR FRÁ 1969? Stjórnmálaástandið á Italiu er nú jafnvel enn flóknara en nokkru sinni, og þarf þó talsvert til. Málaferlin gegn anarkist- anum og þingframbjóð- andanum Valpreda, sem beitt hefur verið miskunnarlaust sem áróðursatriði af hálfu hægri- flokkanna, jukust fyrir nokkru að þvi leyti tii að höfðað var mál á hendur þrem ný-fasistum fyrir að vera valdir að sama sprengjutilræðinu, sem Val- preda var ákærður fyrir. Þegar italski ný-fasistaleið- toginn, Lamirante, talaði ekki alls fyrir löngu yfir hrifnum múg áheyranda að Piazza de Popolo — gizkað var á að þeir væru allt að 100.000 — minntist hann hvað eftir annað á „okkar kæra Pino Rauti”, Þessi sami kæri Pino Rauti, ritstjóri dag- blaðsins „II Tempo”, hægri hönd Almirantes og einn af stofnendum ný-fasistasamtak- anna „Origini Novo” , var nokkru siðar tekinn höndum ásamt tveim fasistaforingjum öðrum,. Franco Freda og Giovanni Ventura, ákærður fyrir að hafa verið valdur að sprengjutilræðinu i Milano, þann 12. desember, 1969, sem varð 16 manns að bana. Þetta er með öðrum orðum sami glæp- urinn og þeir Pinelli, og siðan Valpreda, eru ákærðir fyrir. Ákæran gegn fasistunum þrem er i sex atriðum, sem öll eru að einhverju leyti tengd sprengju- tilræðum og framleiðslu á sprengjum. Þegar áriö 1969 Rannsóknardómarinn Spiz i héraðsborginni Trevisos, se, séð hefur um rannsóknina, vakti athygli lögreglunnar i Milanó á þvi þegar árið 1969, fáeinum dögum eftir að sprengjutilræðið var framið, að nokkur ástæða væri til að hafa grun um að sprengjurnar, sem sprungu i Milanó, hefðu verið gerðar i Treviso. Ungur kennari i Treviso, Guibo Lorenzo, hafði tilkynnt lögreglunni að Ventura, sem var góður kunningi hans, hefði komið aftur frá Milanó þann 13. desember, og að hann hefði meðal annars komizt svo að orði i samtali við menn i bókaverzlun sinni: -— Mér er óskiljanlegt að svo margir skuli hafa beðið bana. Það hljóta ein- hver mistök að hafa átt sér stað. Aður hafði Ventura komizt svo að orði við Lorenzon i sam- bandi við sprengjutilræði sem framin voru i járnbrautar- lestum þann 8. og 9. ágúst: — Þessar sprengingar hafa kostað skildinginn 100.000 lirur hver sprengja og svo ferðakostn- aðurinn”. Ekki tekið til greina En i það skiptið svaraði lög- reglan i Milanó þvi einu til að upplýsingar Spiz rannsóknar- dómara hefðu ekki neitt gildi. Þeirra seku var leitað á meðal anarkistanna, og þar varð Valpreda fyrir valinu. Hin svo- kölluðu „svartstakkaspor” i sambandi við sprengjutilræðið i Milanó eru enn látin lönd og leið. En Spiz heldur áfram rann- sóknum sinum, og þær heim- ildir, sem hann hefur viðað að sér undanfarin tvö ár, hafa nú verið afhentar dómstólunum i Milanó, sem einir hafa rétt til málsmeðferðar, þar eð sprengjutilræðin voru framin þar i borg. Samkvæmt kröfu saksókn- arans voru réttarhöldin i máii Valpreda einnig flutt til Milanó, eftir að „Róm hafði stolið þeim i einn dag”. Og nú, 28 mánuðum eftir að sprengjutilræðið átti sér stað, er svo komið, að tvennir aðilar, Valpreda og nokkrir fleiri annarsvegar, Raudi, Freda og Ventura hins vegar, sitja i fangelsi, ákærðir fyrir einn og sama glæpinn. Er það i fyrsta skipti, sem siikt gerist i Þeir þrir, sem nú koma fyrir rétt.frá vinstri: útgefandinn Giovanni Ventura, blaðamaðurinn Pino Rauti og lögfræðingurinn Franco Freda. 0 Fimmtudagur 6. apríl 1972 Fimmtudagur 6. april 1972

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.