Alþýðublaðið - 15.04.1972, Page 3
HERFERD GEGN
HASSNEVZLUHH
ER NAUDSVNLEG
ISLENZKT RIT
UM FÍKNILYFIN
„Við verðum þegar i stað að
gera ráðstafanir og stofna til
öflugra aðgerða til að losa okkur
við þann ógnvald sem hassið er”,
NYR DOMARI
í HÆSTARÉTT
Forseti tslands hefur hinn 12.
þ.m., samkvæmt tillögu
dómsmálaráðherra, veitt Ar-
manni Snævarr, prófessor,
dómaraembætti i Hæstarétti
frá 1. mai nk. að telja.
Dóms- og kirkjumáiaráðu-
neytið, 14. april 1972.
SENDIHERRA CEYLON
í HEIMSÓKN HÉRNA
Hamilton S. Ameransinghe,
sendiherra Ceylon hjá Sam-
einuðu þjóðunum, kemur til
Reykjavikur mánudaginn 17.
april og mun dvelja hér til
miðvikudags 20. aprll i boði
rikisstjórnarinnar.
Ambassador Amerasinghe
er formaður undirbúnings-
nefndar hafréttarráðsstefnu
Sameinuðu þjóðanna. Mun
hann eiga viðræður við islenzk
stjórnvöld og flytja fyrirlestur
I felagi Sameinuðu þjóðanna.
ÍSLENZKU GULLI
NUÚG VEL TEKIÐ
„GRUNDVALLARÞÖRF AÐ
EIGA
EITTHVAÐ FALLEGT”
Þannig hófst grein í Aften-
posten miðvikudaginn 12. mai,
1971, en þar var farið mjög lof-
samlegum orðum um islenzku
sýningarmunina, sem voru á
Norrænu gull og silfur sýning-
unni i Kaupmannahöfn 1971.
Sérstaklega var farið lofsam-
legum orðum um muni eftir
Simon Ragnarsson, Jóhannes
Jóhannesson og Jens Guðjóns-
KENNARAR
BRETTA AFTUR
UPP ERMARNAR
Við skýrðum frá þvi fyrir
skömmu, að risiö heföi upp
deila milli Félags mennta-
skólakennara og mennta-
málaráöuneytisins um
greiöslu fyrir heimavinnu
kennara og heföi félagiö sett á
algert heimavinnubann allra
menntaskólakennara i land-
inu.
Nú hefur fengizt lausn I
málinu.
Heimavinnubanninu, sem stóö
i 6-8 vikur, var aflétt I siöasta
mánuði, eftir að Félag
Menntaskólakcnnara og ráöu-
neytiö urðu ásátt um lausn
málsins til vorsins.
sagði dr. Vilhjálmur G. Skúlason
dósent, á fundi með fréttamönn-
um I gær, en til hans var boðað I
tilefni af útkomu nýrrar bókar
um ávana- og fiknilyf.
Bók þessi, sem nefnist Flóttinn
frá raunveruleikanum, er 78 blað-
siðna kver, gefið út af Afengis-
varnaráði og heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu og er
dr. Vilhjálmur höfundurinn.
Bókin er hugsuð sem aðgengi-
legt fræðslurit um ávana- og
fiknilyf og skiptist i þrjá megin-
kafla. Einn fjallar um uppruna
lyfja og sögulega þróun, annar er
hugleiðingar um lyfin og þriðji
kaflinn er flokkun ávana- og
fiknilyfja og lýsing á eiginleikum
þeirra.
Dr. Vilhjálmur sagði á blaða-
mannafundinum að i rauninni
kæmi þessi bók fjórum árum og
seint fram á sjónarsviðið. Þörfin
fyrir bók sem þessa hefði verið
brýn og væri útkoma hennar
fyrsta raunhæfa skrefið I barátt-
unni gegn ávana- og fiknilyfjum
hér á landi.
Upplag bókarinnar er 10 þús-
und og er áætlað, að um 6000 ein-
tökum verði dreift endurgjalds-
laust.
,A blaðamannafundinum i gær
voru mættir auk dr. Vilhjálms
meðlimir Afengisvarnaráðs og
lögðu þeir áherzlu á, á að þrátt
fyrir fiknily f javandann væri
áfengisvandamálið mest, og vitn-
uðu i þvi sambandi i orð frægs
bandarisks læknis, sem sagði, að
ofnotkun áfengis væri miklu
hættuiegri en öll fiknilyfjaneyzla
önnur samanlögð.
Noregur sigraði landslið
Bandarikjanna i handknattleik á
miðvikudag 17:10, svo ekki hefur
norska liðinu gengið betur en
okkar mönnum.
Efri myndin sýnir veggskildina, sem fengu
fyrstu verðlaun, en þeir eru i fallegum litum og
verða prentaðir á postulin. Á neðri myndinni eru
verðlaunahafarnir, Sigrún til vinstri, en Kristin
fremst.
KVENFOLKINU
TÓKST ÞAÐ
Það skemmtilega gerðist, að
eftir að framlengja varð skila-
frest i samkeppni Þjóðhátiðar-
nefndar um merki Þjóðhátiðar-
innar 1974 og veggskildi, sem
seljast skyldu sem minjagripir,
að það voru konur, sem urðu
hlutskarpastar.
Kristin Þorkelsdóttir, sem
rekur kunna auglýsingateikni-
stofu, fékk fyrstu verðlaun fyrir
merkið, en Sigrún Guðjónsdóttir
teiknikennari og listmálari fékk
fyrstu verðlaun fyrir tilfögur að
veggskjöldum. Einar Hákonar-
son svartlistarmaður fékk sér-
staka viðurkenningu fyrir sinar
tillögur að veggskjöldum.
Báðar sögöu konurnar það i
viðtali við Alþýðublaðið i gær,
að þær hefðu ekki sent inn tillög-
urnar fyrr en cftir að fresturinn
hafði verið framlengdur.
Urslitin voru gerð kunn í
kjallarasal Norræna hússins i
gær, en þar hefur verið sett upp
sýning á öllum tillögunum sem
bárust. Sýningin verður opin
fyrir almenning i dag og á
morgun kl. 2-10, og alla næstu
viku kl. 5-10.
Dómnefndina skipuðu: Helga
Sveinbjörnsdóttir, Haraldur
Hannesson, Hörður Agústsson,
Steinþór Sigurðsson og Birgir
Finnsson.
Kristin Þorkeisdóttir sagði I
viðtali við Aiþýðublaðiö i gær,
að hún hafi tvisvar áður unnið i
samkeppni um merki. Hið fyrra
var merki Iðnsýningarinnar
1966, hiÖ siðara merki Náttúru-
verndarráðs, sem sjá má viða
um land á friðuðum stöðum. Þá
Framhald á bls. 4
IBUDIN HÆKKABI UM 650
ÞÚSUNDIR A EINU ARI!
Verðá stórum nýlcgum ibúöum
hefur hækkað um hátt á annaö
þúsund krónur á dag á einu ári, og
var ibúð þannig seld um daginn á
2,5 milljónir, en kostaöi fyrir ári
1850 þúsundir. Þetta er þvl 650
þúsund króna hækkun.
Að visu var þetta há sala, enda
um fyrsta flokks fimm herbergja
ibúð að ræða, meö aukaherbergi i
kjallara.
Samkvæmt upplýsingum
Verzlunarfólkið fékk á
fimmta þúsund atkvæði
„Viö viljum að verzlunarfólk
fái laugardagsfri eins og annað
fólk, en vinni á mánudögum”,
segja 4303 húsmæður, sem
skrifuðu undir yfirlýsingu þessa
efnis.
Það var Hólmfriður Löve,
verzlunarkona og húsmóðir,
scm átti frumkvæðið að undir-
skriftasöfnun þessari og afhenti
Magnúsi L. Sveinssyni, skrif-
stofustjóra Vcrzlunarmanna-
félags Reykjavikur, undir-
skriftirnar i skrifstofu VR i gær.
Myndin er tekin við það tæki-
færi.
Hólmfriður sagði, að hug-
myndin að undirskriftasöfnun-
inni hafi kviknað.er nokkrar
húsmæður ræddu um óánægju
sina með þá framkvæmd vinnu-
timastyttingarinnar hjá verzl-
unarfólki, að búiðir séu opnar á
laugardöguin, en lokaðar á
mánudögum, Kvaöst hún þá
hafa spurt þær, hvort þær vildu
skrifa undir áskorun þess efnis,
að þessu yrði breytt, og voru
þær fúsar til þcss. — Undir-
skriftum var siðan safnað
meðal húsmæðra um allan bæ.
Stefáns Richter fasteignasala, en
blaðið átti viðtal við hann i gær,
hefur ibúðaverð samt stigið hægt
upp á siðkastið.
Hinsvegar kvað hann ómögu-
legt að segja fyrir um, hvað muni
gerast, ef það komi til fram-
kvæmda aö draga úr lánum til
ibúöabygginga, eins og seðla-
bankastjóri gaf I skyn um daginn
að væri i bigerð.
Ef draga á úr lánum til Ibúða-
kaupa, mun skapast mikið
vandamál, sagði Stefán, þar sem
þörfin fyrir ibúðir er nú meiri en
byggt er, enda erum viö ekki enn
búnir að ná þvi upp, sem við dróg-
umst aftur úr árin ’67 og ’68.
Hann sagöi að rikisstjórnin yröi
að finna einhverja leið I staöinn,
til þess að greiða fyrir fbúðar-
kaupum fólks, þvi annars stefndi
að þvi, að fólk hrúgaðist saman i
oft og tiðum lélegt húsnæði, sem
væri óheillaþróun.
Einnig taldi hann, að ásókn i
ibúðir mundi vaxa, en framboðið
aftur á móti minnka að sama
skapi, þvi að byggingaraðilar
yrðu et til vill ragir að leggja út i
Framhald á bls. 1
o
Laugardagur 15. apríl 1972