Alþýðublaðið - 15.04.1972, Blaðsíða 7
Fyrirtækin treg til að
auglýsa á búningunum
Knattspyrnufélögin vinna
flest að þvi þessa dagana að
verða sér út um auglýsingar á
búninga leikmanna sinna, en
sem kunnugt er var slik tekju-
öflun heimiluð á siðasta árs-
þingi KSt. Hefur komið i ljós, að
fyrirtæki eru mörg treg á að
auglýsa, og virðist þar margt
spila inn i.
Einna mesta þýðingu hefur
afstaða sjónvarpsins til auglýs-
inga, en sem kunnugt er hefur
sjónvarpið neitað að sýna
iþróttamyndir ef auglýsingar
sjást á keppnisbúningum, vit-
andi það að slik stefna leiði að-
eins til auðnar i iþróttaþætti
sjónvarpsins.
Forráðamenn fyrirtækja sjá
það i hendi sér að mestur aug-
lýsingamátturinn er fólginn i
þvi að auglýsingin birtist á
sjónvarpsskerminum, og að
sjálfsögðu biða þeir og halda að
sér höndum i málinu meðan
sjónvarpið situr við sama hey-
garðshornið i málinu.
Annað atriði sem áhrif hefur á
málið, eru þær auglýsingar sem
þegar hafa birst hjá handknatt-
leiksmönnum. Þeir riðu á vaðið
með auglýsingarnar, og þeir
hafa að sjálfsögðu hirt rjómann
ofan af. Þá hefur körfuknatt-
leikurinn einnig tekið upp aug-
lýsingar, t.d. er landsliðið i
körfuknattleik með auglýsingar
frá Flugfélagi Islands á búning-
um sinum.
Stór fyrirtæki, eins og Loft-
leiðir hafa lýst yfir þvi að þau
muni ekki i bráð auglýsa á
knattspyrnubúningum, enda
auglýsir félagið hjá þrem hand-
knattleiksliðum. Loftleiðir
borga auglýsingar sinar með
ferðum, og sá timi sem knatt-
spyrnumenn eru á ferðinni er
ákaflega óheppilegur fyrir flug-
félögin, hásumarið.
Þriðja atriðið i máli þessu eru
greiðslurnar fyrir auglýsing-
arnar. Heyrst hefur að sum
sum félög hafi farið fram á allt
að 600 þúsund króna greiðslu
fyrir auglýsingarnar, og er ekki
furða þótt fyrirtækin hiki áður
en þau samþykkja slikar upp-
VIII HOFIM SYNT 12 MHUON
METNA 00 ÆTLUM «0 VINNA!
Engu er likara en Islendingar
séu orðnir sundóðir siðustu dag-
ana. Samkvæmt talningu sem
gerð var i gær, má fastlega gera
ráð fyrir þvi að búið sé að synda
200 metrana rúmlega 60 þúsund
sinnum, eða samtals 12 þúsund
kilómetrar, eða þá 12 milljón
metra ef einhver vill hafa það
þannig.
Þetta er miklu meiri þátttaka
en búist var við áður en keppnin
hófst, þá var reiknað með að allir
þeir sem syntu i siðustu keppni
mundu synda þrisvar, eða að
sundin yrðu samtals 130 þúsund.
Ljóst er að það mark er ekki iangt
undan.
I helztu kaupstöðunum var
staðan þannig. Reykjavik 35,395,
Kópavogur 4000, Hafnarfjörður
3100, Keflavik 2760, Akranes 1920,
Isafjörður 2272 og Akureyri 4900.
I gangi er keppni milli ein-
stakra staða, t.d. er sérstök
keppni milli Reykjavikur,
Hafnarfjarðar og Akureyrar.
Staðan er þannig, að Akureyri er
efst með 0,45 sund á ibúa, Reykja-
vik er með 0,43 sund á ibúa og
Hafnarfjörður er með 0,31 sund á
ibúa.
Hér á eftir fer grein sem ISl
hefur sent frá sér i sambandi við
Norrænu sundkeppnina, og einnig
leiðbeiningar hvernig fólk á að
haga sér þegar það ætlar að synd
200 metrana i fyrsta sinn:
Margir standa i þeirri trú að
fyrirkomulag i norrænu sund-
keppninni sé flókið. Sumt fólk er
jafnvel feimið við að hefja þátt-
töku vegna þess. 1 raun og veru er
það afar einfalt að vera með i
keppninni.
1 fyrsta sinn sem 200 metrarnir
eru syntir þarf að fvlla út bátt-
tökuskirteini, þ.e. nafn, heimilis-
fang og skóla, ef viðkomandi er i
skóla. Siðan þarf þátttakandinn
að skila efri hluta skirteinisins, til
þeirra er skrásetja keppnina. Á
þeim hluta skirteinisins, er þátt-
takandinn heldur eftir, er númer,
sem þátttakandinn geymir. Eftir
að viðkomandi hefur synt 200
metrana þarf hann að láta skrá
þátttökunúmer sitt og fær þá lit-
inn gulan miða, sem hann heldur
eftir til sönnunar þvi að hann hafi
synt. Hverjum er heimilt að
synda einu sinni á dag meðan
ákeppninni stendur, cn henni lýk-
ur 31. október n.k.
Eftir að þátttakandinn hefur
synt 200 metrana einu sinni hefur
hann aflaö sér rétt til kaupa á
bronzmerki. Eftir aö synt hefur
verið 20 sinnum fær hann rétt til
kaupa á silfurmerki með þvi að
framvisa 20 fulum miðum. Er
viðkomandi hefur synt 200 metr-
ana 50 sinnum (10 km) getur hann
keypt gullmerki keppninnar með
þvi að framvisa 50 gulum miðum.
Svo virðist, það sem af er
keppninni, að mikill áhugi sé
meðal manna að ná gullmerkinu,
Framhald á bls. 4
Dómarar leiða
malið hja ser
Domarar hyggjast ekki gripa
til neinna sérstakra aðgerða i
máli þvi sem kom upp á siðustu
landsliðsæfingu, þegar Fram-
liöið gekk af velli vegna þess aö
einum leikmanni þess var vikið
af velli.
Vilja dómararnir ekki láta
málið ganga lengra vegna þess
að hér var um æfingu að ræða,
en ef um leik hefði verið að
ræöa, hefði veriö gripið til
þyngstu refsingar.
Dómari einn sem blaðið hafði
samband við i gær, sagði að
dómarar litu þetta mál mjög
alvarlegum augum sérstaklega
þó framkomu þjálfarans Guð-
munds Jonssonar.
A mánudaginn klukkan 17 fer
fram úrslitaleikurinn i skólamóti
KSI. Fer leikurinn fram á Mela-
vellinum.Til úrslita leika Háskóli
Islands og Menntaskólinn i
Reykjavik, en þess má geta að
þessi lið hafa þrisvar lent saman i
úrslitum i þau fjögur skipti sem
keppnin hefur farið fram.
Fyrsta árið vann MR eftir vita-
spyrnukeppni, annað árið vann
svo MR 2:1, og nú reyna liðin með
sér i þriðja sinn. I fyrra vann
Kennaraskólinn MH 2:1.
★ ★ ★
Um helgina eru úrslitin i 2.
deild i körfuknattleik. I dag
klukkan 18,15 leika UMFN og IBV
og á morgun ÍBV og KA. Leikirnir
fara fram á Seltjarnarnesi.
★ ★ ★
Haraldur Korneliusson varð
tvöfaldur Reykjavfkurmeistari i
badminton um siðustu helgi. I
einliðaleik sigraði hann Öskar
Guðmundsson eftir æsispennandi
keppni, og i tvfliðaleik sigraði
hann ásamt Steinari Petersen.
1 tvenndarleik mátti Haraldur
þó bita i það súra epli að tapa.
Þar sigruðu þau óskar og Jónina
Niljóniusardóttir.
Bayern Munchen er nú efst i 1.
deildinni i Vestur-Þýzkalandi.
Orslit leikja um siðustu helgi
urðu þessit
Frankfurt-Gladbaqþr!.....
Köln-Kaiserslgplero, ....
Dortmund-Oþ^rþ^usen ..
Duisburg-Bocþujj^' .,...
Schalke 04-Bráunscnwe'ig
Hannover 96-SfótlgÍrf ..
Dusseldorf-HértWl ■ .
Bayern, Múndi.cflhém.
Hamburg-Arndltlll .?:...
3- 0
4- 2
2-1
2-2
5- 1
3-0
1-0
6- 2
1-0
Laugardagur 15. apríl 1972
o