Alþýðublaðið - 15.04.1972, Blaðsíða 5
Utgáfufélag Alþýöublaðsins h.f. Ritstjóri
(áb.). Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8-10.
Sighvatur Björgvinsson
Blaðaprent h.f.
ARAS A NEYTENDUR
Rikisstjórnin hefur heldur
betur sent neytendum kveðjur
sinar i frumvarpi til laga um
Framleiðsluráð landbúnaðarins
og verðlagningu landbúnaðar-
afurða. Fyrst hyggst rikis-
stjórnin svipta neytendur
mikilsverðum rétti til þess að
hafa áhrif á verðlagningu land-
búnaðarafurða, en siðan ráð-
gerir hún enn nýjar álögur á
neytendur með landbúnaðar-
vöruverðshækkun, og eiga þær
álögur að standa undir endur-
nýjun á fra mleiðslutækjum
landbúnaðarins.
i fjöldamörg ár hafa neytend-
ur á islandi fengið að hafa ihlut-
unarrétt um verðlagningu á
landbúnaðarafurðum. Verka-
lýðssamtökin i landinu hafa átt
fulltrúa i nefnd þeirri, sem um
verðlagningarmálin hefur fjall-
að og enda þótt verðlagsþróunin
hafi orðið mjög óhagstæð fyrir
neytendur landbúnaðarafurða,
þá er enginn vafi á þvi, að full-
trúar neytenda i verðlagsnefnd-
inni hafa iðulega getað komið i
veg fyrir allt of ócðlilega miklar
verðhækkanir á þessari
þýðingarmiklu neyzluvöru
islenzkra heimila. A.m.k. hefur
vera neytendafulltrúanna i
nefndinni orðið til þess, að
sjónarmið neytendanna hafa
komið þar skýrt fram.
íslenzkur landbúnaðarafurðir
eru í hópi allra þýðingarmestu
neyzluvara hverrar fjölskyldu.
Verðlag þessarar vörutegundar
hefur geysimikil áhrif á afkomu
heimilanna. Stórkostlegar verð-
hækkanir hafa orðið á landbún-
aðarafurðum öll undanfarin ár,-
m.a. tvær miklar hækkanir á
aðeins röskum þrem fyrstu
mánuðum ársins 1972. Neyt-
endur landbúnaðarafurða hafa
þvi átt i vök að verjast i verð-
lagningarmálunum.
Hinar miklu verðhækkanir
landbúnaðarafurða hafa glögg-
lega leitt i Ijós, að núverandi
verðlagningarkerfi hefur gengið
sér til húðar. Breytingar voru
þvi nauðsynlegar. En þær
breytingar átti að gera i þá átt,
að neytendur öðluðust meiri
áhrif á verðlagningarmálin.
Það er ekkert, sem réttlætir
það, að áhrif neytenda á þau
mál séu skert frá þvi, sem verið
hefur.
En þaö er einmitt það, sem
rikisstjórnin hyggst gera. Hún
hyggst ekki aðeins skerða áhrif
neytenda, heldur afnema þau
með öllu. i frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar er gert ráð fyrir
þvi, að eftirleiðis eigi neytendur
engan fulltrúa i verðiagsnefnd
landbúnaðarafurða og hafi þar
af leiðandi engin áhrif á verð-
lagningu þeirra afurða. Bændur
eiga skv. frumvarpi rikisstjórn-
arinnar aö semja um þau mál
við rikisstjórnina eina. Neyt-
endum er gersamlega „kúplað”
frá.
Þessar fyrirætlanir eru ein-
hverjar þær grófustu árásir á
ré'tt og hagsmuni islenzkra
neytenda, sem rikisstjórnin hef-
ur gert sig seka um,- og hefur
hún þó þar vel að verið. Þessari
árás hljóta Neytendasamtökin
og verkalýðssamtökin að mót-
mæla harðlega.
Auðséð er, hverjir þarna hafa
ráðið ferðinni innan rikisstjórn-
arinnar, en það er furðulegt, að
fyrrverandi forseti Alþýðusam-
bands islands, Hannibal Valdi-
marsson, skuli láta hafa sig til
þess að samþykkja slika aðför
að hagsmunum verkafólks og
annarra neytenda landbúnaðar-
afurða i þjóðfélaginu. En bæði
hann og samráðherrar hans úr
Samtökum frjálslyndra og
Alþýðubandalaginu virðast ekk-
ert athugavert sjá við það, þótt
verkalýðssamtökin og þar með
islenzkir neytendur séu svipt
öllum áhrifum á verðlagningu
landbúnaðarafurða á islandi.
Þeir flytja með ráðherrum
F ra m sóknar f lokks ins laga-
frumvarp, sem beinlinis hefur
það markmið að svipta neyt-
endur mikilsverðum réttindum
og fyrrverandi forseti Alþýðu-
sambands íslands lýsir sig sam-
þykkan því, að fulltrúar verka-
lýðshreyfingarinnar séu reknir
með lögum úr nefnd, sem
ákveða á verðlagið á þýðingar-
mestu neyzluvörum alþýðu-
heimilanna. Er það á þennan
hátt, sem kommúnistar og
frjálslyndir hyggjast gæta rétt-
inda verkafólksins i landinu?
ÞETTA ER OF
LANGT GEHGI
En rikisstjórninni þykir ekki
nægilega að gert með þvi að
neytendur séu sviptir svo mikil-
vægum réttindum. Fleiri „góð-
gerðir” á hún handa þeim i
pokahorninu.
i umræddu frumvarpi bein-
linis skipuleggur rikisstjórnin
þriðju landbúnaðarvöruverðs
hækkunina. Og til hvers? Til
þess að láta neytendur bera a 11-
an kostnaðinn af endurnýjun á
framleiðslutækjum bænda.
Ráðgert er að verja miklu fé
til þess að endurbæta sláturhús
og mjólkurbú. Undir slikum
kringumstæðum er það venjan,
að viðkomandi atvinnugrein
standi sjálf undir slíkum kostn-
aði, en njóti lánafyrirgreiðslu og
annarrar fjárhagsaðstoðar hins
opinbera.
En þannig er ekki ætlunin að
endurnýja þessi framleiðslu-
tæki landbúnaðarins. Bændur
eiga engan kostnaö af þvi að
bera. Neytendur eiga ða borga
brúsann! Fjárins á að afla með
þvi að hækka landbúnaðaraf-
urðir i verði einu sinni enn!
Eins og öllum er kunnugt þarf
hraðfrystiiðnaðurinn að leggja
út i gifurlegan kostnað við um-
bætur og endurnýjun hrað-
frystihúsa, svo þau standist
ströngustu kröfur erlendra fisk-
innflytjenda. Þessa fjármuni
þarf hraðfrystiiðnaðurinn vita-
skuld sjálfur að leggja fram, en
nýtur til þess lánafyrirgreiðslu
og annarar aðstoðar ríkisvalds-
ins, eins og sjálfsagt er. Engum
hefur hins vegar dottið i hug að
láta þá islendinga, sem borða
fisk, borga brúsann með þvi að
fiskverðið innanlands sé hækk-
að. En það er nákvæmlcga þess
konar afgrciðsla, sem rikis-
stjórnin ætlar að hafa á i sam-
bandi við endurnýjunina á
framlciðslutækjum land-
búnaðarins. Fólkið, sem borðar
kjöt, smjör og osta og drekkur
mjólk, á að borga brúsann. Er
þetta ekki einum of langt geng-
ið, Halldór E. Sigurðsson?
STÚRMÁL
smámAl?
t umræðum þeim, sem áttu sér
stað á Alþingi um flugbrautar-
málið á Keflavikurflugvelli, létu
getið hvað eftir annað, for-
. sætisráðherra og utanrikisráð-
herra, að hér væri alls ekki um
stórmál að ræða. Það væri smá-
mál, sem hér væri á ferð, og þess
vegna alls engin ástæða til þess
að gera sérstakt veður út af af-
greiðslu þess. Ýmsum fannst að
visu, að býsna digurbarkalega
væri talað, þegar framkvæmd,
sem kosta mun um 500 millj. kr.,
er talin til smámála. Flestir
munu lita svo á, að talsverðu máli
skipti fyrir islenzkan þjóðar-
búskap, hvort islenzka rikið
verður að kosta framkvæmdina
eða hvort erlendur aðili greiðir
kostnaðinn. Hitt hlaut ekki siður
að vekja athygli, að þegar for-
sætis- og utanrikisráðherra lýstu
þessari skoðun sinni á málinu,
höfðu tveir samráðherrar þeirra,
viðskiptaráðherrann og iðnaðar-
ráðherrann, látið bóka það eftir
sér á ráðherrafundi, að það væri
forsenda sjálfstæðrar islenzkrar
utanrikisstefnu, að þvi yrði
neitað, að erlendur aðili kostaði
slika framkvæmd sem þessa.
Auðvitað hlýtur mál, sem slikt
gildir um, að vera stórmál i
augum þessara siðar nefndu ráð-
herra.
Það getur ekki verið, að
Alþýðubandalagsráðherrarnir
hafi heyrt það i fyrsta sinni á Al-
þingi, eftir að málið var afgreitt,
að Framsóknarráðherrarnir
teldu málið smámál. Það hljóta
þeir að hafa sagt i rikisstjórninni.
Og fyrst þeir töldu málið smámál,
gat þeim ekki verið fast i hendi,
að tilboði Bandarikjastjórnar
væri tekið. Enginn forsætisráð-
herra lætur stjórnarsamstarf
stranda á smámáli. Alþýðu-
bandalagsráðherrunum hefði þvi
átt að vera i lófa lagið að stöðva
framgang þess, ef þeir hefðu kært
sig um. Þeir gátu einfaldlega
Lesendur eru beðnir velvirð-
ingar á þvi, hve birting þessarar
þriðju greinar um brautryðj-
endur jafnaðarstefnunnar á
Bretlandseyjum hefur dregist.
Greinin átti að birtast i siðasta
laugardagsblaði og er sú siðasta
i greinaflokknum.
Úndir aldamótin siðustu, eða
undir lok „Viktorianska tima-
bilsins”, eins og það er kallað af
brezkum, urðu athuglisverð
straumhvörf á Stóra-Bret
landi, bæði i stjórnmálum og
bókmenntum: fram á sjónarar-
sviöið kom allt i einu ný kynslóð
með ný viðhorf og breytta af-
stöðu til vandamálanna, raunar
lika önnur vandamál en undan-
farnar kynslóðir. Kynslóð sem
einkenndist af hagfræðilegum
hugleiðingum bg áhuga á fé-
lagslegum vandamálum i
brezku þjóðfélagi.
Hvað bókmenntirnar snerti,
þá komu þessi nýju viðhorf
óviða jafn greinilega fram og
hjá rithöfundinum Herbert
George Wells, sem fyrir örugga
og skipulagða sókn á langri ævi
tókst að verða einn kunnasti rit-
höfundur og eignast fjölmenn-
astan lesendahóp meðal ensku
mælandi manna. Hann var
fæddur árið 1866, og þvi tiu
árum yngri en Bernard Shaw,
sem hann átti eftir að kynnast i
Fabian félagsskapnum árið
1903, og stóðu þau kynni eftir
það meðan báðir lifðu.
Foreldrar hans voru af lægri
miðstétt, og heimilið var i þvi
hverfi i Lundúnum þar sem
skilin milli auðs og fátæktar eru
hvað greinilegust. Það var eins
og örlögin hefðu ákveðið að
hann skyldi verða jafnaðarmað-
ur, segir i ævisögu hans. Hann
gerðist fyrst verkamaður, en
lagði siðan stund á nám i æðri
skólum og varð frábær kennari i
náttúrufræðum. Ahugi hans á
þeirri grein fylgdi honum alla
ævi, ásamt áhuga hans á öllum
samfélagsmálum.
Það voru einskonar furðu-
sögur, sem urðu frumraun hans
sem rithöfundar, þær komu út
1895 og vöktu mikla athygli.
Hann varð siðar frábær höfund-
ur á þvi sviði, sem við köllum
visindareifara nú, frásagnir
hans báru vitni bæði hugmynda-
flugi og snilli.
Ahugi hans á samfélagsmál-
um efldist stöðugt, og árið 1903
gerðist hann meðlimur i Fabian
félagsskapnum. Menntabrag-
urinn, sem einkenndi þann fé-
lagsskap, átti vel við hann. Eins
og áður er getið var sá félags
skapur stofnaður til að marka
og útbreiða stefnu jafnaðar-
manna og berjast fyrir félags-
legum endurbótum samkvæmt
þeirri stefnu. Nafnið höfðu fé-
lagsstofnendur sótt i sögu Róm-
verja — Fabian Cunctator —
það er Fabian hinn hikgjarni —
og vildu þeir þar með gefa til
kynna að þeir stefndu að hæg-
fara endurbótum, en ekki bylt-
ingu. Það var fyrst og fremst
Sidney Webb, sem mótaði þessa
raunhæfu framkvæmdastefnu,
sem um langt bil átti eftir að
setja svip sinn á brezka verka-
lýðsbaráttu, fremur en hreinn
Marxismi.
Wells var upphaflega þessari
stefnu fylgjandi, en reis þó gegn
henni að þrem árum liðnum.
Hann kvað sinn eiginn
sósialisma vera allt of róttækan
til að hann ætti samleið með
hinum gætnu Fabians-mönnum.
Einnig bar hann þeim á brýn
þröngsýni i stjórnmálum. Þeir
höfðu takmarkað sig við eina
stétt, en þvi gat Wells ekki fylgt.
Sjálfur kvaðst hann trúa á
„alheimsbræðralag manna og
viðurkenningu á samábyrgð
allra gagnvart mannkyninu”.
Yngri sagnfræðingar álita hins-
vegar að ástæðan fyrir þvi að
Wells sagði skilið við Fabians-
félagsskapinn hafi verið sú að
hann hafi verið of þvergirðings-
legur og sérsinna, og eins að
hann hafi smámsaman fengið
öllu meiri áhuga á visindum en
stjórnmálum. Komizt á þá
skoðun að visindin ein gætu veitt
manninum það vald sem með
þurfti til að brjóta á bak aftur
allt stéttaskipulag og endurbæta
heiminn.
Þessar skoðanir áttu og eftir
að koma greinilega fram i
mörgum af ritverkum hans.
Wells-sérfræðingur kemst svo
að orði: „Bækur hans voru eins
og hornablástur, sem boðaði
hinum ungu upphaf nýrrar
aldar nokkru eftir aldamótin.
vitnað til þess, að ráðherrar
Framsóknarflokksins teldu hér
vera um smámál að ræða, og þess
vegna ekkert vit i þvi að láta
stjórnarsamstarf stranda á af-
greiðslu þess. Ef ráðherrar
Alþýðubandalagsins hefðu ein-
faldlega hótað að segja af sér, ef
tilboðinu væri tekið, hlutu þeir að
geta gengið út frá þvi, að niður-
staðan yrði sú, að tilboðinu yrði
hafnað, þar eð Framsóknar-
flokkurinn léti ekki stjórnina
sundrast vegna smámáls.
En ráðherrar Alþýðubanda-
lagsins lögðu ekki ráðherrastóla
sina að veði. Þeir létu sér nægja
að bóka. Siðan sátu þeir áfram i
stólunum, hinir rólegustu, — virt-
ust ekki einu sinni hafa sam-
vizkubit. Framsóknarráðherr-
arnir fengu vilja sinum fram-
geng. Þeir fengu að svipta ts-
lendinga forsendu þess, að unnt
sé að fylgja fram sjálfstæðri
utanrikisstefnu á Islandi. Hvað
Framhald á bls. 8.
BRAUTRYDIENDUR JAFNAO-
ARSTEFNUNNAR IENGLANDI
Hornablástur, sem gall við i
heimi rykfallinna erfðakenn-
inga, þar sem meirihluti lærðra
kennara reyndi af alefli að troða
vafasamri þekkingu sinni i
nemendurna, og þar sem litið
var upp til foreldranna sem
Framhald á bls. 8.
©
Laugardagur 15. apríl 1972