Alþýðublaðið - 15.04.1972, Blaðsíða 12
alþýðu
Alþýöubankinn hf
ykkar hagur/okkar metnaöur
Askriftarsíminn er
86666
SENDIBIL ASTODIN HF
OKKáR k
MIItLI
» • ö
Mörg bæjarfélögin hafa sett
sig á hausinn meft togaraútgerð,
Vestmannaeyjar m.a. tvisvar
eða þrisvar, en nú vilja þessi
bæjarfélög ólm fá skuttogara —
og fara á hausinn aftur—Frá
árinu 1!)0H fram til 1969 jókst
meðalársnyt kúa i nautgripa-
ræktarfélögum úr 2242 kg með
:i,6U%fitu, eða 8071 fituciningu, i
2698 kg. með 4,04% fitu. eða
14940 fitueiningar-Meðalnyt
allra kúa á landinu er nú talin
um 2100 kg ársnyt og fitan
2,98%—A þeim -tveimur sæö-
ingarstöðvum sem reknar eru
á landinu voru á sl. ári sæddar
20.000 kýr, sem eru um 75% af
kúnum i landinu-Fyrir skömmu
var ákveðiö hjá sjónvarpinu, að
þyngsti starfsmaöur stofnunar-
innar skyldi fá aö velja matinn i
mötuneytinu einn dag. Það voru
þeir Kniil Björnsson og Magnús
Bjarnfreðsson, sem kepptu til
úrslita, og hafði Magnús naum-
an sigur. Ekki vitum viö hvaða
mat hann pantaði—A laugar-
daginn var sögöum við frá
barnsfaðernismáli gegn lög-
regluþjóni einum. Síðan höfum
við fengið þá vitneskju, að þetta
hafi veriö rakin kjaftasaga, og
cnginn fótur sé fyrir henni—Við
sögðum á laugardaginn að i
iiúsfreyjunni sé fastur þáttur
með nafninu okkar á miili sagt.
Sigriður Thorlacius hringdi I
vikunni og sagði að hann hafi
verið i blaðinu siðan 1954 og sé
þvi eldri en okkar þáttur.Okkar
þáttur hefur aftur verið I
Alþýðuhlaöinu i mörg herrans
ár, þó hann hafi fallið niöur um
tima og tima, falla báðir aöilar
frá málssókn þar sem ekki er á
hreinu hvcnær okkar þáttur hóf
göngu sina—Samkvæmt tillögu
byggingafulltrúa skulu götur i
norðurhluta Breiöholts III
heita: Vesturhólar, Álftahólar,
Blikahólar, Dúfnahólar, Gauks-
hólar, Hrafnhólar, og Krfuhól-
ar—-Samþykkt var fyrir
skömmu að settir skyldu upp
stöðumælar norðan við Kirkju-
stræti, gegnt Landsimahúsinu,
gjald verður kr. 5,00 fyrir hverj-
ar byrjaðar 20 minútur, en
hámarks stöðutimi 1 klst—Um-
ferðarnefnd hefur lika sam-
þykkt tvær nýjar aðaibrautir:
Breiðholtsbraut og Stekkjar-
bakki—
EG ER AÐ REYNA AÐ
KOMAST TiL BOTNS i ÞVI
HVORT NYBAKAÐIR
S J ÓM E N N S ÉU
LÍTILSIGLDIR
Forseti tslands, dr. Kristján
KldjárífS varð fyrstur til að
kaupa „Rauðu fjöðrina”, sem
seld verður um land allt i dag og
á morgun. öllum hagnaði af söl-
unni veröur variö til lækjakaupa
víðsvegar um landið og handa
augnlækningadeildinni við
Landakotsspitala. Tilfinnan-
legur skortur cr á nauðsyn-
legum tækjum i baráttunni gegn
blindu.
FTHIR 50 ARUM
Alþýðufræðsla Stúdentafélagsins: Um
mannkynbætur talar Guðmundur Finn-
bogason prófessor á annan í páskum kl. 2 i
Nýja Biói. Miðar á 50 aura við innganginn
frá kl. 1,30.
Mátulega peninga.
SKUTTOGARAKAUPIN
Vandinn er margur, en eitt er lausnarorðið,
i útvegsmálunum þjóðin er fljót til svara,
menn koma móðir og másandi og leggja á borðið
milljónirnar: ég ætla að fá einn skuttogara.
Slik togaraútgerð er svo sem að likum lætur
vor lifshugsjón og sjávarútvegsins prýði.
Um gervalla álfuna er unnið daga og nætur
i islenzkra þágu að skuttogarasmiði.
Hvern strákskussa dreymir um stórkostlega veiði,
i stanzlausum torfum göngurnar koma og fara,
og fólk sem á tjörn uppá Tvidægru og Arnarvatnsheiði
er tekið að ræða um að fá sér skuttogara.
a
IG&A V/6rGA OGr
1'IL.VE.RAÞ/
Mengunarbann eftir 50 tima setu — Bráðlá á
Róbert leikur Bjart — Sopinn góður, og stór
FRETTIR HEÐAN
OG LÍKA ÞAÐAN
1 nótt var vonazt til þess að full-
trúar á mengunarráðstefnunni
kæmust að samkomulagi um
bann við losun úrgangsefna i sjó,
eftir nær 50 tima fundarsetu á
Hótel Loftleiðum þessa vikuna.
Ráðstefnan hófst á mánudags-
morgun, og sitja hana 90 fulltrúar
frá 30 löndum.
,,betta stendur allt á járnum
þessa stundina, og ég get ekki
sagt annað en það, að við von-
umst eftir að ná samkomulagi
einhvern timan i nótt” sagði bor-
steinn Ingólfsson fulltrúi i Utan-
rikisráðuneytinu þegar blaðið
hafði samband við hann um
kvöldmatarleytið i gær.
bá stóðu fundir ennþá yfir, og
áttu að halda áfram fram á nótt ef
þörf krefði. Fundurinn hefur
gengið alveg samkvæmt áætlun,
og i gær var langt komið með að
gera uppkast að samningi um
bann við þvi að losa úrgangsefni i
sjó. Búizt; er við opinberri
tilkynningu um málið i dag.
bað er rikisstjórn tslands sem
boðið hefur til þessarar ráð-
stefnu, og er Hjálmar Bárðarson
siglingamálastjóri i forsæti á ráð-
stefnunni.
¥ ¥ ¥
Lögreglan i Prag þurfti fyrir
skömmu að stöðva ungan bil-
stjóra fyrir of hraðan akstur.
begar lögreglan spurði eftir
ástæðunni fyrir hinum hraða
akstri svaraði maðurinn.
„Billinn minn er vita bremsu-
laus, og þess vegna þurfti ég að
koma honum á verkstæði eins
fljótt og mögulegt var.”
¥ ¥ ¥
A sjötugsafmæli Halldórs Lax-
ness, 23. april nk„ frumsýnir
bjóðleikhúsið Sjálfstætt fólk, i
leikbúningi höfundar og Baldvins
Halldórssonar leikara, og er sá
siðarnefndi jafn framt leikstjóri.
Róbert Arnfinnsson fer með
hlutverk Bjarts i Sumarhúsum,
og er það fyrsta hlutverk hans hjá
bjóðleikhúsjnu eftir leiksigrana
miklu i býzkalandi.
Briet Héðinsdóttir leikur Ástu
Sóllilju fullorðna, bóra Friðriks-
dóttir leikur Rauðs-
mýrardömuna, Rúrik Haralds-
son leikur Jón hreppstjóra, Valur
Gislason leikur séra Guðmund,
Bessi Bjarnason fjallkónginn,
Gunnar Eyjólfsson Ingólf Arnar-
son, Kristbjörg Kjeld Finnu og
Arni Tryggvason bórð i Niður-
koti.
Leikmyndir eru gerðar af
Snorra Sveini Friðrikssyni, og er
þetta i fyrsta skipti, sem hann
t~ÚT AP /-ÍFINU
gerir leikmyndir fyrir þjóðleik-
húsið, en hann starfar við sjón-
varpið sem leikmyndateiknari.
Sjálfstætt fólk er fimmta leik-
ritið sem bjóðleikhúsið sýnir eftir
Halldór Laxness.
¥ ¥ ¥
i\y samtalsbók Halldórs Lax-
ness er komin út hjá Helgafelli.
Skeggræðurnar er fyrsta bók
Helgafells að minnast 70 ára
afmælis Halldórs Laxness 23.
april nk„ en afmælisbækurnar
verða alls fimm og koma út
smám saman á árinu.
Næst kemur „Norðan-
stúlkan” (Atómstöðin) i leik-
sviðsgerð borsteins Gunnars-
sonar og Sveins Einarssonar og
þar næst „Bjartur i Sumar-
húsum og blómið”, leikútgáfa
Baldvins Halldórssonar að
Sjálfstæðu fólki, sem frumflutt
verður i bjóðleikhúsinu á
sjötugsafmæli nóbelsskáldsins
23. april.
Fjórða bókin er ný útgáfa af
Laxdælasögu með -nútima staf-
setningu H.L. og 30 nýjum
teikningum og skreytingum
eftir fjóra listamenn úr hópi
hinna yngstu málara okkar.
Bókin er i raun og veru i
tveimur útgáfum, nútima
stafsett útgáfa Bókmennta-
félagsins i heild með litlum frá-
vikum og markað með sérstöku
letri, og tillögum Halldórs sjáifs
um úrfellingar i listrænum
útgáfum framtiðarinnar af
fornritunum.
bessi útgáfa á sérstaklega að
minna á baráttu skáldsins við
stjórnarvöld íslands um staf-
setningu og skáldskap. Ritar
Kristján Karlsson formála þar
sem meðal annars er vikið að
þessu baráttumáli skáldsins.
Fimmta og siðasta afmælis-
bókin er ný útgáfa, á ensku, af
Kristnihaldi undir jökli, i þýð-
ingu Magnúsar Magnússonar i
Edinborg. Kemur bókin út i
nóvember og er hugsuð sem
gjafabók handa enskumælandi
fólki. Er þýðing Magnúsar talin
með afbrigðum vel gerð.
¥ ¥ ¥
Margaret Daniells, sem vinnur
á bar i London, setti fyrir nokkru
nýtt met i þvi aö drekka hálfan
litra af bjór. Tók það hana 2,5 sek-
úndur að innbyrða bjórinn, en
gamla metið var 2,8 sekúndur.
begar Margaret voru færðar
fréttirnar varð henni að orði:
Aldrei i lifinu, þetta er ekki hægt.