Alþýðublaðið - 15.04.1972, Page 10

Alþýðublaðið - 15.04.1972, Page 10
EDGAR VUiGJE VEUIIR ★ Serían um hafið. ★ Tamdir silungar í Svartárdal ★ Að draga úr drápi. SJÓNVARPIÐ á þakkir skilið fyrir margt, en eitt allra bezta efni sem það hefur boðið uppá er serian um hafið. Má ég biðja um meira þess konar? Og kannski var siðasti þátturinn skemmti- legastur. Hann gekk að veru- legu leyti útá þgð að sýna vin- gjarnleg samskipti manna við vilit dýr i náttúrlegu umhverfi, auðvitað sjávardýr. Ég hef iðu- lega minnzt á höfrunga og hnis- ur sem virðast vera einstaklega vingjarnleg i garð manna fyrir utan miklar gáfur og sérkenni- lega hæfileika sem manninn skortir. En öll dýr virðast gang- ast fyrir góðu. VANALEGA skiptir maðurinn sér ekki af villtum dýrum - nema til að leggja þau að velli eða þrengja að kosti þeirra með umbreytingu náttúrunnar. En tilfinningaieg og vitsmunaleg samskipti við villt dýr eru samt að byrja. Og vonandi fer vax- andi skilningur á þeirri gleði sem þannig getur fallið mönn- um i skaut. Dýr eru spök þar sem þau hafa ekkert að óttast. Það er jafnvel hægt að komast i vingjarnlega snertingu við fiska, lika þeir gangast fyrir góðu. Ég þurfti ekki myndina á miðvikudagskvöldið til að sann- færa mig um það, þvi þegar ég var strákur tömdum við fóst- bræðurnir silunga i bæjarlækn- um á Skeggsstöðum. Silungarn- ir gleymdu ekki, silungur sem einu sinni var orðinn taminn hélt áfram að vera gæfur, sér- staklega man ég eftir þriflegum urriða sem reyndist okkur tryggur vinur. bESS ERU mýmörg dæmi að villt dýr virði bönd vináttunnar. En þvi gleymir maðurinn stund- um. Ungar ljóna eða hlébarða sem alast upp með lömbum gera þeim aldrei mein, ekki heldur bótt bæði lömbin og beir verði fullorðin. Kötturinn varði eitt sinn kanarifugl fyrir öðrum ketti, en kötturinn og fuglinn ól- ust upp saman hjá fjölskyldu nokkurri. Og mannýg naut eru kannski einsog lömb i höndum barna sem vön eru að reka nautgripina: ég þekki þess dæmi. MÉR FINNST við eiga að semja frið við dýrin - endaþótt auðvit- að komi ekki til mála að lifverur jarðarinnar hætti að lifa hver á annarri. En óþarft dráp og eyði- leggingu eigum við að forðast. Við hljótum lika að breyta um afstöðu til dýranna yfirleitt ef við förum að geta. „talað” við höfrunga, sem kannski er á næsta leiti. Þá eru i fyrsta skipti komin á samskipti milli tegunda dýrarikisins (þvi mað- urinn tilheyrir auðvitað dýra- rikinu). Áður höfum við nefni- lega aðeins haft samskipti viö einstök dýr, t.d. hver maður við sinn hund. Það er sannarlega ekki ómerkur áfangi á þroska- braut mannsins. Sigvaldi. FIS Fis: Litið gagn- ar göngumanni göfug ætt. Islenzkur máls- háttur. Ingólfs-Café Gömludansarnir í kvöld kl. 9 Hljómsveit Þorvaldar Björnssonar. Söngvari: Grétar Guðmundsson. Aðgöngumiðasalan frá kl. 5 — Simi 12826 Ingólfs-Café BINGO ó sunnudag kl. 3 Aðalvinningur eftir vali. 11 umferðir spilaðar. NYJA SIMANUMERFÐ þO ERT COÓRF SVÖLte HVERS VBóNÍA F^ROLlNA - wcwsrv Þö HVÉRERT'HÚ ^ /“FTOR ? t dag er laugardagurinn 15. april, 106. dagur ársins 1972. Árdegisháflæði i Reykjavik kl. 07.09, siðdegisháflæði kl. 19.31. Sólarupprás kl. 05.56, sólarlag kl. 21.02,- LÆKNAR Læknastofur eru lokaðar á laugardögum, nema læknastofan að Klapparstig 25, sem er opin milli 9-12 simar 11680 og 11360. Við vitjanabeiðnum er tekið hjá kvöld og helgidagavakt, simi 21230. Læknavakt i Hafnarfirði og Garðahreppi: Upplýsingar i lög- regluvarðstofunni i sima 50181 og slökkvistöðinni i sima 51100, hefst hvern virkan dag kl. 17 og stendur til kl. 8 að morgni. Um heigar frá 13 á laugardegi tii ki. 8 á mánu- dagsmorgni. Simi 21230. Mænusóttarbólusetning fyrir fuliorðna fer fram i Heilsuvernd- arstöð Reykjavikur, á mánudög- um kl. 17-19. Gengið inn frá Barónsstig yfir brúna. Sjúkrabifreiðar fyrir Reykja- vík og Kópavog eru i sima 11100. Tannlæknavakt er I Heilsu- verndarstöðinni, þar sem slysa- varðstofan var, og er opin laugar- daga og sunnudaga kl. 5-6 e.h. Simi 22411. SKIPIN Skipaútgerð rikisins. Esja fór i fyrradag vestur um land i hringferð. Hekla fer frá Reykjavik á þriðju- dag austur um i hringferð. Herjólfurkom til Vestmannaeyja i morgun frá Reykjavik. Skipadcild StS. Arnarfell fer i dag frá Hull til Reykjavikur. Jökulfell (fer frá Hornafirði i dag til Austfjarða og Norðurlands- hafna. Disarfeller á leið frá Svendborg til Austfjarða og Reykjavikur. Helgafell er i Borgarnesi. Mælifell er i Helsinki, fer til Kotka og Valkom. Skaftafeil er á leið til New Bedford frá Þorlákshöfn. Hvassafell er væntanlegt til Reykjavikur á morgun. Laugardagur 15. apríl 17.00 Slim John Enskukennsla i sjónvarpi. 20. þáttur. 17.30 Enska knattspyrnan Bir- mingham City gegn Millwall. 18.15 t þróttir Frá Skiðamóti ís- lands á Isafirði. Umsjónar maöur Omar Ragnarsson. Hié 20.00 Fréttir 20.20 Veður og augiýsingar 20.25 Hve glöð er vor æska Brezkur gamanmyndaflokkur Aftur til starfa Þýðandi Jón Tho Útvarp LAUGARDAGUR 15. apríl. 7.00 Morgunútvarp. t vikuiokinkl. 10.25. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 óskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 Viðsjá. Haraldur Ólafsson dagskrárstjóri flytur þáttinn. 15.00 Fréttir. 15.15 Stanz. Jón Gauti og Arni Ólafur Lárusson stjórna þætti Raðvarla ! ^ VÆR] ^ v 6ÚINNAÐ AF WEMNFÓLKi /.. Stapafell lestar á Norðurlands- höfnum. Litlafeller i Reykjavik. Utstraum er á leið frá Osló til Reykjavikur. Renate S er á leið frá Heröya til Islands. FÉLAGSLÍF VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMSÓKN Fjölmennið á spilakvöldið fimmtudaginn 20. april (Sumar- daginn fyrsta) kl. 20.30 i Alþýöu- húsinu v/Hvg. Strandganga: Reykjanesviti — Mölvik. Brottför kl. 9,30 frá Umferðar- miðstöðinni. Verð kr. 400,00 Ferðarfélag Islands. BLÖÐ OG TIMARJL Ný afmælisdagabók, er nefnist Dagperlur er komin út með visum eftir 31 þjóðkunn skáld. útgefandi er Vikurút- gáfan, en Gunnar Þórðarson frá Grænumýrartungu hefur valið ljóðin. Auglýsingastofan hf., Gisli B. Björnson hefur séð um teikningar og útlit bókarinnar. Ljóðunum er efnislega raðað eftir árstiðum, þannig að efni þeirra er jafnan i sem mestu samræmi við það veðurfar og ástand umhverfisins, sem rik- jandi er hverju sinni. Höfun- dunum er einnig raðað eftir fastri reglu, þannig að hver mánuður hefst með ljóði eftir elzta skáldið og lýkur með kvæði yngsta skáldsin-. Höfundarnir eru þessir: Bjarni Thorarensen, Sigurður Breiðfjörð, Jónas Hallgrimsson, Jón Thoroddsen, Grimur Thomsen, Benedikt Gröndal (Sveinbjarnarson), Páll Ólafsson, Steingrimur Thor- steinsson, Matthlas Jochums son, Kristján Jónsson, Stephan G. Stephansson, Þorsteinn Er- Haraldsson. 20.50 Nýjasta tækni og visindi. Gjörgæzla hjartasjúklinga, Verðmætum bjargað úr skips- flökutn. Bilharzia, hitabeltis- sjúkdómur. Þriðja tunglráð- stefnan. Umsjónarmaður Orn- ólfur Thorlacius. 21.15 Vitið þér enn? Spurninga- þáttur i umsjá Barða Friðriks- sonar. Keppendur Eirikur Ei- riksson frá Dagverðargerði og Auðunn Bragi Svinsson, kenn- ari. 21.50 Alexander Nevsky Kvik- um umferðarmál og kynna létt lög. 15.55 tslenzkt mál. Endurtekinn þáttur dr. Jakobs Benedikts- sonar frá s.l. mánudegi. 16.15 Veðurfregnir. Barnatimi. a. Siðari hluti leikritsins ,,A eyöi- ey” eftir Einar Loga Einarsson b. Merkur tsiendingur. Jón R. Hjálmarsson skólastjóri segir frá Jóni Trausta. 16.50 Barnalög sungin og leikin. 17.00 Fréttir. A nótum æskunnar. Pétur Steingrimsson og Andrea rý\ ab ÞÓ6Etor' lingsson, Hannes Hafstein, Einar Benediktsson, Þorsteinn Gislason, Guðmundur Friðjóns- son, Jón Trausti (Guðmundur Magnússon), Guðmundur Guð- mundsson, Guttormur J. Guttormsson, Sigurður Jónsson, Hulda (Unnur Bjarklind), örn Arnarson, (Magnús Stefán- sson), Jakob Thorarensen, Stefán frá Hvitadal, Davið Stefánsson, Jón Magnússon, Jóhannes úr Kötlum, Tómas Guðmundsson, Guðmundur Frimann, Guðmundur Böðvars- son, Þorsteinn Valdimarsson. Teikningar af skáldunum eru á hverri siðu með ljóðunum og auk þess eru neðst á siðu st- jörnumerki i gömlum stil frá svonefndum Grundarstól, sem er i Þjóðminjasafni Islands, talin vera frá þvi um 1550. Fuglamyndir eru fremst á blaði i byrjun hvers mánaðar. Einnig eru prentuð gömlu mánaðarheitin. Bókin er unnin að öllu leyti i Prentsmiðjunni Hólar hf. A—A SAMTÖKIN. Viðtalstimi alla virka daga kl. 18.00 til 19.00 I sima 1-63-73. skákm Svart: Akureyri: Atli' Benediktsson og Bragi Pálmason. ABCDEFGH ABCDEFGB Hvitt: Reykjavik: Hilmai Viggósson og Jón Viglundsson. 9. leikur Akureyringa b7—b5. mynd frá árinu 1938, gerð af rússneska leikstjóranum og kvikmyndagerðarmanninum Sergei Eisenstein. Tónlist við myndina samdi Sergei Prokofieff. Mynd þessi gerist á 13. öld og greinir frá bardögum Rússa við krossriddara vestan úr Evrópu. Titilhlutverkið leikur Nicolai Tsjerkasov. Þýð- andi Magnús Jónsson. For- málsorð flytur Erlendur Sveinsson. 23.35 Dagskrárlok Jónsdóttir kynna nýjustu dægurlögin. 17.40 Úr myndabók náttúrunnar. Ingimar óskarsson náttúru- fræðingur talar um tvær mikil- vægar nytjajurtir á norrænum og suðrænum slóðum. 18.00 Söngvar i léttum tón. King- bræður syngja. 18.25 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 i sjúnhending. Guðmundur Jónsson bregður plötum á fóninn. 20.45 Smásaga vikunnar: „Talað i rör” eftir Véstein I.úðviksson. Borgar Garöarsson leikari les. 21.05 Gestur islendinga I vor, Willi Boskovsky frá Vinarborg, stjórnar Strausshljómsveitinni á útvarpstónleikum þar i borg við flutning á tónlist eftir Strauss-feðga. 21.45 Innan hringsins. Arnheiður Sigurðardóttir margister les ljóð eftir Guðmund Böðvarsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55. Fréttir I stuttu máli. Dag- skrárlok. Laugardagur 15. apríl 1972

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.