Alþýðublaðið - 16.04.1972, Síða 2
FRÁ REYKJAVÍK
19. MAÍ
TIL REYKJA VÍKUR
23. MAÍ
VERÐ FRÁ
KR. 4.218-
„Til fiskiveiða
förum..."
Hvítasunnuferð m/s Gullfoss
til Vestmannaeyja
ISLAND OG
ÍSLENDIN GAR
Nú fer i hönd timi útivistar og
ferðalaga og er reyndar þegar
hafinn. Mikil hreyfing var á fólki
um páskana, enda eru þeir orðnir
meiri ferðahátið eu trúarhátið,
a.m.k. hér á landi. Veður var iika
hið ákjósanlegasta um hátiðina
og ýtti undir fólk að nota snjóinn
og sólskinið. Það má þess vegna
segja, að ferðatiminn hefjist með
fyrra móti að þessu sinni og
vonandi fáum við gott ferða-
sumar.
Það hefur orðið að ráði, að ég
skrifi nokkra ferðaþætti fyrir
Alþýðublaðið næstu vikurnar og
haldi mig þá eingöngu við innan-
landsferðir og ferðir sem sérstak-
lega eru miðaðar við tslendinga
sjálfa. Sem sagt: tsland og
lslendinga. t þessum þáttum
verður vakin athygli á hverjir
hafa slikar ferðir helzt með hönd-
um, um hvaða leiðir og staði er að
velja, brottfarartima og brott-
fararstað, fargjald, ferðabúnað
o.s. frv. Auk þess er ætlunin að
drepa litiliega á, hvað mark-
verðast er að sjá og skoða á
hverjum stað, eftir þvi sem
kunnugleiki og rúm leyfir.
Þessir pistlar eru fyrst og
fremst skrifaðir fyrir þá sem
áhuga hafa á náttúruskoðun i ein-
hverri mynd eða blátt áfram
hreyfingu, útivist og góðum
félagsskap, en hafa ekki farar-
tæki sjálfir eða taka hópferðalag
fram yfir akstur i eigin bil, sem er
reyndar sitt með hvoru móti að
mörgu leyti. I hópferð þar sem
leiðsögumaður er við hendina má
t.d. gera ráð fyrir að ýmiskonar
vitneskja um leiðina og staðinn sé
fáanlég, sem hæpnara væri að
verða sér úti um I einkaferðalagi.
Sömuleiðis er alltaf áhyggju-
minna að ferðast i annarra farar-
tæki og þurfa.ekki að standa i
akstri og viðgerðastússi sjálfur,
ef svo ber undir, þótt einka-
ferðalagið hafi að sjálfsögðu lika
sina kosti.
Helgarferöir
Til að byrja með er ætlunin að
vikja að stytztu ferðunum, hálfs
dags og eins dags ferðum, og þá
einkum og sér i lagi hérna i
nágrenni Reykjavikur, sem jafn-
framt eru ódýrustu ferðirnar.
Siðar kemur svo röðin að lengri
ferðum, tveggja og þriggja daga
ferðum, ferðum um hvitasunnu
og verzlunarmannahelgi og
sumarley fisferðum.
Eg gat þess i upphafi að segja
mætti að timi útivistar og ferða-
laga væri þegar hafinn. Ef til vill
hefði verið réttara að kveða
fastara að orði og segja að hann
hefði staðið i allan vetur og væri
nú að færast i sumarhorfið.
Sannleikurinn er nefnilega sá, að
Ferðafélag íslands hefur haldið
uppi gönguferðum um hverja
helgi I allan vetur og þátttaka
verið ágæt., Þetta hafa yfirleitt
verið siðdegisferðir, lagt af stað
úr bænum um kl. 1 eftir hádegi,
ekið á einhvern stað i nágrenni
bæjarins og gengið f fylgd kun-
nugs manns 3—4 tima. Þetta er i
fyrsta skipti i ferðamálasögu
tslands sem slik tilraun hefur
verið gerð,og eins og þegar hefur
verið vikið að,tókst hún mjög vel.
Að sögn Einars Þ. Guðjohnsen,
framkvæmdastjóra Ferða-
félagsins, verða nú teknar upp að
nýju morgunferðir á sunnu-
dögum, eins og verið hefur á
sumrin, siðdegisferðum hætt að
sinni. Hann taldi þó ekki óliklegt,
að þróunin yrði sú i framtiðinni,
að meira yrði stillt inn á siðdegis-
ferðirnar, einnig að sumrinu, þar
sem svo vei hefði tekizt i vetur og
allt benti til að þær ættu vin-
sældum að fagna meðal al-
mennings. En hvað sem því liður,
þá verða þær örugglega teknar
upp aftur undir haustið og ef til
vill skotið inn á milli annarra
ferða i sumar að einhverju leyti.
Það kemur i ljós við athugun,
að það eru ekki margir aðilar sem
halda uppi almennum náttúru-
skoðunarferðum hér á landi,
þ.e.a.s. ferðum sem ætlaðar eru
fyrst og fremst fyrir Islendinga
sjálfa. Það eru að visu ýmsar
ferðaskrifstofur sem annast
innanlandsferðir, þar sem öllum
er heimil þátttaka, jafnt lslen-
dingum sem útlendingum, svo
sem Ferðaskrifstofa rikisins,
Ferðaskrifstofa Olfars Jacobsen
og Guðmundur Jónasson, en þátt-
takendur eru samt sem áður
mestmegnis erlendir ferðamenn,
t.d. um 80% hjá Guðmundi Jónas-
syni og liklega enn hærri prósent-
tala hjá ferðaskrifstofunum sem
nefndar voru, enda ferðirnar
sérstaklega við það miðaðar.
Mér virðist hinsvegar i fljótu
bragði, að það séu aðallega tveir
aðilar, sem haldi uppi nátt-
úruskoðunarferðum af ýmsu tagi
fyrir íslendinga sérstaklega, þótt
útlendingum sé auðvitað heimil
þátttaka i þeim ferðum lika. En
þær eru þó fyrst og fremst mið-
aðar við islenzka ferðamenn og
einungis litill hundraðshluti út-
lendingar. Þessir tveir aðilar eru
Ferðafélag Islands og Farfugla-
deild Reykjavikur. Auk þessara
FYRSTI HLUTI
ÞÁTTA UM
FERÐALÖG
INNANLANDS
OG UTAN
GESTUR
GUÐFINNSSON
SKRIFAR
FYRSTA ÞÁTT
SINN UM
FERÐIR
INNANLANDS
0
Sunnudagur 16. apríl 1972