Alþýðublaðið - 16.04.1972, Page 4

Alþýðublaðið - 16.04.1972, Page 4
| Persónulýsing þeirra, sem fæddir eru í FISKAMERKINU - 19. febrúar - 20. marz. ★★★★★★★★★★*★************** HELZTA ÞEIRRA ÆTTI AO VERA HÚFSEMI Á ÖLLUM SVIÐUM - EN Magnús Kjartansson hefði sennilega orðið fyrirmyndar ráðuneytisstjóri Eðli þeirra, sem fæddir Fólk litur á Fiskana sem TÓMAS OG GUNNAR: FREKAR DIPLOMATÍA EN PÓLITÍK eru undir Fiskamerkinu er yfirleitt mjög mótanlegt og hæfileikar þeirra margir - og þess vegna er eðlilegt að i þessu stjörnumerki sé að finna fólk sem starfar að óskyldustu störfum innan þjóðfélagsins,- en það er þó tvennt, sem áberandi sker sig úr. 1 fyrra lagi listhneigðin. f sumum tilvikum hneigist Fiskurinn til listrænna sköpunarstarfa i eins konar llótta frá veruleika um- heimsins. En það er lika hið sveiflukennda geðslag Fiskanna, sem stundum ræður og tilfinninganæmni þeirra og ekki sizt hæfi- leika þeirra til að skilja og túlka tilfinningar annarra. Það eru býsna margir listamenn, islenzkir, sem fæddir eru á timabilinu frá 19. febrúar til 20. marz. Guörún A. Simonar, óperu- söngkona er trúlega dæmi- gerður Fiskur. Hún er fædd 24. febrúar, en á hlaupárs- dag á afmæli annar lista- maður: Klemenz Jónsson leikari, Gunnar Eyjólfsson leikari er Fiskur og einnig Erlingur Gislason, Nina heitin Try ggvadóttir myndlistarkona var fædd 16. marz. Einn af mest vax- andi listmálurum okkar i dag, Sverrir Haraldsson, er lika Fiskur, fæddur 18. marz. 15. marz á svo af- mæli Þorsteinn frá Hamri. Þorbergur Þórðarson, 12. marz, og daginn áður Þuriður Palsdóttir, söng- kona. Arndis Björnsdóttir leikkona er fædd 17. marz. Það er sagt um Fiskana, að þeir eigi auðvelt með aö gera sér grein fyrir vanda- málum almennings og frjótt imyndunarafl þeirra eygi oft lausnir á þeim. Þarna gildir um Fiskana eins og svo mörn önnur merki. að fólk skiptist i tvo hópa. Sumir hafa ekki það framtak, sem þarf til að afla hugmyndum þeirra fylgis. Aðrir fá miklu áork- að. Táknrænn fyrir þann hóp Fiskanna er Þórður Benediktsson, forseti SIBS. En svo minnst sé á hina hliðina, sem helzt er rikj- andi hjá Fiskunum, þá er það embættismennska. Þvi er þaö sagt um stóran hóp Fiska, að þeim láti vel að starfa kerfisbundið. Og þótt ekki sé hægt að segja að Fiskar skiptist yfirhöfuð i tvo hópa, listafólk og em- bættismenn, þá er þessa tviskiptingu þó trúlega viða að finna meðal Fiska. ÍSLENDINGAR SEM FÆDDIR ERU í FISKSMERKINU svo að þeim sé óhætt að treysta þeir séu heiðarlegir og samvizkusamir. Enda segja stjörnuspekingar að P’iskar ættu helzt að leggja fyrir sig störf þar sem beir verða öðrum að liði, og þar sem innsæi þeirra og skiln- ingur á vandamálum ann- arra kemur aö sem fyllst- um notum. Margir þeirra séu vel til þess fallnir að inna af hendi diplómatisk störf og gegna stööum þar sem krafizt er lagni og vinnandi fram- komu. Frank M. Halldórsson prestur i Nessókn og Björg- vin Sæmundsson, bæjar- stjóri i Kópavogi gætu hæg- lega farið i fararbroddi þessa hóps,- einnig Gunnar G. Schram, varafastafull- trúi okkar hjá Sameinuðu þjóðunum. Frank og Gunn- ar eru fæddir febrúarmeg- in i merkinu og Björgvin 4. marz. Páll Ásgeir Tryggvason deildarstjóri i utanrikisráöuneytinu er fæddur 19. febrúar og Sig- uröur Jóhannsson, vega- málastjóri 16. marz. Það er auðvelt að imynda sér alla þessa menn að störfum i utanrikisþjónust- unni, þeir eru diplómatar, og reyndar hafa tveir þeirra þegar valið sér störf tengd utanrikissþjónust- unni. En hvernig svo sem á þvi kann að standa, þá er Fiskurinn ekki sá maður, sem bezt er fallinn til stjórnm.. Honum lætur yf irleitt annað betur.og þess eru fremur fá dæmi að Fiskar verði stjórnmála- skörungar. Og án þess að vera með illar meiningar mætti komast að þeirri niðurstöðu aö Tómas Karlsson, (20. marz), rit- stjóri og varaþingmaður, hefði valið rétta leið, ef henn hefði fariö inn i utan- rikisþjónustuna, Ölafur Jóhannesson (1. marz), forsætisráðherra væri vel settur og ynni þjóð sinni meira gagn sem prófessor i Háskólanum, og Magnús Kjartansson, ráðherra, (25. febr.) hefði án efa orðið mjög góður ráöuneytis- stjóri. Björn Pálsson, alþingis- maður, (25. feb.) hefur ekki siglt eftir hefðbundn- um sjókortum islenzkra stjórnmála. Oft hefur hann komið fyrir á þingi eins og gluggi, sem opnast og hleypir fersku lofti inn i gamalt herbergi. Trúlega hefði Björn engu að siður getað hleypt nýju og fersku lofti inn i ein- hver ja rikisstofnunina, sem hann hafði tekið að sér, ef hann hefði gerzt em- bættismaður. íuiy! KOSTAR ÞA VENJULEGA TALSVERÐA SJALFSAFNEITUN AÐ FYLGJA ÞVÍ Venjulega lætur Fiskum þaö vel aö starfa kerfis- bundið. Þeir faka því, sem lífið réttir að þeim og fagna öllum breytingum, sem þeir álíta að séu tii hins betra. Þeir eru næmir á tilfinn- ingar annarra, og frjótt ímyndunarafl þeirra eygir oft lausnir á vandamálum almennings. Því miður hafa þeir þó sjaldnast framtak til að fylgja því eftir. Oft fá þeir merkilega miklu áorkað, en hitt verð- ur mun oftar að þeir láta sitja við hugleiðingar sínar og dagdrauma. Þetta er meðal annars það sem stjörnuspekin seg- ir um persónuleika þeirra, sem fæddir eru i Fiska- merkinu, þ.e. frá 19. febrúar til 20. marz. Geðslag Fiskanna er sterkum sveiflum háð, allt frá allsráðandi hrifningu til myrkrar dapurðar og svartsýni. Þetta er annar þáttur af 12 um persónulýsingar stjörnuspekinnar. Fiskarnir. Margir af þeim, sem fæddir eru undir þessu stjörnumerki, eru dreymnir, opnir fyrir áhrifum og viðkvæmir i a’fstöðu sinni gagn vart lifinu. Oft gætir klofnings i persónugerð þeirra, sem bæði sjálfir þeir og aðrir eiga á stund- um erfitt með að átta sig á. Yfir- leitt eru þeir mjög góðgjarnir, en allmargir þeirra óraunhæfir i af- stöðu sinni til lifsins og vanda- mála þess, skortir oft sjálfstraust og eiga erfitt með að taka mikil- vægar ákvarðanir. Yfirleitt litur það fólk, sem þeir umgangast, þannig á þá að þeir séu heiðarlegir, samvizkusamir og óhætt að treysta þeim. Þeir eiga það og undantekningalitið skilið, en sakir góðvildar sinnar eiga þeir það á hættu að aðrir misnoti sér þann eiginleika þeirra og eins það, að þeir kjósa oft heldur að halda friði en berjast fyrir rétti sinum og réttindum. Þeir eru yfirleitt vinmargir, en sökum viðkvæmni sinnar eru þeir auðsærðir og geta móðgazt af litlu eða engu tilefni. Venjulega lætur þeim að starfa kerfisbundið, og hafast helzt ekki að nema þeir séu sannfærðir um að nauðsyn beri til. Þeir taka þvi sem lifið réttir að þeim og fagna öllum breytingum, sem þeir álita að séu til hins betra fyrir þá og allan almenning. Samúð þeirra með öðrum má kallast óendanleg og þeir eru furðulega næmir á tilfinningar annarra. Þeir eiga oft auðvelt með að gera sér grein fyrir vandamálum almennings og fyrir fljótt imyndunarafl sitt eygja þeiroftsinarlausnirá þeim,enda þótt þeir hafi, þvi miður, sjaldn- ast það framtak sem þarf til að vinna þeim fylgis. A stundum geta þeir þó fengið merkilega miklu áorkað, en hitt verður mun oftar, að þeir láti sitja við hug leiðingar sinar og dagdrauma. A stundum fær þessi flótti þeirra frá veruleika umheimsins útrás i listsköpun, á sviði tón- listar, myndlistar eða skáld- skapar. Þeir hrifast oft af alls- konar dulrænu, sem vill þá stang- ast á við önnur grundvallaratriði i persónugerð þeirra. Þeir eru og mjög hrifnæmir gagnvart öllum kenningum, sem tala til ósk- hyggju þeirra, og getur þá farið svo að þeim finnist þeir ein- angrast fyrir trú sina á þær, og þá um leið fyrir skilningsskort ann- arra. Geðslag þeirra, sem fæddir eru undir Fiskamerkinu, er sterkum sveiflum háð, allt frá allsráðandi hrifningu til myrkrar depurðar og svartsýni. Hið siðarnefnda getur leitt til þess að þeir forðist ósjálf- rátt áhyggjur og torleyst vanda- mál i lengstu lög, en hafa svo ekki hugmynd um hvað þeir eigi til bragðs að taka, er þeir komast ekki lengur hjá að horfast i augu við staðreyndirnar. Þegar verst gegnir getur þetta orðið til þess aö þeir blekki sjálfa sig og aðra, neiti harðlega öllum staðreynd- um og leiti allra undanbragða frá sannleikanum sér til afsökunar. En þó að þeir skorist þannig undan allri ábyrgð, er jafn liklegt að hvatning frá öörum geti orðið til þess að endurvekja sjálfs- traust þeirra og veita þeim það hugrekki, sem með þarf. Heilsufar. Oft er það, að þeir sem fæddir eru undir Fiskamerkinu, eru ekki sérlega likamshraustir, og eins tekur það þá oft alllangan tima að ná sér aftur ef þeir verða fyrir einhverjum veikindum. Samt sem áður eru þeir margir tiltölu- lega heilsugóðir, einkum ef þeir eiga þess kost að vera mikið úti við. Þeir þurfa á hreyfingu og áreynslu að halda, en áreynslan má þó ekki verða þeim of erfið. Þegar þeir eldast, eru þeir margir unglegri að sjá en aldur þeirra segir til um, og margir ná þeir mjög háum aldri. Oft eru þeir, sem fæddir eru undir Fiskamerkinu, grannir vexti og ekki sterkbyggðir að sjá. Þeir dansa mjög vel margir hverjir. Sumum af þeim hættir við sjóndepru, og yfirleitt eru þeir næmir fyrir ofkælingu og kvef- sæknir. Helzta boðorð þeirra ætti að vera hófsemi á öllum sviðum, en það kostar þá þó venjulega tals- verða sjálfsafneitun að fylgja þvi. Margir af þeim hneigjast mjög að notkun örvandi meðala, og ættu þvi að varast áfengi og önnur nautnalyf, en þar sem þeir eru ekki fúsir til að viðurkenna þann veikleika sinn, verður hið gagnstæða oft uppi á teningnum. Ef þeir verða ánauðugir einhverj- um slikum vana, er mjög hætt við að þá skorti viljastyrk til að rjúfa viðjar hans, en lika er það að þeir vilja gjarna láta aumka sig og lita á sjálfa sig sem fórnarlömb nei- kvæðra aðstæðna, og gera þannig lifið erfitt bæði sjálfum sér og öðrum. Þetta er þvi sorglegra, að þeir mundu margir hverjir eiga þess kost að ná mjög háum aldri og halda sér einstaklega vel, ef þeir færu að öllu með gát. Starf og lífshlutverk. Oft er það helzta köllun þeirra i lifinu, sem undir Fiskamerkinu eru fæddir, að verða öðrum að liði. Fyrir það leggja margir þeirra stund á kennslu, hjúkrun eða vinna að félags- og skipulags- málum i þágu sjúkra og þurfandi, þvi að hvorki skortir þá samúð eða fórnfýsi. Yfirleitt ættu þeir að velja sér eitthvert það ævistarf þar sem innsæi þeirra og skilningur á vandamálum annarra kemur að sem fyllstum notum. Þá eru og margir þeirra vel til þess fallnir að inna af hendi diplómatisk störf og gegna stöðum, þar sem krafist er lægni og vinnandi framkomu. Eðli þeirra, sem fæddir eru undir Fiskamerkinu, er yfirleitt mjög mótanlegt og hæfileikar þeirra margir, svo þeir eru ekki við eina fjölina felldir. Þeir geta til dæmis snúið sér að leiklist eða kvikmyndun, eða unnið við sjón- varp eða útvarp, þar sem listræn hneigð þeirra og imyndunarafl nýtur sin vel. Þeir geta og snúið sér að tónlistinni meö góðum árangri, myndlist eða skáldskap — ekki hvað sizt fyrir þann hæfi- leika sinn að skilja og túlka til- finningar annarra. Hinsvegar lætur þeim ekki eins vel að vinna þau störf, sem krefjast mikillar einbeitingar til langframa. Bgi þeir við erfitt viðfangsefni að glima, geta þeir þó lagt sig alla fram i bili og oft komið öðrum á óvart með hugkvæmni sinni og (Himintungl hafa áhrif á líf okkar segir stjörnuspekin. Það er vitaö að kynþörf er oft tengd tunglkomum. Tunglið hefur áhrif á allt vatn jarðarinnar, og mannslíkaminn er 70% vatn. Þannig má áætla að tunglið hafi áhrif á alla menn. A.m.k. segja skýrslur margra landa, að glæpir séu helzt framdir þegar fullt er tungl). SENNILEGA FYRIRFINNAST VART TILFINNINGANÆMARI INNILEGRIELSKENDUR FÆDDIR FISKAMERKINU óværwm og snjöllum aðferðum. Þeir eru oftast þægilegir vinnufé- lagar og kemur vel ásamt við samstarfsmenn sina. En svo er það, að þeir geta hæglega gripizt leti, eða þá að þeim þykir sem starf þeirra sé litils metið, missa allan áhuga á þvi og eiga i stökustu vandræð- um. Þeir kunna vel að meta lifs- þægindi og öryggi, og þó að þeir sækist ekki eftir peningum pen- inganna vegna, gera þeir sér fyllilega ljóst það öryggi, sem þeim fylgir: fjárskortur getur þvi valdið þeim þungum áhyggjum, einkum þegar þeim verður hugsað til efri áranna.Þrátt fyrir það tekst þeim sjaldnast að safna peningum að ráði, og kemur þar einkum til hjálpsemi þeirra og örlæti. Heimili. Flestum þeim, sem undir Fiskamerkinu eru fæddir, er það mikil nauðsyn að eiga gott og friðsælt heimili, þar sem þeir geta notið hvildar innan vébanda fjölskyldunnar, og látið sig dreyma. Þeir eru miklir heimilis- unnendur og vilja hafa allt i röö og reglu og sem smekklegast i kringum sig, og fái þeir þá ósk sina uppfyllta, kæra þeir sig ekkert um að leita skemmtana eða afþeyingar utan heimilisins. Margir af þeim kjósa helzt að búa uppi i sveit, og þá i fögru um hveríi. Heimili þeirra sendur oft- ast nær opið vinum og kunningj- um, sem kunna vel að meta að geta rætt þar vandamál sin og átt samúð og skilningi að fagna. Ástir og hjúskapur. Sennilega fyrirfinnast vart til- finninganæmari eða innilegri elskendur en þeir sem fæddir eru undir Fiskamerkinu. öllum fremur er þeim það lifsnauðsyn að elska og vera elskaðir. Yfirleitt hneigist hugur þeirra að þeim gagnaðila, sem gæddur er einhverjum listrænum hæfi- leikum, hefur prúða framkomu og ber umhyggju fyrir útliti sinu. Sá galli er þó á þeim, að þeir eru harla auðsærðir i ástum, og eins hættir karlmönnunum við afbrýði semi. Þeir eru og þurfandi fyrir að sú sem þeir elska, fullvissi þá stööugt um ást sina, bæði i oröi og verki og þiggja fegnir hrós og hvatningu. Sökum þess hve þeim veitist oft og tiðum erfitt að taka ákvarðanir kemur sér vel fyrir þá ef makinn veitir þeim þar nauð- synlegan stuðning. Hins vegar biður það þeirri hættu heim, sé makinn viljasterkur og ef til vill drottnunargjarn, að þeir verði ósjálfstæðir og láti hann ráða um of fyrir sér. Þeim er það þvi mikil nauðsyn að velja sér fóðan maka, sem skilur eðli þeirra og veiK- leika og gerir sér allt far um að veita þeim styrk og örfa þá til starfa og ákvarðana, án þess að taka af honum ráðin. Og umfram allt að sýna þeim ástúð og að- dáun, þess þarfnast þeir öllum öðrum fremur. Það á sér stund- um stað um þá karlmenn, sem fæddir eru undir Fiskamerkinu, að þeir gera sér ljóst hve tii- finninganæmir þeir eru og óák- veðnir, og reyna að dylja það með hrjúfri framkomu og jafnvel hranaskap. Ekki þarf þó mikla skarpskyggni til þess aö sjá i gegn um þá grimu, að minnsta kosti ekki af hálfu þeirra sem þeir unna. Stúlkur, sem fæddar eru undir Fiskamerkinu, eru bliðlyndastar og ástrikastar allra eiginkvenna, en þarfnast einnig mjög styrks og skilnings af hálfu eiginmannsins. Einnig að hann sýni þeim ást sina og umhyggju, til dæmis með þvi að færa þeim gjafir, sem ekki þurfa þó að vera dýrar: þeim er það mest um vert að sjá og finna að þeirra sé minnst. Þær gera allt, sem i þeirra valdi stendur til að búa eiginmanni sinum smekk- legt og þægilegt heimili og sýna honum alúö og umhyggju á allan hátt. Börnum sinum auðsýna þær ást og umhyggju, en hættir hins- vegar óneitanlega við að spilla þeim á of miklu eftirlæti. Þær eru auðsærðar, og þyki þeim sér sýnd ósanngirni eða ónærgætni, er öllu liklegra að þær leiti svölunar i tárum, en að þær byrgi það með sér eða svari þvi með þykkju og fálæti. Sennilegt er að bezt fari á þvi að þeir eða þær, sem fædd eru undir Fiskamerkinu, leiti sér maka sem fæddir eru undir Nautsmerki, Krabbamerki, Drekamerki eða Steingeitar- merki. Eins getur það leitt til ástriks hjúskapar aö viðkomandi taki sér maka, sem einnig er fæddur undir Fiskamerkinu — að minnsta kosti svo fremi sem þau gera ekki of miklar kröfur hvort til annars i hjónabandinu. i f Mm&M í. > a Sunnudagur 16. apríl 1972 Sunnudagur 16. april 1972 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.