Alþýðublaðið - 18.04.1972, Side 2
; ; : : ; " ; :
% og haust
í*ÍSÍ>Í4t,
Á öllum árstímum býður Flugfélagið yður
tíðustu, fljótustu og þaögilegustu ferðirnar
og hagstæðustu kjörin með þotuflugi til
Evrópulanda.
Nú er tími voríargjaldanna. Venjuleg far
gjöld lækka um þriðjung til helztu stór
borga Evrópu.
Hvergi ódýrari fargjöld
ÞJÓNUSTA - HRAÐI - ÞÆGINDI
TRKSM i D AFK LAG
REYKJAVÍKUR
TRÉSMIDIR
Tekið verður á móti beiðnum um dvöl i
ölfusborgum frá og með mánudeginum
17. april. Fyrstu vikuna þó eingöngu frá
þeim félagsmönnum.sem hafa ekki dvalið
þar áður.
Stjórnin.
. Við velium VUIÚgA
' það borgar sig
runlal - ofnah h/f.
« Síðumúla 27 . Reykjavik
Símar 3-55-55 og 3-42-00
TILBOÐ OSKAST
i nokkrar fólksbifreiðar og Volkswagen
Camper er verða sýndar að Grensásvegi
9, miðvikudaginn 19. april kl. 12-3. Tilboð
verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5.
Sölunefnd varnarliðseigna.
ADOLF BJQRNSSON BANKA-
FULLTRÚI SEXTUGUR í DAG
Adolf Björnsson bankafulltrúi
er sextugur i dag. A þessum tima-
mótum munu margir minnast
hans með hlýhug og þakklæti, þvi
að sá hópur er stór, sem notið
hefur greiðvikni hans og hjáip-
semi. Kunningja hans og vinir
þekkja hversu sérlega bóngóður
og útsjónasamur hann er, þegar
til hans er leitað um aðstoð og
fyrirgreiðslu enda verið mjög
eftirsóttur i forystu i félagsstarfi
og atvinnuuppbyggingu.
Adolf er fæddur i Hafnarfirði
18.april 1912 sonur Björns Helga-
sonar, sem lengi var skipstjóri
þar, og konu hans Ragnhildar
Egilsdóttur. Þar ólst hann upp.
Hann brautskráðist úr Flens-
borgarskóla 1927 og Verzlunar-
skóla Islands 1933. Að þvi loknu
stundaði hann nám i verzlunar-
fræðum i Bretlandi um skeið. Er
heimtil Islands kom hóf hann
störf i útvegsbanka íslands, en
þar hefur hans aðalstarf verið.
Strax á unga aldri kom i ljós, að
Adolf var vel til þess falinn að
vera i forystusveit og þá þegar
kallaður til slikra starfa á vett-
vangi æskulýðssamtaka ungra
manna á sviði iþrótta og annars
félagsmálastarfs i Hafnarfirði.
Siðar er hann hafði náð aldri og
þroska varð hann einn af forvigis
mönnum iatvinnulifi bæjarfélags
síns á árunum upp úr 1940. Vann
hann þar náið með athafna-
mönnum eins og Asgeiri G.
Stefánssyni, Þórarni Egilssyni,
Birni Jóhannessyni, Óskari Jóns-
syni og fleirum, og átti m.a. hlut
að þvi, að fiskimjölsverksmiðjan
Lýsiog Mjöl i Hafnarfirði reis af
grunni en hann var formaður
stjórnar fyrirtækisins á árunum
1945-56. Þá var hann i stjórn út-
gerðarfélaga i Hafnarfirði eins og
Akurgerðis h.f., Hrafna-Flóka
h.f. og Vifils h.f. ,svo nokkuð sé
nefnt.
Adolf hefur verið traustur og
dyggur stuðningsmaður Alþýðu-
flokksins um árabil og gegnt
trúnaðarstörfum á vegum hans,
svo sem i niðurjöfnunarnefnd
Hafnarfjarðar i 18 ár, i viðskipta-
nefnd og verðlagsráði 1948-50 og
formaður i útgerðarráði Bæjarút-
gerðar Hafnarfjarðar.
En það eru ekki aðeins sam-
herjar, vinir og kunningar i
fæðingabæ Adolfs, Hafnarfirði,
sem sýnt hafa honum trúnað og
traust, heldur einnig vinnu-
félagar i bankamannastétt,en
þar hefur hann gegnt marg-
háttuðum trúnaðarstörfum. Hann
hefur haft með höndum for-
mennsku i Starfsmannafélagi
Útvegsbanka Islands og
Sambands isl. bankamanna. 1
stjórn Norræna bankamanna-
sambandsins var hann 1948-50. Þá
hefur hann verið ritstjóri Banka-
blaðsins.
Af þvi sem hér hefur verið
rakið, má gera sér nokkra grein
fyrir umfangi þess mikla starfs
sem Adolf Björnsson hefur unnið
i þágu starfsfélaga sinna i banka-
mannastétt og Hafnfirðinga. Þótt
Adolf hafi búið utan fæðingarbæj-
ar síns siðan 1962 á hann sér
sterkar rætur i Hafnarfirði.
Kemur tryggð og ræktarsemi við
það, sem hafnfirzkt er, greinilega
fram i viðhorfi hans til framfara
þar, og uppbyggingar svo sem
kunningjum hans og vinum er
kunnugt, og einnig á ýmsan
annan hátt, en það skal ekki rakið
nánar hér.
A afmælisdegi Adolfs færi ég
honum hugheilar árnaðaróskir og
þakka honum tryggð og vináttu á
liðnum árum.
Adolf er einn þeirra manna,
sem auðvelt er að eiga skipti við,
sakir velvilja og áhuga á þvi, að
verða öðrum að liði. Ég óska
honum góðrar heilsu og langra
lifsdaga.
Starfsbræður og vinir munu
halda Adolf afmælishóf i Glæsibæ
i tilefni afmælisins á morgun
19.april og hefst það kl. 19. Er
kunningum hansheimil þátttaka i
þvi.
Stefán Gunnlaugsson.
o
Þriöjudagur 18. apríl 1972