Alþýðublaðið - 18.04.1972, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.04.1972, Blaðsíða 7
MINMNG Ragnar Þóröarson, stýrimaður F. 10. ágúst 1915 D. 10. april 1972. Svo örstutt er bil milli bliðu og éls, og brugðizt getur lánið frá morgni til kvelds. (M. Joch. þýddi) Mig setti hljóöan er ég frétti lát vinar mins og mágs, Ragnars bórðarsonar, stýrimanns, Hæð- argarði 52, að kvöldi hins 10. april. Við sem þekktum hann vissum, að hann gekk ekki heill til skógar, en okkur grunaði sizt, að dauðinn væri svo skammt undan. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju i dag. Ragnar var fæddur á Stokkseyri 10. ágúst 1915, sonur sæmdarhjón- anna Málfriðar llalldórsdóttur og Hórðar Jóns- sonar, bókhaldara, er bjuggu á Brávöllum á Stokkseyri. Þegar Ragnar var 10 ára gamall fluttist hann með foreldrum sinum til Reykja- vikur. Snemma beindist hugur hans aö sjó- mennsku og ungur að árum eða aðeins 14 ára fór hann sina fyrstu sjóferð á togaranum Arinbirni hersi með frænda sinum Guðmundi Halldórsyni sem þar var stýrimaður. Eftir það má segja, að hann hafi ákveðiö sitt ævistarf. Ragnar fór i Stýrimannaskola tslands og lauk þaðan prófi 1944. Siðan fór hann á togara og var lengst af á togurum útgerðarfélagsins Venusar i Hafnarfirði , siðast var hann á togar- anum Röðli. Er Ragnar hætti þar keypti hann vélbátinn Frigg, sem hann gerði út um nokkurra ára skeið, og var jafnframt skipstjóri. Arið 1961 hætti Ragnar útgerð og sjómennsku og geröist starfsmaður hjá Aburöarverksmiðju rikisins i Gufunesi. Avann hann sér þar virðingu og traust samstarfsmanna sinna fyrir dugnað og einstaka samvizkusemi. Ungur aö árum hreifst Ragnar af jafnaöarmannastefnunni og var henni góður liðsmaður. Eftirlifandi eiginkonu sinni, Margréti Þorvarðardóttur, kvæntist hann 1. mai 1936. Eignuðust þau fjögur mannvænleg börn. Þau eru: Þórður vélstjóri, kvæntur Inge fædd Jensen, Jóhanna gift Bergi Sverrissyni, húsasmið, Ragnar Þorsteinn, stundar nám i verkfræði við Háskóla lslands, Birgir nemandi i landsprófi. Eftirlifandi eiginkonu, börnum, tengdabörn- um og öðrum ættingjum votta ég mina dýpstu samúð og bið þeim Guðs blessunar. Guðmundur L. Þ. Guðmundsson. ^r^AKAR l * Nú vantar okkur ekkert nema nokkra hressa og ófeimna stráka, sem ekki eru aö spara röddina tii aðselja Alþýðublaðið. Og sanniði til: Alþýöublaðið selst betur og betur með hverjum deginum. Fromundan er óðoverðbólgo — vexfir verðo hækkoðir og dregið úr lánum til olmennings — ofborgunorviðskipti dregin somon A ársfundi Seðlabanka íslands, sem haldinn var s.l. miðvikudag, flulti Jóhannes Nordal, Seðla- bankastjóri, að vanda ræðu, þar sem m.a. koma fram mjög athyglisverðar upplýsingar um afkomu þjóðarbúsins á árinu 1971 og horfurnar fyrir árið 1972. Hér er um að ræða málefni, sem mörgum leikur mikil forvitni á þvi að fá að fræðast um i sem stytztu og skýrustu máli og hefur Alþýðublaðið þvi tekið saman út- drátt úr ræðu Seðlabankastjór- ans. Allar millifyrirsagnir og for- málsorð sem haft er orðrétt eftir bankastjóranum eru innan til- vitjunarmerkja. Um hinar ytri aðstæður ársins 1970 sagði Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri: ,,Mælt á kvarða framleiöslu og tekna var árið 1971 eitt hið gjöfulasta um langt árabil. Raun- veruleg þjóðarframleiðsla jókst þá um 9,5% en vegna hagstæðra viðskiptakjara varð aukning þjóðartekna enn meiri eða um 12,5%. Er hér um að ræða riflega tvöfalt meiri hagvöxt en ls- lendingar hafa átt að venjast að jafnaði siöustu tvo áratugina. Einnig er athyglisvert, að hag- vöxtur var á arinu meiri hér á landi en i nokkru öðru riki innan Efnahags- og framfarastofnunar- innar OECD, og varð fram- leiðsluaukningin hér nærri þrisvar sinnum meiri en meðal- talsaukningin á öllu OECD svæð- inu, en þar nam hún 3,4% á árinu 1971. Það er athyglisvert við þennan samanburð, hversu litil sam- fylgni var á miili efnahagsþróun- ar hér á landi á siðasta ári og i þeim löndum, sem Islendingar skipta mest við, og er áriö 1971 reyndar engin undantekning að þessu leyti. Islendingar hafa á undanförnum árum gengið i gegnum geysilega mikla hag- sveiflu, sem að langmestu leyti hefur átt rót sina að rekja til á- hrifaafla-.og verðbreytinga á tekj ur meginútflutningsatvinnuvegar þjóðarinnar, sjávarútvegsins. Það er áð visu á engan hátt undravert, þótt sveiflur i afla- magni séu óháðar efnahagsþróun nágrannarikja Hitt er merki- legra, hversu liH samfylgni heur verið siðustu árin á milli verð- breytinga á útfluttum islenzkum sjávarafuröum og aj mennra verðbreytinga og haisveiflna i þeim löndum, sem þær eru sér- staklega fluttar til. Var þetta áverandi á árinu 1971, þegar verðlag útfluttra sjávarafurða hækkaði um fjórðung, þrátt fyrir tiltölulega lágt eftirspurnarstig i markaðslöndunum. Og þessi verðhækkun nægði til þess að tryggja um það bil 20% aukningu á verðmæti annars útflutnings en áls á arinu 1971, þrátt fyrir 5% rýrnun á fram leiðslumagni sjávarafurða.”. ..Samfara þessari tekju- aukningu i útflutningsframleiösl- unni átti sér staö mikil fram- leiðsluaukning i öðrum greinum. Hér voru að nokkru að verki hag- stæðari ytri aðstæður, einkum i landbúnaði, en íramleiðsla hans tók nú verulegt stökk, og jókst um 9% frá fyrra ári, eftir að hfa staðið að mestu i stað vcgna óhagstæðs árferðis i fimm ár. Meginorsaka framleiðsluaukinig- arinnar er þó að leita i mjög aukinni innlendri eftir-spurnar- þensiu. Áukning iðnaðarframleiðslu var enn meiri en i landbúnaði, eða 13,5% á árinu og kemur sú aukning i kjölfar 13% aukningar á árinu 1970 og 9% árið 1969. Hefur iðnaöurinn á þessu timabili notið hvort tveggja i senn hagstæðrar samkeppnisaðstööu eftir gengis- breytinguna 1968 og vaxandi al- mennrar eftirspurnar innan- lands. Mikilvægast er, að tekizt hefur á þessum árum að byggja upp umtalsverðan útflutning islenzkra iðnaðarvara, en út- flutningsverömæti þeirra nam 520 millj. á siðastliðnu ári, og er þá bæði útflutningur áls og kisilgúrs undanskildum. Ekki liggja enn fyrir traustar áætlanir um framleiðsluaukningu i öðrum greinum en þó er ljóst, að vöxtur i þjónustugreinum og byggingarstarfsemi hefur verið jafnmikill eða meiri en i iðnaði.”. Forsendan fyrir þvi að svo gjöfular ytri aðstæður geti orðið þjóðinni til varanlegs gagns er sú, að eftirspurnin aukist ekki meir, en þjóðarframleiðsla og þjóðar- tekjur. Slikt hefur i för með sér spennu i efnahagslifinu, verð- bólgu, og meiru er eytt en aflað er. Það er hlutverk stjórnvalda, að reyna að koma i veg fyrir slikt. Það er markmiöið með allri stjórnun efnahagslifsins. En hvernig tókst til? Um það segir Seðlabankastjórinn svo: „Þótt aukning þjóöarfram- leiðslu og þjóðartekna hafi verið eins mikil á árinu 1971 og nú hefúr verið rakið, var þó aukning eftir- spurnar ennþá meiri með þeim afleiðingum að viðskipta- jöfnuðurinn við útlönd rýrnaði að mun og spenna jókst á vinnu- markaðinum. Var hé-um að ræða- áframhald þeirrar eftirspurnar- þenslu, sem náð hafði tökum á hagkerfinu eftir hinar miklu launahækkanir um mitt árið 1970, en ekki tókst að halda henni innan æskilegra marka, þrátt fyrir þær verðstöðvunaraðgerðir, sem gripið var til i lok þessa árs. Jókst einkaneyzla á árinu um 15% á föstu verðlagi á móti 12,5% aukningu þjóðartekna. Aukningin varð þó ennþá meiri á fjármuna- mynduninni, en hún jókst um hvorki meira né minna en 42% a árinu. Að visu var verulegur hluti þessarar aukningar vegna ó- venjulega mikils innflutnings á flugvélum og skipum, en jafnvel að þeim innflutningi frátöldum jókst föst fjármunamyndun um 30% á árinu. Þessi mikli vöxtur neyzlu og fjárfestingar umfram fram- leiðsluaukningu þjóðarbúsins hlaut að koma fram i rýrnun við- skiptajafnaöarins við útlönd. Hins vegar er erfitt að fá rétta mynd af raunverulegri breytingu i þessu efni með þvi að skoða heildartölur um þróun greiðslu- stöðunnar gagnvart útlöndum á árinu, þar sem sérstakar að- stæður, svo sem óvenjulegar birgðabreytingar, flugvélakaup og miklar lánstökur, skekkja myndina i veigamiklum atriðum. Seðalbankastjórinn vék þessu næst að miklum viðskiptahalla á árinu. sem unninn var upp með fjármagnsinnflutn (lántökum er- lendis) þannig að viö árslok var gjaldeyrisstaðan hagstæð þrátt fyrir mikinn viðskiptahalla. En niðurstaða bankastjorans um þróun viðskiptajafnaðarins á árinu er alvarleg og hann sagði: „Hins vegar versnaði við-* skiptajöfnuðurinn milli þessara ári i heild um 4650 millj. kr., - úr 650 millj, kr.afgangi á árinu 1970 i tæplega 4000 millj. kr. halla á árinu 1971. Ryrnun viðskipta- jafnaðarins á milli ára nemur þvi 720 millj. kr hærri fjárhæð en skýra má, með aukningu sérstaks innflutnings og birgðaaukningu. Þegar haft er i huga, að nokkur aukning birgða og sérstaks inn- flutnings er eðlileg frá ári til árs, er liklega ekki fjarri lagi að áætla að raunveruleg rýrnun viðskipta- jafnaðarins milli áranna 1970 og 1971, sé hæfileg metin á 1000 til 1200 millj. kr. Getur það á engan hátt talizt viðunandi þróun miðað við óvenjulega aukningu þjóðar- framleiðslu á arinu og mjög hag- stætt verölag á útflutningsaf- urðum.” En hverjar eru framtiðar- horfurnar* Um það atriði sagði Seðlabankastjórinn m.a. svo: Efnahagsástandið hefur nú á annað ár enkennzt af eftir- spurnarþenslu, sem ekki hefur reynzt unnt að hemja með peningalegum og fjármálalegum aðgerðum. Hefur hún þvi leitt bæði til halla á viðskiptajöínuöin- um við útlönd og umframeftir- spurnar eftir vinnuafli innan- lands. Nýgerðir kjarasamningar munu óhjákvæmilega hafa áhrif til enn aukinnar einkaneyzlu og fjárfestingar, en erfitt er að meta nákvæmlega áhrif þeirra á ráð- stöfunartekjur, þar sem óvist er enn um áhrif styttingar vinnutim- ans á raunverulega útborguð laun. En jafnvel með hóflegu mati á þróun ráðstöfunartekna, er útlit fyrir, að aukning einka- neyzlu muni ein saman nema meiru en liklegt er, að þjóðar- framleiöslan geti vaxið á árinu. Við þetta bætast svo áætlanir um aukna fjárfestingu bæði á vegum opinberra- og einkaaðila. Eigi að koma i veg fyrir það, að þessi þróun leiði til enn aukinnar umframeftirspurnar og greiðslu- halla, þarf að gera samræmdar- ráðstafanir til þess að hemja aukningu neyzlu og fjárfestingar innan þess ramma, sem fram- leiðslugeta þjóðarbúsins setur. Vegna þess, að launasamningar hafa nú verið gerðir til óvenju- lega langs tima, gefst betra tæki- færi til þess en oft áður að taka á þessum vanda á skipulegan hátt. Og hvaö þarf að gera til þess að eysa vandann. Umfram allt að eyna að taka vandamálið föstum ökum, hafa styrkari stjórn á ifnahagsmálum þjóðarinnar, en íúverandi rikisstjórn hefur tekizt jrátt fyrir beztu hugsanlegar ytri aðstæður. Seðlabankastjórinn nefndi ýmis læmi um nauösynlegar aðgerðir. Vlálum er nú svo komið, að ýmsar jeirra fela i sér beinar eða ó- Deinar álögur á almenning og akmarkanir á ýmsum möguleik- im fólks t.d. eins og þeim, að /erða sér úti um fyrirgreiðslur hjá lánastofnunum. Litum nú á nokkur atriði, sem Seðlabanka- stjórinn nefndi: „Miðað við þær forsendur, sem ég hefi rakið, hlýtur meginmark mið stefnunnár i peningamálum á þessu ári að vera fólgið i þvi að- halda aukningu útlána og pen- ingamagns nægilega i skefjum til þess að verulegt aðhald skapist gegn aukningu fjárfestingar, án þess að óeðlilega þrengi að rekstrarfjárstöðu framleiðslu- starfseminnar. Hefur Seðlabank- inn þegar hafið viðræður við við- skiptabankana um ákveðin út- lánamarkmið, er fullnægi þessum skilyrðum. Má vafalaust ekki setja það mark öllu hærri en þau 12% sem að var stefnt á siðasta ári”. „Ef slikt útlánamarkmið á að nást, er einnig mikilvægt, að bankarnir komi sér saman um að draga úr lánurn til hvers konar fjárfestingar, en þó sérstaklega til ibúðabygginga og kaup á bif- reiðum og öðrum varanlegum neyzluvörum. Er augljóst, að lán- veitingar, sem beint eða óbeint hafa ýtt undir aukna neyzlu, hafa stóraukizt siöustu tvö árin. Aukn- ing neyzlulána, bæði frá verzl- unum og bankastofnunum, er vel þekkt hagsveiflufyrirbæri, og hafa margar þjóðir komið á lög- gjöf, er geri stjórnvöldum kleift að takmarka slikar lánveitingar á þenslutimum. Er orðin brýn þörf á þvi, að hér á landi sé sett löggjöl um afborgunarviðskipti, ekki aðeins til að geta haft hemil á aukningu þeirra, heldur ekki sið- ur til verndar hagsmunum neyt- enda, bæði að þvi er varðar sölu- skilmála og vaxtakjör, sem oft eru algerlega óhófleg i slikum viðskiptum.” Seðlabankastjórinn ræddi einnig um ráðstafanir til þess að draga úr skuldum rikissjóðs við Seðlabankann og nefndi i þvi sambandi hugmynd um vixla- kaup og vixlaendursölu bankans á rikissjóðsvixlum, sem áður hefur verið getið um i Alþýðu- blaðinu. Þá sagði bankastjórinn einnig, aö ef draga ætti úr aukn- um greiðsluhalla erlendis og verðbólgu yrði annað hvort að draga úr framkvæmdum, eða skapa aukið svigrúm með að- gerðum, er hvetji til minni neyzlu og aukins sparnaðar innanlands. Æskilegasta leiðin i þvi sambandi sé aukinn frjáls sparnaður ein- staklinga og nefndi bankastjórinn ýmsar hugmyndir til þess að ýta undir slikan sparnað m.a. með sölu verðtryggðra rikisskulda- bréfa, happdrættislána o.fl. I lok ræðu sinnar sagði banka- stjórinn svo: Þótt aukin fjáröflun með nýjum sparnaðarformum geti haft mikil gildi, verður þó að l'ara að meö allri gát, svo að ekki skapist of mikill munurá milli þeirra kjara, sem þar eru i boði og váxtakjara á almennum lánamarkaði. Ef ný verðbrélaútgáfa verður til þess eins, að sparifé er flutt úr innlánsstofnununum, en litill eða enginn nýr sparnaður myndist næst ekki sá árangur, sem að er stefnt. Er reyndar mjög óvist, hvort hægt er að auka frjálsan sparnað i heild að verulegu marki, nema öllum eigendum sparifjár séu boðin viðunandi kjör. Er hér komið að þvi mikla vandamáli, hversu mjög verð- bólgan hefur skert verðgiidi alls peningalegs sparnaðar i landinu nú um langt árabil. Gildir þetta jafnt um innstæður i bönkum og eigin sjóði fjármálastofnana. Hefur nýlega á þingi lifeyrissjóða verið bent á hinn mikla vanda, sem er fólginn i þvi, að lif- eyrissjóðir landsmanna eru ekki ávaxtaðir á fullnægjandi hátt, þannig að að þvi stefni, að þeir geti ekki staðið við skuldbind- ingar sinar um fullar lifeyris- greiðslur i framtiðinni. Sú spurning blýtur að vakna i þessu sambandi, hvort lækkandi sparnaðarhlutfall megi að ein- hverju leyti rekja til þess, hve ófullnægjandi ávöxtun hefur verið á öllum sjóðum og sparifé landsmanna, þegar tillit hefur verið tekið til verðhækkana. Þótt vextirhafi siðustu árin verið hér nokkuð svipaðir og i nágranna- löndunum, hafa verðhækkanir verið a.m.k. tvöfalt meiri. Hefur þvi raunveruleg ávöxtun pen- ingalegs sparnaðar verið minni hér en i nokkru öðru landi á svip- uðu stigi efnahagsþróunar. Bankastjórn Seðlabankans gerir sér ljóst, að vaxtahækkun er ekki vinsælt orð á tslandi frekar en annars staðar, enda hefur ekki verið til hennar gripið nú um margra ára skeið. Hitt verða menn að horfast i augu við, að eðlileg ávöxtun er forsenda alls heilbrigðs peningalegs sparnaðar, hvort sem þvi mark- miði er náð með hærri vöxtum eða öðrum hætti, svo sem verð- bótum og skattfriðindum. Eigi áframhaldandi efnahagsfram- farir i landinu að byggjast að verulegu leyti á frjálsum sparnaði, er þvi varla annarra kosta völ en að gefa hagsmunum sparenda meiri gaum en gert hefur verið hin siðustu ár. TIGRIS Aisjlit straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. |_ Samband isl. samvinnufelaga_| INNFLUTNINGSDEILD O i Þriöjudagur 18. apríl 1972 Þriðjudagur 18. april 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.