Alþýðublaðið - 19.04.1972, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 19.04.1972, Qupperneq 3
HAUSTLODNA HANDA NORÐ- LENDINGUM? Húsv’kingar hafa verið að velta þvi f jrir sér, hvort möguleiki sé á þvi að veiða loðnu sem heldur sig i torfum undan Norðuriandi á sumrin og haustin. Kom þetta meðal annars fram i viðtaii við frystihússtjórann á Húsavik hér i blaðinu nýlega, og kvað hann það mikla búbót fyrir sildarbræðslur nyrðra ef úr þessu gæti orðið. Blaöið hafði samband við Jakob Jakobsson fiskifræðing vegna þessa máls, og innti eftir hans áiiti, en Jakob er ásamt Hjálmari Vilhjálmssyni manna fróðastur um loðnuna. Sagði Jakob að þessar veiðar kæmu mjög til áiita, einkum þó ef stofninn er sterkur. Slikar veiðar myndu vissulega auka álagið á stofninn, og þær hefðu einnig þær neikvæðu hliðar, að loðnan væri þá ekkibúin að ná fullum vexti og ekki búin að hrygna. HALFT TÓLFTA ÞÚSUND í DAS- HÚSINU Frá þvi að happdrættishús DAS að Vogalandi 11 var opnað al- menningi laugardaginn S.april og þar til á mánudagskvöld heimsóttu húsið rúmlega 11500 gestir. Það er álíka mikil aðsókn og varð að húsgagnasýningunni i Laugardalshöll, sem lauk á mánudagskvöld. Baldvin Jónsson, fram- kvæmdastjóri happdrættisins, sagði blaðinu i gær, að flestir komi um helgar og s.l. sunnudag hafi komið hátt á fimmta þúsund gesta. Sagðist hann búast við um 30 þúsund gestum áður en sýningunni á húsinu lýkur n.k. þriðjudagskvöld. Byggir Baldvin þessa spá á þvl, að þegar siðast var talið i happdrættishús, fyrir tveimur árum á Flötunum i Garðahreppi, hafi komið 25 þúsund gestir, og von sé á fleirum i þetta skipti þar sem húsið er i Reykjavik. Daginn eftir að sýningunni lýkur fer fram fyrsti dráttur i happdrættinu og dreginn út Mercedens Benz, auk fjölda annarra vinninga. t happdrættishúsunum er i rauninni húsgagnasýning þar sem teiknarar og framleiðendur sýna verk sin i réttu umhverfi, en fólk flykktist lika á húsgagna- sýninguna i Laugardalshöll þar sem húsgögn voru i básum. Sú sýning var i rauninni kaup- stefna, og sagði Stefán Snæ- björnsson framkvæmdastjóri sýningarinnar, að sýnendur þar væru yfirleitt nokkuð ánægðir með undirtektirnar, sem voru betri en á síðustu sýningu. Hún var betur sótt af al- menningi og kaupmenn virðast vera að komast á bragðið með að notfæra sér þessa þjónustu, þ.e. að panta vörurnar á kaupstefnu. Jakob sagði, að loönuveiðar væru bannaðar fyrri hluta sum- ars, og um loðnuveiði fyrir Norðurlandi yrði þá helzt að ræða á haustin. Vel mætti þvi hugsa sér að árangurinn væri mjög sterkur, og lengja hina eiginlegu loðnuvertíð hér, ef vitað væri að árgangurinn væri mjög sterkur, og byrja veið- arnar undan Norðurlandi á haustin, og fylgja siðan loðnunni austur fyrir land alveg upp að suðurströndinni, en þar hefur aðal loðnuveiðin verið undanfarin ár, eins og kunnugt er. Á MORGUN í KÓPAVOGI Hátlðahöld i Kópavogi á morgun hefjast klukkan hálf tvö við félagsheimilið, og koma þangað m.a. skátar, iþróttafólk og skólafólk en hestamenn úr Gusti ríða um svæðið. Skrúðganga heldur siðan frá Félagsheimilinu um Vogatungu, yfir brúna, eftir gamla Hafnar- fjarðarveginum, Kópavogsbraut, Skólagerði að Kársnesskóla, og fara skátar og Skólahljómsveit Kópavogs fyrir göngunni. tJtisamkoma hefst við skólann klukkan tvö, og flytur sr. Arni Pálsson þar ávarp, en siðan verður lúðrablástur, söngur karlakórsins Faldafeykis úr Vig- hólaskóla. Þá syngja og leika þrlr piltar úr Þingholtsskóla og Ómar Ragnarsson skemmtir. Inniskemmtanir fyrir börn verða I Kópavogsbiói kl. 3 og hálf sex, og sýna skólanemendur þar m.a. leikrit og sýndur verður djass-dans og stepp-dans. NOBELMENN FÁ KAUPHÆKKUN Nóbelsverðlaunahafar i ár eiga von á „kauphækkun”. Akveðið hefur verið, að verð- launin verði sjö milljónir og 800 þúsund krónur, sem er hækkun um rúma hálfa milljón frá þvi, sem áður var. Verðlaunin hafa hækkað um 180% frá 1953. JUNÍ111 SJÓSETTUR S.í. föstudag var sjósettur i San Sebastian á Spáni annar togarinn af þeim fjórum þúsund lesta togurum, sem smiðaðir eru á Spáni hjá skipasmiða- stöðinni Astilleros Luzeriaga. Eigandi þessa togara er Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Frú Sólveig Björnsdóttir, ekkja Asgeirs Stefánssonar, fyrsta framkvæmdastjóra fyrir- tækisins skirði skipið og hlaut það nafnið Júni og fær ein- kennisstafina GK 345. Þessi togari er hinn þriðji i röðinni, sem ber nafnið Júni hjá Bæjarútgerðinni. Smiði skipsins hófst siðari hluta s.l. árs, og það á að afhendast i októbermánuði n.k. Myndin er frá sjósetning- unni. PLASTIÐJAN Á AKUREYRI A siðasta ári framleiddi Plastiðjan Bjarg á Akureyri samtals 355 þúsund hluti til raf- lagna og var heildarvelta fyrir- tækisins 5 milljónir króna. Plastiðjan var rekin af Sjálfs- björg, félagi fatlaðra á Akureyri og voru gerðar hjá fyrirtækinu ýmsar tilraunir með fram- leiðslu fiskikassa og fiskibakka og stórjókst sú framleiðsla á árinu. A vegum samtakanna er rekin Endurhæfingarstöð og kom i ljós, að eftirspurnin eftir meðferð varð miklu meiri en reiknað var með I upphafi. Frá upphafi hafa á fjórða hundrað manns notið meðferðar á stöðinni, og háir það mjög starfseminni, að ekki hefur tekizt að fá fleiri sjúkraþjálfara til starfa. NY LANDHELGISVEL Nú hefur verið ákveðið að Landhelgisgæzlan kaupi Fokker Friendshipflugvél frá Japan, til gæzlustarfa, en Gæzlan hefur ekki átt flugvél siðan i fyrra, að SIF var seld. Að sögn Péturs Sigurðssonar, forstjóra Landhelgisgæzlunnar, hefur verið unnið að þessum kaupsamningum um nokkurn tima. Pétur sagði, að það hafi átt stóran þátt i þvi að Fokker var keyptur i stað annarar vélar, að Flugfélag tslands á Fokker og eru því þjálfaðir viðgerðarmenn og flugmenn þaðan til taks, auk þess sem hér eru varahluta- birgðir i vélina. UOSMYNDARAR Aðalfundur Ljósmyndarafélags tslands var haldinn 29.febrúar 1972 i Hótel Esju. Fráfarandi stjórn var öll endurkjörinn, en hana skipa: ÞórirH. Oskarsson, formaður, Rúnar Gunnarsson, varaformaður, Guðmundur Er- lendsson gjaldkeri. Heimir Stigsson ritari. Guðmundur Hannesson meðstjórnandi. 22 ÁRA STARFSAFMÆLI A 22 ára starfsferli Þjóðleikhússins hafa verið sýnd samtals 244 verkefni en það er einmitt á sumardaginn fyrsta, sem leikhúsið á 22 ára starfsaf- mæli. Þá verða sýnd tvö verkefni. Annað er barnaleikritið Gló- kollur og hitt söngleikurinn Oklahóma. HAFNARFJORÐUR A fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 21.marz sl. var gerð eftirfarandi samþykkt: ,,t tilefni af þeim athugunum, sem fram hafa farið á flutningi á aðsetri Landhelgisgæzlunnar hingað til Hafnarf jarðar, áréttar bæjarstjórn áhuga sinn á framgangi málsins.” BYGGINGAFRÆÐINGAR Nýlega hélt Byggingafræði- félag lslands aðalfund sinn að Hótel Loftleiðum. Félagar i BFI eru 26 talsins og er núverandi formaður Sigurður Guðmundsson. PLÓGUR & STJORNUR FOSTBRÆÐUR Nú eru siðustu forvöð að sjá Plóg og stjörnur, hið fræga irska leikrit Seans O’ Caseys, sem sýnt hefur verið i Iðnó i vetur. 1 leiknum er lýst af safa- mikilli irskri kimni atburðum, sem ekki eru ólikir þvi, sem daglega berast fréttir af frá Norður-trlandi núna. Á mánudag,þriðjudag og mið- vikudag munu þeir efna til sam söngva fyrir styrktarfélaga Austurbæjarbiói og hefjast þeir kl. 7.15 öll kvöldin. Þá munu þeir vigja félags- heimili sitt að Langholtsvegi 109-11 laugardaginn 22.april og næstu tvær vikur á eftir efnir kórinn til sjö skemmtikvölda fyrir styrktarfélaga. Einar Ágústsson utanrikisráð- herra fór utan I morgun til við- ræðna við forystumenn Efna- hagsbandalags Evrópu. Mun utanrikisráðherra reyna að koma skriði á viðræður tslendinga og bandalagsins um viðskipta- og tollamál. Þær viðræður hafa algerlega legið niðri siðan EBE setti land- helgismálið á oddinn i viðræðun- um. Ekki er vitað hvort utanrikis- ráðherra hefur meðferðis ein- hverjar tillögur i málinu. Með honum I förinni er Þór- hallur Asgeirsson ráðuneytis- stjóri. Fara þeir i dag tii Luxem- burgar, og til Brussel á morgun. t förinni munu þeir tala við helztu forystumenn Efnahags- bandalagsins, þar á meðal utan- rikisráðherra Belgiu. Pierre Ilarmel. Eins og kunnugt cr, hófust við- ræður við bandalagið um við- skipta- og tollamál, þegar ljóst var, að mörg riki innan EFTA mundu sækja um aðild að EBE. Upp úr viðræðunum slitnaði svo þegar tslendingar tilkynntu ein- hliða útfærslu landhelginnar I 50 miiur og hefur bandalagið látið á sér skilja, að ekkert verði úr samningum nema tslendingar hætti við útfærsluna. För Einars er þvi farin i þvi markmiði að reyna aö höggva á þann hnút. A FIORDA ÞUSUND MILUONA í SPARISJÓÐUM LANDSMANNA Upphæð heildarinnlána i spari- sjóðunum á landinu nam i lok slð- asta árs þremur milljörðum 221 millión króna og höfðu lánin þvi aukizt um tæplega hálfan milljarð á árinu. Innlánin eru mjög misjöfn eftir stærð sparisjóðanna og námu þau innan við einni milljón króna i minnsta sparisjóðnum, en i þeim stærsta um 530 milljónum króna. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi Sambands islenzkra sparisjóða, scm haldinn var ný- lega. BÓLAN FÆLIR FERÐAMANNINN EKKI FRA Bólnsóttartilfellin, sem upp kontu i Júgóslaviu, hafa engin áhrif haft á ferðamannastraum- inn þangað, og hefur bólusóttar einungis orðið vart á nokkrum stöðum þar sem ferðamenn eiga ekki leið um. Á ströndinni hefur hennar ekkert orðið vart. Nokkir islendingar voru I Júgóslavfu um páskana á vegum Landsýnar, og eru þeir komnir heim, hinir hraustlegustu, enda sumarbliða þar, hiti 17-24 stig. Alþjóða heilbrigðisstofnuninni eru daglega gefnar skýrslur um ástandið, og gætt hefur verið sér- stakra varúðarráðstafana, svo sem aö bóiusetja alla Ibúa lands- ins. Ferðalögum til og frá Júgó- slaviu hefur verið haldið aö mestu áfram, en ferðamannastraumur- inn hefst að marki i mai. Iláðlagt er þó um óákveðinn tima að láta bólusetja sig, ætli menn til Júgóslaviu. i landinu eru nú starfandi 50 sparisjóðir og af þeim eru 41 innan vébanda sambandsins. í sparisjóðunum nú eru varö- veitt um 17.9% af spariinnlánum bankakerfisins. Hefur það hiutfall litið raskazt undanfarin ár þrátt fyrir fækkun sparisjóða og fjölgun bankaúti- búa.A árinu 71 hættu þrir spari- sjóðir störfum. Sameinuðust tveir þeirra bankaútibúum, en þeim þriðja, Sparisjóði Alþýðu, var breytt i banka. Elzti starfandi sparisjóður landsins, Sparisjóður Siglu- fjarðar, verður hundrað ára I jan- uar 1973. o Miövikudagur 19. apríl 1972

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.