Alþýðublaðið - 27.04.1972, Blaðsíða 5
útgáfufélag Alþýöublaðsins h.f. Ritstjóri
Sighvatur Björgvinsson (áb.). Aðsetur rit-
stjómar Hverfisgötu 8-10. Símar 86666.
RÁÐA EKKIEINIR
Þátturinn um landhelgismálið, sem Ólafur
Ragnar Grimsson stjórnaði og fluttur var i sjón-
varpinu i fyrrakvöld, var á margan hátt athyglis-
verður, þótt ekkert nýtt kæmi þar raunar fram.
Það sem hann sýndi, var einkum tvennt. í fyrsta
lagi hve andstaða Breta og raunar Vestur-
Þjóðverja við málstað okkar í landhelgismálinu
er ákaflega hörð og i öðru lagi hve erfitt þeir eiga
með að skilja sérstöðu okkar i þvi máli, þótt þeir
látist gera svo.
Þáttur eins og þessi er að visu ekki heppilegur
vettvangur til þess að rökræða mál eins og land-
helgismálið við Breta og Þjóðverja. Þátttak
endur standa ekki jafnt að vigi. Annars vegar
er fjölmennur hópur spyrjenda, þar sem hver og
einn getur aðeins sag. nokkrar » spurnarsetning-
ar, en hvorki fylgt hugsun sinni né málflutningi
verulega eftir. Hins vegar er svo einn aðili, sem
fyrir svörum situr, er nýtur þeirrar aðstöðu um-
fram hina, að geta ávallt haft siðasta orðið og
með klókindum komið sér hjá þvi að svara óþægi-
legum spurningum þannig, að litið beri á. Mun
árangursrikara fyrir málstað okkar íslendinga i
landhelgismálinu hefði þannig verið að hafa þátt-
takendurna af okkar hálfu færri og skoðanaskipt-
in beinni.
Það var einkar athyglisvert að sjá, hver heim-
ur málsvara hinna gömlu stórvelda, Bretlands og
Þýzkalands, virðist litill. Þeir sjá ekki út fyrir
Evrópu. Þjóðir i öðrum heimsálfum koma þeim
ekki við.
Brezki þingmaðurinn, Patrick Wall, lagði t.d.
sérstaka áherzlu á mikilvægi þess, að auk Breta
væru rikin á meginlandi Evrópu andvig íslend-
ingum i landhelgismálinu og þar með mátti skilja
á þingmanninum, að allur heimurinn væri and-
vígur okkur.
En þjóðirnar í Efnahagsbandalagi Evrópu eru
ekki nema óverulegur hluti af þjóðum heims.
Áhrif þeirra á alþjóðamælikvarða eru ekkert sér-
staklega mikil. Og utan Evrópu, t.d. i Afriku og
Suður-Ameriku, eru fjölmargar þjóðir, sem
styðja okkur íslendinga i landhelgismálinu.
Til allrar hamingju fyrir málstað smáþjóða eru
gömlu evrópsku nýlenduveldin ekki lengur ein-
ráð i heiminum. Þess vegna getur smáriki sigrað
i baráttu fyrir lifshagsmunum sinum, þótt þessi
gömlu nýlenduveldi reyni að setja þvi stólinn fyr-
ir dyrnar. Að þvi leytinu til hefur þó heimurinn
batnandi farið.
lalþýdul
Hverjum ætti að standa það
nær, að kaupa og nota islenzkar
iðnaðarvörur, en tslendingum
sjálfum? Auðvitað engum. En
gera þeir það? Nei. Það er vist
langt frá þvi.
Þvi miður er það svo, að það er
eins og mörgum finnist „finna”
að kaupa einhverjar iðnaðarvör-
ur framleiddar i öðrum löndum.
Þetta á jafnvel við um vörur eins
og lagmetis-vörur, sardinur,
gaffalbita o.fl., enda þó vitað sé,.
að hvergi i heiminum sé til betri
hráefni, en einmitt hér. Fram-
leiðsluaðferðirnar eru ekki að-
finnsluverðar og gæðin þvi tvi-
mælalaus. Verðið er vel sam-
keppnishæft. Hvað veldur? Senni-
lega imyndaður gæðamunur - eða
nýjungagirni - nema hvort-
tveggja komi til.
Ég tel það alveg tvimælalaust,
að fjölmargar islenzkar iðnaðar-
vörur standa fullkomlega á jafn-
háu gæðastigi og erlendar. Enda
eiga þær að gera það. Hins vegar
finnst mér, að mikið vanti á, að
Islenzkir neytendur meti það
nokkurs, að tiltekin vörutegund
sé islenzk - og þessvegna sé rétt
að kaupa hana. Það er sem sé
einskis metiö, að varan er
islenzk. Kannski eru umbúðirnar
fallegri á útlendu vörunni og
þessvegna er hún keypt.
Iðnrekendur hér á landi gera
mikið til að gera framleiðsluvör-
ur sinar samkeppnishæfar við
erlendar. Og i mörgum tilvikum
er enginn vafi á, aö það hefur tek-
izt mæta vel.
Einmitt um þetta leyti, eru
islenzk fyrirtæki að framleiða
vörur, sem verið er að kynna er-
lendis. Slik söluherferð tekur
langan tima, og kostar mikla pen-
inga. Það er þvi mjög þýöingar-
mikið, að markaður finnist innan-
lands, til að létta undir þessum
tilraunum. Þar aö auki, er það
mikils virði, að geta áttað sig á
móttöku neytenda á tilteknum
vörutegundum. 1 mörgum tilvik-
um getur mat islenzkra neytenda
orðið mikils virði, þegar meta
skal útflutningsmöguleika tiltek-
innar vörutegundar.
Það er þjóðarnauðsyn, að efla
íslenzkan iðnað. Fólksfjölgunin á
næstu árum getur tæpast leitað I
neina aðra átt, en til iðnaðarins.
Iðnaðurinn I landinu verður að
byggja sig upp á þann hátt, að
hann sé þess umkominn, að vera
talinn alvöru atvinnuvegur. Þvi
miður hefur iönaður stundum
verið talinn einskonar annars
flokks atvinnuVegur. Þetta verð-
ur að breytast.
Islenzkir iðnrekendur verða
auðvitað að gera sér ljóst, að
framleiðsla þeirra verður að vera
jafngóð og hin erlenda, auk þess
sem hún verður að vera — og er —
samkeppnishæf. 1 flestum tilvik-
um mun þetta lika vera tilfellið.
Það eru þvi yfirleitt ekki iðnrek-
endur, sem bregðast sinu hlut-
verki.
En er það sama hægt að segja
um neytendur? Ég held ekki. Þeir
Pétur Pétursson skrifar
telja margir hverjir, islenzkar
iönaðarvörur ekki jafn góðar og
erlendar. Þetta álit ég, að sé al-
rangt. Og jafnvel þó að það væri
ekki rangt, finnst mér það vera
skylda Islendinga að meta is-
lenzkan iðnað það mikils , að
hann ætti að njóta viðskiptanna,
umfram einhverja útlendinga.
Er ekki timi til kominn, að þjóð-
in fari aö taka eftir isl. iðnaði i
alvöru? Þjóðin getur aðstoðað
iðnaðinn verulega með þvi að
kaupa islenzkar iðnaðarvörur
umfram erlendar. Þar að auki
finnst mér það vera eins konar
skylda þjóðarinnar að styrkja
þennan atvinnuveg á sama hátt
og aðrir atvinnuvegir eru studdir.
Og það er I raun og veru ekki farið
fram á mikið, þegar aðeins er
óskað eftir, að islenzkar iðnaðar-
vörur séu metnar til jafns við er-
lendar og að þær séu keyptar —
að öðru jöfnu — fremur en er-
lendar vörur.
Ekki finnst mér það litilsviröi,
að 13-14 þús. manns vinnur nú i
iðnaði á landinu. Þetta fólk getur
tæpast fengið aðra vinnu, einfald-
lega vegna þess að engin önnur
atvinna er til i landinu, sem getur
tekið við þessum fjölda. Viö þetta
bætist, að gert er ráð fyrir, að
1760 manns bætist á vinnumark-
aðinn á ári á næstu lOárum. Þetta
fólk hlýtur að leita að mestu leyti
til iðnaðarins, vegna þess að ekki
er um neitt annað að ræða.
Þetta ætti að sýna mikilvægi is-
lenzks iðnaðar, þó að ekki kæmi
neitt annað til. Þjóðin öll verður
að meta islenzkan iðnað og gera
hlut þessa atvinnuvegar sem
mestan.
Atvinnumálin — og hluti af
þeim eru iðnaðarmálin — hljóta
alltaf að vera megin verkefni
allra stjórnvalda, hverjir, sem
með völd fara á hverjum tima.
Þetta eru flestir sammála um. En
er islenzka þjóðin tilbúin til að
staðfesta þetta með þvi aö kaupa
Framhald á bls. 4
ER VERÐSTÖDVUN-
INNI ÞA' LOKIÐ?
t sambandi við afgreiðslu
fjárlaganna fyrir áramót lýstu
málsvarar stjórnarflokkanna
þvl hvað eftir annað yfir, að
verðstöövun myndi verða áfram
haldið eftir áramótin. Sams
konar yfirlýsingu höfðu ráð-
herrarnir og aðrir oddamcnn
stjórnarflokkanna gefið hvað
eftir annaö bæði áður og slöar.
Bæði þingmenn og almenningur
i landinu stóðu þvi lengi I þeirri
meiningu, að rikisstjórn Ólafs
Jóhannessonar hygðist haida
áfram verðstöðvunarstcfnu
fyrrverandi rikisstjórnar.
En þaö hefur hún alls ekki
gert. Strax eftir áramótin hóf
hún að hleypa verðbólguvörg-
unum úr búrum sinum og
siga þeim á þjóðina. Og meö
hverjum deginum sem liður
rýrna lifskjör almennings i
verðbólguflóðinu.
Þetta er ekki verðstöðvunar-
stefna, heldur verðhækkunar-
stefna. Það sér hver og einn. En
livað veldur þvi, að sú stefna er
nú upp tekin? Hvað veldur þvi,
að nú eru gifurlegar verðhækk-
anir leyfðar? Var rikisstjórnin
ekki búin aðiýsa því yfir, að hún
ætiaði að fylgja áframhaldandi
verðstöðvunarstefnu?
Þegar stjórnarsinnar eru að
afsaka sig eru þeir nú farnir að
nota orðalagið „þessar verð-
hækkanir eru arfleifð frá fyrr-
verandi rikisstjórn vegna þess
að hún leyfði engar verðhækk-
anir á verðstöðvunartimabil-
inu”. En er þá verðstöðvunar-
timabiiinu lokið? Hvers vegna
er ekki hægt að fá svar við svo
skýrri spurningu. Og ef þvi er
lokið, hvenær lauk þvi þá?
BARÁTTUFUNDUR FYRIR SÓSÍALISMA OG LÝÐRÆÐI
HINN 30. APRlL N. K. í TILEFNI HÁTÍÐARDAfiSINS 1. MAÍ
Alþýöuflokksfélag Reykjavikur efnir til almenns fundar um sósialisma og lýðræði I
tilefni hátiðardagsins 1. mai. Fundurinn verður haldinn I Iðnó, sunnudaginn 30. april
n.k. og hefst kl. 4,30 e.h.
Fundarstjóri verður Sigurður Guömundsson.
Stuttar ræður flytja: Björgvin Guömundsson, viðskiptafræðingur, Eyjólfur Sig-
urðsson.prentari, Njörður P. Njarðvik,lektor,og Sighvatur Björgvinsson.ritstjóri.
Lúörasveit verkalýösins undir stjórn ólafs L. Kristjánssonar leikur áður en fundur
inn hefst og meðan á honum stendur og Guðlaugur Tryggvi Karlsson stjórnar fjölda
söng.
Allir stuðningsmenn og velunnarar lýðræðislegs sósialisma og vinnandi stétta vel
komnir á meðan húsrúm leyfir.
Aiþýðuflokksfélag Reykjavikur
Fimmtudagur 27. april 1972