Alþýðublaðið - 27.04.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 27.04.1972, Blaðsíða 12
Alþýóubankínn hf ykkar hagur/okkar mctnaöur KÚPAYOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7. Laugardaga til kl. 2. Sunnudaga milli kl. 1 og 3. SCNDIBIL ASTÖÐIN HT Töluverður órói hefur verið á gengisskráningu erlendrar mynt- ar að undanförnu, og eru þess dæmi að sama myntin hafi breytzt i skráningu dag eftir dag. Seðlabankinn scr um skráning- una hér á landi, og gerir hann út nýja skráningu i hvert sinn sem brcyting verður. Það sem af er KÆRAHEFUR TVÆR HLIDAR Við skýrðum frá þvi i gær, að embætti saksóknara rikisins hygðist kæra sakadóm Reykja- vikur. Málið þarfnast nánari skýringar. Framhald á bls. 4 þessu ári hefur bankinn gefið út nýja skráningu 76 sinnunt, og gef- ur sá fjöldi visbendingu um þann óróa sem rikt hefur. Mestur óróinn hefur verið á frönkunum, frönskum, belgiskum og svissneskum. Þá hefur tölu- verö hreyfing einnig verið á ann- arri meginlandsmynt, svo sem þýzkum mörkum. Einnig hefur orðið breyting á pundum og kana- diskum dollurunt. Ilefur bæði verið um hækkun og lækkun að ræða. Þó cr algengara að erlenda myntin hækki þegar miöað er við Islenzka mynt. Til dæmis hækkaði enska pundið um 25 aura frá há- degi siðastiiðins mánudags til jafnlengdar á þriðjudeginum, og á sama tima hækkaði þýzka markið unt heilar 5,25 krónur. i siðara dæminu er miðaö við 100 mörk. Til að gera fölsurum erfiðara fyrir hefur Kaup- höllin i New York ákveðið, að öll hlutafélög, sem selja hlutabréf sin þar, verði að hafa á bréfunum sjálfum mynd af einhverri mannlegri veru. Fyrir Playboy fyrirtækið var þetta ekkert vandamál og nú prýðir hlutabréf fyrirtækisins 23 ára gömul stúlka, klæðalaus að sjálf- sögðu. Karlmaðurinn þá myndinni heitir Joscph Wallace King. Hann þekkja fáir hér á landi, en konan á málverkinu er öllu þekktari. Þetta er engin önnur en Elisa- bet Englandsdrottning og King, sem er listmálari hafði einmitt lokið við að mála myndina af henni, þegar þessi mynd var tekin. Þetta er nýjasta máiverkið af henni og á að skreyta visinda- stofnun i Bandarikjunum, nánar tiltekiö í grennd við bæinn Raleigh i Norður-Karólinu. MAJORKAHITI OG MEIRA EN NÚG AO GERA Norðfjarðarbátar hafa aflað dálaglega að undanförnu. Aflann hafa þeir fengið á heimamiðum. Skuttogarinn Barði hefur aflað bezt, var til dæmis með 114 tonn af slægðum fiski eftir sex daga veiðiferð. Mun það jafngilda 135 tonnum af óslægðum fiski. Næg vinna hefur að vonum verið í frystihúsunum á staðnum, en erfiðlega hefur gengið að fá starfsfólk vegna einmuna góðrar tiðar. Byggingarvinna er i fullum gangi, enda er komið sumarveður fyrir austan. Bæði á þriðjudag og miðviku- dag var hitinn 18-19 stig, og glaða sólskin. Sex stórir bátar eru gerðir út frá Noröfirði, auk fjölda af smærri trillum. Rekstur skuttogarans Barða hefur gengið vel i vetur, og frá áramótum hefur hann landað VIETNAM- FUNDURINN Eftir fjöldafund, scm haldinn var við Miðbæjarskölann á laugardaginn til stuðnings Þjóð- frclsishrey fingunni i Vietnam, var islenzku rikisstjórninni afhent orðsending þar sem farið er fram á viðurkenningu á stjórn Alþýðulýðveldinu Vietnam og Bráðabirgðabyltingarstjórninni þar. Einnig er farið fram á að rikis- stjórnin lýsi opinberlega andúð sinni á striðsrekstri Bandarikja- manna i Vietnam og annars- staðar i Indó-Kina og svo sam- stöðu -um 7-liða tillögu Bráða- birgðabyltingarstjórnarinnar, sem var lögð fram i Paris 1. júli 1971. HAFA VALDID TUG- ÞÚSUNDA TJÚNI Eins og fram hefur komið i fréttum hafa tveir piltar viður- kcnnt 27 stórinnbort viðsvegar um bæinn og er nú Ijóst, að sam- anlagt tjón vegna þeirra nemur tuguin ef ekki hundruðum þús- unda. A vegum rannsóknarlögregl- unnar er nú unnið að samantekt á samanlögðum fébótakröfum allra þeirra, scm orðið hafa fyrir barð- inu á piltunum tveimur. TALSVERÐ HREYF- ING Á GENGINU Sú samantckt er á algjöru frumstigi, og vildi rannsóknar- lögreglan ekkert fullyrða um endanlega fjárhæð vegna skaða- bóta. Er það ljóst, að hún verður há, þvi þó ekki eyðileggist nema ein hurð er tjónið strax orðið mikið. Mesta verðmæti þýfis, sem piltarnir komust yfir, mun hafa verið 30 þúsund krónur. En þótt þeir aðilar, sem orðið hafa fyrir tjóni vegna innbrota piltanna, sem eru 15 og 16 ára, geri fébótakröfur er engin trygg- ing fyrir þvi, að þeir fái þær greiddar. 1 fyrsta lagi mega þeir seku ekki gangast undir bótakröfu nema fjárráðamenn þeirra fallist EN HVER Á AÐ BORGA BRÚSANN? á það, og í öðru lagi eru foreldrar ekki fébótaskyldir fyrir hönd barna þeirra. Og þótt fjárráðamenn þeirra fallist á bótakröfurnar fyrir þeirra hönd eru litlar likur til þess, að þeir séu borgunarmenn fyrir þeim. t kvöld, fimmtudagskvöld, heldur Guðmundur G. Hagalin rithöfundur, einn af hinum al- mennu bókmenntalegu fyrirlestr- um sinum. Fyrirlesturinn nefnir Guð- mundur: Vonslega hefur oss ver- öldin blekkt, eða: Gróður og Sandfok. Fyrirlesturinn verður haldinn i fyrstu kennslustofu Há- sköla tslands, og er opinn al- menningi. rúmlega 1000 tonnum af slægðum fiski, en það samsvarar 1200 tonn- um af óslægðum fiski. Sömu sögu er að segja af öðrum skuttogurum Austfirðinga, rekst- ur þeirra hefur gengið vel. ROSKINN MAÐUR FYRIR BÍL í EYJUNI Umferðaslys varð i Vest- mannaeyjum i fyrradag, er bill ók á roskinn mann, með þeim af- leiðingum, að maðurinn var flutt- ur slasaöur með flugvél til Reykjavikur. Slysið varð um morguninn, og skeði á gatnamótum Strandvegar og Flatar, Kona ók bílnum, sem ók á manninn, en maðurinn mun hafa ætlað að ganga yfir götuna. Blaðinu tókst ekki að afla sér fullkominna upplýsinga um liðan mannsins, en hann mun a.m.k. vera eitthvað brotinn. — ÞÝZK KDNA SÝNIR Teikningar og vatnslitamyndir þýzkrar listakonu, Moniku Buttn- er, eru sýndar i húsakynnum Byggingaþjónustu Arkitektafé- lags tslands að Laugavegi 26. Sýningin er opin daglega kl. 17-22 og stendur út 1. mai. LENDA í KVÖLD Klukkan sextán minútur i átta i kvöld lendir geimfarið Apollo 16 með geimfarana þrjá John Young, Charles Duke og Thomas Mattingly á Kyrrahafi, eftir 11 daga vel heppnaða ferð. Núna geta þeir tekið lifinu með ró eftir erfitt ferðalag. Þeir hafa þó þurft að svara spurningum jarðfræðinga um grjótið, sem þeir söfnuðu á tungl- inu, og i gærkvöldi fengu nokkrar blaðamenn tækifæri til að leggja fyrir þá spurningar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.