Alþýðublaðið - 27.04.1972, Blaðsíða 2
,__LISTAHÁTÍÐ I
---REYKJAVIK
1972
Tekið á móti pöntunum aðgöngumiða i
sima, 26711, frá kl. 4-7 i dag og á morgun
og kl. 10-14 laugardag. Dagskrá hátiðar-
innar liggur frammi i Norræna húsinu.
Aðalfundur
Framhaldsaðalfundur Iðju, félags verk-
smiðjufólks i Reykjavik verður haldinn i
Lindarbæ fimmtudaginn 27. april n.k. kl.
20.30.
FUNDAREFNI
1. Afgreiðsla um reikninga félagsins.
2. Ný reglugerð fyrir orlofssjóð.
3. önnur mál.
STJÓRN IÐJU
Skrifstofustörf
Hjá lögreglustjóraembættinu i Reykja-
vik eru lausar stöður 2ja skrifstofu-
stúlkna. Auk þess óskast stúlkur til sum-
arstarfa á skrifstofunni.
Laun samkvæmt launakerfi rikisstarfs-
manna.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist lögreglu-
stjóraembættinu.
Lögreglustjórinn i Reykjavik,
25. april 1972.
vVið veljum minJaf
það borgar sig
PUIltal - OFNAR H/F.
« Síðumúla 27 . Reykjavík
Símar 3-55-55 og 3-42-00
„FLÓAMARKAÐUR”
KVENSTÚDENTAFÉLAGSINS
Fjáröflunarnefnd Stúdentafé-
lags tslands heldur „flóamark-
að" að ilallveigarstöðum 30.
april, kl. 2 e.h. til eflingar f járhag
sinum, en eins og mörgum mun
kunnugt, veitir Kvenstúdentafé-
lagið árlega all-riflega náms-
styrki.
Fjáröfíunarnefnd sendi út bréf#i
s.l. viku til allra kvenna, sem á
félagsskrá eru, til að biðja um
muni á markaðinn. Sjálfsagt hafa
þó margir kvenstúdentar ekki
fengið bréf og er það einlæg ósk
nefndarinnar, að þeir bregðist vel
viö, taki til og sendi inn muni.
Nefndarkonur, sem hér eru tald-
ar upp veita allar nánari upp-
lýsingar um markaðinn og veita
munum móttöku:
Helga Mattina Björnsdóttir, for-
maður nefndarinnar, Sunnuflöt 6,
Garöahreppi, Kristln Þorbjarn-
ardóttir, Hvassaleiti 113, Gerður
Guðnadóttir, Bjarmalandi 20,
Ilekla Pálsdóttir, Ilraunbæ 68,
Ingibjörg Jóhannesdóttir, öldu-
götu 34, Margrét Schram, Greni-
mel 20, Nina Gísladóttir, Haga-
mel 15.
Margt góðra og eigulegra muna
hefur þegar borizt, fatnaður alls
konar, bollar, postulinskoppar,
gluggatjiild, ljósakrónur, lampar,
húsgögn, barnakerrur, barnastól-
ar, skartgripir o.fl.
Verðið er frá kr. 10.00-300.00.
o
Þættir úr lifi Bjarts i
Sumarhúsum.
Fært í leikform af höf-
undi og Baldvin Hall-
dórssyni.
Leikstjóri: Baldvin
Ilalldórsson
Leikmyndir og
búningateikningar:
Snorri Sveinn
Friðriksson
Þjóðleikhúsið hélt uppá
sjötugsafmæli Halldórs Laxness
á sunnudaginn með þvi að frum-
sýna nýsamda leikgerð
„Sjálfstæðs fólks” eftir höfund-
inn og leikstjórann. Var skáld-
inu vel fagnað og innilega af
leikhúsgestum á sunnudags-
kvöld, bæði fyrir og eftir sýn-
ingu.
Um sýninguna er það meðal
annars að segja, að hún var anzi
löng i sér, einkanlega um mið-
bikið, en hresstist við þegarliða
tók á leikinn. Hinsvegar var hún
aldrei beinlinis leiðinleg, enda
væri það útaf fyrir sig umtals-
vert afrek að gera texta Hall-
dórs leiðinlegan, þó ekki væri
annaö. Ýmsir kaflar sýningar-
innar voru raunar hinir
skemmtilegustu og sumir mjög
tilþrifamiklir, en i heild var hún
fremur þunglamaleg.
Um það þurfti auðvitað ekki
að gera sér neinar tyllivonir, að
hægt væri að seja nothæft leikrit
uppúr skáldsögunni. Til þess er
hún alltof mikil i sér, of fjöl-
skrúðugt og yfirgripsmikið
episkt verk og á allan hátt of
fjarlæg þeim lögmálum sem
ráða heimi leiksviðsins. Það var
i hæsta lagi hægt að gera sér von
um litrikt myndasafn úr sög-
unni, skemmtilega persónu-
gervinga söguhetjanna og kát-
leg tilvik úr atburðarásinni. Sú
varð og raunin, að harla litið af
sjálfum safa sögunnar komst til
skila, en vitanlega stóðu tilsvör
persónanna fyrir sinu, og þær
fengu margar sitt sterka, sjálf-
stæða lif á sviðinu, þó sumar
þeirra væru talsvert frábrugð-
nar hliðstæðum sinum i skáld-
sögunni.
Þegar hafðar eru i huga fyrri
myndasýningar úr skáldsögum
Halldórs Laxness (tslands-
klukkan, Kristnihald undir Jökli
og Atómstöðinifinnst mér Sjálf-
stætt fólk vera einfaldari og
samfelldari myndasaga, en hún
er kannski að sama skapi
grynnri i þeim skilningi, að eng-
in af persónum sögunnar fær
verulega dýpt nema Bjartur, og
er þó horfinn úr honum mikill
mergur.
Vitaskuld mundi það ekki
skipta neinu máli, hve trúverð-
uglega leikritið þræddi efni og
atburðarás skáldsögunnar, ef
það öðlaðist eigið lif i hinni nýju
gerð. Mér hefur einatt þótt sem
menn horfðu um of til skáld-
sagnanna þegar þeir ræða leik-
gerðir þeirra i stað þess að at-
huga hvort þær fái staðizt sem
sjálfstæð. verk. Að minu viti fær
þessi nýja leikgerð staðizt i öll-
um aðalatriðum án skirskot-
unar til sögunnar, þó einstaka
orðsvar sé að visu óþarflega
delfiskt eða tvirætt og einsog
gripið úr lausu lofti innan
ramma leiksins. Mér finnst ekki
fara milli mála, að beinagrindin
úr sögu og samskiptum þeirra
Bjarts og Astu Sóllilju komi til
skila i leikgerðinni og fái fylli-
iega staðizt sem einskonar
episkt leikhúsverk að hætti
„Mutter Courage”, einfalt i
sniðum og ekki ýkja djúp-
skyggnt, en viða hjartnæmt og
oft mjög spaugilegt. En hér er
alls ekki á ferðinni skáldverkið
„Sjálfstætt fólk” einsog við
þekkjum það og dáum, þó ef-
laust þyki mönnum forvitnilegt
að sjá persónurþessilikannast á
leiksviðinu i verki sem er ein-
ungis daufur skuggi frumverks-
ins.
Róbert Arnfinnsson (Bjartur) og Lárus
Ingólfsson (Þórir á Gilteigi)
SJÁLF-
STÆTT
EFTIR
HALLDOR
LAXNESS
Mér virðist þeir Halldór Lax-
ness og Baldvin Halldórsson
hafa leyst sitt vandasama verk-
efni með furðugóðum árangri,
þó mér sé eftir sem áöur full-
komin ráðgáta, hversvegna
leikhúsin i Reykjavik eru að
þessu vonlitla bjástri með
skáldsögur nóbelsskáldsins.
Sýningin var þung i vöfum,
skiptingar hægar, og var engu-
likara en mönnum hefði
gleymzt að Þjóöleikhúsið státar
af hringsviði. Þarvið bætist, að
atriði sýningarinnar voru óþarf-
lega mörg, og hefði með hægu
móti mátt stytta hana um allt aö
hálftima.
Einsog endranær i verkum
Halldórs er hér kappnóg af sér-
kennilegum persónum sem lffga
mjög uppá sýninguna og halda
áhorfendum ævinlega við efnið,
og er þó mikið vafamál hvort
bjóðandi hefði verið uppá þessa
sýningu án Róberts Arnfinns-
sonar sem bókstaflega ber hana
uppi. Ég kveið þvi dálitið að
Bjartur kynni að draga dám af
griskum frænda sinum, Alexis
Zorbasi, en það gerði hann ekki
nema að óverulegu leyti. Róbert
skóp nýjan Bjart, talsvert frá-
brugðinn þeirri mynd sem ég
hafði gert mér af honum, en
fullkomlega sjálfum sér sam-
kvæman innan ramma leik-
gerðarinnar. Það var rammis-
lenzk og safamikil mannlýsing,
þar sem hjartahlýja og
ómennskt tillitsleysi og einsýni
vógu salt.
Þó það séu engar ýkjur að Ró-
bert hafi bjargað sýningunni, þá
fékk hann ákaflega góðan
stuðning af mörgum meðleik-
endum sinum, sem gerðu
smærri hlutverkum eftirtektar-
verð skil. Skal þar fyrst frægan
telja Val Gislason sem slipaöi
litinn gimstein úr hlutverki séra
Guðmundar — dró upp aðdáan-
lega skýra og heila smámynd af
hinu sigilda samblandi stór-
bokka, nöldurskjóðu og gæða-
blóðs sem prestar voru oft og
einatt fyrr á tið.
Onnur perla var túlkun
Rúriks Haraldssonar á Jóni
hreppstjóra á Úti-Rauðsmýri,
fullkomlega frumleg og skop-
gerð mannlýsing sem átti að
visu litiö skylt við hreppstjóra
skáldsögunnar, en minnti
stundum á kunnan menningar-
vafstrara i höfuðstaðnum.
Þóra Friðriksdóttir lék
Framhald á bls. 4
Fimmtudagur 27. apríl 1972