Alþýðublaðið - 27.04.1972, Blaðsíða 7
HUSMÆÐRAHORNIÐ
LEIÐBEININGAR UM HRAÐSUÐUPOTTA
að það sé alltaf einhver vökvi í pott-
inum. Það myndast yfírþrýstingur af
gufunni, sem breiðist út við suðu. Við
venjulegan þrýsting sýður maturinn
við 100 gráður. Því hærri þrýstingur,
þeim mun hærra suðumark. Við hærri
hita fullsýður maturinn fyrr. í flestum
pottum má ná allt að 1.0 atu (mæli-
eining fyrir yfirþrýsting: Atmospharen
— Uberdruck), þ.e.a.s. 121 gráðu á
Celcius. Ýmsir pottar eru þannig út-
búnir, að skipta má á tvö til þrjú
mismunandi stig: 0.2 atu ca. 104 gráð-
ur, 0.5 atu ca. 119 gráður. Maður
velur til dæmis lægri þrýsting fyrir
grænmeti en kjöt til þess að hlífa
vítamínunum, sem eru mjög viðkvæm,
gagnvart hita. Kjöt og hýðisávextir
eru hins vegar soðin undir fullum
þrýstingi.
SUDUTIM1NN STYTTIST OG
MATURINN HELDUR SÍNIM
UPPRUNALEGU EIGINLEIKUM
Af einhverjum ástæðum hefur notkun hraðsuðupotta verið hverfandi lítil hér á landi. Hraðsuðupottar
eru nokkuð dýrir í innkaupi, en sé varahlutaþjónusta fyrir hendi má gera ráð fyrir að þeir endist í 10 ár
að meðaltali.
Helztu kostir hraðsuðu eru þeir að nota þarf minni straum og maturinn heldur betur sínu rétta bragði.
Suðutíminn styttist verulega og minni matarlykt er í eldhúsinu.
En gera konur sér grein fyrir þessu? Við rannsóknir í Þýzkalandi kom í ljós að einungis um 18% hús-
mæðra áttu og notuðu hraðsuðupotta. Ef konum finnst meðferð þessara potta of flókin, þá ætti þessi grein
að bæta þar nokkuð úr. Grein þessi er gerð samkvæmt upplýsingum frá þýzku ráðuneyti og timaritinu “zu-
hause“.
„Venjul." þrýstingur 0,2 atú 104°C 0,5 atú 110°C 1,0 atú 121°C
Svínasteik 80 — 40 —
gúllas 90 — — 20
Súpuhæna 120 — — 30
Hýðisávextir 75 64 40 20
rauðrófur 60 45. 32 25
sellerí 60 — — 15
rauðkál 75 — — 15
gulrófur 30 18 12 ^ 'j
belgbaunir 40 20 11
næpur 25 15 13
blómkál 20 15 10 — ■
óskrældar kartöflur 35 28 17 — •
skrældar kartöfiur 25 15 12 —
hrísgrjón 30 30 27 22
TÍIVIASPARNADLJR
Þcgar þeir rétlir, sem þurfa mikla
suðu, svo sem kjöt, l'uglar, hýðis-
ávextir, sellerí og súrkál eru soðnir,
getur'tímasparnaðurinn orðið tals-
verður. Súpukjöt fullsýður til dæmis
á 20-30 mín., súrkál á 4-10 mín.
Helztu suðutímarnir eru birtir á sér-
stakri töflu hér á eftir. Hinn stutti
suðutími skýrir einnig hvers vegna
minna rafmagn er notað. Deild þýzka
félagsmálaráðuneytisins lét reikna út
sparnað við hraðsuðu og samkvæmt
því sparið þér við suðu á:
óskrældum kartöflum 20% hitaein-
inga,
skrældum kartöflum 25%,
hýðisávöxtum 44%,
rauðrófum 44%.
Þar við bætist svo, að í stað þess
að nota þrjár eða fjórar hellur þurfið
þér yfirleitt ekki nema eina, þar sem
allur rétturinn, — kartöfiur, kjöt,
grænmeti, sósa — er soðinn í einum
og sama pottinum. Þér þurfið ekki að
óttast að það verði kálbragð af kart-
öfiunum eða fiskbragð af kálinu. Við
suðu undir þrýstingi smitast varla
lykt eða bragð.
HVAÐ GERIST?
Hraðsuðupottinum er lokað, þann-
ig að loft kemst ekki að. Mikilvægt er
HVERNIG ER POTTURINN
SAMANSETTUR ?
Venjulegur hraðsuðupottur saman-
stendur af potti, loki, ísetningargrind-
um (eftir stærð og gerð pottsins og
hvort sjóða á fleiri en eina tegund í
einu) og einum þri- eða fjórfæti, þar
sem neðsta grindin má ekki standa á
botninum. Þá myndi allt vatnið þrýst-
ast burt. Potturinn og lokið hafa
traustari veggi en venjulegir pottar.
Það þýðingarmesta og dýrasta við'
hraðsuðupottinn er lokið, sem útbúið
er með ventli og þéttihring. Á flestum
gerðum er ventillinn einnig útbúinn
með þrýstimæli, er sýnir hvernig stilla
skal mismunandi hitastig.
SOÐIÐ 1 HRAÐSUÐUPOTTI
Það kemur með æfingunni að matbúa
í hraðsuðupotti. Það er talsvert frá-
brugðið annarri matargerð og þess-
vegna áríðandi að þér lesið vel notk-
unarreglur pottsins og gætið að þeim
tíma, sem tekur að fullsjóða hverja
matartegund. Einnig skal þess gætt
(með aðstoð þrýstimælis) að réttur
þrýstingur sé á. Þér getið soðið alla
rétti, súpur og biandaða rétti í hrað-
suðupottinum. Þegar soðið er með
grindum þarf u.þ.b. einn bolla af
vatni í pottinn, en þegar um blandaða
rétti er að ræða er aðeins notaður sá
vökvi, sem nefndur er í uppskrift.
SPARIB
POHNGA
Pottarnir gufusjóða
og halda þess vegna
öllum krafti
og næringarefnum
í matnum
SENDUM
í PÚSTKRÖFU
UM LAND ALLT
HRAÐSUÐUPOTTAR
4ra lítra: Kr. 2850,00 - 7 lítra: Kr. 3550,00 - 10 litra: Kr. 3850,00
H AFN ARSTRÆTI 1
SÍMI 12527.
KLAPPARSTÍG
SÍMI 12527.
Hauiljorá
BANKASTRÆTI 11
SÍMI 19801.
Gætið þess að fylgja vel notkunarregl-
um iþegar þér lokið potíinum. Rönd
pottsins verður að vera hrein, annars
er hætta á að þéttihringurinn leggist
ekki nógu þétt að og hleypi út gufu.
Þér setjið plötuna á minnsta straum.
Þegar fer að sjóða og gufan hefur
þrýst öllu lofti út úr pottinum dragið
þér yður í hlé. öryggisventillinn sýnir
yður hvenær tíminn er liðinn. Annað
hvorí byrjar ventillinn að snúast eða
lyiftSst upp að settu marki, eftir því
hver tegund pottsins er. Þegar matur-
inn hefur verið fullsoðinn og þrýst-
ingurinn tekinn af, má fyrst opna
pottinn. Vilji maður.bíða þar til hann
kólnar aftur, tapast tímaávinningur-
inn, Þess vegna er eftirfarandi að-
ferð notuð: lyftið ventlinum upp með
giáffli til þess að taka af þrýstinginn,
eða' stillið pottinum undir rennandi
vatn. Þó er rétt að fara fyrst og fremst
eftir leiðarvísinum, þar sem er að
finna nánari leiðbeiningar. Hverjum
potti fylgir uppskriftabók, þar sem
sagt er til um suðutíma hverrar ein-
itakrar tegundar matar. Eigi að sjóða
fieiri en einn rétt í einu, þurfa þeir að
hafa sama suðutíma, svo ekki þurfi að
opna pottinn í millitíðinni og.bæta í
hann.
VÍTAMÍN
Vegna styttri suðutíma þola fiest
vítamín betur suðu í hraðsuðupotti.
Einkum.er það C-vítamínið, sem við
kvæmt er gagnvart hita. Ef hægt er að
stilla þrýstinginn ætti maður að sjóða
þann mat, sem inniheldur mikið C-
vítamín undir 0.2 eða 0.5 atu þrýst-
ingi.
í hraðsuðupotti þarf maturinn
minna af salti og kryddi. Ástæðan er
sú, að þar sem hann er ekki í beinni
snertingu við vatn skolast bragðefni
ekki í burtu.
ÖRYGGI
Þér þurfið ekki að óttast neitt, hrað-
suðupotturinn springur ekki, lokið
llýgur ekki í loft upp eða þá að matur-
inn sprautist út um allt. Á hverjum.
potti er margs kyns öryggisútbúnaður
og ef þér kaupið ekki pott af þekktu
vörumerki, eru þér einnig að kaupa
margra ára rannsóknir og tilraunir,
sem tryggja fyllsta öryggi. Flest lok
eru útbúin með sérstökum loka, sem
virka þannig, að sé lokinu snúið ör-
lítið, situr það fast á pottinum — eða
þá að þau eru skrúfuð á með hjálp
spenniboga, sem grípur undir tvær
höldur á pottinum. En framar öllu sér
öryggisventillinn til þess, að þrýst-
ingur í pottinum verði ekki meiri en
til var ætlast. Flestir pottar hafa einn-
ig eins konar öryggisútbúnað í rönd
loksins, sem er þannig, að verði þrýst-
ingurinn óeðlilega mikill (t.d. í því ó-
líklega tilfelli að ventillinn stífiist), þá
hvelfist þéttihringurinn upp og gufan
kemst auðveldlega út.
En ekki nóg með það. Margir pottar
eru þannig útbúnir, að í þeim getur
alls engínn yfirþrýstingur myndazt
nema lokið sé rétt á, og einnig er ekki
hægt að Opna pottinn meðan hann er
undir þrýstingi.
HVADA STÆRÐ?
Mest er framleitt af pottum, sem geta
tekið frá þrem til tíu lítra. Minnstu
pottarnir eru tilvaldir fyrir einhleyp-
inga, eða sem aukapottar fyrir fjöl-
skyldur. Þá má einnig nota sem steik-
arpönnu eða skaftpott. öðrum stærð-
um potta má fiokka í stórum dráttum
þannig niður: 4-5 lítra pottar fyrir
tveggja til fjögurra manna fjölskyldu,
einnig hugsanlegir sem aukapottar; 7
lítra fyrir IJóra tíl sjö menn; 9-10
lítra fyrir sex til tíu manns. Það fer
ennfremur eftir matarvenjum hvers
og eins hve stóra potta skal nota. En
að öðru jöfnu er þó þægilegra að nota
tvo smærri potta en einn stóran.
Þvermál botnfiatarins skiptir líka máli
Ef það er mjög stórt verður suðan
þeim mun lengurað koma upp.
Ur hvaða málmi?
Hraðsuðupottar eru yfirleitt úr áli,
emaleruðu stáli eða svonefndu „eðal-
stáli". Álpottarnir eru léttir og suðan
kemur tiltölulega fijótt upp í þeim, en
aftur á móti eru þeir ekki hentugir til
aukanota sem steikarpönnur, þvi
hætta er á að í þeim geti brunnið við.
Emaleraðir stálpottar eru aftur á
móti mun betur til þess fallnir. Ein-
staka eru útbúnir með sérstakri húð,
sem hindrar alvarlega viðbrennslu.
„Eðalstálpottar” eru sennilega þeir
fallegustu en um leið þeir dýrustu.
N AUÐSYNLEGT
1. Þegar þér eldið og notið við það
ísetningargrindur, gleymið ekki að
setja vatn í pottinn.
2. Setjið aldrei grind án fóta beint
á pottsbotninn.
3. Fyllið pottinn aldrei meir en
að 2/3 hlutum, þegar þér steikið
eða sjóðið.
4. Ventillinn, pottröndin og lokið
verða að vera tandurhrein, áður en
þér lokið pottinum.
5. Farið nákvæmlega eftir upp-
gefnum eldunartíma. Það er bezt
að stilla tímaúrið.
6. Eldunartíminn, sem er gefinn
upp í töflunni, er reiknaður frá þvi,
að réttur þrýstingur hefur myndast
í pottinum. Timinn, sem það tekur
suðuna að koma upp er ekki reikn-
aður með.
7. Reynið að setja réttina saman
úr hráefnum, sem hafa sama suðu-
tíma.
8. Reynið aldrei að opna pottinn
með valdi, eftir að þér hafið soðið
eitthvað í honum.
9. Skiftið umsvifalaust um rifna
þéttihringi eða lélega ventla. Notið
einungis varahluti frá sömu verk-
smiðju.
10. Lesið notkunarreglurnar vel og
vandlega og fylgið þeim í hvívetna.
Upplýsingaráð timbur-
iðnaðarins og Rannsóknarstofn-
un byggingaiðnaðarins í Svlþjóð
efna til ráðstefnu um gerð timb-
urhúsa I lok næsta mánaðar.
Þeir tslendingar, sem hafa
hug á að taka þátt i ráðstefn-
unni, geta snúið sér til Rann-
sóknarstofnunar byggingariðn-
aðarins i Keldnaholti og Bygg-
ingaþjónustu At.
Fjarstýrðar klukkur
Moskvu — t verksmiðju einni i
bænum Ordsjonikidse i Kakasus
hefur fyrsta samstæða fjarstýrðra
klukkna veriö framleidd. Ætlunin
er að hefja fjöldaframleiöslu á
klukkum þessum á næstu árum.
Klukkunum eða gángverkum
þeirra er stjórnað meö radiómerkj-
um frá Moskvu og er hugmyndin að
þær verði settar upp á járnbrautar-
stöðvum, i flughöfnum, við bið-
stöðvar strætisvagna og sporvagna
og annarsstaðar þar sem al-
menningi er hagræöi að vita af þvi
hvaö timanum nákvæmlega liöur.
(APN)
Golfkapparnir Einar
Guðnason og Óttar Yngvars-
son eru nýlega komnir úr
Skotlandsför, en þar dvöldú
þeir til íefinga og keppni I
grein sinni.
Þeir félagar tóku þátt i
tveim mótum, og kepptu sam-
an á báðum mótunum. I fyrra
mótinu tóku þátt bæði at-
vinnumenn og áhugamenn, og
urðu þeir I 40.sæti af 62.
Seinni keppnin var eingöngu
áhugamannakeppni og urðu
þeir þar númer 18 af 62, sem er
mjög góður árangur.
Kosningum I Indlandi fylgja oft
önnur slagsmál en um atkvæöin
og aðrar tölur en atkvæðatölur.
Og við siðustu kosningar uröu
HINAR tölurnar þessar:
58 létust.
1347 særðust.
UDfl ■■■■■■■.
■■■■■■■■■■■I
unarmöguleikar eru miklið ef vatn
fæst — um 105 km leið frá upp-
sprettunum. A næstu árum verður
unnið að stórfelldu áveitukerfi á
þessu viðáttumikla landsvæði, þar
sem rækta á baðmull, vinþrúgur og
ávexti. (APN)
105 km langt vatnsrör.
Moskvu — 1 sovétlýðveldinu U?be-
kisten er. -nú- uníiiö að lagningu
Tengstu vatnspipu i Miðasiu. Þetta
er ekki nein venjuleg vantslögn
heldur pipa sem leiða á vatn úr
bergvatnsám i Pamir-fjöllum niður
á Karsii-stenminn hnr cnm r—i.»
I.Y. Rabkin, prófessor, forstöðu- .
maður röntgen-deildar sovéska
heilbrigöisráöuney tisins og
prófessor N.R. Paleev, eru á þess-.
ari mynd að skoða röntgenmyndir,
sem teknar hafa verið á papplr.
Þetta er ný aðferð við röntgen-
myndatöku og hefur gefið mjög
góða raun. Það er auðvelt að taka
þessar röntgenmyndir og þægilegt-
að rannsaka þær.har Sém ekki þarf
að gkoöa þær I gegn um ljós. Auk
þess koma ýms atriöi skýrar út
þannig en á filmu.
RÁDSTEFNA UM'
GERD HMBURHÚSÁ
„Þfl RÉÐI RÍKISÚTVARPIÐ
EKKILENGUR DAGSKRÁ SINNI”
Vegna ummæla Björns Jónsson-
ar forseta A.S.l. i Morgunblaðinu i
dag i tilefni af dagskrám Rikisút-
varpsins á hátiðisdegi verkalýðsins
1. mai næstkomandi vil ég taka
fram eftirfarandi:
1) Það er stefna útvarpsráðs að
afhenda ekki félögum og hags-
munasamtökum dagskrártima til
frjálsrar ráðstöfunar, enda myndi
slikt fljótlega leiöa til þess að
Rikisútvarpið réði ekki lengur yfir
dagskrá sinni og þar meö gæti út-
varpsráö ekki lengur gegnt laga-
skyldu sinni. Dagskrárefni Rikisút-
varpsins veröur aö vera á ábyrgð
þeirra einstaklinga sem flytja það,
dagskrárstjóra og útvarpsráðs.
Þessi regla verður að sjálfsögöu að
ná til Alþýðusambands tslands sem
annarra samtaka.
2) Otvarpsráö samþykkti ein-
róma tillögur A.S.t. um efnisatriöi,
i kvölddagskrám hljóðvarps og
sjónvarps 1. mai og fól Stefáni
Jónssyni i hljóðvarpi og Magnúsi
Bjarnfreðssyni i sjónvarpi að ann-
ast undirbúning þessara dagskrár-
liða i samráði við framkvæmda-
stjóra M.F.A. og skrifstofustjóra
A.S.t. Með þessu taldi útvarpsráö
að það gengi eins langt til móts við
óskir A.S.l. og framast væri unnt
og þótti tryggt að Alþýðusamband-
ið gæti komiö þeim sjónarmiöum
sinum á framfæri við alþjóð sem
þaö æskti á baráttudegi verkalýös-
samtakanna. Þrátt fyrir þetta kaus
A.S.t. að hafna allri samvinnu við
útvarpsráð. Ég tel,að þarna hafi
veriö um ranga og skammsýna
ákvöröun miðstjórnar A.S.t. að
ræða.
3) 1 svarbréfi A.S.t. er hvergi
vikið að þvi að forystumenn verk-
lýössamtakanna vildu ekki koma
fram i áðurgreindum dagskrám
hljóövarps og sjónvarps. Hins veg-
ar hefur Björn Jónsson forseti
A.S.t. neitaö að koma fram i
sjónvarpsviðtali þar sem rætt yrði
um hugsjónagrundvöll verkalýös-
baráttu á Islandi i nánustu framtið.
Það er að minni hyggju mjög al-
varlegt mál, ef forystumaður
Alþýðusambandsins neitar með
öllu að svara spurningum sjón-
varps i tilefni 1. mai.
4) Útvarpsráð samþykkti á sama
fundi að bjóða fulltrúaráði verka-
lýðsfélaganna i Reykjavik aö út-
varpað yröi beint frá útisamkomu
fulltrúaráösins 1. mai og er þaö ný
mæli. Samkvæmt upplýsingum
dagskrárstjóra hljóövarpsdeildar
hefur slikt ekki gerzt siðan 1932.
5) Björn Jónsson telur að út-
varpsráð hafi meö afstöðu sinni
fylgt sömu neikvæðu stefnu gagn-
vart verkalýðshreyfingunni og ráö-
ið hefur gert um fjölda ára. Þetta
er algerlega rangt. Útvarpsráö
hefur tekiö upp þaö nýmæli að út-
varpa beint frá útisamkomunni i
Reykjavik. Útvarpsráð féllst á all-
ar efnistillögur A.S.I. varöandi
kvölddagskrá I hljóövarpi og sjón-
varpi. Útvarpsráö bjó þannig um
hnútana að þaö taldi tryggt að
sjónarmið verkalýöshreyfingar-
innar fengju að njóta sin i fyllsta
máta. Slik afstaða getur ekki með
nokkurri sanngirni talizt neikvæð.
Hins vegar taldi útvarpsráð sig
ekki geta afhent A.S.l. formlega
umsjón dagskránna fremur en öðr-
um félagssamtökum. Þess má
einnig geta i þessu sambandi að
A.S.I. hefur mér vitanlega enga
möguleika á þvi aö annast sjálft
sjónvarpsdagskrá.Það hefði hlotið
að leita til dagskrárgerðarmanns
um umsjón og upptöku og þar meö
verður sá dagskrármaður að telj-
ast ábyrgur fyrir dagskránni. Þrátt
fyrir einróma jákvæði útvarpsráðs
við öllum dagskrártillögum A.S.t.
hefur það kosiö að hafna samvinnu
við Rikisútvarpið um gerð kvöld-
dagskrár 1. mai. Útvarpsráð
harmar þessa afstöðu.
Reykjavik, 25. april
Njörður P. Njarðvik
Form. útvarpsráðs.
Fimmtudagur 27. apríl T972
Fimmtudagur 27. apríl 1972
o