Alþýðublaðið - 07.05.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.05.1972, Blaðsíða 3
BROT A VENJUNNI Þetta er handhægur brúðar- kjóll og ef til vill viðeigandi aö hafa hann i svörtu - þvi hann er ekki sakleysislegur að sjá nema framanfrá. Hann er vart kominn í tizku enn - var fyst kynntur fyrir skemmstu í brezku leikriti, ,,Liggjandi verur" - og leik- konan heitir Jeannette Cochrane. FÆRIR MADURINN ÞINN ÞÉR KAFFI í RÚMIB? Gætið nákvæmlega að öllu, þér konur, sem eigið svo einstaklega hugulsaman eiginmann, að hann tekur það jafnvel upp hjá sjálfum sér, að færa yður kaffið i rúmið á morgnana! Þeir eiginmenn, sem auðsýna konum sinum slika ástúð og stimamýkt, geta nefnilega verið áfengissjúklingar á laun og á byrjunarstigi, og megin tilgangur þeirra með hugulseminni verið sá að fá sér viskidreitil án þess að konan hafi hugmynd um það, til þess að ræsa liffærastarfsemina eftir nætursvefninn. bað er brezkur sálfræðingur, dr. Bruce Ritson, starfandi við konunglega sjúkrahúsið i Edin- borg, sem komizt hefur að þessari merkilegu niðurstöðu. Á ráðstefnu hálærðinga i Lund- únum, sagði hann að um 40% af áfengissjúklingum þjóðarinnar leyndu sjúkleika sinum fyrir fjöl- skyldunni og sinum nánustu. Hann telur að þetta sé viðlika almennt innan allra stétta þjóðfé- lagsins. Þegar þvi eiginmað- urinn segir: Nú skal ég færa þér kaffið i rúmið, elskan, er eins lik- legt að hann sé að laumast i stút- inn, eins og Páll Ólafsson forðum. ÞAD VEIT EKKI Á GOTT !iiil— Sumarbústaður sem eltir sólskinið Eins konar sumarbústað á hjól- um er nú að fá hjá Gisla Jónssyni & Co i Skeifunni 6. Er hér um að ræða hjólhýsi af gerðinni Cavalier, amerisk, sem fyrirtæk- ið hefur nýhafið innflutning á. Myndin að ofan er af einu slikra hjólhýsa, og segja forstöðumenn fyrirtækisins að vart sé hægt að fá betri bústað i islenzkri veðráttu, auk þess sem hjólhýsi sé gætt þeim kostum, að elta megi sól- skinið og eiga þannig sinn sumar- bústað á óskastaðnum á hverjum tima, — skipta svo um stað þegar þurfa þykir. Cavalier hjólhýsin eru með styrktum fjöðrum og grindum og mikið einangruð. Sjálfvirkur bremsubúnaður bremsar hjól- hýsið um leið og billinn hægir á sér, og stefnuljós og bremsuljós eru auðveldlega tengd rafkerfi biísins. Vandað eldhús er i hýsinu, i það má fá kæliskáp, salerni o.fl. — og svefnsófar eru fyrir 4—6 fullorðna auk þess hengikojur fyrir börn. Hjólhýsi eru sögð létt i drætti og henta öllum venjulegum bilum. !■■■■■■■■■■■■■■■■■■ : Áskriftarsíminn er : j 86666 ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ Við bjóðum yður velkomin á Aðalskrifstofu okkar í Ármúla 3. Starfsfólkið þar er reiðubúið til að ganga frá nauð- synlegum tryggingum fyrir yður og gera áætlun um heildartryggingaþörf yðar persónulega eða fyrirtækis yðar. Skoðunarmenn tjóna eru sérmenntaðir á sínu sviði og leggja kapp á að hraða uppgjöri hvers konar tjóna og láta sanngirni ráða við ákvörðun tjónbóta. Eftirlitsmenn á sviði eldvarna og tjónavarna veita yður leiðbeiningar um varnir gegn slysum á vinnustöðum og eldsvoða hjá atvinnufyrirtækjum. Við erum reiðubúin að leysa hvers konar vandamál yðar á sviði trygginga, tjóna og tjónavarna. Þér eruð velkomin í Ármúla 3. SÍMI 38500 SAM\I > > IIHYÍ ; í i i >c;ar Sunnudagur 7. maí 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.