Alþýðublaðið - 14.05.1972, Page 1

Alþýðublaðið - 14.05.1972, Page 1
 Pl& ' A- ÞAU ERU HREINT ÚÐ I AÐ GIFTAST AFTUR Bræðraþjóðum okkar á Norðurlöndum er tamt að væna okkur um að við „tyggj- um upp á amerisku” en ekki norrænu, eins og Jónas Hall- grimsson mundi ef til vill orða það nú. Það verður þvi nógu fróðlegt að vita hvort sú hjónaskilnaðar-„holskefla” sem nú gengur yfir Bandarik- in, á eftir að ná hingað, og þá eins hin holskeflan, sem fer á eftir henni, að flest þau hjóna- korn sem slita samvistum, æða óðara i hjónabandið aftur en þá með öðrum að sjálf- sögðu, að þvi er þarlendir sálfræðingar segja. Frá þvi 1960 hefur hjóna- skilnaðartalan vestur þar hækkað um 80%, en tala þeirra, sem hætta sér aftur i hnapphelduna, hækkað um 40%. Og samkvæmt niður- stöðum þeim, sem banda- riskar tölvur hafa komizt að þýðir þetta meðal annars að um 29% af þeim giftum konum sem nú eru á aldrinum 27- 32 ára, skilji við eiginmanninn — og 20% skilji eftir annað hjónaband. Ekki geta sálfræðingarnir eða tölvurnar um orsakir þessarar þróunar, og ekki er þess heldur getið hve há prósentutala karla og kvenna búi saman án geistlegrar blessunar, en eins og kunnugt er mun það vera eitt af þjóðar- metum íslendinga og ranglátu skattakerfi þá löngum um kennt. Og nú er semsagt eftir að vita hvaða áhrif Halldór fjarmálaráðherra á eftir að hafa á þá þróun með þeirri nýju skattalöggjöf, sem senni- lega verður helzt við hann kennd — hvort allur lausa- hjúaskarinn rýkur i að „panta prestinn” eftir að skattseð- illinn nýi kemur — eða hvort þau hjón, sem lengi hafa búið i helgu hjónabandi, fara að dæmi þeirra i Amerikunni — norrænum bræðraþjóðum vorum til sárrar hneykslunar. Það er eins með þetta, og segir i visunni — „Simpson kemur viða við...” alþýðu SUNNU SIÐUR MANSTU EFTIR ÞESSARI? Það á aö heyrast hátt i, hvina og snörla i slónni. Þá heitir það hreppstjóra- snytur. Sú list að snýta sér i rosóttan klút, helzt rauð- rósóttan, er gömul og viröuleg, og hana kunna varla aðrir en miklir tóbaksmenn - sem þar aö auki hafa stórt og voldugt nef, helzt dálitið rautt... Þetta er ein þeirra mynda, sem Gunnar Heiðdal tók á réttu augnabliki i sólskininu i fyrra, og prentum aftur vegna nyju, goðu prent- unarinnar. SUNNUDAGUR 14. MAI 1972 — 53. ÁRG. 102. TBL o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.