Alþýðublaðið - 14.05.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.05.1972, Blaðsíða 2
Hendurnar John Lennon er 31 árs. Hann hefur mótmælt flestu síö- an hann tók saman við Yoko Ono. Hann segist nú vera sósía- listi og syngur „Power to the People." Paul Mc- Cartney er þritugur. Hann hefur varla látiö sig varöa pólitik áður. Nú heimtar hann Irland handa irum. segja meira um þig en þú heldur! Greipar 1 hvert skipti sem þú spennir greipar fyrir fram- an þig, veitirðu upplýs- ingar um persónugerð þína. Hvernig þú leggur hendurnar þegar þú ert seztur i hægindastölinn þinn, getur sýnt hvernig maður þú i rauninni ert. Hátternissérfræðingar hafa fyrir löngu veitt þvi athygli að hendur okkar veita upplýsingar um skap- gerð okkar. Löfalestrar beita og þeirri tækni. Samkvæmt kenningum Walters Sorrells, eins af þessum sérfræðingum, er auðvelt að skilja þetta táknmál, en hann hefur at- hugað handhreyfingar fólks i þvi skyni áratugum saman. Biðjið einhvern að spenna greipar. Hvor þumalfingurinn veröur ofan á? Sé það hægri þumalfingurinn, er liklegt að viðkomandi sé raun- sæismaður. I senn athafna- maður og hugsaður. Myndir af Mao Tse-tung sýna, að hann spennir greipar á þann hátt. Draumóramenn. Verði vinstri þumalfingur- inn ofan á, er liklegt að við- komandi sé draumóramað- ur. Maður, sem gefið er rikt imyndunarafl, og lætur hugboð ráða. En Sorrell tekur það skýrt fram, að ekki megi dæma eftir þumalfingrunum nema önnur merki séu tekin með i reikninginn. Athugaðu þvi enn nánar hvernig viðkomandi hagar höndum sinum i hvild. Réttir hann gleitt úr fingrunum? Sé svo, þá heldur Sorreli þvi fram, að það sé merki um sterka einstakiings- hneigð, viðkomandi sé að öllum likindum hreinskil- inn, viðbragðsfljótur og næmur fyrir áhrifum. Maður, sem ekki ergefinn fyrir hik, þegar athafna er krafizt. Sir Winston Churchill var einn af þeim, sem rétti gleitt úr fingrun- um. Ef viðkomandi kreppir hnúana og lokar fingrum i lófa, er ekki óliklegt að hann sé feiminn og hlé- drægur og sennilega varkár um of. Ef viðkomandi kreppir fingur um fremstu hnúa bendir það til sjálfsdýrk- unar, gæti og verið merki um öryggisskort eða and- lega streitu. Ef viðkomandi kreppir svo og réttir á vixl úr hnú- unum, er vissara að vara sig á honum, segir Sorrell. Adolf Hitler hafði þann kæk. Framréttir, stifir fingur bera vitni varfærni og efa- girni, að viðkomandi sé gagnrýnin persóna, sem ekki eigi auðvelt með að laga sig að öðrum, sem hann umgengst. Séu fingur lauskrepptir um fremsta lið, bendir það til þess að viðkomandi sé fjörmikill, úthverfur og gæddur aðlögunarhæfni. Hann getur verið örlatur og velviljaður, stundum dálitið tillitslaus, auð- reittur til gremju og segir þá hverjum sina meiningu. t bók sinni, „Frásaga mannshandarinnar”, segir Sorrell að þumalfingurinn þegi um fátt sem skaphöfn og persónugerð snertir. Maður, sem felur þumal- fingur með þvi að beygja hann inn i lófann þarf & vernd að halda — maður sem öðrum er háður, hneigður til þunglyndis og svartsýni. Gægist þumalfingurinn aðeins fram á milli visi- fingurs og löngutangar, reiknar sérfræðingurinn með þvi að viðkomandi sé tortrygginn og uggandi persónugerð. En komi þumalfingurinn hins vegar greinilega fram á milli þessara fingra, þannig að hann láti i raun- inni nokkuð yfir sér, býst hann við að eigandinn sé gæddur miklu sjálfstrausti, sem kunni bæði að gefa fyrirskipanir og fram- kvæma þær. Kunnur, brezkur sál- fræðingur hefur komizt svo að orði um þessar kenn- ingar Sorrells: ,,Ég veiti þvi alltaf ná- kvæma athygli hvernig viðkomandi ber til hend- urnar. Það getur veitt gagnlegar upplýsingar varðandi andlegt ásig- komulag sjúklingsins”. Kvikmyndasnillingurinn Orson Welles var i eina tið áhugasamur lófalesari. En hann hætti þvi, þegar hann komst að raun um að hann sagði fólki hið sanna um sjálft sig. Hann segir: „Lófalesari getur orðið margs fróðari um menn með þvi að taka eftir vissu handahátterni þeirra”. Flestir leikarar eru sér mjög meðvitandi um hend- ur sinar. John Donaldson, einn af leikstjórunum hjá Saddler Wells, segir: „Það gegnir furðu hversu margir leik- arar, jafnvel þaulreynir, hafa ekki hugmynd um hvernig þeir eiga að beita höndunum”. „Flestir þeirra ofleika með höndunum, svo ekki er neinu lagi likt. Þeim finst að þeir verði stöðugt að nota þær til áherzlu. Það er blátt áfram martröð fyrir leikstjórann að fá þá til að halda eðlilega að sér hönd- um”. Sorrell fer oginokkrum orð um um þessar áherzlu- hreyfingar. „Veitið athygli hvernig ræðumenn á opinberum fundum pata með höndun- um, rétt eins og þeir vilji segja: Ég geri ráð fyrir að verða fyrir árásum, og er reiðubúinn að verja mig”. Úthverfir. Terri viðkomandi þumal- fingurinn upp á við, bendir það til einstefnu i hugs- unarhætti i þvi skyni að ná settu marki. Og þegar hann heggur á með þumalfingrinum til á- herzlu, er viðkomandi út- hverfur að skapgerð, ein- beittur og röggsamur. Handhreyfingar til á- herzlu eru mönnum eðli- legar, segir Sorrell og sum- ir ganga þar svo langt, seg- ir hann, að þeir tala að vissu leyti með höndunum. Fólk af Bubis-kynstofn- inum i Afriku getur ekki talað saman i myrkri, vegna þess að handahreyf- ingarnar ráða svo miklu um merkingu orðanna. Og Purisarnir i Braziliu nota eitt og sama orðið yfir „i gær”, „i dag” og „á morgun”. Þeir benda þvi aftur fyrir sig, þegar það táknar „i gær”, til himins þegar það táknar „i dag”, og fram fyrir sig, þegar það táknar „á morgun”. Bretar notuðu mikið handhreyfingar til áherzlu orðum sinum áður fyrr, en vöndust af þvi á viktori anska timabilinu, þar eð slikt var þá talin ókurteisi. Nú eru þær handhreyfingar teknar að færast i aukana aftur. Nema ef viðkomandi vita af Sorrell i nánd. Þá stinga þeir höndum i vasa. ÞEIR STORGRÆDA A STYRIOLDUM 06 HUNGUR ER KIRRA LIFIBRAUD Það er sala i styrjöldum, múgmorðum og frelsis- styrjöldum. Þeir sem gera sér það ljóst, eru með á nótunum. Þeir hinir miklu popp- listamenn hafa lika verið fljótir að átta sig á þvi, að það gefur drjúgan skilding i aðra hönd að syngja mót- mæli gegn þvi, sem allir eru á móti George Harrison og Joan Baez syngja um Bangla- desh, John Lennon um trska lýðveldisherinn og krefst „valds til handa fólkinu”, Paul Mc Cartney „Afhendið trum aftur lr- land” og Bob Dylan um „George Jackson” Hugsjónir? Hvað hefur eiginlega gerst? Hvernig stendur á þvi að þeir John Lennon og Paul McCartney eru allt i einu hættir að syngja tviræða söngva, þar sem þeir bera hvorn annan öll- um vömmum og skömm- um, og eru þess i stað orðn- ir snjóhvitir hugsjóna- menn, sem gera sér grein fyrir þjáningum og böli annarra og finna til með þeim? Einungis það, að slikt gefur peninga i aðra hönd. Paul hefur aldrei aðra eins auglýsingu og i sambandi við „Afhendiö trum aftur trland”, þar eð platan var bönnuð i brezka útvarpinu. Allar þessar stjörnur vita ósköp vel hvaða aðferð er liklegust til að ná frægð og frama. Og þær vita allar fyrst og fremst hvaða ráð eru væn- legust til að græða milljón- ir. Þar með er ekki sagt að um einlægni geti ekki verið að ræða á bak við þær aðgerðir. Með hljómleikum sinum hafa þeir Harrison og Dylan safnað fé svo milljónum punda skiptir til handa hinu nýja riki, Bangladesh...en þarf svo mikið hugrekki til þess að æpa inn i hljóðnemann mótmæli gegn þvi sem allir eru á móti? Paul McCartney er það eflaust alvara, að afhenda beri trum aftur trland. John Lennon er vafalaust fylgjandi trska lýðveldis- hernum. Bob Dylan heldur þvi fram með fullum rétti, að aftaka George Jackson hafi einungis verið handhæg að- ferð til að loka munninum á áhrifamiklum negra. Joan Baez og Heorge Harrison taka afstöðu gegn styrjöldinni i Pakistan og hylla hið nýja riki, Bangladesh. Gera 'það ekki allir? Popp og pólitik er allt i einu orðinn eftirsóttur söluvarningur sem græða má á milljónir...eins og poppið og Jesú. Þessum popplistamönn- um hryllirað sjálfsögðu við fréttunum i sjónvarpi og útvarpi og dagblööunum, þegar þar er skýrt frá ugg- vænlegum ofbeldisaðgerð- um, eins og okkur öllum - munurinn er einungis sá, að þeir kunna að græða á þvi. Það gildir einu, þótt sjónarmið kunni að vera almennt og hversdagslegt, einungis ef mótmælin eru öskruð nógu hátt! Ekki samt of ákveðið, ekki allt of brennandi...þvi að ekki má hræða fólk. En dálitlir gárar á yfirborðinu, það er lóðið! Það geta allir verið sam- mála hálfkveðnum mót- mætlum. Þeir listamenn, sem taka einbeitta afstöðu, eiga ekki eins auðvelt með að selja hana. o Sunnudagur 14. maí 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.