Alþýðublaðið - 14.05.1972, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.05.1972, Blaðsíða 6
Fimmta grein Gests Guðfinnssonar um ferðir innanlands Sumarleyfistíminn nálgast nú óðum, og margir eru sjálfsagt farnir að velta þvi fyrir sér, hvað þeir eigi aö gera af sér i sumar- leyfinu. Flestir hafa nú mánuð til umráða, sumir nokkru meira. A þeim tima er hægt að flækjast heilmikið, ef allt er vel skipulagt og undirbúið með góðum fyrir- vara. Það er þess vegna sjálfsagt timabært að fara að vikja svolitið að sumarleyfisferðunum i þess- um þáttum. En fyrst langar mig til að minnast örlitið á nokkrar helgarferðir, sem orðið hafa út- undan fram að þessu i upptaln- ingunni. Hekla og Katla Fyrst er þá að geta ferða á Heklu, það frægðarfjall, sem allt- af stendur fyrir sinu. Farfuglar ráðgera 2 daga ferð þangað 1. júli, en Ferðafélagið tveggja og hálfs dags ferð næstu helgi á eftir eða 7. júli. Það er ástæðulaust að fjölyrða mikið umþetta merkilega eldfjall, sem þekkt er um allar jarðir og frægast islenzkra fjalla. Margir urðu til að sækja Heklu heim i seinasta gosi, sem er tiltölulega nýafstaðið, en yfirleitt var ekki gengið á fjallið, heldur látið nægja að staldra ögn viö einhvers staðar i námunda við eldstöðv- arnar. Hins vegar má gera ráð fyrir, að marga fýsi enn sem fyrr að standa ,,á tindi Heklu hám” og horfa yfir landið friða, eins og segir i kvæði Jónasar, enda er þátttaka venjulega góð i Heklu- ferðum. Þetta er seiglingsganga, Hekla bætti nokkru við hæöina i gosinu 1947 og mun nú vera rétt innan við 1500 metra yfir sjávar- mál, en nokkur afföll verða á þeirri tölu i göngu, dálítið mis- munandi þó, eftir þvi hvaðan er lagt upp. Enginn skyldi þó láta sér vaxa i augum að ganga á Heklu. Hins vegar vil ég ráð- leggja öllum Hekluförum að biðja guð um gott veður, þvi að Hekla er dálitið þokusælt fjall, einkum i sunnanátt. Það er ekki úr vegi að geta um ferð á Kötlu i sömu andránni og Heklu er minnzt. Þetta eru i raun og veru nokkurs konar eldfjalla- systur. Farfuglar áætla ferð á Kötlu 9. júni, en jafnframt ráð- gera þeir ferð i Dyrhólaey, Mýr- dal og Hjörleifshöfða. Ferðafé- lagið er hins vegar með ferð i Mýrdalinn 16. júni. Það er nú liðin riflega hálf öldin siðan Katla gaus seinast og fjallið reyndar farið að „hafa yfir”. Úr þessu má þvi búast við gosi hve- nær sem er, svo framarlega sem Katla er ekki dauð úr öllum æð- um. Þeir sem vilja kynnast henni „fyrir gos” ættu þvi að nota tæki- færiö og heilsa upp á maddömuna meðan hún er enn i skapi til að taka á móti gestum og sinna þeim i ró og næði. Sögustaðir Njálu Enn vil ég geta einsdagsferðar á sögustaði Njálu, sem notið hefur mikilla vinsælda undanfar- in ár. Sú ferð er ráðgerð 2. júli og er á vegum Ferðafélagsins. Komið er á helztu sögustaði Njálu: að Hliðarenda, Bergþórs- hvoli, Keldum og að Dímoni á Markarfljótsaurum, sömuleiðis að Odda á Rangárvöllum. Sögu- fróður leiðsögumaður verður væntanlega i ferðinni, eins og undanfarin sumur. Þjórsárdalsferðir eru ekki ráð- geröar sérstaklega, hvorki hjá Farfuglum né Ferðafélagi tslands, en falla hins vegar vænt- anlega inn i lengri ferðir, sem liggja um þessar slóðir, auk þess sem gera má ráð fyrir að B.S.f. verði með ferðir þangað, svo sem oft áður. Sumarleyfisferðir Og þá er að snúa sér að sumar- leyfisferðunum. Þar er lika úr talsverðu að moða. Ferðafélag lslands ráðgerir hvorki meira né minna en 27 sumarleyfisferðir, Farfuglar eru aftur á móti aðeins með tvær á sinum snærum. Sumarleyfisferðirnar eru ákaf- lega mislangar eða allt upp i 14 daga og að sjálfsögðu viðsvegar um landið, bæði i byggð og á ör- æfum. í Núpsstaðaskóg Fyrsta sumarleyfisferðin á vegum Ferðafélagsins er 6 daga ferð um byggðir Vestur—Skafta- fellssýslu og i Núpsstaðaskóg, ef fært verður yfir Núpsvötn, en þau eru óbrúuð ennþá Gengið verður á Eystrafjall og Súlutinda, sem eru við vesturjaðar Skeiðarárjök- uls, og blasir þaðan við öræfajök- ull og Skaftafellsfjöll. Siðustu nótt ferðarinnar verður gist i Þórs- mörk. — Ferðin kostar 4.700 krón- ur. Snæfellsnes og Breiðafjarðareyjar Um sama leyti eða 1.—4. júli er fjögurra daga ferð um Snæfells- nes og til Flateyjar, einnig á veg- um Ferðafélagsins. Ekið verður fyrir jökul og siðan farið með flóabátnum Baldri til Flateyjar, en heim um Skógarströnd og Bröttubrekku. Þessi ferð er nokkuð áþekk Breiðafjarðarferð- inni um verzlunarmannahelgina, en þó tekin dálitið á annan hátt, fleiri staðir skoðaðir og farið hægar yfir. — Ferðin kostar 3.300 krónur. Lakagigar Þá er Ferðafélagið með fjög- urra daga ferð i Lakagiga 29 júli — 1. ágúst, sem kostar 3.100 krónur. Gigarnir draga nafn af fjallinu Laka á Siðuafrétti, en þar gaus árið 1783. Þetta var sprungugos og mynduðust um 100 gigar á sprungunni. Hraunið rann alla leið niður á láglendi m.a. eft- ir farvegi Skaftár og er talið mesta hraun, sem komið hefur upp i einu gosi á jörðunni siðustu aldirnar. Af völdum gossins féll verulegur hluti af búpeningi landsmanna og um fimmtungur þjóðarinnar lézt i móðuharðind- unum, sem fylgdu i kjölfar eld- gossins. A heimleiðinni verður farið um Eldgjá og komið við i Landmannalaugum. Farfuglar eru lika með sumar- leyfisferð i Lakagiga. Það er átta daga ferð. 1 þeirri ferð er gert ráð fyrir að staldra við i Núpsstaðar- skóg og ganga á Súlutinda og að Grænalóni. Ekið verður um byggðir aðra leiðina, en hina að Fjallabaki. Eins og sjá má af þessarí upptalningu er gert ráð fyrir að slá þarna margar flugur i einu höggi. Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar hafa oft orðið útundan i ferðalögum. Nú hefur Ferðafélagiðhins vegar tekið þær upp i ferðaáætlun sina, og er ráð- gerð fimm daga ferð þangað 1.— 5. júli i sumar. Ekið verður til Þorlákshafnar og fariðþaðanmeð báti til Eyja. Siðan verða Eyjarn- ar skoðaðar eftir þvi sem timi og aðstæður leyfa, m.a. farið i Kaf- helli og Fjósin, ef fært verður. Mikill fengur er að þessari ferð fyrir þá sem aldrei hafa til Eyja komið, enda eru þær rómaðar fyrir náttúrufegurð auk þess sem Vestmannaeyjakaupstaður er orðinn mesti útgerðarbær lands- ins. Ferðin kostar 4.000 krónur. wíííSSs Þetta er Fjallfoss, einn hinna sex fossa I Dynjandiá I Arnarfirði og einhver friðasti foss landsins. enda eftirsóttur til Ijósmyndunar. — Myndina tók Eyjólfur Halldórsson. Þessi mynd er af Reiðskörðum á Barðaströnd, hinum sérkennilegu berggöngum i fjörunni, en þar lá reiðvegurinn i gamla daga eftir leirunum. — Myndina tók Eyjólfur Halidórsson. Drangeyjarferð Ferðafélagið gerir ekki enda- sleppt við eyjaferðir i sumar. Þegar hefur verið getið tveggja ferða i Breiðafjarðareyjar, og Vestmannaeyjaferðar, en auk þess er gert ráð fyrir ferð i Drangey. 1 þeirri ferð, sem tekur sex daga og er 4. — 9. júli, verður Skagafjörður einnig skoðaður inn til dala og út til sjávar, en þar er hver sögustaðurinn öðrum merk- ari, svo sem menn sjálfsagt minnast úr Skagafjarðarkvæði Matthiasar. Auk þess er gert ráð fyrir að fara i þessari ferð fyrir Skaga, um Fljót, Siglufjörð, Ólafsfjörð, Svarfaðardal og öxnadalsheiði. Þetta er mikið og margbreytilegt ferðalag. En að minum dómi er þó Drangeyjar- förin hápunktur ferðalagsins og alveg i sérflokki, eins og kaup- sýslumennirnir mundu sennilega orða það. Drangey er há úr sjó og ákaflega sæbrött, svo sem flestir vita. Hún er ekki geng nema á einum stað, en öllum á að vera fært að komast þar upp, enda járnkeðja til stuðnings, siðasta spölinn fyrir viðvaningana. Faðirvorið var lesið við Gvendar- altari, en sumir munu þó trassa það núorðið, enda hefur það verið prentað á skilti við upp- gönguna til hagræðingar fyrir þá, sem kynnu að vera farnir að ryðga i bænagerðinni. Þessi fjölbreytilega Skaga- fjarðarferð kostar aðeins 4.950 krónur, og sýnist mér að þátttak- endur fái ekki svo litið i aðra hönd, ef vel tekst til. Vestfjarðaferð og ferðir á Hornstrandir Þá er Ferðafélagið með 9 daga Vestfjarðaferð, sem stendur yfir frá 11. — 19. júli. Farið er um mikinn hluta Vestfjarða og ýmsir áhugaverðir staðir skoöaðir. M.a. er einum degi eytt i bátsferð til Aðalvikur, um Jökulfirði til Snæ- fjaliastrandar, þar sem billinn tekur hópinn. Heimleiðin liggur um Þorskafjarðarheiði og Dali. 1 þessari ferð eru áætlaðar fjall- göngur, m.a. á Barða og Gölt. — Vegir eru yfirleitt orðnir tiltölu- lega greiðfærir um Vestfjarða- kjálkann. Þó vantar ennþá herzlumuninn, að unnt sé að aka umhverfis Isafjarðardjúp, en væntanlega verður fljótlega lokiö við þann veg og opnast þá alveg spáný ferðamannaleið, sem' áreiðanlega verður mikið farin. Vestfjarðaferðin kostar 7.000 krónur. Tvær Hornstrandaferðir eru á áætlun Ferðafélagsins i sumar, sú fyrri 18. — 26. júli, hin siðari 24. júli — 2. ágiíst. Þær kosta álika mikið eða 7.000 og 7.300 krónur. 1 þessum ferðum er að sjálf- sögðu notuð tvenns konar farar- tæki, þ.e. bátar og bilar, en einnig reiðskjótar postulanna, þvi aö ekki verður alltaf öðrum farar- tækjum við komið. Hornstrandir eru nú mikið um- talaðar sem væntanlegur þjóð- garður og er það stórbrotin hug- mynd, sem áreiðanlega á miklu fylgi að fagna meðal lands- manna. Þarna er óvenju hrika- legt og sérstakt landslag, sem varla á sinn Iika i þjóðgörðum annarsstaðar á hnettinum að ógleymdu fuglalifinu i Hornbjargi og Hælavikurbjargi. Flestir Hornstrandafarar e'ru á einu máli um náttúrufegurðina í þessari af- skekktustu eyðibyggð landsins og sumir fara þangað aftur og aftur og fá sig aldrei fullsadda af lands- laginu. 0 Sunnudagur 14. mai 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.