Alþýðublaðið - 14.05.1972, Blaðsíða 3
Á KONAN AÐ SITJA HEIMA EÐA VINNA ÚTI?
HVAD KEMIIR I HLIIT
NEIMILISINS EF HOS-
MÚBIRIH LEGGUR A
SIC MB AUKAERFIDI
tfl VIHHA UTI
Hvað kemur i hlut heimilisins
ef húsmóðirin leggur það
aukaerfiði á sig að vinna úti?
Við þeirri spurningu er ekki
hægt að gefa neitt algilt svar.
Það fer mikið eftir tekjum
heimilisföðurins og auðvitað
einnig eftir þvi, hvort konan
telur sjálf fram sinar tekjur til
skatts eða ekki.
Sé eiginmaðurinn með minna,
en meðaltekjur getur útivinna
eiginkonunnar orðið til þess að
hækka eiginmanninn i skatt-
stiga auk þess sem rikið hirðir
að sjálfsögðu sinn hluta af tek-
jum konunnar. Til þess að
komast hjá sliku getur konan að
visu talið sérstaklega fram.
Samkvæmt gömlu skatta-
reglunum var það þó ekki talið
borga sig, nema konan hefði
þeim mun hærri tekjur, þvi ef
hún telur sérstaklega fram, þá
skipta hjónin eðlilega öllum
frádráttarliðum á milli sin og
frádráttur lækkar þvi að sama
skapi hjá eiginmanninum.
Engir slikir útreikningar hafa
verið gerðir á skattaframtals-
málum hjóna samkvæmt hinu
nýja skattakerfi, a.m.k. ekki
svo Alþýðublaðinu sé kunnugt
um, en þó má telja nokkurn
veginn vist, að það borgi sig
ekki fyrir konu að að gefa sér-
framtal og óska eftir sér-
skattlagningu, þótt hún vinni
eitthvað úti.
Ef maðurinn hefur hins vegar
meðaltekjur eða meira hafa
launatekjur konu engin áhrif til
að hækka eiginmanninn i
skattstiga, þarsem meðaltekjur
nægja til þess, að fylgt sé hæstu
leyfilegri álagningu,— 10%
brúttóálagningu til útsvars og
45% nettóálagningu til tekju-
skatts. 1 slikum tilvikum er
miklu auðveldara fyrir fólk að
reikna út, hve miklu við-
komandi heimili fær að halda
eftir af launatekjum konu, vinni
hún úti, og hvað mikið riki og
bær taka til sin.
Útivinna konu skapar
heimilinu hreinn tekjuauka, en
ekki neina nýja frádráttarliði.
Persónufrádráttur, vaxta-
frádráttur og aðrir frádráttar-
liðir, sem heimilið nýtur
gagnvart skattaálagningu, eru
nákvæmlega þeir sömu, hvort
heldur konan vinnur úti, eða
ekki. Hluti hennar i persónu-
frádrætti og öðrum frádráttar-
liðum breytist ekkert við úti-
vinnuna og sá eini frádráttur,
sem hægt er að reikna með
varðandi launatekjur konu,
þegar hjón gera það upp við sig,
hvort það „borgi sig” fyrir
konuna að vinna úti, er aðeins
sá helmingsfrádráttur af launa-
tekjum konunnar, sem
reiknaður er til tekjuskatts.
Með gamla kerfinu naut konan
einnig helmingsfrádráttar til
útsvars, en rikisstjórnin lét fella
þann frádráttarlið niður i hinum
nýja skattalögum.
Stundi eiginkona vinnu utan
heimiiis og fái t.d. 100 þús. kr. i
'launatekjur á ári aukast
skattgjöld heimilisins þar af
leiðandi eins og sýnt er hér að
aftan og er þá reiknað með þvi,
að eiginmaðurinn hafi meðal-
tekjur og útivinna konunnar
hækki hann þvi ekki i skattstiga.
Til útsvars: Enginn frá-
dráttur er veittur i sambandi
við launatekjur konu.
Álagningin er 10%. Eitt hundrað
þús.kr.ári launatekjur konu
fyrir úti vinnu verða þannig til
þess, að útsvarið á heimilinu
hækkar um 10 þús. kr.
Til tekjuskatts: Veittur
helmingsfrádráttur á launa-
tekjur konu. t þessu dæmi koma
þvi 50 þús. kr. af 100 þús. kr. tek-
jum konunnar til skatts. A-
lagningin er 45%. Vegna 100
þús. kr. tekna konunnar þarf
heimilið þvi að greiða 22.500 kr.
meira i tekjuskatt.
Samtals i opinber gjöld þarf
viðkomandi heimili þvi að
greiða 32.500 kr. aukalega i
útsvar og tekjuskatt vegna þess,
að konan vinnur úti fyrir 100
þús. kr. á ári. U.þ.b. þriðja hver
króna, sem húsmóðirin vinnur
sér inn, fer þannig i kassa rikis
og sveitarfélags, — langmest þó
i þann fyrrnefnda kassana
Þannig litur dæmið út fyrir
meginþorra islenzkra heimila.
ÞAÐ ER EKKI SAMA HVOR KONAN ER
GIFTINGARVOTTORfllD
GETUR HÆKKAfl SKATTA
En það kostar konuna einnig
stórfé I sambandi við skatta-
málin, að hafa fengið blessun
rikis eða kirkju á samband sitt
við manninn, sem hún býr
með,— þ.e.a.s. að búa með
. honum i löggiltu hjónabandi. í
greinaflokki, sem Gylfi Þ.
Gislason skrifaði um skattamál
hjóna i Alþýðublaðið fyrir páska
nefndi hann sláandi dæmi um
þetta. Dæmið er i stuttu máli á
þessa leið.
Karlinn A og konan B búa
saman i hjónabandi og halda
heimili. Sameiginlega hafa þau
600 þús. kr. i tekjur, karl-
maðurinn 400 þús. og konan 200
þús. Af þessum tekjum þurfa
hjónin að greiða 155.450 kr. i
tekjuskatt aðeins.
Karlmaðurinn C og konan D
búa saman og halda saman
heimili, en hafa ekki gengið i
hjónaband. Þau hafa sömu tek-
jur og A og B,— 600 þús. kr. —,
og fengnar á sama hátt,— konan
vinnur fyrir 200 þús. kr., en
karlmaðurinn fyrir 400 þús. kr.
Vegna þess, að hjónaleysi þessi
eru ekki lormlega gnt, stimpil
kóngs og kirkju vantar, eru þau
skattlögð, sem tveir einstak-
lingar og borga samtals i tekju-
skatt 114.700 kr.
Það, að konan B og karlinn A
lifa i formlegu hjónabandi að
guðs og manna lögum, hefur
það i för með sér, að þau borga
40.750 kr. meira i tekjuskatt
hafandi samtals 600 þús. kr. tek-
jur, en hjónaleysin C og D i
næsta húsi, sem hafa nákvæm-
lega sömu tekjur og eins
fengnar og hjónin A og B. Dýrt
giftingarvottorð það.
Sunnudagur 14. maí 1972